Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990.
9
Boris Jeltsin, nýkjörinn forseti stærsta lýðveldis Sovétríkjanna, Rússlands, heldur fyrir eyrun á fundi með blaða-
mönnum í gær. Simamynd Reuter
DV
Útlönd
Boris Jeltsin kosinn forseti Rússlands:
Vonast til
samvinnu
- segir Gorbatsjov Sovétforseti
Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti
kvaðst í gær vonast til að geta starfað
með Boris Jeltsin, einum helsta
keppinauti sínum og póhtískum and-
stæðingi, 1 framtíðinni en Jeltsin var
í gær kosinn forseti stærsta lýðveldis
Sovétríkjanna, Rússlands. Ráða-
menn í Moskvu höfðu reynt allt hvað
þeir gátu til að koma í veg fyrir kosn-
ingu hans í embætti og í tveimur
fyrri umferðum forsetakosninganna
náöi enginn frambjóðenda til emb-
ættisins nægu atkvæðamagni til að
tryggja sér setu á forsetastóli. En í
þriöju umferð í gær hlaut þessi rót-
tæki umbótasinni meirihluta at-
kvæða á rússneska þinginu og er nú
í embætti hvaðan hann getur ógnað
valdastöðu og áhrifum Sovétforseta.
í Ottawa í Kanada í gær, þar sem
Gorbatsjov er nú staddur, sagði Sov-
étforseti að nauösyn væri á sam-
starfi á milli sín og hins nýkjörna
rússneska forseta. Forsetinn kvaðst
bjartsýnn á að um samstarf yrði aö
ræða. „Við verðum að vinna sam-
an,“ sagði hann. Fyrr um daginn
kvað Gorbatsjov kosningu Jeltsins í
þetta embætti, eitt af valdamestu
embættum í Sovétríkjunum, valda
sér „nokkrum" áhyggjum!
Ljóst er að í stöðu forseta Rúss-
lands getur Jeltsin haft mikil áhrif á
gang ýmissa mikilvægra mála og
boðið sovéskum yfirvöldum birginn
á mörgum sviðum, ekki síst á sviði
efnahagsmála og fyrirhugaðra um-
bóta þar að lútandi. Jeltsin hefur
harðlega gagnrýnt stefnu Sovétfor-
seta í efnahagsmálum, sérstaklega
gífurlegar verðhækkanir sem gert er
ráð fyrir í efnahagsumbótum sov-
éskra stjórnvalda.
Jeltsin hefur reynst Gorbatsjov
óþægur ljár í þúfu síðastliðin tvö ár
og hafa þeir oft á tíðum deilt hvor á
annan. Jeltsin var rekinn úr stjórn-
málaráði sovéska kommúnista-
flokksins árið 1988 eftir að hafa gagn-
rýnt hversu hægt umbætur Sovét-
forseta gengju fyrir sig. En hann lét
ekki deigan síga og náði sér fljótlega
á strik aftur. Hann var kosinn til
setu á löggjafarþinginu sem og rúss-
neska þinginu. Og nú hefur hann
styrkt stöðu sína gagnvart Gor-
batsjov og gæti hæglega reynst Sov-
étforsetaerfiður. Reuter
Litháen að hruni komið
- segir litháiski sendifulltrúinn 1 Bandaríkjunum
Sendifulltrúi Litháen í Washing-
ton í Bandaríkjunum gaf í skyn í
gær að hrun væri yfirvofandi í at-
vinnu- og iðnaðarlífi lýðveldisins.
En hann sagði jaíhframt að þó að
um hrun yröi að ræða myndu Lit-
háar ekki draga til baka fullveldis-
yfirlýsingu sína frá 11. mars síðast-
hðnum.
Stasys Lozoraitis, htháiski sendi-
fulltrúinn í Bandaríkjunum, fór
þess á leit við Bush Bandaríkjafor-
seta að hann þrýsti á Gorbatsjov
Sovétforseta um að létta á efha-
hagsþvingunum þeim sem
Moskvustjómin hefur beitt Litháa
fbá þvi í síðasta mánuði. Lozoraitis
hvatti Bush til að fara fram á viö
Sovétforseta að hann setjist niður
til samninga við fulltrúa Litháa um
sjálfstæðisyfirlýsinguna. Gor-
batsjov kemur til Bandaríkjanna á
morgun til viðræðna við Bush en
áætlað er að leiðtogafundur ríkj-
anna standi til 3. júní.
í Vilníu, höfuðborg Litháen, sagði
Kazimiera Pmnskiene, forsætis-
ráðherra Litháen, að vegna efna-
hagsþvingana Sovétmanna færi
fljótlega svo að loka yrði
mikilvægu kjaraorkuverki í lýð-
veldinu.
Reuter
Sovétforseti í Kanada
Gorbatsjov Sovétforseti og Mulro-
ney, forsætisráðherra Kanada, eiga
eitt sameiginlegt, vaxandi þjóðernis-
vakningu í löndum sínum. í Sovét-
ríkjunum vilja Eystrasaltsríkin sjálf-
stæði og æ fleiri lýðveldi krefjast
aukinnar sjálfstjórnar. í Kanada er
talin hætta á að ríkjasambandið
hrynji því íbúar Quebec hóta að slíta
því. í Kanada reyna þeir að finna
lausn með því að ræöa málin en
Gorbatsjov hefur sýnt hörku í sam-
skiptum sínum við Litháa, sem riðu
á vaðiö í sjálfstæðisbaráttu Eystra-
saltsríkjanna.
Ljóst er að vandræði þau sem Gor-
batsjov horfist í augu við heima fyrir
munu skyggja nokkuð á fyrirhugað-
an leiðtogafund hans og Bush Banda-
ríkjaforseta sem hefst opinberlega í
Washington á á morgun. Fundurinn
er haldinn í skugga sífellt versnandi
efnahagslíf Sovétríkjanna, vaxandi
þjóðernisólgu sem og sífellt háværari
krafna um sjálfstæði. Aldrei Sður
hefur nokkur Sovétforseti staðið
frammi fyrir jafnmiklum vanda fyrr
og telja margir að framtíð Gorbatsjov
nú sé mun ótryggari en nokkru sinni
áður. En utanríkisráöherra Sovét-
ríkjanna sagði að völd forsetans og
áhrif hefðu ekki dvínað þrátt fyrir
vandkvæðin í Sovétríkjunum.
Reuter
Gorbatsjov Sovétforseti og Mulro-
ney, forsætisráðherra Kanada.
Símamynd Reuter
SUMARUTSALA
HLÐ&MD&)
í FULLUM GANGI
Rýmum fýrir nýjum vörum
Verð nú Verð áður
SJÖNVÖRP
20 tommu litsjónvarpstæki m/fjarst. 37.950 42.600
21"litsjónvarpstæki, flaturskjár, m/fjarst. 49.950
21" stereo, flatur skjár, m/fjarst. 55.950 So^5^
stereo, tvöfalt segulband 12.200 46.3íj0
stereo, lausir hátalarar, tvöfalt + segulb. 11.500 rltfnQ
stereo segulband og geislaspilari
19.950
BÍLAÚTVÖRP M/SEGULBANDI
20 vatta 5.366
50 vatta m/minni PLL 10.995
40vatta, innfelldir
60 vatta boxhátalarar
lOOvatta boxhátalarar
150 vatta innfelldir hátalarar
TONJAFNARI
fyrir bila
FINLUX SJONVÖRP
21"-24"-28"-29"
stereo lítsjónvörp m/teletext
m
15-25% afsláttur
HLJOMTÆKJASETT TEC 2518
Magnari 50 vatta, útvarp/tónjafnari, tvö-
falt kassettutæki, geislaspilari, plötuspil-
arí, 2x35Whátalari. 29.870
HLJÓMCO
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005