Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990. 17 Iþróttir gærkvöldi. Nallbani varði mark al- DV-mynd Brynjar Gauti Frábær árangur hjá Kristjáni - fyrsti íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í boltaíþrótt Guraiar Gurmarsson, DV, Svíþjóð: Kristján Arason og félagar hans í spánska liðinu Teka urðu í gær- kvöldi Evrópumeistarar bikarhafa í handknattleik. Teka sigraði sænska hðiö Drott í síöari leik liðanna, sem fram fór á Spáni, með 23 mörkum gegn 18 en Drott vann fyrri leikinn í Svíþjóð, 24-22. Teka vann því sam- anlagt 45-42 og er Kristján fyrsti ís- lenski íþróttamaðurinn sem nær þeim merka áfanga að verða Evrópu- meistari í boltaíþrótt. Yfirburðir hjá Teka og sigurinn ekki í hættu Teka hafði nokkra yfirburði í leikn- um, komst fljótlega í 5-1 og 7-2 en í leikhléi var staðan 13-9, Teka í vil. í síðari hálfleik lék Teka án horna- mannsins Cabanas sem meiddist í fyrri hálfleiknum en það kom ekki að sök. Teka jók fengið forskot í 16-9 og sigur liðsins var aldrei í hættu. Kristján átti góðan leik með liði sínu og skoraði 4 mörk en markahæstur í liöi Teka var Villaela með 8 mörk. Annars átti sænski markvörðurinn Mats Olson í liði Teka mjög góðan leik og var bestur Tekamanna í leiknum. Mjög mikil stemning var á leiknum og 5000 áhorfendur hvöttu sína menn óspart. Rússneskir dóm- arar dæmdu leikinn og voru Svíun- um ekki hliöhollir í leiknum. Teka fékk 9 vítaköst í leiknum en Drott aðeins 2. Þeir Ola Lindgren, Magnus Anderson, Magnus Weberg, og Gör- an Bengtsson skoruðu 4 mörk hver fyrir Drott. Kristján gat ekki beitt séraðfullu Þess má geta að Kristján var ekki búinn að ná sér af meiðslum í öxl sem hrjáö hafa hann undanfarna daga og sagði þulur sænska sjónvarpsins að Kristján hefði ekki getað beitt sér að fullu í leiknum. Engu að síður lék hann mjög vel og með þessum sigri gætu líkurnar á því að Kristján verði áfram hjá Teka á næsta tímabili hafa aukist. Lnd-Albanía á Laugardalsvellinum í kvöld: um að vinna ef arfarið er rétt“ Bo Johansson, þjálfari íslenska landsliðsins þeim,“ sagði Bjarni markvörður úr Val. Sigurðsson, • Arnór Guðjohnsen verður líklega i sinni gömlu stöðu á hægri kantin- um. Verðum að stjórna gangi leiksins „Leikurinn gegn Albaníu leggst ágætlega í mig og ég vona að maður fái að spreyta sig í leiknum," sagði Þorvaldur Orlygsson, leikmaður hjá Nottingham Forest í Englandi. „Leikurinn verður án efa mjög erf- iður og það er mikilvægt fyrir okkur að ná tökum á honum í upphafi og stjórna gangi hans. Það verður pressa á okkur þar sem flestir eiga von á sigri en við verðum að halda haus og spila okkar leikaðferð," sagði Þorvaldur. Sýnd veiði en ekki gefin „Leikurinn leggst vel í mig og við erum allir staðráðnir í að gera okkar besta. Viö megum þó alls ekki van- meta albanska liðið því lið þeirra er sterkt pg hefur oft komið á óvart,“ sagði Ólafur Þórðarson, leikmaður • Pétur Pétursson, sem hefur skor- að í fimm síðustu landsleikjum sin- um, verður f fremstu víglinu. með Brann í Noregi. „Ég hef trú á að Albanirnir muni leika frekar varnarleik og við verð- um að vera vel vakandi í sókninni því þeir taka oft mikla sénsa í vörn- inni. Fólk má þó ekki búast við of miklu því albanska liðið er sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Ólafur. Ólafur hefur átt við smávegis meiðsli að stríða í hné en á æfing- unni í gær fann hann ekki til og ætti því að vera klár í slaginn í kvöld. „Það er mjög góð stemmning í hópn: um og menn ætla að standa sig. Við verðum aö vera við öllu búnir hjá albanska liðinu því þeir geta verið hættulegir með hraða sínum og leikni. Það er alveg öruggt að við munum ekki vanmeta Albani því að þeir hafa á góðu liði að skipa. Þeir spila knettinum vel frá aftasta manni og eru fljótir fram á völlinn og því þurfum við að hafa góðar gætur á Byrjunariiðið? DV hefur spáð í líklegt byrjunarlið og lítur það þannig út: Bjarni Sigurðsson í marki, Guðni Bergsson, aftasti maður varnar, Atli Eðvaldsson miðvörður, Ólafur Þórð- arson, hægri bakvörður, Kristján Jónsson, vinstri bakvörður, á miðj- unni, Pétur Ormslev og Sigurður Grétarsson, Arnór Guðjohnsen á hægri kanti, Þorvaldur Örlygsson á vinstri kanti og framherjar þeir Pét- ur Pétursson og Guðmundur Torfa- son. Varamenn verða samkvæmt því Birkir Kristinsson, Sævar Jónsson, Gunnar Gíslason, Ormarr Örlygsson og Eyjólfur Sverrisson. Gunnar Gíslason er ekki orðinn heill af meiðslunum sem hrjá hann og því frekar ósennilegt að hann verði í byrjunarliöinu. Lið Albana mikið breytt Birce Bejkush, þjálfari Albana, til- kynnti byrjunarlið sitt í gærkvöldi. Það er þannig skipað: Fotaq Strakos- ha, Pjerin Noga, Fatbard Jera, Artut Lekbello, Rudi Vata, Mirel Josa, Ylli Shehu, Naun Kove, Lefter Millo, Eduard Abazi, Sulejman Demollari. Liðið er gífurlega breytt frá því í undankeppni HM en aðeins þrír leik- menn, Josa, Jera og Demollari, léku lokaleikinn með Albönum í þeirri keppni, gegn Pólverjum í nóvember 1989. Þá unnu Pólverjar mjög naum- an sigur í Tirana, 1-2. -GH/VS • Kristján Arason varð í gærkvöldi Evrópumeistari bikarhafa með Teka. Kristján Arason í samtali við DV: Toppurinn á mínunt ferli - dansaö á götum Santander í alla nótt „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leik- ur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka for- ystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bíl- flautur sínar,“ sagði Kristján Ara- son, handknattleiksmaður með spænska liðinu Teka, í samtali viö DV snemma í morgun. Teka, sem er frá borginni Sant- ander á Norður-Spáni, vann í gær- kvöldi sín önnur sigurlaun í sögu félagsins. í fyrra vann liðið sigur í spænsku bikarkeppninni og í gær- kvöldi vann liðið sigur í Evrópu- keppni bikarhafa. „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxhnni að undan- fórnu. Ég hef verið í meöferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxhn deyfð meö þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóö. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu í morgun. Kristján sagði að frábær varnar- leikur og góð markvarsla Mats 01- sonar í síðari hálfleik hefði öðru fremur fært Teka sigurinn í leikn- um. Dómarar leiksins voru sovésk- ir og sagði Kristján að þeir hefðu komist allvel frá sínu hlutverki. „Við lékum mun betur í gærkvöldi en í fyrri leiknum í Halmstad. Við vorum staðráðnir að gefa allt í þennan leik og sigurinn var okk- ar,“ sagði Kristján. Mikill áhugi var fyrir leiknum og var uppselt en um fjögur búsund áhorfendur fylgdust með leiknum. Forráðamenn Teka sögðust allt eins hafa getað selt fimmtán þús- und miða á leikinn. „Engar peningagreiðslur til leik- manna liðsins í kjölfar sigurins hafa verið ræddar en ef ég þekki forráðamenn liðsins rétt kæmi mér ekki á óvart að leikmenn fengju oinhverja premíu fyrir sigurinn. Umræður um framtíð mína hjá fé- laginu fara að öllum líkindum í gang um næstu helgi svo að við verðum að bíða og sjá hvort ég leiki eitt ár til viðbótar með Teka eða komi heim og spila með FH næsta vetur,“ sagði Kristján Arason. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.