Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Síða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990.
Fólk í fréttum
Guðrún Zoéga
Guörún Zoega verkfræðingur,
Lerkihlíð 17, Reykjavík, er einn
hinna nýju borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins.
Guðrún fæddist í Reykjavík 4.
september 1948 og ólst þar upp í for-
eldrahúsum. Hún lauk stúdents-
prófi frá MR1967, fyrri hluta prófi
í verkfræði við HÍ1970 og prófi í
byggingaverkfræði frá Danmarks
Tekniske Höjskole 1974.
Guðrún var verkfræðingur hjá
verkfræðistofunni Fjarhitun hf.
1974-1987, aðstoðarmaður Friöriks
Sophussonar iðnaðarráðherra
1987- 88, stundaöi húsmóðurstörf
1988- 89 og hefur verið fram-
kvæmdastjóri Félags ráðgjafaverk-
fræðinga frá 1989.
Guðrún sat í aðalstjórn Verk-
. fræðingafélags íslands 1981-83 og
var þá jafnframt formaður stéttarfé-
íags verkfræðinga. Hún hefur setið
í stjórn Hvatar frá 1985 og verið for-
maður Hvatar frá 1988. Þá á hún
sæti í orkunefnd Sjálfstæöisflokks-
ins frá 1987, og var formaður jafn-
réttis- og fjöldskyldunefndar
1988-89. Hún var varaborgarfulltrúi
í Reykjavík 1986-90, hefur setið í
skólamálaráði og á sæti í stjórn
veitustofnana.
Guðrún giftist 3. júlí 1973 Ernst
Torben Hemmingsen, f. 17. maí 1947,
hagfræðingi. Foreldrar hans eru
Vagn Hemmingsen, verkfræðingur
í Óðinsvé, og kona hans, Karna
Hemmingsen.
Börn Guðrúnar og Ernst eru Jó-
hannes Þorgeir, f. 8. mars 1974, og
Karen Kristjana, f. 20. júní 1976.
Systkini Guðrúnar eru Tómas, f.
3. júlí 1946, geðlæknir, kvæntur
Fríði Bjarnadóttur hjúkrunarfræð-
ingi og eiga þau fjögur börn; Bene-
dikt, f. 4. maí 1955, tölvufræöingur,
kvæntur Vigdísi Jónsdóttur, skjala-
verði Alþingis, og eiga þau þrjú börn
og Siguröur, f. 26. október 1961, hag-
fræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Guðrúnar eru Jóhannes
Zoega, fyrrv. hitaveitustjóri í Rvík,
og kona hans, Guðrún Benedikts-
dóttir.
Jóhannes er sonur Tómasar Zoéga
, sparisjóösstjóra á Norðfirði, Jó-
hannessonar Zoega, skipstjóra í
Rvík, bróður Geirs, afa Geirs Hall-
grímssonar seðlabankastjóra. Jó-
hannes var sonur Tómasar Zoega,
formanns á Akranesi, Jóhannesson-
ar Zoega, glerskera í Rvík, Jóhann-
essonar Zoega, tuktmeistara í Rvík,
ættföðurZoegaættarinnar. Móðir
Tómasar var Guðný Hafliöadóttir,
tómthúsmanns í Rvík, Nikulásson-
ar, systir Ólafar, móður Bjarna
Jónssonar vígslubiskups. Kona Haf-
liða var Guðfmna Pétursdóttir, b. i
Engey, Guðmundssonar, langafa
Guðrúnar, móður Guðrúnar Zoega.
Móðir Jóhannesar hitaveitustjóra
var Steinunn Símonardóttir, b. á
Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal
Jónssonar, b. á Efstabæ í Skorra-
dal, Símonarsonar, ættfóður Efsta-
bæjarættinnar, foður Halldóru,
ömmu Sveinbjörns Beinteinssonar,
skálds og allsherjargoða, og Hildar,
ömmu Péturs Ottesen, alþingis-
manns á Ytra-Hólmi, Jóns Helga-
sonar ritstjóra, Magnúsar Ásgeirs-
sonar, skálds og þýðanda, Leifs Ás-
geirssonar prófessors. Móðir Stein-
unnar var Herdís Jónsdóttir, systir
Magnúsar, langafa Guðrúnar, móð-
ur Hannesar Pálssonar bankastjóra.
Móðursystkini Guðrúnar: Sveinn
framkvæmdastjóri, faðir Ingimars
arkitekts og Einars, forstjóra Sjóvá,
fóður Ástu Sigríðar fegurðardrottn-
ingar; Bjarni forsætisráðherra, faö-
ir Björns aöstoðarritstjóra; Pétur,
alþingismaður og bankastjóri;
Kristjana, móðir Benedikts Blön-
dals hæstaréttardómara tfg Halldórs
Blöndals alþingismanns, Ragnhild-
ur sem lést ung og Ólöf mennta-
skólakennari.
Guðrún er dóttir Benedikts, al-
þingismanns í Rvík, Sveinssonar
Víkings, gestgjafa á Húsavík, Magn-
ússonar, bróður Björns, afa Guð-
mundar Benediktssonar ráðuneyt-
isstjóra, fóður Solveigar Láru
prests. Móðir Benedikts var Krist-
jana, systir Baldvins, afa Þóris Bald-
vinssonar arkitekts. Kristjana var
dóttir Sigurðar, b. á Hálsi í Kinn,
Kristjánssonar, b. á Illugastöðum,
Jónssonar, föður Kristbjargar,
langömmú Jóns Múla og Jónasar
Árnasonar. Móðir Guðrúnar var
Guðrún Pétursdóttir, b. í Engey,
Kristinssonar. Móðir Péturs var
Guðrún Pétursdóttir, systir Guð-
fmnu, konu Hafliða Nikulássonar.
GuðrúnZoéga.
Afmæli
Hjálmar Ágústsson
Hjálmar Ágústsson, eftirlitsmaður
Unufelli 31, Reykjavík er sjötugur í
dag. Hjálmar Ágúst er fæddur í
Bíldudal og ólst þar upp. Hann var
verkstjóri hjá Niðursuöuverksmiðj-
unni hf. í Bíldudal 1953-1957 og
Hraðfrystihúsi Bíldælinga 1957-
1970. Hann var verkstjóri hjá Barð-
anum í Kópavogi 1971-1972 og eftir-
litsmaður hjá Sölumiðstöð Hrað-
frystihúsanna frá 1972. Hjálmar var
formaður sóknarnefndar í Bíldudal
1953-1967. Hann var í stjórn og for-
maður Sjálfstæðisfélags Amfirð-
inga 1960-1967 og Kjördæmisráði
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum
1960-1964. Hann fluttist búferlum
frá Bíldudal til Reykjavíkur, eftir
hálfrar aldar búsetu. Hjálmar
kvæntist 3. mars 1945, Svandísi Ás-
mundsdóttur, f. 28. júní 1925, skrif-
stofumanni hjá SH. Foreldrar
Svandísar eru Ásmundur Jónasson,
verkamaður á Bíldudal og kona
hans Marta Guðmundsdóttir. Börn
Hjálmars og Svandísar eru; Jakob
Agúst, fæddur 17. apríl 1947, dóm-
kirkjuprestur, kvæntur Auði Daní-
elsdóttur, aðalgjaldkera SH og eiga
þau þrjá syni; Marta Ásdís, f. 27.
febrúar 1951, meinatæknir í Rvík,
gift Þorsteini A. Jónssyni, deildar-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu og
eiga þau tvo syni, og Hera, f. 8. okt-
óber 1954, lyfjafræðingur í Rvík, gift
Hafsteini Hafsteinssyni verkfræð-
ingi og eiga þau tvö börn. Systkini
Hjálmars eru; Guðrún Sigríður, f.
23. maí 1914, d. 18. febrúar 1990, gift
Gunnari Þóröarsyni, yfirfiskmats-
manni á ísafirði; Unnur, f. 15. des-
ember 1915, kaupmaður í Rvík, gift
Kjartani Jónssyni, fyrrv. kaup-
manni í Rvík; Arndís, f. 5. septem-
ber 1917, gift Jóni Jóhannssyni,
verkamanni á Bíldudal; Páll, f. 9.
mars 1923, d. 2. september 1986,
skólastjóri á Fáskrúðsfirði, kvænt-
ur Hebu A. Ólafsson; Jakob, f. 12.
nóvember 1926, rafveitustjóri á Ól-
afsfirði, kvæntur Álfheiði Jónas-
dóttur og Hrafnhildur, f. 27. mars
1934, kaupmaður á Patreksfirði,
ekkja Ólafs Bæringssonar, verk-
taka. Fóstursystur Hjálmars eru;
Ingibjörg Ormsdóttir, f. 30. október
1936, verkakona á Bíldudal og Karo-
lína Sigurðardóttir, f. 19. maí 1909,
látin, gift Theodóri Ólafssyni, versl-
unarmanni í Rvík.
Foreldrar Hjálmars voru; Ágúst
Sigurðsson, f. 13. ágúst 1886, d. 18.
febrúar 1943, verslunarstjóri á
Bíldudal og kona hans Jakobína
Pálsdóttir, f. 15. október 1892, d. 18.
febrúar 1943. Ágúst var bróðir Jak-
obs, afa Gisla Alfreðssonar, þjóð-
leikhússtjóra. Ágúst var sonur Sig-
urðar b. á Desjamýri, bróður Sæ-
mundar, langafa Björgvins, föður
Sighvats alþingismanns. Sæmund-
ur var einnig langafi Gríms M.
Helgasonar, forstöðumanns hand-
ritadeildar Landsbókasafnsins.
Systir Sigurðar var Margrét, amma
Elínborgar Lárusdóttur rithöfund-
ar. Sigurður var sonur Árna, b. í
Stokkhólmaí Skagafiröi, Sigurðs-
sonar, og konu hans, Margrétar
Magnúsdóttur, systur Pálma, lang-
afa Helga Hálfdánarsonar skálds,
og Péturs, föður Hannesar skálds.
Móðir Ágústar var Sigríður Sigfús-
dóttir, systir Katrínar, móður
Ágústs Ármanns stórkaupmanns.
Jakobína var systir Guðrúnar,
ömmu Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar
borgarverkfræðings og Þorbjörns
Broddasonar dósents. Jakobína var
dóttir Páls alþingismanns og pró-
fasts í Vatnsfirði, Ólafssonar, dóm-
kirkjuprests og alþingismanns,
Pálssonar, prests í Guttormshaga,
Ólafssonar, prests í Eyvindarhól-
um, Pálssonar, bróður Páls, langafa
Guðrúnar, móður Péturs Sigur-
geirssonar biskups. Móðir Páls var
Helga Jónsdóttir, „eldprests", Stein-
grímssonar. Móðir Ólafs á Mel var
Kristín Þorvaldsdóttir, prófasts og
skálds í Holti, Böövarssonar,
langafa Finnboga, fóður Vigdísar
forseta. Móðir Páls í Vatnsfirði var
Guðrún Ólafsdóttir Stephensen,
Hjalmar Ágústsson.
dómsmálaritara i Viðey, og konu
hans, Sigríðar Stefánsdóttur Step-
hensen, systur Stefáns, langafa Þór-
is Stephensen dómkirkjuprests.
Móðir Jakobínu var Arndís, systir
Ragnhildar, móður Kristjáns
Thorlacius, fyrrv. formanns BSRB.
Arndís var dóttir Péturs Eggerz,
verslunarstjóra á Borðeyri, og konu
hans, Jakobínu Pálsdóttur Melsteð,
systur Ragnheiðar, langömmu Ástu,
ömmu Davíðs Oddssonar. Afmælis-
barnið er að heiman.
Bjami lindal Gestsson
Bjarni Líndal Gestsson, Engjavegi
7, ísafirði, er fimmtugur í dag.
Bjarni fæddist á ísafirði og hefur
búiö þar allatíð. Hann hefur unnið
viö beitningu á línubátum frá
ísafirði lengst af, en hefur auk þess
starfað við fiskvinnslu og í glerverk-
smiðju sem starfrækt var á ísafirði
áárunum 1960-70.
Bjarni var fyrsti forstöðumaður
Lífeyrissjóðs Vestfirðinga árin
1970-75 og var jafnhliða störfum sín-
um þar sýningarmaður hjá ísafjarð-
arbíói. í dag er hann einn af stjórn-
armönnum Lífeyrissjóðsins. Árið
1975 sneri hann sér aftur að störfum
við sjóinn, réö sig í beitningu og hóf
trilluútgerð á sumrin.
Bjarni tók mikinn þátt í félagsmál-
um á tímabili. Hann var um árabil
í stjórn Sjómannafélags ísfirðinga,
fyrst ritari, síðan varaformaður og
formaöur, auk þess sem hann
gegndi ýmsum öðrum trúnaöar-
störfum fyrir félagið. Þá var Bjarni
í stjóm Alþýðusambands Vestfjarða
sem gjaldkeri í nokkur ár og átti
sæti í stjóm Sjómannasambands
Íslands. Hann tók þátt í stjóm-
málum á ísafirði um tíma og var
vara-bæjarfulltrúi fyrir Alþýðu-
flokkinn eitt kjörtímabil.
Bjarni kvæntist 21.10.1961 Ágústu
Ragnhildi Benediktsdóttur, f. 28.11.
1941, dóttur hjónanna Símoníu Ás-
geirsdóttur, ráðskonu í Neðri-
Tungu viö Skutulsfjörð, og Bene-
dikts Rósa Steindórssonar skip-
stjóra sem nú er látinn.
Börn Bjarna og Ágústu eru Krist-
ján Þór, f. 14.5.1960, gítarleikari;
Auður, f. 19.3.1963, húsmóðir, gift
Ingibjarti Ingvarssyni sjómanni og
eiga þau tvö börn, Ánton Bjarna, f.
8.1.1987 og Hugrúnu Ösp, f. 28.6.
1989; Jóna Símonía, f. 21.4.1965, en
sambýlismaður hennar er Þor-
steinn Traustason bílstjóri, og
Guðný Kristín, f. 13.12.1978.
Foreldrar Bjama eru Gestur
Loftsson sjómaður, og Jóna Bjarna-
dóttir fiskverkakona. Gestur og
Jóna em nú búsett í Hlíf, dvalar-
heimili aldraðra á ísafirði.
Gestur er sonur Lofts Bjarnason-
ar, vinnumanns á Dynjanda i Jökul-
fjörðum, og Kristínar Einarsdóttur
frá Dynjanda.
Jóna er dóttir Bjarna Einars, járn-
smiðs í Skálmarnesmúla og land-
pósts, Kristjánssonar, járnsmiðs í
Búðardal og síðar í Gautsdal í -
Bjarni Líndal Gestsson.
Geiradal og aö Kambi í Reykhóla-
sveit, Erlendssonar. Móðir Bjarna
Einars var Sólveig Einarsdóttir frá
Klukkufelli.
Móðir Jónu var Ólína ljósmóðir
Guömundsdóttir, b. á Krossi í
Barðastrandarhreppi og síðar á 111-
ugastöðum, Arasonar, b. í Skálmar-
nesmúla, Guðmundssonar. Móðir
Ólínu var Ingibjörg Jóhannesdóttir,
b. á Kirkjubóli í Gufudalssveit, Bær-
ingssonar.
Bjarni verður staddur erlendis á
afmælisdaginn.
Til hamingju með
daginn 30. maí
80 ára
Rannveig Jóhannesdóttir,
Suðurgötu 87 Akranesi.
75ára
Pólína Jóhannesdóttir,
Hrísalundi 4E, Akureyri.
70ára
Ásgrimur Stefánsson,
Flögusíðu 5, Akureyri.
50 ára
Sveinbjörn Axelsson,
Hátúni 12, Reykjavík.
Dóra Jónsdóttir,
Gmndartanga 11, Mosfellsbæ.
Anna María Aradóttir,
f. Annikki Karhunen,
Laxárnesi, Aðaldal.
40 ára
Unnar Sigurleifsson,
Langholtsvegi 124,Reykjavík.
María Hannesdóttir,
Gagnheiði 1, Kópavogi.
BenediktÁ. Benediktsson,
Melavegi 2, Hvammstanga.
Amór K. Guðmundsson,
Breiðvangi 46, Hafnarfirði.
Þórdís Ragnheiður Malmquist,
Hringbraut 128J, Keflavík.
Erna Brynjólfsdóttir,
Álfaskeiði 94, Hafnarfirði.
Sverriir Friðþjófsson,
Eyjabakka 9, Reykjavík.
Sigrún Ámadóttir,
Gullteigi 6, Reykjavik.
Ottó Kolbeinn Ólafsson,
Hverfisgötu 16, Reykjavík.
Unnur Ágústsdóttir,
Heiðarási 28, Reykjavík.