Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990. 27 LífsstOI Það var fyrir 25 árum sem sætu- efnið aspartam, sem flestir þekkja nú undir vörumerkinu Nutra Sweet, var uppgötvað fyrir hreina tilviljun er unnið var að því hjá bandaríska lyíjafyrirtækinu G.D. Searle & Co að finna nýtt lyf við magasári. Það hefur mikið vatn runniö til sjávar á þeim tíma og er ekki ólík- legt að nú hafi flestir neytt Nutra Sweet í einhverju formi, einhvern tíma á ævinni, þar sem það er t.d. notað í svaladrykki, tyggigúmmí, léttjógúrt og vítamíntöflur. Nutra Sweet fékk náð fyrir aug- um FDA, Food and Drug Admin- istration, í Bandaríkjunum sumar- ið 1981 eftir að fjöldi rannsókna hafði verið gerður á efninu og síðan hefur það verið leyft í um 80 lönd- um víðs vegar um heim. En sitt sýnist hverjum um ágæti þess. Blinda og höfuðverkur? Fremstur í flokki andstæðinga efnisins vestan hafs er H.J. Ro- berts, forstjóri Palm Beach Instit- ute for Medical Research á Florida, sem mun hafa rannsakað eða haft afspum af 551 manneskju sem hafði brugðist neikvætt við aspart- am. Ellefu munu að eigin sögn hafa misst sjónina á öðru eða báðum augum og helmingur kvartaði und- an slæmum höfuðverk. FDA hefur ásamt CDC, Center for Disease Control, athugað kvartanir eins og Roberts fæst við, en niöurstöður eru allar á einn veg, þ.e.a.s. ekki hefur verið unnt aö fmna tengsl milli kvartana neytenda og aspart- ams. Umræðan um neikvæðar afleið- ingar aspartams er alls ekki ný af nálinni, þó hún hafl ekki skotið upp kollinum hér á landi fyrr en í mars sl. er rætt var við Hallgrím Magn- ússon lækni í neytendaþætti sjón- varpsins. Hallgrímur er skoðana- bróðir Roberts og hefur vitnaö í hann og aðra sem aðhyllast þá kenningu að Nutra Sweet geti vald- ið sjóntruflunum, jafnvel blindu, minnisleysi og taugasjúkdómum - reyndar óþægindum um allan lík- amann. Ekki er óliklegt að margir neyti Nutra Sweet daglega þar sem það er finna i vörutegundum eins og svala- og gosdrykkjum, léttjógúrt, tyggi- gúmmii, vítamintöflum og niðurlögðum ávaxtagrautum. DV-mynd GVA Sætuefnið aspartam: Hættulaust fyrir heilbrigða - leyft í um 80 löndum 240 lítrar í einum sopa „Augnvandamálin eru sett í beint samband viö að við erum að drekka metanól, tréspíritus," sagði Hall- grímur Magnússon í samtali við DV. „Það er öllu flóknara fyrirbæri sem veldur þessu minnisleysi og slíku. Það eru þessar aspartamsýr- ur og fenýlalanínið sem eru að hluta til taugaboðefni okkar sem bera þau boð sem við þurfum að bera, þvi ekkert veröur til í líkam- anum nema fyrir taugaboðin, og ef viö fáum of mikið af þessu í lík- amann þá hefur það jú áhrif á heilastarfsemina." „Þetta kemur hvergi fyrir í nein- um mat úr náttúrunni. Við höfum alls staðar allar eggjahvítusýrurn- ar í vissum hlutfóllum og þarna erum við bara með tvær. Allt í einu fáum við of mikið magn af þessum tveimur og það hefur áhrif á hegð- un og atferh.“ Aspartam er að hluta til byggt úr amínósýrunum fenýlalaníni og asparagínsýru, en þessar sýrur má finna í mörgum eggjahvítuefnum í daglegu fæði okkar, eins og kjöti, kornmat og mjólkurvörum. Það er rétt aö 10% af aspartam breytist í metanól við efnaskipti líkamans, en staðreyndin er sú að það þarf 240 lítra af gosdrykk, sem inniheld- ur aspartam, til að metanóliö geti haft skaðleg áhrif. Og helst þyrfti að drekka þetta allt í einum sopa. Fimmtán dósir á dag Hér á landi er það aukefnanefnd, sem skipuð er af heilbrigðisráð- herra, sem hefur með það að gera hvort viðkomandi aukefni verður leyft eða bannað. Engar rannsókn- ir eru gerðar á efnunum hér á landi þar sem aðstaða fyrir slíkt er tak- mörkuð. Verður því nefndin að styðjast fyrst og fremst við þær rannsóknir sem hafa verið gerðar annars staðar. „Það sem viö notum sem út- gangspunkt eru hin svokölluðu markgildi eða ADI-gildi (Acc- eptable Daily Intake),“ sagði Jón Gíslason, næringarfræðingur og deildarráðunautur hjá Hollustu- vernd ríkisins, en hann er einnig formaður aukefnanefndar. „Það er Joint Expert Committee on Food Additives, JECFA, sem er á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og Landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, sem gefur efnunum þessi markgildi. Það er líka svona sérfræðinefnd á vegum Evrópu- bandalagsins og við athugum einn- ig hvað hún er aö gera.“ JECFA hefur gefið aspartam 10 mg á hvert kíló líkamsþunga, en FDA í Bandaríkjununum miðar við 50 mg. Markgildiö er það magn sem einstaklingur getur neytt daglega allt sitt líf af efninu án þess að verða meint af. En hversu mikið magn er virkilega verið að tala um? Leyfilegt magn í hverjum lítra af diet gosi er 500 mg og þaö magn sem notað er kemst mjög nálægt því. Diet kók hins vegar er blandað af tveimur sætuefnum og er því magn aspartams vel innan við 500 mg. Neyslumark einstaklings sem er 60 kíló að þyngd er 2400 mg á dag þeg- ar reiknað er út frá markgildi, sem gera tæplega fimm lítra á dag eða 15 dósir. Neytendur Rannsóknir sýna engan mun Fyrir um tveimur árum stóð Uni- versity of Minnesota að umfangs- mikilli tilraun á áhrifum aspart- ams á fólk þegar það neytti þess umfram markgildið. í tilrauna- hópnum voru 108 einstaklingar, karlar og konur, á aldrinum 18 til 62 ára. Fimmtíu og þrír þátttakend- ur neyttu aspartams í sex mánuði og fengu daglega sem svarar magni þess í 10 lítrum af diet gosdrykk, en rannsóknin var tvíblind þannig að annar hópurinn fékk óvirkt efni. Hvorugur hópurinn vissi hvers hann var að neyta og þeir sem færðu hópunum efnin vissu það ekki heldur. Á meðan á rannsókn- inni stóð kvartaöi hvorugur hópur- inn undan sjóntruflunum og kvart- anir vegna höfuðverkjar voru jafn algengar hjá þeim sem ekki fengu aspartam og hjá aspartamhópnum. í stuttu máli sagt, einstaklingar í aspartamhópnum sýndu engar mælanlegar eða marktækar breyt- ingar samanborið við þá sem ekki neyttu aspartams. „Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þessi markgildi eru byggð á NOEL, eða No Effect Level. Gerð- ar eru tilraunir á dýrum með efn- inu og það magn ákveðið sem ekki veldur skaðlegum áhrifum, þ.e.a.s. mg á kg líkamsþyngdar fyrir við- komandi tilraunadýr. Þá er deilt með 100 til að fmna markgildið, þannig að markgildið sem við erum að miða við þegar við erum að leyfa aspartam er 100 sinnum lægra en þaö magn sem ekki hefur haft skaö- leg áhrif í dýrartilraunum (NO- EL),“ sagði Jón. „Ástæðan fyrir því að það er notaður þessi hundrað- faldi öryggisþáttur er sá að það getur verið munur á efnaskiptum milli dýra og manna, auk þess sem neyslan getur verið misjöfn milli einstaklinga. Ef við höfum rann- sóknir á fólki til að byggja á, sem líka hafa verið mjög margar varð- andi aspartam, þá getum við notað tifaldan öryggisþátt í stað hundrað- faldan." Hættulaust fyrir heilbrigða Einn þáttur í rannsóknum á as- partam sem Hallgrímur gagnrýnir er sá að tilraunadýrum eru gefin hylki og því kemst efnið ekki í snertingu viö tunguna og telur hann því rannsóknirnar ómark- tækar. „í fyrsta lagi reikna þeir sem vinna aö rannsóknum fyrir Nutra Sweet ekki með bragðinu á neinn hátt og í öðru lagi eru gerðar tilraunir á fólki sem er fullkomlega heilbrigt, en viö erum ekki öll heil- brigð og þó að það séu aðeins einn, tveir, þrír eða tjórir sem bregðast neikvætt við, þannig að það gæti verið sjúkdómsvaldandi hjá þeim, þá ber okkur að viðurkenna slíkt. Ég er ekki með boöum eða bönnum, en vil láta viðurkenna að aspartam geti hugsanlega veriö skaðlegt," sagði Hallgrímur að lokum. Virtar vísindastofnanir innan Bandarikjanna og í öðrum löndum hafa framkvæmt rúmlega 100 rannsóknir á verkun aspartams á menn og dýr og út frá niðurstöðum þeirra rannsókna gaf FDA út þá yfirlýsingu að hættulaust væri fyr- ir heilbrigðan einstakling að neyta aspartams. Heilbrigðisyfirvöld í öðrum ríkjum, svo sem í nágranna- löndum okkar, Danmörku og Sví- þjóð, hafa gefið út svipaðar yfirlýs- ingar. -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.