Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990. 3 Fréttir Upp komust sparimerkjasvik af reikningi 1 Landsbankanum: Undirskrift fölsuð og fé svikið út hjá Veðdeildinni - lögheimili eigandans haföi verið flutt án vitundar hans Af sparimerkjareikningi 21 árs stúlku, sem búsett er í sjávarplássi úti á landi, hafa verið sviknar út um 105 þúsund krónur. Svikin komust upp þegar stúlkan athugaði yfirlit yfir innstæðu á reikningi sínum fyrir skömmu. Landsbankinn á viðkomandi stað kannaði máhð í samráði við Veð- deildina í Reykjavík. Kom þá í ljós á pappírum að nafn eigandans hafði verið falsað á úttektarheimild, auk þess sem lögheimili hennar hafði verið fært til Reykjavíkur. Vinkona stúlkunnar, sem er búsett í Reykja- vík, tók peningana út í mars og not- aði til þess heimildina, með undir- skrift eigandans. Reikningseigand- inn sagði undirskriftina greinilega falsaða er henni barst ljósrit af heim- ildinni. Hún segir einnig að lög- heimili sitt hafi verið fært til Reykja- víkur í algjöru heimildarleysi. Sú sem tók peningana út í Veð- deildinni í Reykjavík fékk tvo votta til að staðfesta hina dularfullu út- tektarheimild og framvisaöi síðan persónuskilríkjum er hún fékk pen- ingana greidda. Stúlkan, sem á reikninginn, sagði í samtah við DV, að hún hefði aldrei skrifað undir neina úttektarheimild né heldur fært lögheimih sitt. Hún sagðist ekki hafa kært máhð th lög- reglu eða lögfræðings bankans en sagðist hafa það í hyggju ef hún fengi ekki peningana sína til baka. Að sögn Jóns Péturssonar, skrif- stofustjóra Veðdeildar Landsbank- ans, er hér um fjársvikamál að ræða sem varðar við lög - ef sannast að um falsanir og svik sé að ræða. „Hjá okkur hafa íjársvikamál kom- ið upp en þau eru sem betur fer ekki algeng. Bankinn mun í þessu tiifehi sækja máhð með aðstoð lögfræðings og viðkomandi verður sóttur til saka. Hins vegar borgar Byggingarsjóður þeim sem oröið hefur orðið fyrir svikum upphæðina, ásamt verð- tryggingu og vöxtum. í versta falli getur farið svo að Byggingasjóður sitji uppi með skaðann. Stúlkan, sem á reikninginn í þessu tilfehi, mun því ekki verða fyrir fjárhagslegu tjóni,“ sagði Jón Pétursson. -ÓTT Breytingar á sal Þjóðleikhússins eru hafnar, mikið búið að gera og salurinn kominn í það ástand að mega kall- ast fokheldur. Hér er unnið að því að rúlla upp gömlum og slitnum teppum leikhússins og fjariægja þau. DV-mynd GVA Þrír í varðhald vegna kókaínsmygls Fíkniefnadehd lögreglunnar og tikniefnamálum. handtók þrjá karlmenn í fyrra- Að sögn Amars Jenssonar yfir- kvöld vegna gruns á smygli á kóka- manns fíknefnadeildar er máhð í íni til landsins. Mennirnir voru enn rannsókn og hggur ekki fyrir enn- i haldi í gær og var síðan lögð fram þá hve mikið magn af kókaíni fór krafa um ^gæsluvarðhald yfir um hendur þremenninganna. mönnunum til Sakadóms í ávana- -ÓTT 1 I I FATAFELLAN • Eru skáparnir orðnir of litlir? • Viltu fimmfalda rýmið í fatahenginu? • FATAFELLUR gera lítið rými stórt! HAGKAUP Allt í einni ferð Pantanir fyrir landsbyggðina í síma 91-20035 Handviss hf. Kauphækkun gegn reykingum: Kemur marg- falt til baka - segir Sigurður Bragi hjá Sigurplasti „Ég vildi ég heföi verið á undan Pétri að gera þetta. Þetta er mjög sniðugt og hann fær þetta margfalt til baka,“ sagði Siguröur Bragi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sig- urplasts, aðpurður um álit sitt á 5 prósent kauphækkun Péturs Reim- arssonar, framkvæmdastjóra Sæ- plasts á Dalvík, til þeirra starfs- manna sem ekki reykja eða hætta að reykja á vinnustaðnum. Eins og fram kom í DV telur Pétur að þessi kauphækkun skih sér og gott betur; bæði vegna minni til- kostnaðar vegna brunavama og eins vegna betri viðveru starfsfólks. „Það er ekki bara íkveikjuhættan heldur margir fleiri þættir,“ sagði Sigurður Bragi. „Ég held aö þeir sem reykja fari aha vega 5 prósent meira í pásur og þá til að reykja. Auk þess er meiri hætta á að reykingamenn veikist." Sigurður sagði að í gær hefði kom- ið krafa frá miklum meirihluta starfsfólks Sigurplasts sem ekki reykir um að reykingar yrðu ekki leyfðar á kaffistofunni en það er eini staðurinn hjá fyrirtækinu þar sem má reykja. „Mér sýnist ekki ólíklegt að við munum fara að ráðum Péturs," sagði Sigurður Bragi. -gse Níu færðir í fangamóttöku Níu manns úr íbúð við Laugaveg ónæði sem heimamenn og gestir voru færðir í fangamóttöku lögregl- þarna hafa valdið að undanförnu. unnar í fyrrinótt. Lögreglan fjar- 29 manns gistu fangageymslurnar lægði fólkið vegna drykkjuláta og í fyrrinótt og var töluvert annríki hafa aðrir íbúar ítrekað orðið fyrir vegnadrykkjuláta. -ÓTT UPPLÝSINGAR: SfMSVARI 681511 - LUKKUllNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.