Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR l'. JÚNÍ 1990.
Meiming
u
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari.
Nútímatónlist
á Listahátíð
Meðal tónlistaratburða á Listahá-
tíð í Reykjavík, sem telja má í hópi
þeirra markveröustu, eru tónleikar
Kammersveitar Reykjavíkur undir
stjórn Guðmundar Hafsteinssonar.
Einleikari á fiðlu verður Sigrún Eð-
valdsdóttir. Tónleikar þessir fara
fram í íslensku óperunni miðviku-
daginn 13. júní kl. 21.00.
A efnisskránni er Canon for 3: In
memoriam Igor Stravinsky (1971) eft-
ir Elliott Carter, Chain 1 (1983) eftir
Witold Lutoslawsky, Fiðlukonsert
nr. 3 (1978) eftir Alfred Schnittke,
Rain Coming (1982) eftir Toru Ta-
kemitsu, Memoriale (1985) eftir Pi-
erre Boulez og Konsert Op. 24 (1934)
eftir Anton von Webern.
Lof gagnrýnenda
Allt tónhstaráhugafólk þekkir auð-
vitað fiðluleikarann Sigrúnu Eð-
valdsdóttur, enda hefur hún oft leik-
ið fyrir íslenska áheyrendur og alltaf
með glæsibrag. Til uppriíjunar má
geta þess að hún lauk einleikara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1984 og var þá yngsti nem-
andi sem þaðan hefur útskrifast.
Kennari hennar var Guðný Guð-
mundsdóttir konsertmeistari. Hún
stundaöi framhaldsnám við þann
fræga skóla Curtis Institute of Music
og lauk þaðan B.A. gráðu 1988. Kenn-
arar hennar þar voru Jascha Brod-
sky og Jaimee Laredo. Hún hefur
unnið til alþjóðlegra verðlauna og
hlotið lof gagnrýnenda virtra blaöa
og tímarita erlendis. Sigrún er búsett
í Bandaríkjunum og leikur þar meðal
annars 1. fiðlu í Miami strengja-
kvartettinum sem hlaut eftirsótt
verðlaun í Fischoíf kammermúsík-
keppninni 1989. Sigrún Eðvaldsdóttir
leikur einnig við opnun Listahátíðar.
Guðmundur Hafsteinsson nam
tónlist hér heima, m.a hjá Halldóri
Haraldssyni, Jóni Ásgeirssyni og
Þorkeli Sigurbjörnssyni. Síðar nam
hann í New York undir handleiðslu
Charles Wuorinen og Vincent Persic-
hetti. Að loknu doktorsprófi frá Juill-
ard-skólanum var hann um nokkurt
skeið kennari í tónfræði við sama
skóla. Hann hefur lært hljómsveitar-
stjóm hjá David Gilbert. Guðmundur
starfar nú sem kennari í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík.
Hér verður gerð stuttlega grein fyr-
ir tónskáldunum sem eiga verk á
tónleikunum, að frátöldum Anton
von Webern. Um hann vísast til
greinar hér í blaðinu um tónleika
Yuzuko Horigome.
Franska tónskáldið Pierra Boulez
fæddist 1925 og er óhætt að telja hann
í hópi áhrifamestu tónskálda frá
stríðslokum. Boulez lærði tónsmíðar
hjá OÍiver Messiaen, Andrée Honeg-
ger og René Leibowitz. Hann var for-
vígismaður tónleikahalds sem kennt
var við Domaine Musical þar sem
fmmflutt vom mörg merkileg verk.
Hann sjálfur vakti fyrst alþjóðlega
athygli með verki sínu „Polyphonie
X“ sem frumflutt var 1951. Frá 1960
hefur Boulez varið miklu af tíma sín-
um til hljómsveitarstjómunar og
hefur m.a. verið aðalstjórnandi New
York Philharmonic hljómsveitarinn-
ar og BBC hljómsveitarinnar í Lon-
don.
Meirihluti verka Boulez eru verk
fyrir hljóðfæri og flest má telja kam-
mermúsík. Verk hans fyrir raddir
Tóiúist
Finnur Torfi Stefánsson
eru ætluð til tónleikahalds. Hann
hefur ekki samið fyrir leiksvið. Stíll
hans á rætur að rekja til fjögurra
tónskálda; Schönbergs, höfundar
tólftóna aðferðarinnar, Weberns sem
upphafsmanns altækrar raðtækni,
Messiaens fyrir rytmískar nýjungar
og Debussys hvað varðar form og
notkun hljóöfæralita. Meðal þekkt-
ustu verka Boulez em „Le Marteau
sans maitre" og „Pli selon pli“.
Elliott Carter er fæddur 1908 í New
York. Hann lærði hjá Walter Piston
við Harward og Nadio Boulanger í
París. Hann hafði ofan af fyrir sér
með kennslu í uphafi ferils síns en
hlaut þá arf og hefur getað sinnt tón-
smíðum eingöngu síðan. Fyrsta verk
hans sem alþjóðlega athygli vakti var,
Strengjakvartett nr. 1.
Tilfinning og tímaskynjun
Tónlist Carters var í upphafi undir
sterkum áhrifum nýklassíkur. Per-
sónuleg einkenni hans komu þó fljót-
lega í ljós, einkum hvað varöar
hljómfall og rytma. Tilraunir hans
með rytmískan tilflutning, sem nefnt
hefur verið metric modulation og
hefur það markmið að skapa tilfinn-
ingu tvenns konar tímaskynjunar
samtímis, hafði mikil áhrif á ýmis
tónskáld. Tónsmíðar Carters mótuð-
ust mjög af ströngu skipulagi lengst
af en í nýjustu verkunum hefur þetta
breyst og eru þau mun einfaldari.
Meðal þekktra verka Carters eru
Strengjakvartett nr. 2 og Tvöfaldur
konsert fyrir harpsikord, píanó og
tvær kammersveitir.
Alfred Schnittke er fæddur í borg-
inni Engels í Sovétríkjunum 1934.
Hann hlaut tónsmiðamenntun sína í
Tónlistarháskólanum í Moskvu og
voru aðalkennarar hans E. Golubev
og N. Rakov. Hann hefi'r síðan sjálf-
ur starfað sem kennari við þann
skóla. Tónhst hans sýnir áhrif úr
ýmsum áttum, m.a. frá Stravinsky,
Orff og Vínarskólanum síðari. Áf
stjórnmálaástæðum var lengi erfitt
fyrir Schnittke að fylgjast með þróun
tónhstar utan Sovétríkjanna en bré-
fasambönd við menn eins og György
Ligeti og Henry Pousseur höfðu áhrif
á hugsun hans. Tónhst Schnittkes
hefur heyrst meira á Vesturlöndum
undanfarin ár og eru fiðlukonsertar
hans þar í hópi.
Þjóðlög sem efniviður
Witold Lutoslawski er fæddur 1913.
Hann lærði á píanó og síðar tónsmíö-
ar við Tónlistarháskólann í Varsjá
þar sem aðalkennari hans var W.
Maliszewski. Hann hefur jafnframt
tónsmíöum leikið opinberlega á
píanó og stundum stjómað flutningi
eigin verka. Fyrstu tónsmíðar Lut-
oslawskis fylgdu hefðbundnum upp-
skriftum. Að fordæmi Bartoks notaði
hann á tímabili þjóðlög sem efnivið
og þótti takast vel. Tilraunir hans
með tólftónaaðferöina skiluöu hins
vegar minni árangri. í upphafi sjötta
áratugarins tók hann að nota ten-
ingskast og tihúljanir sem uppistöðu
í verkum sínum ásamt völdum að-
ferðum af hefðbundnari toga og hef-
ur notið vaxandi hyhi síðan. Meðal
þekktra verka hans er Sinfónía nr. 3.
Toru Takemitsu er fæddur í Tokýo
1930. Hann er að mestu leyti sjálf-
menntaður. Hann hefur átt mikinn
þátt í að innleiða nýja tónlist í Japan
og er ókrýndur konungur tónlistar-
manna þar.
Til tónsmíöa hans telst bæði raf-
tónhst og kammertónlist af ýmsum
gerðum. Á síðari árum hefur hann
samið stór hljómsveitarverk og tón-
list fyrir kvikmyndir. Upphaflega
voru áhrif af verkum Schönbergs,
Bergs og Messiaen áberandi. Á sjötta
áratugnum varð sthl hans sjálfstæð-
ari og hefur síðan byggt á tengingum
klasa og nokkurs konar raðtækni.
Verkin byggja gjarna á hugmynd
sem kemur fram í nafni þeirra. Þá
leggur Takemitsu jafnan mikla
áherslu á litblöndun hljóðfæranna
með svipuðum hætti og sjá má hjá
Ligeti og sumum pólskum tónskáld-
um. Þekktast af tónlist Takemitsu er
trúlega sú sem hann hefur samiö við
kvikmyndir japanska kvikmynda-
gerðarmannsins Kurosawa.
Laus staða
Staða dómarafulltrúa við embættið er laus til um-
sóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum. Umsókn-
arfestur til 15. júní nk„
Upplýsingar gefur undirritaður.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu,
30. maí 1990
Rúnar Guðjónsson
w/
SUMARUTSALA
L JÓi>J
í FULLUM GANGI
Rýmum fyrir nýjum vörum
Verð nú Verð áður
TEC SJÓNVÖRP
20 tommu litsjónvarpstæki m/fjarst. 37.950 52.600
21" litsjónvarpstæki, flatur skjár, m/fjarst. 49.950 71)» 50
21" stereo, flatur skjár, m/fjarst. 55.950 85.850
T€C ORBYLGJUOFNAR
26 lítra, 650vatta 18.990 28JÍ00
T€C FERÐATÆKI
stereo, tvöfalt segulband 12.200
stereo, lausir hátalarar, tvöfalt + segulb. 11.500
stereo segulband og geislaspilari 19.950
T€C BÍLAÚTVÖRP M/SEGULBANDI
20vatta 5.366 mo
50vattam/minniPLL 10.995 17.1500
T€C GEISLASPILARI
16bitageislaspilari,3geislar 11.950 17)680
T€C B íLAHÁTALARAR
40vatta, innfelldir
60vatta boxhátalarar
lOOvatta boxhátalarar
150 vatta innfelldir hátalarar
1.610
3.600
6.300
5.370
TONJAFNARI
fyrir bila
FINLUX SJONVÖRP
21"-24"-28"-29"
stereo litsjónvörp m/teletext
4.195 7^50
15-25% afsláttur
T€C HLJOMTÆKJASETT 2518
Magnari 50 vatta, útvarp/tónjafnari, tvö-
falt kassettutæki, geíslaspílarí, plötuspil-
.ari, 2x35WhátaIari.
29.870 3k$00
ATH!
28 tommu TEC litsjónvarpstækin
verða aftur fáanleg míðvikudagínn 6. júní.
Sama frábæra verðið.
69.950,- 9te3Ö0,-
Pantanír óskast staðfestar
HUIQ
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005