Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990.
5
T
Byggingafulltrúinn í Reykjavík og starfsmenn hans:
Fréttir
Sakaðir
og svik
um afglöp
í störfum
húsbyggjandi telur sig hafa verið svikinn
Húsbyggjandi í Reykjavík hefur
skrifaö borgarráði bréf. Þar eru talin
upp aUs 90 atriði sem húsbyggjand-
inn telur að hafi verið á sér brotin.
í bréfinu er söluaðili annars vegar
og embætti byggingafulltrúa Reykja-
víkurborgar og starfsmenn hans
hins vegar bomir þungum sökum.
Að mati húsbyggjandans hafa verið
brotnar byggingareglugerðir og eins
byggingalöggjöf.
Bréfið er dagsett 26. mars 1990 og
stílaö á borgarráð Reykjavíkur. Þrátt
fyrir það hefur bréfið ekki verið lagt
fyrir borgarráð. Á borgarráðsfundi í
síöustu viku spurði Sigurjón Péturs-
son, borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, hveiju það sætti að bréfið
heföi ekki verið lagt fyrir borgarráð.
Siguijón spurði hvort borgarstjóri
ætlaði að svara bréfinu án þess að
borgarráð fjallaði um það. Borgar-
stjóri hefur ekki svaraö fyrirspum
Sigurjóns.
„Ég hef ekki séö þetta bréf en heyrt
af því. Þetta er mjög langt bréf og
borgarstjóri bað skrifstofustjóra
borgarverkfræðings að útvega sér
allar upplýsingar um bréfið. Það
verður lagt fram þegar vitneskja um
efni þess liggur fyrir. Eitthvað er
verið að skoða ennþá. Það er spurt
um það mikið að þaö tekur sinn
tíma,“ sagði Jón G. Tómasson borg-
arritari.
Jón G. vissi ekki hvort bréfiö verð-
ur lagt fram á borgarráðsfundi á
þriðjudag.
Samkvæmt heimildum DV sakar
bréfritarinn byggingafulltrúa og
starfsmenn hans um alvarlega hluti
og jafnvel lögbrot. Eins óttast bréfrit-
arinn að umkvartanir sínar séu
rannsakaöar af sömu mönnum og
hannbersökum. -sme
Lögreglumenn flytja þann nakta út a< Laugardalsvellinum.
DV-mynd Brynjar Gauti
Nakti maöurinn á Laugardalsvelii:
Er kominn
í afplánun
Maðurinn, sem hljóp nakinn að
landsliðsmönnum Albaníu á Laugar-
dalsvelli í fyrrakvöld, fór í afplánun
í fangelsi í gær þar sem hann braut
með athæfi sínu skilyrði reynslu-
lausnar sem honum hafði verið veitt
vegna fangelsisdóms.
Umræddur maöur hefur margsinn-
is orðið uppvís að svipuðu athæfi,
meðal annars á landsleik árið 1988,
og hlaut hann 7 mánaða fangelsis-
dóm sem kveðinn var upp í Saka-
dómi Kópavogs á síðastliðnu ári. Þar
var hann einnig dæmdur fyrir þjófn-
að. Að loknum mestum hluta af af-
plánun dómsins var manninum síð-
an veitt skilorðsbundin reynslu-
lausn. Með athæfi sínu nú á Laugar-
dcdsvellinum braut hann skilyrði
reynslulausnarinnar. Er honum því
gert að afplána eftirstöðvar reynslu-
lausnarinnar vegna fyrri dóms.
-ÓTT
Fjöldómar kynbóta-
hrossa á Hellu
Nú stefnir í nýtt met hrossadóma
á Hellu. 411 kynbótahross eru skráð
á héraðssýninguna í næstu viku.
Upphaflega átti að dæma kynbóta-
hross þriðjudag til föstudags en
vegna þessarar miklu þátttöku hefur
verið ákveðið að bæta við mánudegi
og laugardegi og þó er ekki víst hvort
tekst að dæma öll hrossin. Aldrei
fyrr hafa svo mörg kynbótahross
verið dæmd á einu móti.
Búist er við dómum á áttatíu stóð-
hestum og eru margir þeirra meðal
þeirra efnilegri. Til að tína til nokkra
má nefna Amor, Baldur, Gassa, Glað,
Kolgrím, Kára, Létti, Merkúr, Otur,
Pilt og Sikil.
Mótið er haldið í samstarfi við
hestamannafélagið Geysi sem jafn-
framt heldur gæðingakeppni og
kappreiðar. Upphaflega átti að sýna
úrval kynbótahrossa á laugardegin-
um, 9. júní, en sennilega verður að
seinka sýningunni til sunnudags.
Að loknu mótinu verður tekið til
viö að hanna svæðið upp á nýtt vegna
fjórðungsmóts sunnlenskra hesta-
manna sem verður haldið á Hellu
árið 1991.
-EJ
Akureyri:
Sjallinn til sölu
Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyii:
Sjallinn, hinn landsfrægi skemmti-
staður á Akureyri, hefur veriö aug-
lýstur til sölu ásamt öllu innbúi.
Sigurður Thorarensen, fram-
kvæmdastjóri SjaUans, segir rekstur
hans hafa gengið þokkalega. Ástæð-
an fyrir sölunni sé hins vegar sú að
Ólafur Laufdal, eigandi hússins,
hyggist einbeita sér að uppbyggingu
og rekstri Hótel íslands.
Deilur arkitekta vegna íþróttahallarmnar:
Gísli kærður til Arkitektafélagsins
Gísh HaUdórsson arkitekt hefur
verið kærður til Arkitektafélags ís-
lands þar sem hann er sakaður um
að hafa breytt teikningum af fyrir-
hugaðri handboltahöU í Kópavogi. í
blaði sjálfstæðismanna í Kópavogi,
sem kom út skömmu fyrir kosning-
ar, birtust teikningar af húsinu.
Arkitektar hússins segja að þær
teikningar séu ekki frá þeim komnar
og auk þess hafi teikningu verið
breytt - þeim í óhag.
Stjóm Arkitektafélagsins hefur
óskað eftir greinargerð frá Gísla
Halldórssyni vegna þessa máls. Þar
til greinargerð berst frá honum verð-
ur ekkert frekar aðhafst í málinu.
Gísla var ekki settur ákveðinn skila-
timi á greinargerðina.
Sigurður Haraldsson, formaður
Arkitektafélagsins, segir að hann viti
ekki hvort hann á að kalla bréf arki-
tektanna beiðni um umsögn eða
kæru. Arkitektafélagið hefur siða-
reglur og spurning er um hvort GísU
hafi gerst brotlegur við þær.
Arkitektastofan sf. sem teiknaði
handboltahöllina teiknaði tvö af nýj-
ustu íþróttahúsum landsins, á Sel-
tjarnarnesi og FH-húsið í Hafnar-
firði. Einn viðmælanda DV sagði að
málið væri alvarlegra. Með teikning-
unni sem Gísli gerði fyrir blað sjálf-
stæðismanna hafi hann gerst sekur
um atvinnuróg þar sem hann hafi
tekið teikningu annarra og breytt á
henni málum.
Ekki náðist í Gísla Halldórsson
þegarfréttinvarívinnslu. -sme
Hvers vegna
i f
• Búlgaría er: ódýrasta land Evrópu.
• Býður upp á góðar baðstrendur (hvítur
sandur).
• Liggur að Svartahafi, djúpu innhafi sem
margar stórár falla i og því ómengað
vegna örrar endurnýjunar.
• Góð hótel og viðurgerningur, þar á
meðal ódýrasta lúxushótel í Evrópu (sjá
mynd).
• Greidd er uppbót á allan gjaldeyri við
skipti. Nýtt gengi US$ = 8.50 - 9 leva.
Verðlag því lágt. Veislumatur: 60 kr.,
bjór: 7 kr. flaskan.
• Boðið er upp á yfir 70 meðferðir á heilsu-
ræktarstöðvum fyrir ótrúlega lágt verð,
þ. á m. nudd, böð og nálarstungur.
• Hægt er að fá tannviðgerðir fyrir brot
af þvi sem þær kosta á íslandi; reyndir
tannlæknar.
• Hægt er að fara i augnaðgerðir og lækna
nærsýni, fjarsýni á aldrinum 18-45 ára.
Yfir 20 manns hafa farið á stofnun Fyo-
donovs i Moskvu en i Búlgariu er verð
þriðjungur á við kostnað þar.
• Hitastigið er um 25-30° C yfir sumar-
mánuðina og loftslag temprað, svo sem
við Miðjarðarhaf.
• Íslensk hjúkrunarkona á staðnum og
leiðsögumenn.
• Flogið alla þriðjudaga og laugardaga
frá og með 22. mai um Luxemburg til
Varna. Hægt að stoppa i bakaleið.
Áætlunarflug - dagflug. Einnig er hægt
að fara um Kaupmannahöfn og Frank-
furt.
• Fjöldi skoðunarferða, þ. á m. skipsferð
til IstanbúI.
• Samanburður á verði er Búlgariu í hag.
Við höfum 29 ára reynslu í ferðum til Búlgaríu.
Bókið tímanlega þar sem
margar ferðir eru að fyllast.
Sendum bæklinga.
I'crftaskrilstola
Kjartans
Helgasonar
Gnoðavogi 44-104 Reykjavík-Sími 91-68 62 55