Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Listahátíð Listahátiö hefst í kvöld. Eins og jafnan áöur hefur verið vandaö til dagskrár og innlendir sem erlendir hsta- menn troða upp með fjölbreytt og áhugaverð verkefni. Nýjabrumið er farið af hstahátíð en samt sem áður vek- ur hátíðin athygli og er tilbreyting, enda er listin sígild ef hún stendur undir nafni. Eins og nafnið bendir til er hér á ferðinni hátíð hstanna, en fyrst og fremst er þetta hátíð fyrir listunnendur, hátíð í hversdagsleikan- um. Það er stundum sagt að hinar klassísku listgreinar nái ekki til almennings, fari fyrir ofan garð og neðan hjá öllum fíöldanum. Listahátíðir hafa legið undir þeirri gagnrýni að vera snobbaðar og sniðnar fyrir þröngan hóp hstunnenda, aðgöngumiðar dýrir og hstin lokuð inni í sýningarsölum og hljómleikahúsum, og nái ekki eyrum eða augum hins venjulega borgara. Um það má deila en er það ekki svo með alla hluti að þeir kosta sitt og komi þeir sem koma vilja? Poppið er ekki ahra, íþróttakappleikir eru heldur ekki ahra og svo er um flest áhugasvið, að þau eru ýmist leikur eða hst og hæna þá að sem eftir þeim sækjast. Það þarf svosem ekki að troða hstinni upp á neinn, hún stendur fyrir sínu og er jafn eftirsóknarverð, hvort sem fleiri eða færri áhorfendur eru til staðar. Ef íslendingar vilja telja sig menningarþjóð og efla hstaáhuga hér á landi, þá verður auðvitað að setja mark- ið hátt og láta ekki deigan síga, þótt listahátíð fái misjafn- ar undirtektir frá einu ári th annars. Það er ekki snobb að bjóða upp á það besta og það getur ekki verið listahá- tíðinni th lasts að setja markið hátt. List og hstflutningur er ekki eingöngu á listahátið einu sinni á ári. Listahf stendur með miklum blóma hér á landi. Myndhstarmenn eru ótrúlega margir, tónmennt nýtur mikilla vinsælda og þátttöku og leiklistin laðar stöðugt th sín ungt fólk í leikarastétt og nýja leikhópa. Ekki þarf að nefna rithstina, ljóðagerðina og skáldverk- in, sem byggja á gamalli og ríkri hefð. Það er helst kvik- myndagerðin sem stendur höllum fæti en það er ekki vegna skorts á áhuga heldur af þeim sökum að kvik- myndagerð er dýr í framleiðslu. Jafnframt listahátið er efnt th hátíðar í Garðabæ og samsýningar í Hafnarfirði og fjölmargar aðrar listrænar uppákomur eru auglýstar nær daglega. Þannig blómg- ast hstin í landinu og er sterkur þáttur í þjóðlífinu. Þetta er því merkhegra, að íslendingar búa við vinnu- þrælkun og hafa aha jafna ekki mikinn tíma afgangs til huglægrar eða hstrænnar sköpunar. Það er líka sagt að þjóðin sé andlaus og smekklaus og hafi ekki annað fyrir stafni en afla sér tekna og sólunda þeim síðan í fremur ómerkheg lífsþægindi. Staðreyndirnar sýna þó fram á annað. Það er til að mynda athyghsvert að þrátt fyrir síbylju popptónhstar- innar á öldum ljósvakans, sem tekið hefur út yfir allan þjófabálk í margrödduðu gargi útvarpsstöðvanna, þá hefur þessi afskræming tónlistarinnar ekki skemmt tón- eyra æskufólksins. Ungt og efnhegt tónlistarfólk er á hveiju strái. Klassísk tónlist sækir á og kannski þurfa menn að fá of stóran skammt af lágmenningunni til að skhja og meta hámenninguna. Listahátíðin hefur skipað sér fastan sess í vorkom- unni. Hún kostar sitt, en ekkert fæst ókeypis lengur og það er líka nokkurs virði að fá þann vorblæ inn um gluggann eftir ahan dragsúginn í vetur. Listin verður aldrei metin til Qár. Ellert B. Schram Það er af sem áður var Fundur þeirra Gorbatsjovs og Bush í Washington þessa dagana er fyrsti fundur leiötoga risaveld- anna eftir lok kalda striösins og sem slíkur getur hann lagt gruim- inn aö nýjum samskiptagrundvelli þeirra. Samskipti risaveldanna hingaö til hafa mótast af endalok- um síöari heimsstyrjaldarinnar og af kalda stíðinu sem á eftir fór, sem leiddi meðal annars til ánauöar Austur-Evrópu undir oki komm- únisma og yfirdrottnunar Sovét- ríkjanna. Þegar þeir Bush og Gorbatsjov hittust síöast á Möltu í desember- byrjun var umrótinu í Austur- Evrópu ekki lokið, enn áttu tíöindi eftir að gerast í Tékkóslóvakíu og Rúmeníu og merking þess sem þá þegar hafði gerst, fyrst og fremst fall Berlínarmúrsins, var ekki enn orðin mönnum ljós. Nú, hálfu ári síðar, liggja fyrir hreinar línur, heimsveldi Sovétríkjanna í Aust- ur-Evrópu er liðið undir lok, kalda stríðið er endanlega úr sögunni. Formlega verður bundinn endi á það með sameiningu Þýskalands sem verður að mestu leyti komin á í raun eftir að sameiginleg mynt verður tekin upp í báöum þýsku ríkjunum í júlí. Staða risaveldanna innbyrðis er gjörbreytt, Sovétríkin eru um það bil að missa endanlega ítök sín í Mið-Evrópu, Varsjár- bandaiagið er ekki annað en nafnið tómt, kommúnismanum sem grundvelli ríkisins hefur verið hafnað í allri Austur-Evrópu og kommúnisminn er meira að segja á undanhaldi í Sovétríkjunum sjálfum. Við þessar aðstæður segir það sig sjálft að stríðshætta, sem hingað til hefur byggst á hugmyndum um að herir Varsjárbandalagsins verði í fylkingarbrjósti kommúnískrar innrásar í Vestur-Evrópu, er ekki fyrir hendi lengur. Forsendur fyrir raunverulegri afvopnun eru allt aðrar en var. Vígbúnaður Allt frá því Bandaríkjamenn og Sovétmenn fóru yfirleitt að ræðast við, sem var fyrst á fundi Eisen- howers og Krústjofs 1958, hafa við- ræður þeirra snúist um kjarnorku- vopn. Fyrst, meðan Bandaríkja- menn höfðu algera yfirburði, mið- aði ekkert í átt til takmörkunar. Síðar, eftir að Sovétmenn urðu jafnokar Bandaríkjanna á því sviði, fóru samningar að nást, hinir fyrstu SALT samkomulag Nbcons og Brésnéfs 1972. - Æ síðan hafa kjarnavopn verið að heita má það eina sem leiötogar risaveldanna hafa rætt á fundum sínum, tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar var eina raunverulega hagsmunamáhð sem bæði áttu sameiginlegt. Svo er enn. Takmörkun kjarnorkuvígbúnað- ar er fyrsta mál á dagskrá á fundi Bush og Gorbatsjovs en kjarna- vopn eru ekki lengur eina máhð á dagskrá. Þaö sem hggur fyrir á fundi þeirra Bush og Gorbatsjovs er í rauninni hvorki meira né minna en að leggja drög að nýjum samskiptagrundvelh, koma sam- búðinni í alveg nýtt horf. Öll við- horf í Evrópu eru gjörbreytt og við- ræður leiðtoganna hljóta að mótast af því. Breytt viðhorf Viðleitni Bandaríkjanna í sam- skiptum viö Sovétríkin hingaö til hefur mótast af því að hamla gegn ásælni og útþenslu kommúnista- ríkjanna. Nú bregður svo við að það er Gorbatsjov sem er í þeirri aðstöðu að biðja Bandaríkjamenn og vestræn ríki að láta sig í friöi. Frá síðasta fundi hans við Bush KjaUariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Mikhail Gorbatsjov og kona hans, Raisa, stödd í Kanada á leiö til Bandaríkjanna á fund með Banda- ríkjaforseta. - „Leiðir hafa opnast til viðtækra pólitískra og efnahags- legr° samskipta," segir greinar- höf. m.a. „Og þar er það Bush sem hefur öll tromp á hendi,“ segir hér ennfremur. hefur ástandið breyst svo að það eru kommúnistar alls staðar sem eiga í vök að verjast. Þvi mun Gorbatsjov vhja semja um að í staðinn fyrir að láta Aust- ur-Evrópuríkin afskiptalaus á leið þeirra til markaðsþjóðfélags og lýð- ræðis verði honum sjálfum sýnt langlundargeö í tilraunum sínum til að laga Sovétríkin sjálf að breyttum aðstæðum og vestræn ríki reyni ekki að spilla fyrir í því efni. Um þetta er í rauninni þegar þegjandi samkomulag, Bandaríkin og aðildarríki NATO skipta sér ekki af baráttu Gorbatsjovs við aðskhnaðarmenn í Eystrasaltsríkj- unum en á móti er til þess ætlast að Gorbatsjov standi ekki fast á þeirri kröfu sinni að sameinað Þýskaland verði að segja sig úr NATO. Sovétmenn geta enn torveldað sameiningu Þýskalands í krafti fjórveldasamkomulagsins frá Jalta- og Potsdam-ráðstefnunum á árinu 1945. Þýskalandsmáhð er í raun grunnurinn að nýjum sam- skiptum risaveldanna, forsenda þeirra hingað th hefur verið Jalta- samkomulagiö um skiptingu Þýskalands í hernámssvæði. Þegar sú skipting er nú úr sögunni verða samsldptin að miðast við sameinað Þýskaland og við þá staðreynd að Þýskaland verður mesta stórveldi Vestur-Evrópu. Það er erfiður biti að kyngja fyrir Sovétmenn sem misstu samkvæmt tölum, sem nýlega voru birtar, 26 mihjónir manna í styijöldinni viö Hitler. Minningarnar úr seinni heimsstyrjöldinni eru djúpt greyptar í rússneska þjóöarsál og thhugsunin um sameinað og öflugt Þýskaland er ekki aðeins pólitískt óþægheg. Þjóðaratkvæði og borgarastríð Bush Bandaríkjaforseti batt í fyrra enda á langvarandi óvissu um afstöðu Bandaríkjanna með því að lýsa yfir fullri samstöðu með Gorbatsjov og baráttu hans fyrir breytingum heima fyrir. Samstaða hans með Gorbatsjov gekk svo langt aö Bandaríkjamenn voru til- búnir að samþykkja að Varsjár- bandalagið skærist í leikinn í upp- reisninni í Rúmeníu meðan tvísýn- an þar var sem mest. Bush hefur víða verið gagnrýnd- ur fyrir að taka svo afdráttarlausa afsöðu með sovéska leiðtoganum, einkum af þeim sem spá honum skammra lífdaga úr þessu, umrótið í Sovétríkjunum verði honum að fahi. Óskhyggja sumra, bæði í Bandaríkjunum og á íslandi, geng- ur út á það að Gorbatsjov falli og við taki afturhaldsmenn, sem komi öllu í Sovétríkjunum í sama góða gamla farið, svo að ekki þurfi að hugsa samskiptin við Sovétríkin upp á nýtt. En ef eitthvaö er er útht fyrir að enn róttækari leiðtogi tæki viö ef Gorbatsjov félh, þær breytingar sem þegar eru orðnar verða ekki aftur teknar. Nú síðast hefur Gor- batsjov stigið það áður óhugsandi skref að boða til þjóðaratkvæða- greiðslu um að taka upp markaðs- kerfi í Sovétríkjunum í áfóngum og leggja undir dóm þjóðarinnar hvort stefna skuli í þá átt. Hann er með öðrum orðum að undirbúa afnám miðstýrðs áætlun- arbúskapar sem er sjálfur horn- steinn kommúnismans. Þessifyrir- ætlun er eitt það allra furöulegasta sem gerst hefur þar í landi. Enginn getur lengur efast um að bolsévika- byltingin frá 1917 er um það bil að renna sitt skeið á enda. Sú hætta sem mest vofir yfir er að Sovétrík- in, sem eru samsafn 128 þjóöa og þjóðarbrota, þoh ekki þetta álag og leysist upp í glundroða og jafnvel hugsanlega borgarastríð, eitt eða fleiri. Það er því auðséð hvor þaö er, Bush eða Gorbatsjov, sem hefur sterkari samningsaðstöðu í við- ræöunum í Washington. Sovétrík- in eru ekki jafnokar Bandaríkj- anna. á neinu sviði nema í kjarn- orkuvígbúnaði. Með minnkandi hlutverki vígbúnaðar í samskipt- um risaveldanna opnast leiðir til víðtækra pólitískra og efnahags- legra samskipta og þar er það Bush sem hefur öll tromp á hendi. Gunnar Eyþórsson „Það sem liggur fyrir á fundi þeirra Bush og Gorbatsjovs er í rauninni hvorki meira né minna en að leggja drög að nýjum samskiptagrundvelli, koma sambúðinni 1 alveg nýtt horf.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.