Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990.
Utlönd
Ár liðid frá blóðbaðinu
Moldavía gegn Mosvkuvaldinu
Kínverskir lögreglumenn handtaka konu skammt frá Torgi hins him-
neska friðar i Peking f gær. Ekki er vitaó hvers vegna konan var hand-
tekin en skömmu áður haföi útlendingur rætt við hana stutta stund. Nú,
þegar ár er liöið frá blóöbaöinu á torginu, hefur ettirlit i höfuðborginni
verið aukió.
Þær miRjónir mótmælenda sem kröfðust lýðræöis í Kína fyrir ári hafa
hægt um sig nú. Aðeins örfáir andófsmenn í Kína þora að kveða upp
raust sína. Þaö eru hins vegar andófsmenn í útlegð á Vesturlöndum sem
skipuleggja nú mótmælaðgeröir til aö minnast blóðbaðsins 4. júní í fyrra.
En á meðan hafa kínverskir stjómarerindrekar bankaö upp á í utanríkis-
ráðuneytum aðildarríkja Evrópubandalagsins til aö kanna hvort betri
tímar séu í vændum, það er nýir viðskiptasamningar og þróunarhjálp.
Þeim hefur verið sagt aö þeir þurfi aö bíöa.
Margir spyrja sig hversu lengi þeir þurfi aö bíða en Kínasérfræðingar
á Vesturiöndum eru sammála um að breytinga eins og áttu sér stað í
Prag, Sofiu, Búdapest og Búkarest sé ekki að vænta í Peking á næstunni.
Elsti steingervingurinn
Jarðfræðingar tilkynniu í morgtm aö þeir hefðu fundið rúmlega eins
miiijarðs ára gamla steingervinga í vesturhluta Ástraliu. Er hann rúmum
fimm hundruö miiljónum ára eldri en elstu steingervingar sem áöur
hafa fundist.
í steingervingunum má merkja þræði sem Hkjast nútíma sjávargróðri.
Talið er að gróðrinum hafi skolað upp á land fimm hundruð milljónum
ára áður dýralíf varð til.
Greifswald lokað
Vestur-þýska dagblaðið Ðie Welt
hefur greint frá því aö kjamorku-
verinu viö Greifswald í Austur-
Þýskalandi verði lokaö í kjölfar
ályktunar vestur-þýskra og aust-
ur-þýskra sérfræðinga. Þeir segja
að ómögulegt sé aö gera þær breyt-
ingar sem nauðsyniegar eru til að
kjarnorkuveriö standist þær ör-
yggiskröfur sem gerðar eru á Vest-
urlöndum.
Fyrir nokkrum vikum var birt
skýrsla þar sem sagði að öryggi f
kjamorkuverinu væri svo ábóta-
vant aö búast mætti við slysi eins
ogáttisérstaðíTsjemobylíSovét- öryggi f kjarnorkuverinu við
ríkjunum fyrir fiómm ámm. í Qreflswald í Austur-Þýskalandi
skýrslunni kom fram aö vegna ryðs þyklr ábótavant.
væm margir hlutir ónothæfir auk
þess sem bmnavömum væri ábótavant.
Undanfarin ár hafa mörg óhöpp átt sér stað i Greifswald.
Matvælaskortur í verslununt
Austnr-þýska stjómin hefur skipað nefndir sem eiga að tryggja að borg-
ararnir geti keypt nóg af matvælum. Austur-Þjóöverjar þurfa nú oft að
snúa heim tómhentir úr innkaupaferð þar sem verslanimar panta ekki
nýjar vörur. Hillumar em geymdar fyrir vestur-þýskar vömr.
Sagt er að klukkustund eftir að búöimar em opnaðar á morgnana séu
öll matvæli uppseld og að stórmarkaðamir panti aðeins helminginn af
því sera þeir geta selt. Á meðan hrúgast matvæli upp í kæligeymslum
landsins.
Efast um heiðarlegar kosningar
Aðeins þijátíu prósent þeirra Búlgara sem þátt tóku í skoðanakönnun
nýlega era þeirrar skoðunar að fjölflokkakosningamar sem haldnar veröa
í næsta mánuði verði heiðarlegar. Sjónvarpið í Búlgaríu greindi frá þessu
í gær.
Samkvæmt skoðanakönnuninni er forsætisráöherrann, Andrei Louk-
anov, vinsælasti sfjórnmálamaðurinn. Næstur á vinsældalistanum var
forsetinn, Petar Mladenov, sem bolaði harðlinumanninum Todor Zhivkov
frá völdum i nóvember síðastliðnum.
Talsmenn helsta stjóraarandstöðuflokksins, Bandalags lýðræðisaflanna,
kveðast vissir um sigur f kosningunum. Flokkurinn nýtur þó ekki mikils
fylgis úti á landsbyggðinnL
SVÍÞJÓÐ
DANMÖRK
Kaupmannahöfn
• • Malmö
Greifswald
AIJSTUR-
ÞySKAL
BERLÍN
PÓLLAND
Viðurkennir
sjálfstæði
Litháen
Boris Jeltsin, forseti Rússlands, telur að hann geti jafnað ágreininginn við
Gorbatsjov. Teikning Lurie
Andstaðan gegn Moskvuvaldinu
jókst í gær er þingið í Moldavíu sam-
þykkti með yfirgnæfandi meirihluta
að viðurkenna sjálfstæðisyfirlýsingu
Litháen. Hvatti þingið til að efna-
hagsþvingunum gegn Litháen yrði
hætt og að beinu viðskiptasambandi
yrði komið á milli lýðveldanna
tveggja, fram hjá kerfinu í Moskvu.
Að sögn talsmanns þingsins í Lithá-
en er þetta fyrsta formlega stuðn-
ingsyfirlýsingin við sjálfstæðisyfir-
lýsingu Litháa fyrir utan stuðnings-
yfirlýsingar nágrannanna, Eistlend-
inga og Letta.
Boris Jeltsin, nýkjörinn forseti so-
véska lýðveldisins Rússlands, kvaðst
í gær vonast til að geta hitt Gor-
batsjov Sovétforseta fljótlega. Einnig
taldi hann að þeir gætu jafnað
ágreininginn, að því er sovéska
fréttastofan Tass greindi frá í gær-
kvöldi.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Jeltsins um
að hann ætli að berjast fyrir auknu
sjálfsforræði Rússlands í eigin mál-
um bendi til að langvarandi deilur
séu í vændum við Gorbatsjov vonast
margir Rússar til að kjör Jeltsins í
forsetaembættið muni ryðja braut-
ina fyrir samkomulagi um hvernig
leysa eigi efnahagsvandann og
hvemig hægt sé að stöðva kynþáttaó-
eirðirnar í Sovétríkjunum.
Reuter
Skjálftahrinur
um heiminn
Jarðskjálfti skók byggingar í miö-
borg Tokýo og umhverfi rétt fyrir
hálfellefu í morgun aö staðartíma
eða skömmu fyrir hálftvö í nótt að
íslenskum tíma. Ekki hafa borist
neinar fregnir af meiðslum eða
skemmdum vegna skjálftans sem
varði í þrjár mínútur. Upptök skjálft-
ans vom í Kyrrahafi fyrir austan
Tokýo, að sögn japönsku veðurstof-
unnar.
Öflugur jarðskjálfti gekk yfir Mexí-
kóborg í Mexíkó snemma í gærmorg-
un og þustu íbúar höfuðborgarinnar
út á götur. Engar fregnir hafa borist
af tjóni. Vægir skjálftar gengu annan
daginn í röð yfir Costa Rica á mið-
vikudaginn en þar varð heldur ekk-
ert tjón.
Tugir eftirskjálfta gengu yfir Perú
í gær en blöð þar skrifa aö um tvö
hundmð manns hafi farist í jarð-
skjálftanum sem reið þar yfir á
þriðjudagskvöldið. Sum greina frá
því að allt að átta hundruð manns
sé saknað. Nokkur þorp eru sögð
hafa grafist undir í aurskriðum.
í Rúmeníu og Búlgaríu reið annar
öflugur jaröskjálfti yfir í fyrrinótt.
Vitaö er að aö minnsta kosti ellefu
manns fórust og hundruð slösuðust
í skjálftanum á miðvikudaginn sem
gekk yfir Austur-Evrópu. Nokkrar
skemmdir uröu á byggingum í
skjálftanum sem gekk yfir í fyrri-
nótt. Búist er við vægum eftirskjálft-
um í Rúmeníu næstu daga.
Reuter
Frá sjúkrahúsi í Búkarest þar sem gert er að meiðslum eins þeirra hundr-
aða sem slösuðust I jarðskjálftanum á miövikudaginn.
Simamynd Reuter