Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 24
Smáauglýsingar Frönsk gæða-garðhúsgögn á tilboðs- verði. Tilvalið fyrir félagssamtök. Árs- ábyrgð gegn brotum. Ath. takmarkað magn. Utilíf, sími 82922. ■ Húsgögn Ótrulegt úrval af stökum stólum, með eða án arma. Einnig sófasett, borðstofusett, skápar, skrifborð, sófa- borð, speglar, hnattbarir og margt fleira. Verið velkomin. Nýja Bólstur- gerðin, Garðshorni, sími 91-16541. Dráttarbeisll - Kerrur Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum. Original (Í.S.Ó.) staðall - dráttarbeisli á allar teg. bíla. Áratuga reynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Hásingar 500 kg 20 tonn, með eða án bremsa. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dal- brekku, símar 91-43911, 45270. Plastmódei. Úrvalið er hjá okkur ásamt þyí sem til módelsmíða þarf, s.s. lím, lakk, penslar, módellakk- sprautur og margt fleira. Póstsendum. Tómstundahúsið, Laugavegi 164, s. 21901. Bílar til sölu Torfærukeppni Bílabúðar Benna FBS Hellu verður haldin á Hellu laugar- daginn 9. júní nk. Keppt verður í tveimur flokkum. Skráning keppenda í síma 98-75353, skráningu lýkur kl. 18.00 laugardaginn 2. júní nk. Bíll í ferðalagið. Cherokee ’87, bíll í toppstandi, er með 4 lítra vél, bein- skiptur, fimm gíra, verð 1.730 þús., ath. skipti, skoðaður ’90. Uppl. í síma 657176. nTTTmTmiJTnTrTTmTir- Dodge van ’81, 6 cyl., sjálfskiptur, ek- inn 101 þús., blár, nýinnréttaður ferðabíll, nýsprautaður, vetrardekk á felgum fylgja, verð 690 þús. Uppl. í símaum 91-678840 og 91-74426 á kvöld- in. ■ Sumarbústaöir Tröppur yfir girðingar. Vandaðar, fúa- varðar, einfaldar í samsetningu. Uppl. í síma 91-40379 á kv. Geymið augl. ■ Bátar Smábátaeigendur! Höfum fyrirliggj- andi talstöðvar, dýptarmæla, ratsjár, lóran C og sjálfstýringar í trillur. Friðrik A. Jónsson hf., Fiskislóð 90, s. 91-14135 og 91-14340. Kreditkortaþj. GMC Ventura ’88 til sölu, 6,2 dísil. Upplýsingar í símum 985-29025 og 91-689961, Jón. Suzuki Swift GL ’88, hvítur, 5 gíra, 3ja dyra til sölu. Uppl. í síma 91-79146. Suzuki Swift '86, sjálfskiptur, blár, 3ja dyra til sölu. Uppl. í síma 675274 e.kl. 18. Chevrolet Caprice '85, ekinn 65 þús. km, verð 1.200 þús., má greiðast með fasteignatryggðu skuldabréfi. Uppl. í síma 82913. Slys gera ekki ~ boð á undan sér! mÉUMFERÐAR Uráð Sveppasmitið Sprettur: Lausn í leit að vandamáli? Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iön- tæknistofnunar íslands (ITÍ), ritar grein, sem birtist í DV þann 28. maí síðastliðinn, til vamar fram- leiðslu og sölu Iðntæknistofnunar á svokölluðum „Spretti”. í máls- vörn sinni hengir Páll sig í viðtal i DV (7. mars 1990) við dr. Jón Gunn- ar Ottósson, forstöðumann rann- sóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, þar sem hann svarar spumingum blaðamanns. Áður hafa birst reiðiskrif Sigur- bjöms Einarssonar (ITÍ) af sama tilefni (DV 8. mars 1990) og að auki viðtal við dr. Jakob Kristjánsson (ITÍ) í Morgunblaðinu (10. apríl 1990). - Af þessu tilefni ætla ég að rekja hér hvers vegna Iðntækni- stofnun er gagnrýnd fyrir sölu á ræktuðu sveppmyglunni Spretti. Um hvað snýst málið? Grein Páls ber það greinilega með sér aö hann skilur ekki um hvað málið snýst. Páll ítrekar enn og aftur að svepprót sé gagnleg trjá- plöntum. Þetta viðurkenna allir og hafa gert í hundrað ár. Spurningin er hvort tiltekið tilbúið smit, fram- leitt á Iðntæknistofnun en aldrei prófað við íslenskar aðstæður, geíi meiri vöxt og minni affóll trjá- plantna en náttúmlegt smit. Páll virðist ekki þekkja þá vinnu sem farið hefur fram innan veggja Iðntæknistofnunar á undanfórnum árum á sviði svepprótarrannsókna. Til dæmis staðhæfir hann að eng- inn viti hve lengi plöntur þurfi að bíða eftir að smitast í náttúrunni. Honum virðist vera ókunnugt um úttekt starfsmanns síns, Sigur- bjöms Einarssonar, á smitástandi nýgróðursettra plantna. Að vísu hafa niðurstöður Sigurbjörns aldr- ei birst opinberlega en í skýrslu til styrkveitanda síns, rannsóknaráös ríkisins (dags. mars 1987), getur hann þess að náttúruleg svepprót fmnist á plöntum á fyrsta sumri frá gróðursetningu. Gagnslaus gögn Þær niðurstöður rannsókna, sem Páll sýnir í DV, veita engar gagn- legar upplýsingar um notagildi Spretts. í fyrsta lagi nefnir Páll að plöntur vaxi mishratt í mismun- andi mold en allir þekkja að plönt- ur vaxa betur í góðri mold en lé- legri og það þarf ekkert að hafa með svepprót að gera. í öðru lagi sýnir hann að plöntur í tilrauna- glösum uxu mishratt. En aðstæður í þeirri tilraun voru ekki ætlaðar til að skoða vaxtarmun á plöntum heldur hvort ákveðnir sveppstofn- ar myndi svepprót með ákveðinni tijátegund eða ekki (vaxtarmunur ræðst að sjálfsögðu af tilraunarað- stæðum). í þriðja lagi sýnir Páll mismun á þyngd plantna með svepprót úr tilraunaglösum og þyngd plantna úr gróðrarstöð; enn má eins skýra þyngdarmun með mismunandi uppeldi plantna án til- vísunar til rótarsveppa. Ekki er nóg með að tilraunimar, sem Páll vísar til, varpi litlu ljósi á gagnsemi sveppasmitunar heldur hefur ótrúlegustu kúnstum einnig verið beitt við að breyta tilrauna- tölunum í súlurit: hér er í raun minna að sjá en við blasir! Ég læt mér nægja að vísa þessum niður- stöðum algerlega á bug sem málinu óviðkomandi. Fprsaga í ágúst og september 1989 átti ég bréfaskipti við Iöntæknistofnun út af þessu máli. Ástæðan var sú að KjáUaiinn Úlfur Óskarsson sérfræðingur á rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá samstarfi rannsóknastöðvar Skóg- ræktar ríkisins og Iðntæknistofn- unar um svepprótarrannsóknir var stefnt í voða með sölumennsku aðstandenda Spretts. Það lá fyrir að þeim starfsmönnum á Iðntækni- stofnun, sem hlut áttu að máli, var ekki fært að leggja faglegt mat á smittilraunir og úttekt á náttúru- legri smitun á trjáplöntum vegna hagsmuna sinna. í bréfunum til Iðntæknistofnunar gagnrýndi ég sölu á Spretti og þau loforð sem kaupendum voru gefin um árangur af notkun Spretts. Ég benti á að engar rannsóknaniður- stööur stæðu að baki fullyrðingum um gagnsemi Spretts. Ég bað for- svarsmenn Iðntæknistofnunar um að leiðrétta mig ef ég færi með rangt mál. Svar barst en engin gögn sem sýndu gagnsemi Spretts. í grein sinni í DV ítrekar Páll aö erlendar rannsóknir réttlæti sölu á tilbúnu smiti á íslandi. Þessu vísa ég alfuHð á bug. Flestar erlendar rannsóknir fjalla um eiginleika og starfsemi sveppróta. Þær rann- sóknir sem fjalla um hagnýtingu rótarsveppa gefa bæði niðurstöður sem vekja miklar væntingar um gagnsemi beinnar smitunar sem og niðurstöður sem valda miklum vonbrigðum með árangur. Smitár- angur getur ráöist af ýmsum þátt- um: mismunandi eiginleikum sveppa- og tijátegunda, arfgerðum, umhverfisaðstæðum, sveppaflóru jarövegs, gerð og ástandi smits o.fl. Það er fráleitt að ana út í fram- leiðslu og sölu á vöru, með fyrir- heit um góðan árangur, án undan- genginna rannsókna við þær að- stæður þar sem varan á að skila árangri. Ég skil ekki þá siðfræði opinbers aðila að meta gagnsemi vöru út frá sölutölum. Hafa verður í huga að í fyrravor var gífurlegur áróður rek- inn fyrir þessari vöru og m.a. emb- ætti forseta íslands notað til að gefa henni gæðastimpil. Á þessum tíma var engin reynsla komin á „Sprett" þannig að framleiðendur treystu algerlega á góða trú al- mennings. Sala erlendis á svipuð- um vamingi er heldur engin sönn- un á gagnsemi: Margt er það sem selst vegna trúgiminnar einnar. Á rannsóknastöö Skógræktar ríkisins á Mógilsá hef ég ásamt fleiri starfað að svepprótarrann- sóknum í tvö ár. Rannsóknastöðin á Mógilsá er formlegur aðih að norrænu samstarfi um þetta efni og Iðntæknistofnun voru fahn ákveðin afmörkuð verkefni sem beindust einkum að einangmn og ræktun sveppastofna. í þessu sam- starfi er kannað hvenær náttúruleg svepprót kemur á gróðursettar tijáplöntur og hvort bein smitun hefur áhrif á svepprótarmyndun og plöntuþrif. Fyrstu niðurstöður rannsóknanna em ekki frágengnar en munu birtast í sumar. Trjárækt eða töfralyf? Lausnir á erfiðleikum í tijá- plönturækt, þar sem þeir era fyrir hendi, felast ekki í dýrum töfralyfj- um. Ef í ljós kemur að skortur er á vissum rótarsveppum á sumum landsvæðum á íslandi verður það vandamál hvergi leyst á ódýran hátt nema í gróðrarstöðvum þar sem plöntumar eru framleiddar. Reyndar era flestar gróðrarstöðvar hérlendis gamalgrónar og um- vaxnar skógi og því er næsta ótrú- legt að þar sé ekki nægjanlegt sveppasmit á sveimi. En í þeim gróðrarstöðvum þar sem þess er þörf mætti væntanlega leysa vandamálið í eitt skipti fyrir öh, með Utlum tilkostnaði, með því að smita moldina í beðunum með heppilegum rótarsveppi. Svipuðu máh gegnir um ræktun tijáplantna í fjölpottum þótt um flóknara úr- lausnarefni sé líklega að ræða. Engin þörf er á að selja almenningi dýr töfralyf. Á sama hátt næst árangur í trjá- rækt á íslandi aðeins með því að velja réttar plöntur (tegundir og arfgerðir) á hvern stað og nota ræktunaraðferðir og veita umönn- un sem hentar. Á rannsóknastöð- inni á Mógilsá leitumst við við að skhgreina fyrst vandamáhn, síðan að athuga hvort lausnir fmnist á þeim og síðast að reyna þær lausn- ir sem virðast nothæfar. Á Iðn- tæknistofnun íslands virðist þver- öfug leið vaUn ef dæma má af þeim málum sem hér hafa verið rakin: Fyrst er framleidd vara og boðin til sölu, síðan athugað hvort varan gæti leyst vandamálið ef það er til staðar og loks er athugað hvort eitt- hvert vandamál var tU staðar sem þurfti að leysa. Nú er brýnt að kanna vel hvort skortur á rótarsveppum er ein- hvers staðar vandamál í tijárækt á íslandi. Ef svo er þá er sjálfsagt að hefja tilraunir með að tryggja smit- un i gróðrarstöðvum frekar en að bíða með smitun þar til plantan er gróðursett. Vonandi verða íslensk- ir vísindamenn þeirrar gæfu og aðstööu aðnjótandi að geta unnið faglega að þessum verkefnum. Úlfur Óskarsson „Spurningin er hvort tiltekið tilbúið smit, framleitt á Iðntæknistofnun en aldrei prófað við íslenskar aðstæður, gefi meiri vöxt og minni afíoll trjá- plantna en náttúrulegt smit.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.