Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Blaðsíða 3
r — FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990. Frestun á launauppstokkun BHMR: Skylda ríkisstjórnarínnar - segir Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra „Það var mat ríkisstjómarinnar að sú atburðarás sem hefði fylgt í kjölfar hækkunar til BHMR hefði leitt af sér eyðileggingu á þeim mark- miðum sem stefnt var að með samn- L ingunum í vetur,“ sagði HaUdór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra og starfandi forsætisráðherra, þegar hann var spurður um ástæður þess að ríkisstjómin ákvað að fresta hækkun á launauppstokkun til Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. -.En telur þú að ríkisstjómin hafi beitt réttri aðferð? „Ríkisstjórnin ákvað að beita fyrir sig þeim samningi sem gerður hafði verið. Aðrir hafa haldið því fram að ríkisstjómin hefði ekki átt að beita samningnum sjálfum heldur beita bráðabirgðalagavaldi. Það er að mínu mati fráleitt að beita slíku valdi við þær aðstæður að gerður hefur verið samningur sem gerir ráð fyrir að staða sem þessi geti komið upp.“ - Finnst þér leiðinlegt að þúrfa að standa svona að málum? „Það er alltaf sársaukafullt að framkvæma hluti sem allir eru ekki ánægðir með. Ég taldi það mína skyldu og skyldu ríkisstjórnarinnar að standa þannig að málum að það horfi tíl heilla fyrir þjóðfélagið í heild. Ég er sannfærður um það að ef þessi atburðarás hefði farið af stað hefði verðbólga vaxið hér verulega á nýjan leik. Ég sem stjórnmálamaður og ríkisstjómin í heild vom ekki til- búin til að bera ábyrgð á slíkri þró- un.“ - Sú leiðrétting sem BHMR félagar áttu að fá þama - kemur hún ein- hvern tíma? „Ríkisstjómin ætlar sér í einu og öllu að standa við þennan samning. Samningurinn gerir ráð fyrir ákveðnu vinnuferli í sambandi við samanburð á launakjörum. Þeirri vinnu er ekki lokið nema að hluta tíl. Það þarf að flýta þeim störfum sem mest og sú niðurstaða sem þar fæst verður hinn eini raunhæfi grunnur fyrir endanlegri niðurstöðu málsins,“ sagði Halldór. Hann sagð- ist þó ekki geta tímasett hvenær þeirri vinnu yrði lokiö. - Þú óttast ekki að traust launþega gagnvart ykkur sé brostið? „Við erum að beita samningnum með þeim hætti sem við teljum nauð- synlegt og skylt. Við getum ekki gert betur en það.“ - Er mögulegt fyrir háskólamenn að búa svo um hnútana í samningum sínum að launaþróun þeirra breyt- ist? „Þeir hafa þegar gert samning og það skiptir mestu máli fyrir þá hvað gerist hér í næstu framtíð. Það gat enginn séö nákvæmlega fyrir þær aðstæður sem nú eru komnar þegar samningurinn var gerður. Samning- urinn gerði hins vegar ráð fyrir því og það verða menn að sætta sig við.“ - Það hafa komið upp efasemdir um lagahlið málsins og lögfræðingar Reykjavíkurborgar nefndir þar til sögunnar. „Lögfræðingar Reykjavíkurborgar voru í samráði um þetta mál þannig að sú yfirlýsing kemur mér á óvart. Hér er ekki verið aö tala um löggjöf heldur samning. Ef menn sætta sig ekki við þá túlkun sem ríkisstjórnin hefur á þessum samningi geta menn að sjálfsögðu gert viðeigandi ráðstaf- anir,“ sagði HaUdór Ásgrímsson. -SMJ 3 Fréttir Leiðrétting í fyrirsögn á frétt af réttarhöldun- um yfir Jósafat Amgrímssyni í DV í gær féll niöur eitt núll sem brenglar fréttina. í fyrirsögninni sagði að um 120 milljónir króna væri að ræða en átti - að vera 1200 milljónir króna. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Fréttastj. Smíðið innréttinguna sjáif! • Hurðir: • Límtré: Stílhreinar í f beiki, eik mörgum stæröum. og mahogni. Hvítt MDF og beiki. Tilvalið í sólbekki, borðplötur o.fl. Lyftið eldhúsinu upp! #alfaborg ? ÐYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SfMI 686755 NÚ ER HANN ÞREFALDUR!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.