Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990. Viðskipti Uppfimiingamaðurmn Jón Þórðarson fær uppreisn æru: Islenskur hreinsibúnaður að slá í gegn vestanhafs - fyrir 10 árum var hreinsibúnaðurinn fordæmdur og sagður vita vonlaus íslenskur lofthreinsibúnaöur, fundinn upp og hannaöur af Jóni Þórðarsyni, framleiöslustjóra á Reykjalundi, er nú að slá í gegn vestanhafs á tímum vaxandi krafna um minni mengun og aukna umhverflsvernd. Lofthreinsibún- aðurinn hreinsar bæði gas og ryk 20 til 30 sinnum betur en nokkur önnur tæki sem á markaðnum eru. Þá er orkuþörf hans miklu minni. Svo kann að fara að þessi íslenska Fréttaljós Jón G. Hauksson uppfmning eigi eftir aö velta millj- örðum á næstu árum. Saga þessa hreinsibúnaöar hefur þó til þessa verið sorgarsaga fyrir uppfinn- ingamanninn Jón Þórðarson. Hann var tilbúinn með búnaðinn fyrir meira en tíu árum. Á þeim tíma fékk hann skít og skömm í hattinn af nokkrum íslenskum sérfræðing- um fyrir hugmyndina. Búnaðurinn var bæði fordæmdur og sagður vita gagnslaus. „Ég varð mjög svekktur“ „Eg varð óskaplega svekktur á sínum tíma og vil einfaldlega ekki tjá mig um máhð,“ sagði Jón Þórö- arson, uppfinningamaður og fram- leiðslustjóri á Reykjalundi, vdð DV í gær. Jón fann upp og þróaði uppfinn- ingu sína fyrir um fimmtán árum í samvdnnu við Alusuisse, eiganda íslenska álversins. Alusuisse gerði starfssamning vdð Jón og studdi hann í tilraunum hans. Ekki kom þó til þess að ísal nýtti sér loft- hreinsitæki Jóns þar sem mengun- armálin voru leyst með öðrum hætti. Engu að síður stóð vinnan og uppfinningin eftir- tilbúin til brúks. Kjartan verkfræðingur kemur til sögunnar Það er íslenski verkfræðingurinn Kjartan Jónsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í yfir tuttugu ár og rekur þar fyrirtækið Energy And Value Consultants, sem hefur komið auga á uppfinn- ingu Jóns og vdnnur nú að því að selja hana í stórum stíl í Bandaríkj- unum. Kjartan hefur framleiðslú- leyfi á uppfinningunni í Bandaríkj- unum. Icecon hefur áhuga Fleiri en Kjartan hafa nú áhuga á að selja lofthreinsibúnað Jóns út um víða veröld. Fyrirtækið Icecon hefur verið í sambandi vdð Kjartan og hefur fyrirtækið sýnt mikinn áhuga á að selja hreinsibúnaðinn utan Bandaríkjanna. Framkvæmdastjóri Icecon, Páll Gíslason, sem nú er staddur í Saudi-Arabiu vegna verkefna Ice- con þar í landi, sagði vdð DV í gær að hann hefði mikið álit á hreinsi- búnaðinum og hér væri um magn- aða uppfinningu að ræða sem mik- ils mætti vænta af. Páll segir að þaö sé framtíðarinn- ar aö dæma um þennan hreinsi- búnað og skera úr um það hvemig honum verði tekið og hvemig hann seljist. Hann segir ennfremur að mikið verk sé óunnið og bjöminn sé ekki unninn en engu að síður sé ástæða til bjartsýni. hafi hannað. Tækin voru sett upp í verksmiðju Lýsis og mjöls í Hafn- arfirði. Ævar Jóhannesson á Raun- vísindastofnun gerði undir stjórn Stefáns Arnórssonar prófessors umfangsmiklar mæhngar á hreinsihæfni búnaðarins. Niður- stöðurnar voru síðan birtar í maí 1979 og gáfu þær marifalt betri nið- urstöður en nokkur önnur tæki á markaðnum gátu státað af. Segir Sigurður orðrétt: „Enda hefði verið einsýnt aö væru niðurstööur skýrslunnar vdðurkenndar hefði átt að skylda allar bræðslur af þessu tagi - og raunar allar meng- andi verksmiðjur - til að koma sér upp tækjum sem þessum innan til- skilins áraíjölda." Lásu ekki skýrsluna en sögðu hana lygi og skrum Þá segir ennfremur orðrétt í greininni í Fréttabréfi Háskólans: „Árið 1980 boðuðu úmboðsmenn Atlas-verksmiðjanna í Danmörku til fundar í Reykjavík þar sem kynnt vom hreinsitæki, sem fyrir- tæki þetta var með á markaðnum. Á fundinn var boðið framleiðslu- stjórum bræðslna um land allt og þar má segja að tekist hafi að „drepa“ íslensku hreinsitækin með sameinuðu átaki, og jafnframt þá hugmynd að slík tæki ættu að vera hluti af öllum verksmiðjum. Eink- um höfðu tveir menn sig mjög í frammi (sem síðar kom í ljós að aldrei höfðu lesið skýrslu Raun- vísindastofnunar) og fullyrtu að allt sem í henni stæði væri lygi og skrum, og hreinsibúnaöurinn gagnslaus. Sem væntanlega hljóm- aði sem fegursta tónhst í eyrum þeirra sem eha hefðu hugsanlega verið neyddir th að setja upp shk tæki á verksmiðjum sínum. Hæfni Atlas-tækjanna var aftur á móti svo léleg að tæplega hefði þótt taka þvd að skylda verksmiðjur til að setja þau upp. Enda er vert að minnast þeirrar hagfræðilegu staðreyndar, að í samkeppni er hálfur sigur unn- inn ef hægt er að sannfæra neyt- endur um það að afurð keppinaut- arins valdi hjartaslagi eða krabba- meini - í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu." Búnaðurinn20 til 30 sinnum betri en önnur tæki Þá segir ennfremur í fréttabréf- inu: „Nú, 10 árum síðar, hafa En- vironmental Laboratories í Banda- ríkjunum endurtekið könnun Raunvísindastofnunar. Tækin voru reynd fyrst vdð sorpbrennslu við sjúkrahús og síðan vdð pappírs- verksmiðju. Niðurstöðumar stað- festa niðurstöður Raunvdsinda- stofnunar en bæta að auki vdð ýms- um upplýsingum sem ýmist var ekki hægt að fá hér, eða ekki var tilefni til. í stuttu máli hreinsa ís- lensku tækin 20 til 30 sinnum betur en nokkur önnur tæki sem á mark- aðnum eru. Agnir frá hinum smæstu til stærri hreinsast yfir 90 prósent." Dæmi upp á milljarða Loks segir Sigurður Steinþórsson í grein sinni að svo kunni að fara að íslendingar missi af lestinni í framleiöslu hreinsitækja þessara sem ella hefði getað orðið stór- atvdnnuvegur hér á landi hefði ólukkufundurinn 1980 ekki verið haldinn. „Úr því sem komið er eru allar hkur á því að Bandaríkja- Alusuisse kom auga á Jón og gerði starfssamning við hann fyrir um fimmtán árum til að hann gæti þróað uppfinningu sína. Ekki kom þó til þess aö ísal notaði tæki hans. Uppfinningamaðurinn Jón Þórðarson, framleiðslustjóri á Reykjalundi, sem fann upp lofthreinsibúnaðinn. Fyrir tíu árum fékk hann skít og skömm í hattinn fyrir uppfinningu sína og hún var sögð vita gagnslaus þrátt fyrir mjög jákvæða umsögn Raunvísindastofnunar Háskólans. Nú, tíu árum síðar, hefur Environmental Laboratories í Bandaríkjunum gert úttekt á lofthreinsibúnaðinum og komist að þeirri niðurstöðu að hann hreinsi 20 til 30 sinnum betur en önnur tæki. Fréttabréf Háskólans lætur máliö til sín taka í nýjasta Fréttabréfi Háskóla ís- lands skrifar Sigurður Steinþórs- son um þetta mál Jóns Þórðarson- ar. Sigurður nefnir grein sína: „10 ára skýrsla fær uppreisn - eða hag- fræði siðleysisins." í grein Sigurðar er baráttusaga uppfinningamannsins Jóns Þórð- arsonar rakin. Sagt er frá því að á árunum 1976 til 1979 hafi veriö gerðar á vegum Raunvísindastofn- unar Háskóla íslands kannanir á hæfni lofthreinsitækis sem Jón menn muni sjálfir framleiða tækin þegar búið er að setja upp nokkur þau fyrstu til reynslu." DV reyndi árangurslaust í gær að ná í Kjartan Jónsson vestur í Bandaríkjunum og spyrja hann um stærð markaðarins vestanhafs, hve fyrirtæki verji miklu á ári til kaupa á hreinsibúnaði. Eftir því sem DV kemst næst mun vera varið um 120 milljónum doll- ara á ári til kaupa á hreinsibúnaði í Bandaríkjunum. Það jafngildir um 7,2 milljörðum íslenskra króna. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3jamán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6mán. uppsögn 4-5 ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb,Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb 'Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýskmörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR överðtr. júní 90 14,0 Verðtr. júní 90 7,9 VlSITÖLUR Lánskjaravísitalajúní 2887 stig Lánskjaravísitala maí 2873 stig Byggingavísitala júnl 545 stig Byggingavísitala júní 170,3 stig Húsaleiguvisitala 1,8% hækkaði 1. apríl. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,915 Einingabréf 2 2,683 Einingabréf 3 3,239 Skammtímabréf 1,665 Lífeyrisbréf 2,471 Gengisbréf 2,143 Kjarabréf 4,876 Markbréf 2,590 Tekjubréf 1,995 Skyndibréf 1.458 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,365 Sjóðsbréf 2 1,741 Sjóðsbréf 3 1,651 Sjóðsbréf 4 1,402 Vaxtasjóðsbréf 1,6680 Valsjóðsbréf 1,5700 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 168 kr. Hampiðjan 159 kr. Hlutabréfasjóður 180 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 155 kr. Eignfél. Verslunarb. 126 kr. Olíufélagið hf. 449 kr. Grandi hf. 166 kr. Tollvörugeymslan hf. 105 kr. Skeljungur hf. 441 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = LJtvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.