Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990. Þjóðarsál á þriðjudegi: Enginn vildi menninguna LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! Patrekshreppur Staöa sveitarstjóra Patrekshrepps er hér með auglýst laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir um starfið sendist oddvita, Birni Gíslasyni, Brunnum 18, Patreksfirði, fyrir 30. júní. A Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast - fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Dagný skrifar: í þættinum Þjóöarsál, sem útvarp- aö var sl. þriðjudag aö venju, kom nokkuö eftirtektarvert fram, að mínu mati, sem nú skal frá greint. Það var nýlokið viðtali við konu sem var að segja frá því hvemig bömum vestur í Ameríku er kennt að lesa. Var það gert með því að halda sífellt bókum eða spjöldum með stöfum á að ungbörnum og lærðu þau að lesa undrafljótt með þeim hætti. Þetta var meðal þess efnis sem stjórnandi Þjóðarsálar benti hlust- endum á þeir gætu rætt - eða hvað annað sem þeim dytti í hug. En viti menn! Fyrsta konan sem kom í sím- ann var ekki aldeilis á þeim nótun- um. Hún var að vandræðast yfir því að vesalings drengurinn hennar hafði ekki komist inn á ball í sveit- inni vegna þess að hann var klæddur í gallabuxur! Þetta var nú fyrsta hringingin og hún kom utan af landi. Konan var yfir sig hneyksluð á þvi að drengnum skyldi gert að mæta snyrtilega klæddum á dansleikinn úr því að hljómsveitarmenn máttu vera á gallabuxum. - Þessi kona hafði eng- an áhuga á menningunni, lestrar- kennslu bama eða þess háttar. Næst hringdi önnur kona og hún haföi einnig allt önnur vandamál til umræðu en lestrarkennslu ung- barna. Sú hafði mestar áhyggjm- af því að við værum ekki nógu góðir viö aðra kynþætti sem hér ílentust. Við ættum ekki að vera að ólmast með þetta eins og eitthvert vanda- mál. Og svo komu þeir hver á eftir öðrum, karlar og kerlingar, óðamála, ótalandi, sumar hverjar, með viskí- rödd eöa farsímarödd. Oft vont að greina þetta tvennt í sundur. Allt vildi þetta fólk tala um eitthvað ann- að en menningu. Stjórnandi Þjóðarsálar benti inn á milli á að lítið hefði verið fjallað um Listahátíð á þessum vettvangi. En allt bar að sama brunni, enginn vildi ræða menninguna. Allt gekk út á eig- in búksorgir og það hvernig hægt er að „ná rétti sínum", aðallega af hinu opinbera. Segið svo að við Islending- ar séum menningarsinnuð. Fyrir mér má hver og einn halda því fram. Mér hefur hins vegar aldrei dottið í hug eina mínútu að hér búi menning- arsinnuð þjóð, aðeins einstakhngar sem eru á kafi í því að afla sér tekna, fljótt og örugglega, allt í sambandi við fiskinn og þjónustu við þá er hann veiða og svo hina sem aflanum eyða. Einfalt þjóðlíf, einfaldar sálir, sannar þjóðarsálir. AUKABLAÐ FERÐABLAÐ I Miðvikudaginn 27. júní nk. mun aukablað um ferðalög innanlands fylgja DV Blaðið er hugsað sem nokkurs konar handbók fyrir ferðalang- inn og þar mun verða fjallað um ýmislegt tengt ferðalögum, t.d. hollráðvarðandíveíðiferðír oggönguferðir, tjald- og hús- vagna, sumarbústaði o.fl. Einnig kort með upplýsingum um gististaði ogýmsaþjónustu. Þeír auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í Ferðablaði I, vinsamlegast hafi samband við auglýsíngadeild DVhið íýrstaísíma 27022. ATH.! Skílafrestur auglýsinga er til 21. júní. Auglýsíngar, Þverholtí 11, sími 27022. Nú getur þú komið oftar á Mímisbar! Mímisbar nýtur aukinna vinsælda eftir breytingarnarog þess vegna höfum við ákveðið að hafa hann oftar opinn en áður -eða fjögur kvöld í viku: Fimmtudags-, föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld. Fáðu þér léttan snúningádansgólfinu undir tónlist Stefánsog Hildar á föstudags- og laugardagskvöldum. Láttu sjá þig á nýja staðnum - og láttu þér ekki bregða! ______ hóieV -lofargóðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.