Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Síða 28
p 36
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990.
Kvikmyndir
Bíóhöllin: Utangarðsunglingar
★ 1/2
Rómantík í rúst
Kyndugt innlegg í unglingaflóðiö er þessi úrelta út-
gáfa af unglingsástum og afleiðingum þeirra. Byggð á
nær þrítugri ástralskri bók kemur myndin áratugum
of seint til að Rómeó/Júlíu sagan snerti mann. Auk
þess neistar ekki beint af þeim bandaríska Charlie
Schlatter og andfættu söngpíunni Kylie Minogue og
raunasaga þeirra minnir frekar á sjónvarpsþáttateg-
und sem best er að segja sem minnst um.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fuðraði samúðin hrað-
ar upp en mánaðarlaunin og lítið eftir annaö að gera
en að horfa á hinn stórgóða nýsjálenska Bruno Law-
rence, í aukahlutverki sjómanns.
Kannski gæti yngri kynslóðin lifað sig betur inn í
ástarsöguna, en fyrir hina eldri og reyndari er þetta
banvænn skammtur af „déj-vu“.
The Delinquents. Bandarisk/áströlsk, Warner/Village Roads-
how, 1989.
Handrit: Clayton Frohman, Mac Gudgeon eftir bók Crienu
Rohan.
Leikstjóri: Chris Thomson.
Leikarar: Charlie Schlatter, Kylie Minogue (The Bruno Law-
rence, Todd Boyce, Desiree Smith, Angela Punch-McGregor).
Gísli Einarsson
Hin unga söng/leikkona Kylie Minogue færir sig úr
sjónvarpi yfir á hvíta tjaldið.
Regnboginn: Að leikslokum
Eitft högg enn
Johnny Walker er boxari sem kominn er með báða
fætur í ræsiö. Hann er varanlega skaðaður af ævi-
langri barsmíð, sjón- og heymarskertur og tröll-
heimskur og sljór. Þannig á sig kominn lendir har.n í
litlum bæ við sjávarsíðuna þar sem flest er í niður-
níðslu. Hann verður ástfanginn af bamungri stúlku
sem dreymir um aö koma fomri hringekju í starfhæft
ástand. Hann kynnist ennfremur upprennandi glæpa-
mönnum þar í bæ sem dreymir um stóra ránið og vilja
að Johnny hjálpi þeim að berja fólk. Læknir kveður
upp þann dóm að vegna sprungu í höfuðbeinum geti
hver bardagi Johnnys orðið sá síðasti. Hann leggur
engu að síður ótrauður í hringinn gegn svörtu vöðva-
fjalli á leið á toppinn. Þetta gerir kappinn í von um fé
tíl þess aö endurreisa hringekjuna sem hann telur að
muni vinna honum ást stúlkunnar.
Mickey Rourke fer á kostum í hlutverki Johnnys.
Hann dregur upp skýra mynd af manni sem lífið er
gjörsamlega búið að eyðileggja, algjörum aumingja
sem maður hefur þrátt fyrir allt talsverða samúð með.
Rourke tekst að sýna persónuleika Walkers í skýra
ljósi án þess að segja eitt einasta orð en lengi framan
af myndinni þegir hann eins og steinn. Christopher
Walken leikur smákrimmann Wesley og gerir það vel
en Debra Feuer, sem leikur stúlkuna sem Johnny el-
skar, er lítt reynd leikkona og ber það nokkuð með
sér. Þetta er allt saman hin besta skemmtan. Litríkt
bæjarlífið er forvitnilegt og mannfólkið íjölskrúðugt
þótt varla sjáist þar ærlegur maður. Á köflum glæsileg
myndataka ásamt grátandi gítar Erics Clapton ljá
myndinni þann dapurlega blæ sem megnar að bera
söguna uppi þrátt fyrir brotalamir í handriti. Aðdáend-
ur Rourke ættu alls ekki að missa af þessari skraut-
fjöður sem hann hefur bætt í kúrekahattinn.
Homeboy, amerisk. Leikstjóri Michael Seresln.
Aöalhlutverk: Mickey Rourke, Christopher Walken og Debra
Feuer.
Páll Ásgeirsson
Fréttir
Andlát
Óvenjuleg staða frystihúsa á Akranesi:
HB og CO fisklaust
í fyrsta skipti
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi:
Enginn fiskur verður unninn hjá
Haraldi Böðvarssyni og Co á Akra-
nesi í dag og líklega ekki heldur á
mánudag. Það sama gætí orðið uppi
á teningnum hjá hinum stóru húsun-
um hér, Hafeminum og Heimaskaga.
Ástæðan er sú að fyrirtækin hafa
engan afla til vinnslu.
Sturlaugur Sturlaugsson, fram-
leiðslustjóri HB & CO, sagði í sam-
tali við DV í gær að þessi staða væri
vægast sagt óvenjuleg hjá fyrirtæk-
inu. Sturlaugur kvað sig ekki reka
minni til að það hefði áður gerst að
fyrirtækið hefði ekki afla tíl vinnslu.
Til þess að hafa einhvem afla til
að vinna í gær keypti HB & CO 12
tonn af ufsa á Faxamarkaði í gær-
morgun. Heimaskagi gerði slíkt hiö
sama. Hafórninn keypti hins vegar
ekki. Fiskleysi húsanna nú má rekja
til stoppsins sem varð hjá togurunum
í tengslum við sjómannadaginn. Þeir
héldu út til veiða á mánudag en þeir
fyrstu eru ekki væntanlegir fyrr en
eftir helgina.
Örn Arnarson lést af slysforam 12.
maí. Hann fæddist 6. október 1970,
sonur Arnar Amarsonar og Stefaníu
Gústafsdóttur. Öm stundaði nám við
Fjölbrautaskólann á Selfossi. Síðustu
tvö árin stundaði hann sjómennsku
á ýmsum bátum. Útfór hans verður
gerð frá Selfosskirkju í dag kl. 13.30.
Sigurfljóð Olgeirsdóttir lést 6. júní.
Hún fæddist 14. desember árið 1905
á Bíldudal, dóttír Olgeirs Kristjáns-
sonar og Guðfinnu Amardóttur. Hún
ólst upp hjá Kristjönu Hjaltalín og
Pálínu Jónsdóttur. Sigurfljóð giftist
Erlendi Guðjónssyni og eignuðust
þau sjö börn. Útfor hennar verður
gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30.
Sveinbjörn Kristjánsson, elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, áður til
heimilis á Viðimel 21, lést í Landa-
kotsspítala 13. júní.
Guðmundur Benediktsson frá Erps-
stöðum, Eskihlíð 22, andaðist í
Landspítalanum 13. júní.
Jóhanna Sveinsdóttir, fædd 27. jan-
úar 1925, andaöist þann 1. júní 1990
í Kaupmannahöfn.
Jarðarfarir
Gunnlaug Einarsdóttir verður jarð-
sungin frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum laugardaginn 16. júni
kl. 14.
Sveinbjörg Ormsdóttir lést 3. júní.
Hún fæddist í Efri-Ey í Meðallandi
23. október 1889, dóttir Guörúnar
Ólafsdóttur og Orms Sverrissonar.
Sveinbjörg giftist Eiríki Jónssyni en
hann lést árið 1940. Þau hjónin eign-
uðust tólf börn. Tvö þeirra dóu í
frambernsku. Útför Sveinbjargar
verður gerð frá Keflavíkurkirkju i
dag kl. 14.
Sigrún Ólafsdóttir, Alftagerði,
Skagafirði, verður jarðsungin frá
Víðimýrarkirkju laugardaginn 16.
júní kl. 14.
Siguijón Sæmundsson og Nanna Hoj-
gaard verða jarðsungin frá Víði-
staðakirkju mánudaginn 18. júní kl.
13.30.
Guðlaugur Magnússon frá Kolsstöð-
um, sem andaðist föstudaginn 8. júní,
verður jarðsunginn frá Áskirkju
mánudaginn 18. júní kl. 15.
Tilkyimingar
Kvöldferð kvenfélags
Neskirkju
Hin árlega kvöldferð kvenfélags Nes-
kirkju verður farin fimmtudaginn 21.
þ.m. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl.
18. Kaffi verður drukkið á Laugarvatni.
Konur í sókninni eru velkomnar. Nánari
upplýsingar gefa Hrefna, s. 13726, og
Hildigunnur, s. 13119. Konur þurfa að
láta skrá sig í ferðina fyrir þriðjudag.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur með
Betty Friedan
Mánudaginn 18. júní mun bandaríska
kvenffelsiskonan Betty Friedan flytja
opinberan fyrirlestur í Háskóla íslands í
boði Félagsvísindadeildar og Rannsókn-
arstofu í kvennaffæðum. Fyrirlesturinn
ber yfirskriftina „From the Feminine
Mystique to the Second Stage: The Role
of Feminist Thought in Socicty". Fyrir-
lesturinn verður í Odda, Háskóla íslands,
stofu 101, oghefst kl. 17.15. Allir velkomn-
Tapað fundið
Hálsmen tapaðist
Hálsmen (nisti) með árituninni „Þín Inga
Lind“ tapaðist á laugardaginn sl., annað-
hvort viö Austurberg 20 eða við Gjafa-
blóm, Eddufelli. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 621977 eða 76547. Fundar-
laun.
Úrval
tímarit fyrir alla
DRÖGUM ÚR FERÐ
ÁÐUR EN VIÐ
BEYGJUM!
IUMFERÐAR
RÁÐ
Fjölmiðlar
Ólafsvik:
Tilboð komin í vertíð-
arbáta Stakkholts hf.
Samkvæmt heimildum DV hefur
fiskvinnslufyrirtækið Stakkholt hf.
hafnað tveimur tilboðum heima-
manna í eignir fyrirtækisins. Enn-
fremur liggja fyrir tilboð í báða ver-
tíðarbátana.
Heimildir DV herma að tilboðið í
Matthildi SH 67 hljóði upp á 90 milij-
'i, ónir og eiga þær að greiðast á einu
ári. Tiiboðið í Steinunni SH 107 er
upp á 107 milljónir en ekki er vitað
um greiðslufyrirkomulag.
Aðilamir, sem standa að þessu til-
boði, era taldir vera utanbæjarmenn
en ef af sölunni verður er ljóst aö
mikill vandi steðjar að Ólafsvíking-
um enda veitir Stakkholt lif. fjölda
manns atvinnu. -GRS
í hverri viku kemur út mikill
Qöldi landsmálablaða hér á landi og
ef tímabilið er teygt upp í mánaðar-
blöð fjölgar þeim án efa mjög. Eitt
þeirra kemur meira að segja út dag-
lega.
Útgáfa þessara blaða er í mörgum
tilvikum athyglisverö og heima-
menn biða sjálfsagt spenntir eftir
hveiju eintaki. Þessi blöð flytja
fréttír afheimavigstöðvum. - Þau
segja frá mannamótum og ýmsu þ vi
sem gerist og þykir til tíðinda. Oft
má þar finna þjóðlegan fróðleik og
handhægar upplýsingar.
Siðast en ekki sLst flytja þau pólit-
iskar langlokur því mjög oft eru
þessi blöð tengd flokkunum og eru
því hertekin af „efnilegustu“ pólit-
ikusum hvers kjördæmis sem þurfa
að koma boðskap sínum áleiöis.
Þaö er fátítt að þessi blöð temji sér
fréttatakta sem sjást á stærri fjöl-
miðlum. Smæösamfélagsins gerir
þaö sjálfsagt að verkum aö menn
veigra sér við að taka á hlutunum
af hlutlægni blaðamennskunnar.
Oftar en ekki fylgja þessi blöð
ákveðinni landsby ggðapólitik sem
felur í sér jákvæða umræðu um .
landsbyggðina en neikvæöa um höf-
uöborgina.
Fréttaumfjöllun virðist yfirleitt
byggja á þeirri hugmynd að það
þurfi aö minnka heiminn niður í
viðráðanlega stærð. Sagt er frá því
í hvaða sæti „okkar“ maður lenti
og sigurvegaranumjafnvel sleppt-
svipað og stærri fjölmiðlarnir gera
þegar íslendingar keppa í útl-
andinu.
Þó aö þessir blöð séu sjaldnast í
raunverulegri samkeppni við stóra
fjölmiölana era þau fulfrar athygli
verð. Það er síðan allt annar hand-
leggur hvort þau er svo merkileg
að þau eigi skilið ríkisstyrk eins og
stundum hefur verið talað um að
troða upp á þau. Þá er auðvitað
spuming hvort það væri þeim yfir-
leittnokkuötílgóðs.
-Sigurður M. Jónsson