Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 1
HM-getraun: X-2-X 1-X-2 X-1-1 2-2-2-X
Lottó: 8 9 10 17 37 (34)
• Félag ítalskra húsmæðra hef-
ur komist að þeirri niðurstöðu
að heimsmeistarakeppnin í
knattspyrnu bæti heimilislífið og
styrki tengsl fjölskyldumeðlima.
Húsmæðurnar þinguðu í Parma
á Ítalíu á dögunum og sendu frá
sér ályktun þess efnis að það
væri af hinu góða að fjölskyldan
sameinaðist fyrir framan sjón-
varpið og horfði á fótholtann.
Sorg í Brasilíu
• Knattspyrnuáhugamenn í
Brasilíu voru slegnir yfir úrslit-
unum í leiknum við Argentínu í
gær. Bæjarlífið í Rió de Janeiro
hefur verið með eindæmum fjör-
ugt á meðan keppnin hefur staðið
yfir, en að leik loknum í gær hefði
mátt heyra saumnál detta í Ríó.
Fólk var gjörsamlega lamað,
tíndist heim á leið í þungum
þönkum og reif í leiðinni niður
veggspjöld og borða sem minntu
á keppnina. Lögreglumenn lágu
grátandi fram á stýrin í bifreiðum
sínum og hljómsveitir, sem leikiö
hafa sambatónhst á götum úti
tóku saman föggur sínar. „Við
höfum ekkert hér að gera lengur,
nú vill enginn dansa meira,“
sagði einn gítarleikarinn. „Nú
styð ég Kamerúnbúa, þeir eru
með miklu betra hð en aumingj-
arnir okkar. Þeir þora, þeir
kunna að skora mark þegar þess
þarf með,“ sagði vegfarandi í Ríó.
Gleði í Argentínu
• Hinum megin við landamærin,
í Argentínu, var annáð uppi á
teningunum. í höfuðborginni,
Buenos Aires, þyrptist fólk út á
götumar, dansaði og söng. Arg-
entínskir sjónvarpsfréttamenn
voru klökkir í málrómnum þegar
þeir lýstu leiknum. Carlos Me-
nem, foseti landsins og frægur
knattspyrnuáhugamaður sagði í
sjónvarpsviðtali: „Þetta er ótrú-
legt. Við lékum illa, en mark er
mark. Strákamir börðust allan
tímann og litu aldrei á sjálfa sig
sem minni máttar."
Franz Beckenbauer eftir sigur Vestur-Þjóðverja á Hollendingum:
„Við verðum
heimsmeistarar“
- allt um HM á Ítalíu á bls. 18, 19, 20 og 21
Sá gamli
saltaði
Kólumbíu
sja bls. 19
Eram ekki
dauðir enn
sja bls. 20
• Claudio Camggia skorar
hið óvænta sigurmark Arg-
entínu gegn Brasilíu í gær.
Simamynd/Reuter
refsað
harðlega?
Frank Rijkaard, hohenski
landshðsmaðurinn, gæti átt
yfir höfði sér þungan dóm
fyrir að hrækja tvívegis á
Vestur-Þjóöverjann Rudi
Völler, en þeim var báðum
vísað af velli í viðureign
þjóðanna í Mílanó í gær-
kvöldi. í undankeppni HM
gerði júgóslavneskur leik-
maður sig sekan um svipað
athæfi og honum var mein-
uð þátttaka í lokakeppninni
á Ítalíu.
• Þetta vestur-þýska par
með óvenjuleg höfuðföt gat
I Jiirgen Klinsmann lyft af félaga sínum, Guido Buchwald, eftir að sá fyrrnefndi hafði skor- brosað breitt í Milanó í gær.
VS að fyrir Vestur-Þjóðverja gegn Hollendingum í gærkvöldi. Símamynd/Reuter Símamynd/Reuter
Sölumet í Mílanó
• Þeir tæplega 75 þúsund áhorf-
endur sem horfðu á leik Vestur-
Þjóðverja og Hollendinga á San
Siro leikvanginum í Mílanó í
gærkvöldi greiddu fyrir miða
sína samtals 5,9 mihjarða líra,
eða um 288 milljónir íslenskra
króna. Það er það mesta í keppn-
inni th þessa, flmm milljónum
króna meira en greitt var fyrir
miða á opnunarleikinn, milh
Argentínu og Kamerún.
Krókódílunum rænt
• Það eru sagðar margar sögur
af áhuga manna á heimsmeistara-
keppninni víða um heim og hér
er ein frá Thailandi. Krókódíla-
bóndi nokkur var svo upptekinn
við að horfa á útsendingu frá HM
á fimmtudaginn að ræningjar
stálu á meðan ahri krókódha-
hjörðinni hans! Rachan bóndi hef-
ur heitið 120 þúsund króna verð-
launum fyrir upplýsingar sem
geti leitt til handtöku bófanna.
Arctic Open golfmótið:
Jón Baldvin og John
Drummond sigruðu
Gylfi Ktistjánsson, DV, Akureyri:
Á annað hundrað keppendur tóku
þátt í Arctic Open golfmótinu sem
fram fér hjá Golfklúbbi Akureyrar
um helgina og þar af voru um 30
útlendingar sem komu gagngert til
landsins til að taka þátt í mótinu.
Mótið reis ekki undir nafhi sem
miðnætursólarmót að þessu sinni,
enda var veður á fóstudagskvöld,
þegar mótið hófst, og aðfaranótt
laugardags hið versta sem komið
hefur á Akureyri vikum saman.
Menn áttu því í erfiðleikum með
hvítu kúlurnar en í keppni með
forgjöf, sem er hin eiginlega Arctic
keppni, sigraði Jón Baldvin Hann-
esson, Golfkiúbbi Akureyrar, en
hann lék 36 holur á 139 höggum
nettó.
í keppni án forgjafar sigraði Eng-
lendingurinn John Drummond,
sem er golfkennari hjá Golfklúbbi
Reykjavikur, en hann lék á 145
höggum. Margir máttu sætta sig
við háar tölur í mótinu, m.a. John
Rook frá Englandi sem lék fyrri 18
holumar á 142 höggum, þær síðari
á 132 höggum, en John virtist
skemmta sér manna best og sagði
það ógleymanlega reynsiu að hafa
tekiö þátt í mótinu.
• Jón B. Hannesson og John
Drummond meö siguriaunin
glæsilegu í Arctic Open golfmót-
inu. DV-mynd gk
Leikið aftur
í Firðinum?
Héraðsdómstóll ÍBH hefur úr-
skurðað að leikur Hauka og Þróttar
úr Reykjavík, tveggja efstu liða 3.
deildarinnar í knattspymu, skuli
leikinn að nýju. Þróttur vann leik-
inn, 3-5, en Haukar kæröu þar sem
þeir töldu að Þróttarinn Theodór
Jóhannsson heföi verið í leikbanni.
Samkvæmt úrskurði dómstólsins
skal Theodór ekki leika með Þrótti
þegar Uðin mætast á ný.
Að sögn Gísla Sváfnissonar, for-
manns knattspyrnudeildar Þróttar,
munu Þróttarar vísa málinu til dóm-
stóls KSÍ. Magnús Jónasson, formað-
ur knattspyrnudeildar Hauka, sagði
að Haukar myndu áfrýja ef Þróttarar
gerðu það ekki, og það er því ljóst
að hvorugt lið sættir sig við niður-
stöðu héraðsdómstólsins.
-RR