Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. Iþróttir Íþróttahátíð ÍSÍ 1990: 25 þúsund þátttakendur á hátíðinni - 1 þeim hópi eru 670 keppendur frá 18 löndum • Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íþróttahátíðar ÍSÍ1990. Undirbúningsvinna að mótinu héfur staðið yfir í eitt og hálft ár. Stefán segir að nú sé bara að vona að veðrið verði gott meðan á hátíðinni stendur. DV-mynd Brynjar Gauti löndum," sagöi Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri íþróttahátíðar- innar 1990. Margir stórviðburðir tengjast íþróttahátíðinni Stefán sagði að þá daga sem hátíðin stæði yfir hefði veðrið allt að segja. Raunar stendur og fellur hátíðin með veðurguðunum og er bara vonandi að þeir verði okkur hlið- hollir. Þeir íþróttaviðburðir sem hæst ber er landskeppni í frjálsum íþróttum, en íslendingar etja þar kappi við Skota og íra. Fjögurra landa mót í handknattleik verður haldið í íþróttahúsinu í Hafnar- flrði. Auk íslendinga verða Danir, Norðmenn og Kuwait með þátt- tökulið á mótinu. Fjögurra þjóða mót í blaki Fjögurra þjóða mót verður í blaki með þátttöku Færeyja, Lúxem- borgar, San Marino auk íslands. Glímumenn munu ekki láta sitt Nú styttist óðum í íþróttahátíð iþróttasambands íslands. Hátíðin hefst á fimmtudaginn kemur, 28. júní, og stendur til 1. júlí. Forseti íslands frú Vigdís Finn- bogadóttir setur íþróttahátíðina á Laugardalsvellinum kl. 20 en frú Vigdís er verndari hátíðarinn- ar. Metþátttakendafjöldi að þessu sinni á hátíðinni Metþátttakendafjöldi verður á há- tíðinni að þessu sinni en skráning í hinar ýmsu keppnisgreinar geng- ur mjög vel og er talið að þegar henni lýkur verði heildarfjöldi keppenda um 25 þúsund. Ýmis kon- ar landskeppni og stórmótum með þátttöku erlendra keppenda verður fléttað inn í dagskráliði mótsins þannig aö flestir ættu að finna eitt- hvað spennandi og skemmtilegt hátíðaratriöi við sitt hæfi. Stefán Konráðsson er fram- kvæmdastjóri íþróttahátíðar ÍSÍ 1990 og hefur hann unnið að skipu- lagningu hátíðarinnar meira og minna í eitt og hált ár. Til að for- vitnast enn frekar um umstang hátíðarinnar og undirbúning henn- ar, sem er á næsta leiti, var Stefán tekinn að tali á skrifstofu ÍSÍ í Laugardal. Íþróttahátíð ÍSÍ haldin á 10 ára fresti „íþróttahátið ÍSÍ er haldin á tíu ára fresti en hátíðin að þessu sinni er sú þriðja í röðinni. Hátíðin er með tvenns konar fyrirkomulagi, ann- ars vegar vetrarhátíð og hins vegar sumarhátíð. Vetraríþróttahátíðin fór fram á Akureyri í vetur og sum- aríþróttahátíðin hefst í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Undirbún- ingsvinnan hefur gengið vel en öll sérsamböndin innan íþróttasam- bands íslands taka þátt í keppni á hátíðinni. Eins og staðan er í dag er búist við um 25 þúsund þátttak- endum og hafa þeir aldrei verið fleiri. í þessum hópi eru um 670 erlendir keppendur frá 18 þjóð- • Áhorfendum gefst kostur á í fyrsta skipti að sjá leik í ruðningi en það er íslenskt nafn yfir ameriskan fótbolta. Þrjú lið keppa á móti á íþróttahá- tíðinni og á myndinni sjást tvö þeirra, Fjölnir og Breiðablik, á æfingu í Hljómskálagarðinum fyrir helgina. DV-mynd Brynjar Gauti eftir liggja og verður meðal annars háð unglingakeppni við Englend- inga. Keppnin í glímunni verður í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Unglingamót í borðtennis Síðan munu fimmtán Ungverjar verða á meðal keppenda á ungl- ingamóti í badminton. Auk Ung- veija munu keppendur frá Eng- landi, Danmörku og Svíþjóð verða á meðal keppenda. Um síðustu helgi fór fram hér sundmót með þátttöku erlendra keppenda og var mótið liður í íþróttahátðinni. Tommamótið í Vestmannaeyjum er að þessu sinni einn af dagskrár- liðum hátíðarinnar en búist er við að þátttakendafjöldi þar verði um 1100 manns auk foreldra og að- standenda drengjanna. Knattspymusamband íslands mun standa fyrir yngri flokka móti þar sem úrvalslið frá Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Suður- landi, Reykjanesi og Reykjavík keppa. Hátíðinni tengist einnig Evrópu- mót unglinga i golfi, sem haldið verður í Grafarholti síðar í sumar. Stórstjörnur í fimleikum koma Fimleikasamband íslands stendur fyrir mikilli fimleikahátíð í Laug- ardalshöllinni. Glæsilegar sýning- ar og keppnir verða á dagskrá há- tíðarinnar. Hingað koma heimsfrægar fim- leikastjömur frá Sovétríkjunum, þær Natalia Lashchenova og Liud- mila Stovechatala, en þessi nöfn eru mjög þekkt frá fjölda móta og eiga þær sér fjölda aðdáenda í fim- leikaheiminum. Lashchenova varð ólympíumeistari í Seoul 1988 og heimsmeistari í liðakeppni á heimsmeistaramótinu í Stuttgart 1989 og Stovechatala er Sovétmeist- ari í ýmsum greinum fimleika. Frá Austur-Þýskalandi koma tveir af snjöllustu fimleikamönnunum þar í landi, þeir Jorgen Lorenz og Heiko Wende. Auk þess sýna allir fremstu fim- leikamenn íslendinga listir sínar og þá verður landsleikur íslend- inga og Dana í tropm-keppni sem er tiltölulega ný keppnisgrein. Einnig verður bryddað upp á ýms- um öðrum sýningum og skemmti- atriðum. Konur hlaupa í Garðabæ en æskan á Miklatúni „Við verður einnig með sérverk- efni á okkar könnu í tvenns konar formi, kvennahlaup og æskuhlaup. Kvennahlaupið fer fram í Garðabæ og er búist við rúmlega eitt þúsund konum í hlaupið og æskuhlaupið verður háð á Miklatúni og skrán- ing í hlaupið gengur mjög vel. Við viljum að æskan í landinu taki sem mest þátt í hátíðinni enda er yfir- skrift hennar Æskan og íþróttir. Við setningarathöfnina kemur ungviðið landsins svo sannarlega mikið við sögu. Um fjögur þúsund börn frá 84 leikskólum á Reykja- víkursvæðinu munu dansa og syngja við opnunina. Á þessari upptalningu má sjá að þarna er á ferðinni stærsta íþróttamót í þeim skilningi, sem haldið verður á ís- landi á þessu ári,“ sagði Stefán Konráðsson. Hátt í 12 þúsund blöðrum sleppt í loftið Börnin munu safnast saman á tún- inu milli Laugardalsvallar og sund- laugarinnar í Laugardal. Þegar komið verður inn á Laugardals- völlinn munu börnin raða sér eftir deildum í kringum vöUinn. Hvert barn mun hafa 2-3 blöðrur og þegar forseti íslands hefur sett íþróttahá- tiðina munu bömin sleppa marglit- uðum blöðrum í loftið. Verðlaunaafhendingar fara fram á Lækjartorgi „Rammi hátíðarinnar er stór en til hans var vandað í hvívetna. í tengslum við hátíðina verður rekið útvarp og pósthús og myndlistar- sýningar verða í gangi. Útvarps- stöðin mun starfa 12 tíma á hveij- um degi, rétt verður við þátttak- endur og ýmsa íþróttaleiðtoga. Út- varpsstjóri verður Guðmundur Gíslason, sem eflaust margir þekkja en hann var á sínum tíma einn sterkasti sundmaður lands- ins,“ sagði Stefán. Verðlaunaafhendingar fara fram á Lækjartorgi kl. 17.30 á laugardag, sunnudag og mánudag því yið telj- um að hátíðin fái sem mesta at- hygli með þannig sniði,“ sagði Stef- án. Stefán sagðist ekki vilja segja hvað kostaði að halda svona um- fangsmikla hátíð en kostnaður veltur þó á einhverj um millj ónum. Stefán sagði að ýmsar stofnanir og fyrirtæki styddu hátíðina dyggi- lega. í því sambandi mætti nefna Vífilfell, Odda, íslandsbanka og nefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytisins. Ókeypis er inn á flestar uppákomur hátíðarinnar og ætti það ekki að aftra almenningi frá að fjölmenna á þessa glæsilegu há- tíð. Flestir keppendanna gista í skólum í nágrenni við Laugardal- inn, í Laugarlækjarskóla, Laugar- nesskóla og Álftamýraskóla svo og á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Keppt í ruðningi í fyrsta skipti Meðal íþróttagreina sem keppt verður í á hátíðinni er ruðningur eða amerískur fótbolti. Þetta er ný íþróttagrein á íslandi og veröur háð keppni í henni í fyrsta skipti. Þrjúr félög munu keppa á móti en þau eru Breiðablik, Stjarnan og Fjölnir. Leikirnir fara fram á Valbjarnar- vellinum í Laugardal. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.