Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. 23 Iþróttir • Rúna Einarsdóttir og Dimma, íslandsmeistarar i tölti, verða meðal keppenda í töltkeppninni á Vindheima- melum. DV-mynd E.J. Alþjóðleg íþrótta- keppni á landsmótinu Hestaíþróttasamband íslands mun sjá um alþjóölega keppni í ijórgangi og fimmgangi á lands- mótinu á Vindheimamelum ásamt töltkeppni fyrir íslenska knapa. Tuttugu og flmm knapar, sem hafa náö 85 punktum í tölti á fákum sin- um á árunum 1989 og 1990, eru gjaldgengir. Margir helstu tölthestar landsins hafa náð lágmarkinu og má nefna pörin Sævar Haraidsson/Kjarna, Rúnu Einarsdóttur/Dimmu, Þor- vald Kjartansson/Ögra, Unn Krog- hen/Kraka, Trausta Þór Guð- mundsson/Muna, Einar Öder Magnússon/Atgeir, Halldór Vic- torsson/Heröi, Sigurbjörn Báröar- son/Biskupi, Örn Karlsson/Golu og Gunnar Arnarson/Bessa. Margir tölthestanna veröa einnig sýndir sem gæðingar á landsmótinu. Landsmeistarar á lánshestum - Alþjóðleg keppni í fjórgangi og fimmgangi fer einnig fram. Þar keppa landsmeistarar frá 13 lönd- um á lánshestum. Belgar eru eina þjóöin sem ekki sendir keppendur. Knaparnir fá hestana tveimur dögum fyrir keppni og hafa því tíma tO aö ná tökum á verkefninu. Frá Þýskalandi koma Walter Feldmann jr. og Sandra Schutz- bach, frá Noregi Unn Kroghen og Bendt Rune Skulevold, frá Frakk- landi Otto Hilzenauer, frá Dan- mörku Ellen Tamdrup og Höskuld- ur Þráinsson, frá Kanada Susan Hodgson og Robyn Hood, frá Aust- urríki bræðurnir Johannes og Piet Hoyos, frá Swiss Hans Pfaffen og Marianne Tschappu, frá Bretlandi Susan Taylor og Clive Phillips, frá Bandaríkjunum Elisabet Haug og Ann Passante, frá Svíþjóð Ulf Lind- gren og Helene Nilsson, frá Finn- landi Nicola Bergmann og Ver- onica Limnell, frá Hollandi Maaike Burggrafer og Marjolein Strikkers og frá íslandi Sigurbjöm Bárðar- son og Guöni Jónsson. íslenskir knapar á Norðurlandamótið Stjórn HÍS hefur hug á aö senda sveit vaskra knapa á Norðurlanda- mótið í hestaíþróttum sem veröur haldið í Wilhelmsburg í Danmörku dagana 2. til 5. ágúst næstkomandi. Umsækjendur geta haft samband viö einhvern stjórnarmannanna: Pétur Jökul Hákonarson, Hákon' Bjamason, Lisbeth Sæmundsson, Hrafnkel Guðnason og Þorsteinn Hólm Stefánsson. Ekki liggur ljóst fyrir hve margir knapar verða sendir en tuttugu mega fara. Eins geta íslenskir knapar, sem hafa náð góðum ár- angri á mótum í útlöndum, keppt fyrir íslands hönd. Ef margir knap- ar sækja um að fara verður skipað- ur einvaldur til að velja úr hæfa knapa. Skagfirðingar tilbúnir með Vindheimamelana Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skaga- firði frá þriðjudeginum 2. júh til sunnudagsins 8. júlí næstkomandi. Þrettán hestamannafélög á Norð- urlandi sjá um framkvæmdir á mótsstað og hafa heldur betur tekið til hendinni undanfarnar vikur og mánuði. Sérstök framkvæmda- stjóm sér um framkvæmdir á mótsstað, en hana skipa: Sveinn Guðmundsson, Friðrik Guðmunds- son og Gísli Halldórsson frá Sauð- árkróki, Sigurður Ingimarsson á Flugumýri og Páll Dagbjartsson á Laugum. Búist er við 750 keppnishrossum, 3.000 ferðahrossum og 15.000 móts- gestum þannig að aðstæður þurfa að vera góðar til að hýsa allan þennan íjölda manna og hrossa. Landsmót hafa áður veriö haldin árin 1974 og 1982 á Vindheimamel- um og því em Skagfirðingar vanir að halda stórmót. Tveir 300 metra keppnishring- vellir eru á Vindheimamelum svo og sýningarsvæði fyrir kynbóta- hross. Þetta sýningarsvæði er ný- hannað og eru áhorfendabrekkur frá náttúrunnar hendi. Áhugi fyrir hrossarækt er mikill í dag og um- ræður meðal manna um dóma á kynbótahrossum og því ljóst að þessar áhorfendabrekkur verða vel mannaðar. Sjónvarp, útvarp og tölvur Unnið hefur verið að því að stækka veitingasahnn á Vind- heimamelum og búist við að hann muni rúma 450 manns í einu. Á svæðinu verður stórt verslunar- tjald með banka og ýmsum versl- unum. Kaupfélag Skagfirðinga verður með nýlenduvöruverslun þannig að mótsgestir geta keypt sér í matinn jafnóðum og eldað sjáifir. Einnig verður rekið sérstakt svæö- isútvarp með upplýsingum fyrir mótsgesti og sennilega verður sjón- varpsskjár fyrir þá sem vilja fylgj- ast með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Þá má einnig nefna barnagæslu og skemmtanahald svo sem dansleiki og kvöldvöku. Sett verður upp tölvu- og fjölritun- arstofa sem sér um að upplýsinga- streymi sé jafnt og þétt. Óll úrslit mótsins og dómar verða unnin í tölvu og gefin út í sérstöku frétta- bréfi á hverjum degi meðan á mótinu stendur. Hreinlætismálum hefur og verið sinnt og vatnssalernum fjölg- að. Björgunarsveitir og lögregla munu sjá um öryggisgæslu á mótinu en emifremur verða til aðstoðar læknar, hjúkrunarfólk og dýra- læknar. Kynbótahrossin vekja mesta at- hyglina Keppt verður i fjórum gæðinga- flokkum: A og B flokki og bama og unglingaflokki. Þátttökurétt eiga 90 gæðingar frá 48 hestamannafélög- um. Sem fyrr munu dómar og sýningar á kynbótahrossum vekja mesta at- hygli. Framfarir í ræktuninni hafa verið miklar undanfarin ár og flest topphrossana munu mæta. Uppgjör nokkurra stóðhesta mun vekja at- hygli svo sem milli þeirra Gassa frá Vorsabæ og Oturs frá Sauðárkróki í flokki sex vetra stóðhesta og eldri og Pilts frá Sperði og Topps frá Ey- jólfsstöðum í flokki fimm vetra stóð- hesta. Einnig verða þar stóðhestar sem eiga eftir að koma á óvart með getu sinni og skjótast ef til vill á toppinn. Ekki má gleyma topphryssumun, en kliðmjúkur tölthrynjandi þeirra á eftir að hrífa marga þeirra 3.000 útlendinga sem búist er við á lands- mótiö. Þá verða nokkur ræktunarbú með sýningu á úrvalsgripum. 2. HM- leikvika -16. júní 1990 Röðin : X2X-1X2-X11 -222-X HVER VANN ? 32.653.701- kr. 13 réttir: 2 raöir komu fram og fær hver: 14.018.701 kr. 12 réttir: 3 raöir komu fram og fær hver: 769.471. kr. 11 réttir: 79 raöir komu fram og fær hver: 29.220 kr. miire Wm&g Aðeins það besta Hoffell hœfir þeim bestu rKrstr* -SMLr- KRAFT VERKF/íRI ^ - ÞESSI STERKU B0RVÉLAR ALHLIÐA HÖGGBORVÉL með elglnlelka lofthðggvéla Gerö - 6850EMH 500 vatta mótor 13 mm patróna einstaklega létt aö bora í stein allt aö þreföld ending á steinborum stiglaus hraðarofi frá 0-1500 snVmín. höggtíöni frá 0 - 5000 högg/mín. báöar snúningsáttir HÖGGBORVÉL Gerö - 6434H 520 vatta mótor 13 mm patróna stillanlegur, stiglaus hraðarofi frá 0 - 2900 sn./mín höggtíöni frá 0 - 49000 högg/mín. báöar snúningsáttir fæst einnig í tösku EIGUM AVALLT FJOLBREYTT URVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA ÞAÐ B0RGAR SIG AD N0TA ÞAD BESTA Þekk/ng Reynsla Þjónusta t FALKINN SUÐURLANDSBRALTT 8 SÍMI 84670 v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.