Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990.
19
HM-ævintýri Kamerún heldur áfram:
Sá gamli
saltaði
Kólumbíu
- Roger Milla skoraði bæði mörkin
Roger Milla, hinn 38 ára gamli Kamerúnbúi sem leikur meö áhugamanna-
hði á Indlandshafseynni Reunion, er svo sannarlega búinn að rita nafn sitt
með óafmáanlegu letri á spjöld knattspymusögunnar. í annað skiptið í þess-
ari heimsmeistarakeppni lék hann þann leik að koma inn á sem varamaður
og skora bæði mörkin í 2-1 sigri Kamerún - nú gegn Kólumbíu í 16 liða
úrshtum keppninnar í Napóh á iaugardaginn. Afrek hans þýðir að Kamerún
er fyrsta Afríkuþjóðin í sögu HM til að komast í 8 hða úrsht og mætir þar
Englandi eða Belgíu um næstu helgi.
Miha, sem gæti verið pabbi
sumra leikmannanna i keppninni,
skoraði mörk sín með þriggja mín-
útna milhbih í upphafl síðari hálf-
leiks framlengingar og það breytti
engu þó Bernardo Redin, öðrum .
varamanni, tækist að minnka mun-
inn fyrir Kólumbíu.
Eins og frægt er orðið lét Milla til
leiðast að fara með liði Kamerún í
keppnina vegna fjölda áskorana en
hann hætti að leika atvinnuknatt-
spyrnu í Frakklandi fyrir rúmu ári.
„Ég átti ekki von á því að slá í gegn
en kannski bjóst fólkið heima við
því. Ég reyndi að koma mér í sem
best form til að geta orðið að hði ef
þörf yrði á því. Þessi sigur okkar er
gífurlega mikilvægur fyrir afríska
knattspyrnu í heild."
Ánægður með
mitt hlutverk
Milla hefur enn ekki verið í byrjun-
arliði Kamerún en er samt einn af
markahæstu mönnum HM. „Ég er
ánægður með hlutverk mitt sem
varamaður, þetta hefði ekki verið
eins gaman ef ég hefði komið við
sögu fyrr í leiknum," segir Miíla, sem
kom inn á þegar tíu mínútur voru
hðnar af síðari hálfleik. Hann segist
nú reiðubúinn til að gerast atvinnu-
maður á ný í eitt til tvö ár, í Banda-
ríkjunum, Frakklandi, eða jafnvel á
Ítalíu, og myndi hka hafa áhuga á
að taka við landsliði Kamerún ef til
hans yrði leitað.
Hannfyllir
liðið sjálfstrausti
„Þegar hann kemur inn á fylhst allt
hðið sjálfstrausti og sigurvissu,“
sagði Valeri Nepomniachi, þjálfari
Kamerún. Hann vildi sem minnst
ræða áframhaldið í keppninni en
sagði: „Við búum okkur sérstaklega
undir hvern leik fyrir sig og ef liðiö
leikur áfram svona getum við komist
enn lengra. Þessi árangur er ekki
mér að þakka, lið Kamerún var alltaf
sterkt og vel undirbúið fyrir keppn-
ina.“
• Nítján stuöningsmenn enska
landshðsins voru handteknir í Bo-
logna á ítahu í gær fyrir að ráðast
á tvo Túnisbúa þar í borg. Lög-
Fjórir í bann
Sigurinn var Kamerún dýrkeyptur
að því leyti að íjórir leikmenn fengu
sitt annað gula spjald í keppninni og
verða því í leikbanni í 8-liða úrslitun-
um. Það eru þeir Andre Kana Biyik,
Jules Onana, Emhe M’Bouh og Vic-
tor N’Dip en Biyik var áður búinn
að taka út eins leiks bann vegna
brottreksturs í leiknum við Argent-
ínu.
Breyti ekki stíl
mínum, segir Higuita
Það voru mistök hins htríka mark-
varöar Kólumbíu, Rene Higuita, sem
tryggðu Kamerún sigurinn. Hann
ætlaði að leika á Roger Milla fyrir
utan vítateig Kólumbíu en Milla náði
af honum boltanum og skoraði síðara
mark sitt. Higuita bar sig þó vel eftir
leikinn.
„Ég gerði mistök og bað félaga
mína afsökunar eftir leikinn en eng-
inn áfelldist mig. Þetta er minn stíh
og ég breyti honum ekki. Ég hef aldr-
ei áður fengið svona mark á mig og
það var mikið ólán að það þurfti endi-
lega að gerast í fyrsta skipti í þessum
leik. En það hlaut að koma að því
og þetta er mér góð reynsla fyrir
framtíðina," sagði hinn 23 ára gamh
markvörður sem án efa var einn vin-
sælasti leikmaður keppninnar.
Töpuðum ekki vegna
mistaka Higuita
Francisco Maturana, þjálfari Kól-
umbíu, ásakaði ekki Higuita um tap-
ið. „Við töpuðum ekki vegna mistaka
eins manns heldur vegna mistaka
sem allt hðið gerði. Við nýttum ekki
marktækifæri í fyrri hálfleik og Ka-
merún náði smám saman tökum á
leiknum. Higuita hefur alltaf leikið
eins og við höfum viljað og það er
mannlegt að gera mistök. Hann lærir
af þeim en hann er aðeins 23 ára og
á vonandi eftir að leika oft í úrslitum
í heimsmeistarakeppni,” sagði Mat-
urana. -VS
regluyfirvöld borgarinnar segja að
þau muni krefjast þess að hópurinn
verði sendur heim. Á laugardag var
einn annar Englendingur hand-
tekinn í Bologna og þegar rekinn
uppí næstu flugvél til London. Þar
með hafa 54 Englendingar verið
handteknir á Ítalíu frá því að
heimsmeistarakeppnin hófst og
flestir hinna hafa verið sendir til
síns heima.
Bryan Robson
farinn heim
• Það eru fleiri enskir farnir heim
því að Bryan Robson, fyrirliði
enska landsliðsins, yfirgaf Ítalíu í
gær. Hann þarf að fara til sérfræð-
ings vegna slæmra ökklameiðsla
og það er nánast öruggt að hann
leikur ekki meira í keppninni. Þar
með er talið líklegt að ferh hans
íþróttir
• Roger Milla veifar til stuóningsmanna Kamerún eftir leikinn við Kólumbiu á laugardaginn. Á litlu myndinni
sést hvar hann er búinn að hirða boltann af Rene Higuita, markverði Kólumbiu, og stefnir á autt markið.
Simamyndir/Reuter
Heimsmeistarakeppnin: 1ty8 liðaúrslit $ . í
Argentína | 30.6. I Flórens I Spánn-Júgóslavía \
írland- Rúmenía 30.6. Róm 1.7. Mílanó 1.7. Napólí | Italía-Uruguay
Tékkóslóvakía V-Þýskaland
Kamerún England- Belgía
Undanúrslit
Argent.-Spánn-Júgósl. 3.7. Napólí 4.7. Tórínó 0 I írl.-Rúm. -Ítalía-Urugay.
Tékkóslóslóv. - V-Þýskal. Kamer,- Engl. - Belgía
VERÐLAUNAPENINGAR
stærö 42 mm.
með landsliðinu sé lokið en Robson
er orðinn 33 ára gamah. Steve Mac-
Mahon tekur væntanlega stöðu
fyrirhðans í byijunarliðinu, en fyr-
irhðabandið fellur annaðhvort Pet-
er Shhton eða Terry Butcher í
skaut. Þá er ljóst að varnarmaður-
inn Des Walker getur leikið með
gegn Belgíu annaö kvöld en óttast
var að hann hefði brákast á fæti í
leiknum við Egyptaland. Þess má
geta að Belgíumenn hafa aðeins
unnið Englendinga einu sinni í 17.
viðureign þjóðanna og það var fyr-
ir 55 árum!
Annað dauðaslys
• Annað dauðsfalhð tengt heims-
meistarakeppninni átti sér staö á
laugardaginn. Þá lést 17 ára piltur
í bænum Bolzano af völdum
meiðsla eftir að hafa fahið af þaki
bifreiðar þegar bæjarbúar fógnuðu
sigri ítala á Tékkum á þriðjudags-
kvöldið.
Egyptum fagnað
• Það er sjaldan tilhlökkunarefni
fyrir lið sem faha snemma út í
heimsmeistarakeppni að koma til
síns heima. En leikmenn egypska
landshðsins gátu þó brosað þegar
þeir stigu út úr flugvéhnni í Kairó
á laugardagskvöldið. Þúsundir
Egypta biðu þar til að taka á móti
hetjunum sínum og þökkuðu þeim
fyrir frábæra frammistöðu í keppn-
inni á Ítalíu. Egyptar gerðu jafn-
tefh við íra og Hohendinga en töp-
uðu naumlega fyrir Englendingum
og sárahtlu munaði að þeim tækist
að tryggja sér sæti í 16 hða úrshtun-
um.
Verð 220 kr. stk.
með áletrun
Einnig mikið úrval af bikurum
og öðrum verðlaunagripum.
Pantið tímanlega.
GULLSMIÐIR
Sigtryggur & Pétur.
Brekkugötu 5 - Akureyri.
Sími: 96-23524.