Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Blaðsíða 8
24 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. Iþróttir • Magnús Már ólafsson ásamt V-Þjóðverjanum Richard Manno en þeir háðu hörkukeppni i 100 m skriðsundi. jpr DV-mynd ! Islendingar unnu þrenn gull- verðlaun - á alþjóölegu sundmóti Ægis í Laugardal 3. deild: Þróttar- sigurá Dalvík Þróttur úr Reykjavík hélt áfram sigurgöngu sinni í 3. deildinni í knattspyrnu á föstudagskvöldiö meö þvi aö sigra Dalvíkinga nyröra, 1-3. Óskar Óskarsson skoraði tvö marka Þróttar og Sig- urður Hallvarðsson eitt en Guö- jón Antoníusson svaraöi fyrir Dalvík, jafnaði þá, 1-1. • Þróttur úr Neskaupstaö vann góðan sigur á ÍK í Kópa- vogi, 2-3. Þráinn Haraldsson, Ól- afur Viggósson og Kristján Svav- arsson skoruðu fyrir Þrótt en Höröur Magnússon og Júlíus Þorfmnsson fyrir ÍK sem tapaði heimaleik í fyrsta skipti í tvö ár. • Haukar komust í annaö sæt- ið með 0-2 sigri á TBA á Akur- eyri. Páll Poulsen og Valdimar Sveinbjömsson skoruöu mörkin. • Völsungur og Reynir frá Ár- skógsströnd skildu jöfn á Húsa- vík, l-l. Reynismenn geröu bæði mörkin, Páll Gíslason í rétt mark. • Einherji og BÍ gerðu jafntefli í líflegum leik á Vopnaflröi, 3-3. Jón Oddsson, Stefán Guömunds- son og Gísli Davíösson skoruöu fyrir Einheija en Jóhann Ævars- son 2 og Kristmann Kristmanns- son fyrir ísfirðinga. Staöan í 3. deild er þessi: Þróttur, R.5 5 0 0 19-5 15 Haukar.....5 4 0 1 12-7 12 ÍK...........5 3 0 2 14-8 9 Þróttur, N...5 2 12 10-9 7 Reynir, Á.....5 2 1 2 9-11 7 Dalvík........5 2 1 2 8-10 7 Völsungur.....5 1 2 2 6-7 5 BÍ............5 1 1 3 14-13 4 TBA.........5 1 0 4 2-15 3 Einherji....5 0 2 3 6-15 2 -KH/MJ/VS Alþjóölegu sundmóti Ægis lauk í Laugardalslauginni á laugardag. Mótiö heppnaðist mjög vel og keppni var jöfn og spennandi í flestöllum greinum. íslensku keppendurnir unnu þrjá sigra á mótinu í 22 grein- um. Besta árangurinn af íslenska sundfólkinu átti Helga Sigurðardótt- ir, Vestra, en hún sigraði glæsilega í 100 m skriösundi á 01:01.63 mín. Þá vann Eðvarð Þ. Eðvarðsson, SFS, sigra í 100 m og 200 m baksundi þar sem hann synti á 01:02.32 mín. og 02:15.25 mín. Helstu úrslit í öðrum greinum voru þau að Diana Block frá A-Þýskalandi sigraði í 400 m fjórsundi kvenna og Jens Lippert frá V-Þýskalandi vann 400 m fjórsund karla. í 800 m skrið- sundi kvenna sigraði Anja Jauernig frá V-Þýskalandi. í 1500 m skriðsundi karla vann Richard Manno, V-Þýska- landi, yfirburðasigur. Kirsten Franzolet frá V-Þýskalandi sigraði í 100 m bringusundi kvenna og í karlaflokki sigraði Marcel Haec- kel, A-Þýskalandi. í 200 m bringu- sundi vann Anja Jaurnig, V-Þýska- landi, í kvennaflokki og hjá körlun- um varð landi hennar, Richard Manno, sigurvegari. í 100 m flug- sundi kvenna varð Anja Pillenkamp, V-Þýskalandi, hlutskörpust og hjá körlum sigraði Martin Schulz, V- Þýskalandi. Diana Block vann sigra í 100 m og 200 m baksundi kvenna og einnig í 200 m fjórsundi. í karlaflokki vann Jens Lippert nauman sigur á Richard Manno eftir hörkuspennandi keppni. Elke Anderweit frá V-Þýskalandi sigraði í 200 m flugsundi kvenna og landi hennar, Richard Manno, vann í karlaflokki. A-Þjóðverjinn Marcel Haeckel sigraði í 200 m bringusundi og í 100 m skriðsundi vann Richard Manno sigur eftir hörkuspennandi keppni við Magnús Má Ólafsson, HSK. -RR ÞEIR BESTU NOTA Ji« J*:« Dl ADOR A Roberto Baggio fagnar eftir að hafa skorað hið gullfallega mark sitt gegn Tékkum. Roberto Baggio, dýrasti knattspyrnumaður heims, spilar á Diadora fótboltaskóm. DIADORA, LÍKA FYRIR ÞIG PÓSTSENDUM ® nSTUflD ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver SímÍ 8“42“40 nwMrr'- Meistaraheppnin með Fylkismönnum? Meistaraheppnin er greinilega komin á band Fylkismanna því að þeir sluppu vel með sinn fimmta sig- ur í röö, 1-2, gegn Selfossi í 2. deild- inni á föstudag. Markvörður þeirra, Páll Guðmundsson, tryggði þeim öll stigin með því að verja vítaspyrnu frá Salih Porca seint í leiknum. Gunnar Þór Pétursson skoraði glæsimark af löngu færi fyrir Fylki í fyrri hálfleik en snemma í þeim síð- ari jafnaði Guðjón Þorvarðarson fyr- ir Selfoss. Sigurmark Árbæinga kom örfáum mínútum síðar og þaö gerði Kristinn Tómasson. • Breiðablik hélt einnig áfram sig- urgöngu sinni, vann Keflavíkinga, 0-1. Markahæsti leikmaöur deildar- innar, Grétar Steindórsson, skoraði mark Kópavogsliðsins strax á 13. mínútu. Keflavík fékk gullið færi til að jafna en Eiríkur Þorvarðarson, markvöröur Blika, varði vítaspyrnu frá Óla Þór Magnússyni. • Nýliðar Grindvíkinga unnu sinn fyrsta leik og komu sér af botninum með því að leggja Leiftur, 1-2, á Ól- afsfirði. Ómar Torfason kom Leiftri yfir í byrjun síðari hálfleiks en Olaf- ur Ingólfsson og Þórarinn Ólafsson svöruðu fljótlega fyrir Grindavík. • Nýliðar KS unnu líka, þeir sigr- uðu erkióvinina í Tindastóli, 2-0. Fyrirliði Siglfirðinga, Hafþór Kol- beinsson, skoraði bæöi mörkin, en Tindastóll sótti mun meira í leiknum. • Víðismenn réttu sinn hlut á ný með því að vinna ÍR á Valbjarnar- velli, 2-3. Grétar Einarsson geröi tvö marka Víðis og Hlynur Jóhannsson eitt en Njáll Eiðsson, þjálfari ÍR, gerði bæði mörk Breiðhyltinga. Staðan í 2. deild er þessi: Fylkir 5 5 0 0 15-4 15 UBK 5 4 1 0 11-3 13 Víðir 5 3 1 1 7-7 10 Tindastóll 5 2 1 2 5-5 7 Keflavík 5 2 0 3 4-5 6 KS 5 2 0 3 6-9 6 Selfoss 5 1 1 3 7-8 4 Grindavík 5 1 1 3 6-8 4 Leiftur 5 1 1 3 4-9 4 ÍR 5 1 0 4 6-13 3 -SH/ÆMK/KB/ÞÁ/VS 1. deild kvenna: KA tapaði í tvígang Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna um helgina. KA kom suöur og lék gegn ÍA og Breiðabliki. Fyrri leikurinn fór fram á Akra- nesi á laugardaginn þar sem KA tap- aöi fyrir IÁ, 3-0. Skagastúlkur sóttu allan leikinn og heföi sigurinn hæg- lega getað orðið stær'ri. Mörk ÍA skoruðu þær Anna Lilja Valsdóttir, Friðgerður Jóhannsdóttir og Elín Davíðsdóttir. Síðari leikurinn for fram í Kópa- vogi á sunnudag og sigruðu Blika- stúlkur, 2-0. Sá leikur var svipaður hinum fyrri þar sem Blikarnir voru í aöalhlutverki. Fyrra mark Breiða- bliks skoraði Sigríður Lilja Sigurðar- dóttir með góðu vinstri fótar skoti. Síðara markið skoraði Vanda Sigur- geirsdóttir úr víti þegar 6 mínútur voru eftir. -ih 4. deild A-riðill • Ármann - Snæfell, 2-3. Rafn Rafnsson gerði 2 mörk fyrir Snæ- fell og. Kristinn Guðmundsson 1. Fyrir Ármann Ölafur Jósefsson og Amar Halldórsson. • Reynir-Fjölnir, 3-0. Þórður Þorkelsson gerði 2 mörk og Jónas Jónasson 1. • Á Seltjarnamesi gerðu Grótta og Njarðvík markalaust jafntefli SnæfeU.......5 4 0 l 13-6 12 Njarðvík.....5 3 11 10-4 10 Grótta.......4 3 1 0 7-1 10 Reynir.S.....5 3 0 2 12-7 9 Ernir........5 1 0 4 4-11 3 Ármann.......5 1 0 4 3-9 3 Fjölnir......5 1 0 4 1-12 3 B-riðill • Ægir sígraði Víking frá Ólafs- vfk, 2-0, í toppleik riðilsins. Steinn Skúlason skoraði bæði mörkin. • Vfkveiji -Haftrir, 5-1. Sigurð- ur Björnsson og Níels Guðmunds- son gerðu 2 mörk hvor og Finnur Thorlacius 1. Mark Hafna gerði Guðmundur F. Jónasson. • Aftureldíng - Augnablik, 3-3. Hilmar Hákonarson skoraði 2 fyrir heimamenn og Friðsteinn Stefáns- son 1 en fyrir Augnablik Sigurður Halldórsson 2 og Ragnar Rögn- valdsson. Ægir..........5 4 1 0 10-5 13 Víkingur, Ó....6 3 1 2 14-8 10 Víkverji......5 3 0 2 13-9 9 Hafnir........5 2 12 11-11 7 Afture]ding....5 1 2 2 7-7 5 Augnablik....5 11 3 12-15 4 TBR...........5 1 0 4 2-14 3 C-riðiU. • Skaltagrímur - Árvakur, 5-1. Jón Þór Þórisson gerði þrennu og Snæbjörn Óttarsson og Bjarki Jó- hannesson eitt hvor.. Vilhelm Fredriksen gerði mark Árvakurs. • Leiknir - Léttir, 8-1. Ragnar Baldursson geröi þrennu, Jóhann Viðarsson tvö mörk og þeir Yngvi Gunnarsson, Þórður Ragnarsson og Atli I>orvaldsson eitt mark hver. Magnús Halldórsson gerði mark Léttis. • Stokkseyri - Hveragerði, 1-1. Halldór Viðarsson skoraði fyrir heimamenn en Kristján Theodórs- son fyrir Hveragerði. SkaUagr.......5 5 0 0 20-7 15 Arvakur......6 4 11 21-9 13 Leiknir.R.....5 3 1 1 20-7 10 Hveragerði 5 113 7-10 4 Léttir........5 1 1 3 7-20 4 HK............5 1 0 4 10-14 3 Stokkseyri....5 0 2 3 6-24 2 D-riðill • Kormákur-Geislinn, 10-0. Albert Jónsson skoraði 5, Hörður Guðbjörnsson 3, Bjarki Gunnars- son og Jón Magnússon eitt hvor. « Neisti - Þrymur, 2-0. Magnús Jóhannesson og Oddur Jónsson skoruðu mörkin. Kormákur....2 2 0 0 13-1 6 Neisti.H....3 2 0 1 11-3 6 Hvöt........2 2 0 0 6-3 6 Þrymur......3’ 0 0 3 3-8 0 Geislinn.....2 0 0 2 0-18 0 E-riðiU: • UMSE b-SM, 1-1. UMSE b nýtti ekkí tvær vítaspyrnur. Bald- vin Hallgrimsson skoraði fyrir UMSE b en Jón Forberg fyrir SM. • Austri R. - Magni, 0-4. Kristj- án Kristjánsson gerði tvö mörk, Bjarni Askelsson og Heimir Ás- geirsson eitt hvor. • Narfi-HSÞb, 0-8. Viöar Sig- uijónsson skoraði 3 mörk, Skúli Hallgrímsson 2, Ari Hallgrímsson, Jónas Hallgrímsson og Hallgrímur Sigurjónsson eitt hver. HSÞb..........4 3 1 0 16-3 10 UMSEb.........4 2 1 115-4 7 Magni.........3 2 1 0 10-4 7 SM............4 112 4-7 4 AusiriR.......4 1 0 3 5-13 3 Narfi.........3 0 0 3 2-21 0 F-riðill: • Stjarnan vann óvæntan sigur á Austra frá Eskifiröi, 3-2. Agúst Bogason gerði 2 mörk og Jónas Ragnarsson eitt en Bjarni Kristj- ánsson og Sigurður Magnússon skoruðu fyrir Austra. • Sindri vann Hött í toppslag á Egilsstöðum, 0-2. Þrándur Sig- urðsson gerði bæði mörkin. • Valur - KSH. l 4. Vilberg .Jón- asson .2, Jónas Ólafsson og Rik- harður Garöarsson fyrir KSH en Sigurjón Rúr.arsson fyrir Val. • Huginn malaði Neista írá Djúpavogi, 10-0. Sveinbjörn Jó- hannsson skoraöi 6 mörk iyrir Hugin og þeir Jóhann Stefánsson, Bjöm Skúlason, Kristján Jónsson og Hilmar Sigurðsson eitt hver. Sindri.........4 4 0 0 16-5 12 Huginn.........4 3 1 0 19-1 10 Höttur.........5 3 0 2 23-5 9 KSH............4 3 0 1 12-7 9 Valur.Rf.......5 2 0 3 19-12 6 Leiknir, F.....4 2 0 2 11-10 6 Austri.E.....5 113 7-8 4 Stjarnan, B....4 1 0 3 3-36 3 Neisti, D......5 0 0 5 3-29 0 -ÆMK/SH/ÞÁ/KH/MJ/RR/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.