Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1990.
Utlönd
í Alhaníu má nú merkja aukna andstöðu við harðlinustefnu stjórnvalda.
Simamynd Reuter
Albönsk yfírvöld:
Lofa andófsmönnum
vegabréfsáritun
Flestir þeirra tvö hundruö Al-
bana, sem leitaö hafa hælis í sendi-
ráðum erlendra ríkja í Tirana, höf-
uðborg Albaníu, hafa neitaö að
yfirgefa þau þrátt fyrir loforð
stjórnvalda um að þeim sé frjálst
að fara. Tugir Albana viku sér und-
an kúlum hermanna í gær og leit-
uðu á náðir erlendra sendiráða.
Sumir klifu yfir veggi sendiráð-
anna í Tirana og komust þannig
inn á lóðir þeirra. Talið er að til
átaka hafi komið og særðust
nokkrir.
Ungverski utanríkisráðherrann,
Janos Herman, sagði í gær að alb-
önsk yfirvöld hefðu lofað öllum
þeim sem leitað hafa hæhs í sendi-
ráðum möguleikanum á að sækja
um vegabréfsáritun. „Þeir fjórir,
sem eru í ungverska sendiráðinu,
hafa ekki þegið þetta boð,“ sagði
hann. „Þeir vilja frekari trygging-
ar. Ég tel að lausn sé að finna á
þessu máli.“ Herman sagði að ein-
hverjir hefðu farið úr öðrum sendi-
ráðum til að sækja um vegabréfsá-
ritun. Talsmaður vestur-þýska
sendiráðsins kvaðst í gær ekki geta
staðfest að þeir sem þar hefðu leit-
að hælis hefðu einnig fengið slíkt
boð.
Sumir vestrænir stjónarerind-
rekar segja aö Albania, síðasta vigi
harðlínukommúnismans í Austur-
Evrópu, hyggist láta tíu þúsund í
té vegabréfsáritun til að draga úr
vaxandi óróa í landinu. Aðrir segja
að óróinn nú muni auka enn á
klofninginn innan forystu al-
banska kommúnistaflokksins.
Reuter
Gorbatsjov Sovétforseti:
Viss um stuðning
við perestrojku
- þingi sovéska kommúnistaílokksins haldið áfram
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna og leiðtogi sovéska komm-
únistaflokksins, er fullviss um að
hann hafi nægan stuðning innan
flokksins til að halda umbótaherferð
sinni á réttum kih. Forsetinn reyndi
í gær að draga úr greinilegum klofn-
ingi innan forystu flokksins á þingi
hans sem nú stendur yflr og sagði
að enginn hefði dregið í efa pólitískan
feril perestrojku eða umbótastefn-
unnar. En hann lét jafnframt að því
liggja að hann myndi segja af sér ef
umbætur hans hefðu ekki borið ár-
angur innan tveggja ára. „Eg held
að ef engar breytingar hafa orðið eft-
ir tvö ár víki forystan," sagði forset-
inn í gær á 28. þingi sovéska komm-
únistaflokksins. Með þessum orðum
var forsetinn eingöngu að vísa til
embættis síns sem leiðtogi flokksins,
ekki sem forseti sem er mun valda-
meira. Næsta víst er að Gorbatsjov
nái endurkjöri sem leiðtogi flokksins
í kosningum í næstu viku.
Á þinginu í gær sögðu margir leið-
togar flokksins í hinum fimmtán lýð-
veldum landsins að þeir þyrftu aukið
sjálfsforræði og frelsi. Pólitískri
framtíð margra þeirra er nú ógnað
af samtökum þjóðernissinna sem sí-
fellt hafa aukið fylgi sitt. Jefrem So-
kolov, harðlínuleiðtogi flokksins í
Hvíta Rússlandi, sagði að flokkur
sinn myndi nú hefja undirbúning að
eigin reglum og stefnuskrá en það
yrði þá í fyrsta sinn.
Enn var rætt um umbótastefnu for-
setans á flokksþinginu í gær. Leoníd
Abalkin varaforsætisráðherra sagði
að flokkurinn myndi missa völdin
ef hann stæði gegn áætlunum um að
innleiða markaðshagkerfi í Sovét-
ríkjunum. Harðlínumenn héldu
áfram gagnrýni sinni á stefnu so-
véska forsetans og um tíma lá nærri
að Abalkin myndi þurfa að stíga úr
pontu því margir þingfulltrúar
reyndu að drekkja oröum hans í lófa-
taki. Abalkin gekk þó betur í pont-
unni en miðjumanninum Júrí Pro-
kofiev, flokksleiðtoganum í Moskvu,
sem hvað eftir annað varð að gera
hlé á ræðu sinni vegna truflana
harðlínumanna sem hann var að
gagnrýna.
í dagblaðinu Komsomolskaya
Pravda í gær mátti lesa harðorða
gagnrýni frjálslyndra stjórnmála-
manna í Sovétríkjunum á forystu
hersins. Þar var forystan sökuð um
að taka höndum saman með íhalds-
mönnum til að standa í vegi umbóta
innan hersins. í blaðinu hvöttu þeir
til róttækra aðgerða til að koma
hernum undir stjórn þingsins og losa
hann undan áhrifum kommúnista-
flokksins.
Gorbatsjov Sovétforseti ræðir við fulltrúa á 28. þingi sovéska kommúnista-
flokksins sem nú fer fram i Moskvu.
Símamynd Reuter
Reuter
r
ALVORUBILL
Lágmúla 7, siml 91-84477.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, síml 92-50300.
1
EVROPU KOSTAR
OTRULEGA LITIÐ \
Þegar ekið er um hraðbrautir Evrópu er geysilegur munur
að vera á stórum, kraftmiklum og þægilegum bíl.
Þetta vita allir. Það sem kannski ekki allir vita er að hjá Arnarflugi
er ótrúlega lítill verðmunur á Citroen AX og Ford Scorpio. lí
Flug og Ford Scorpio í fimm daga kostar frá kr. 26.600.