Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1990.
íþróttir
• Michel Platini, þjálfari franska
landsliðsins, hefur fylgst grannt
með heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu. Hann segir að
keppni sem slík eigi ekki að fara
fram í júní og júlí þegar heitast
er heldur í september. Platini seg-
ir ennfremur að margir leik-
menn, sem taka þátt í heims-
meistarakeppninni, séu útkeyrð-
ir eftir erfið keppnistímabil
heimafyrir. Frakkar hafa óskað
eftir því að halda heimsmeistara-
keppnina árið 1998 og verður
fróðlegt að fylgjast með því hvort
tillögur Platinis ná fram að ganga
fari svo að Frakkar haldi keppn-
ina.
Sautján óhappatala ítala
• Það má segja að talan 17 sé
óhappatala ítalska landshðsins. í
leiknum gegn Argentínu lék ít-
alska Uðið sinn 17. leik á San
Paolo-leikvanginum í Napólí.
Mark ítala skoraði Salvatore
Schillachi á 17. mínútu og Dona-
doni, leikmaður ítalska landsliðs-
ins, brenndi af vítaspymu en
hann lék í keppnistreyju númer
17.
Heimili Maradona í
Napólí grýtt
• ítalska þjóðin tók ósigrinum
gegn Argentínu illa. Fólk
streymdi út á götur og margir
gátu ekki leynt tárunum. Diego
Maradona, sem leikur með Uði
NapóU á ítahu, var ekki vinsæl-
asti maðurinn í NapóUborg eftir
leikinn og tóku nokkrir ítalar sig
til og réðust að heimiU Maradona
og hentu steinum og gijóthnull-
ungum að húsinu til að láta von-
brigði sín í ljós. Engar teljandi
skemmdir munu þó hafa hafa
hlotist af steinakastinu.
Gerðum mörg mistök,
segir Bergomi
• Giuseppe Bergomi, fyrirliði ít-
alska landsUðsins, eyddi allri
nóttinni eftir leik ítala og Argent-
ínu í að horfa á leikinn á mynd-
bandi. Bergomi horfði á leikinn í
þrígang og sagði að ítalska liðið
hefði gert fleiri mistök í þessum
eina leik en í hinum fimm leikj-
unum á undan en bætti því við
aö leikurinn hefði verið góð
skemmtun fyrir áhorfendur. Við
erum í sárum eftir leikinn en við
ætlum okkur þriðja sætið í
keppninni, sagði Bergomi.
Lítið um dóp
• Stöðugt eftirlit með lyijaneyslu
leikmanna á HM hefur verið í
gangi og tveir menn úr hvoru Uði
jafnan teknir í lyfjapróf að hverj-
um leik loknum. A þeim tíma sem
lyfjapróf hafa verið framkvæmd
í tengslum við HM hafa aðeins
tveir leikmenn verið gómaðir,
Skotinn Willie Johnstone árið
1978 í Argentínu og Emst Jean
Joseph frá Haiti í V-Þýskalandi
áriö 1974.
„Gíraffinn“ með glens
• Jackie Charlton, þjálfari íra,
er aUtaf samur við sig. Hann er
jafnan kátur í samræðum við
blaðamenn og lætur allt flakka.
Fyrir skömmu sagði hann að
hann ætlaði sér ekki að deyja við
knattspymuvölUnn. Charlton,
sem er mikUl stangaveiðimaður,
sagði að sinn heitasti draumur
væri að fá svo stóran fisk á færið
í Tweed-ánni að hann færi á bóla-
kaf í ána og það yrði sinn bani.
„í fyrsta sinn
í vítakeppni“
- sagði Bodo Hlgner sem nú er þióðhetja í Þýskalandi
Vestur-Þjóðverjar tryggðu sér í
gærkvöldi sæti í úrsUtaleik heims-
meistarakeppninnar þegar þeir sigr-
uðu Englendinga í undanúrslitunum
í Torino. Leikurinn var framlengdur
eftir að staðan hafði verið 1-1 eftir
venjulegan leiktíma og þá varð að
grípa enn einu sinni tíl vítaspyrnu-
keppni og þar reyndust Þjóðveijar
sterkari. Þeir skoruðu úr fiórum
vítaspymum en Bodo Illgner, mark-
vörður þeirra, varði vítaspyrnu frá
Stuart Pearce og síðan skaut Chris
Waddle yfir mark Þjóðveija. Eng-
lendingar byijuðu betur í leiknum
en Þjóðverjar náðu síðan smám sam-
an tökum á leiknum og náðu að skora
á 60 mínútu og var þar Andreas
Brehme að verki. Gary Lineker jafn-
aði metin fyrir Englendinga þegar 12
mínútur voru eftir og var þetta fiórða
mark hans í keppninni.
í fyrsta skipti
í vítakeppni
„Þetta var mikil upplifun," sagði
hinn 23 ára gali Bodo Illgner, sem
nú er þjóðhetja í Þýskalandi.
„Félagar mínir tóku vítin af miklu
öryggi en ég tileinka markvörsluna
vini mínum Pierre Littbarski sem því
miður gat ekki leikið með vegna
meiðsla. Þeta er fyrsta HM-keppnin
og í fyrsta skipti sem ég lendi í víta-
keppni. Ég reyndi að vera rólegur og
sem öruggastur þegar ensku leik-
mennirnir stigu fram til að taka vít-
in. Ég var ekkert spenntur því mér
fannst sem ég hefði engu að tapa,“
sagði Illgner sem fyrir stuttu átti á
hættu að missa landsliðsæti sitt.
Varði síðast víti
í yngri flokkunum
„Ég held að hann hafi síðast varið
víti einhvern tímann í yngri flokkun-
um,“ sagði félagi Bodo Illgner hjá
Köln, Pierre Littbarski, í gamansöm-
um tón eftir leikinn.
„En í kvöld var hann frábær og
stóð sig eins og sannkölluð hetja,“
sagði Littbarski en hann hefur þjáðst
af meiðslum í öðru hnénu og gat því
ekki leikið með Þjóðverjum í gær-
kvöldi..
Gæti ekki verið
stoltari af liðinu
„Ég er auðvitað mjög svekktur með
tapið en ég held að við höfum spilað
mjög vel í þessum leik. Við höfum
fengið mikla gagnrýni fyrir leik okk-
ar en ég held að enginn geti verið í
vafa um að enska hðið er mjög sterkt.
Við lékum vel í frábærum leik hér í
Torino og við vorum virkilega
óheppnir að tapa fyrir jafnsterku liði
og lið Þjóðveija er,“ sagði Bobby
Robson, landsliðseinvaldur Englend-
inga.
„Ég gæti ekki verið stoltari af leik-
mönnum mínum því þeir gerðu sitt
allra besta. Enginn bjóst við því að
við myndum ná svona langt í keppn-
inni eins og raunin varð,“ sagði Rob-
son ennfremur en þetta var síðasti
leikur hans sem einvaldur enska
landsliðsins. Han mun taka að sér
þjálfun hjá PSV Einhoven í Hollandi
nú í haust. -RR
• Bodo lllgner, markvörður Vestur-Þjóðverja, ver hér vítaspyrnuna frá Stuart Pearce sem tryggði Þjóöverjum
sigur á Englendingum í Torino. Símamynd Reuter
Handknattleikur kvenna:
Halla skoraði 11
mörk gegn Spáni
íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraöi Spánveija í vináttulands-
leik á Spáni í fyrrakvöld, 1ÍU22, en þjóöirnir eigast við aftur áður en fiögurra
landa mót hefst á fóstudag. íslensku stúlkurnar áttu mjög góðan leik, sýndu
allar sínar sterkustu hliöar. Halla M. Helgadóttir úr Víkingi var markahæst
og skoraði 11 mörk.
Áður en íslenska liðið hélt til Spánar sigraði það á alþjóðamóti í Portúgal
og var Kolbrún Jóhannsdóttir kosin besti markvörður mótsins. íslenska
kvennalandsliðið sigraði einnig á sama móti árið 1988. Ljóst má vera af þess-
um árangri liðsins að undanfómu að það er í góöu formi og verður fróðlegt
að fylgjast með gengi þess á mótinu sem hefst á Spáni á fostudag.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðsins hefur ekki tekist að afla frekari
upplýsinga um ferð kvennaliðsins.
-JKS
• Kolbrún Jóhannsdóttir var kjör-
inn besti leikmaðurinn i Portúgal.
• Franz Beckenbauer, þjálfari Þjó<
skipti í úrslitum á HM.
D V fær þá J
Það verða Argenti
heimsmeistarakepp
# leikvanginum í Me:
í stórskemmtilegun
sunnudag. Argentínumenn
í þriðja sinn og þá tvivegií
sem einnig stjórnaði sínu li
ranna frá því í Mexíkó en
HM. DV fékk tvo knattspyi
Albertsson, til að spá um ú
„Argentínumenn
meira sannfærandi“
„Ég verð að segja að mér fannst Þjóð-
veijarnir valda dálitlum vonbrigðum
í leiknum í gærkvöldi. Englendingar
virtust vera að sækja í sig veðrið og
Þjóðverjarnir áttu í gífurlegu basli
með þá. Framlínan var mjög slök hjá
Þjóðverjum og sérstaklega átti Khns-
mann erfitt með að ná sér á strik.
Argentínumenn hafa virkað meira
og meira sannfærandi eftir því sem
hefur liðið á keppnina og í leiknum
gegn ítölum voru þeir mjög sterkir.
Þar unnu þeir sanngjarnan sigur að
mér fannst þó svo að það hafi verið
eftir vítaspyrnukeppni."
Evrópumt
fer frai
- sex íslenskir kylfi]
Evrópúmeistaramót unglinga
18 ára og yngri verður haldið
á Grafarholtsvelh í Reykjavík
dagana 11. th 15 júh næstkom-
andi. Það verða sautján Evrópuþjóðir
sem mæta til leiks og í hverju hði verða
sex keppendur. Liöin munu koma til
landsins 7. og 8. júh og fá að æfa sig á
velhnum fram að keppni.
Mótið fer þannig fram að fyrstu tvo
dagana er keppt í höggleik. Eftir það
verður keppendunum raðað í þrjá riðla
eftir frammistöðu. í fyrsta riðh verða