Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990.
33
Slysavamir
Komum heil heim:
Pabbi stekkur á
eftir stráknum
- átak Slysavamafélagsins
Slysavarnafélag íslands ætlar í sumar að vera
með sérstakt átak til að vekja athygli almennings
á þeirri hættu sem getur fylgt ferðalögum innan-
lands.
Sérstaklega verður þessu beint gegn hættum
sem eru við ár og vötn, við akstur yfir ár, í báts-
ferðum, í óbyggðaferðum, á tjaldstæðum, í sum-
arbústöðum og svo hinni miklu og geigvænlegu
umferð í bæjum sem úti á þjóðvegum.
-sme
Fjölskyldan á ferðalagi. Búið er að tjalda á fallegum árbakka. Strákurinn er að leika sér með bolta og miss-
ir hann út i ána. Hvað er til ráða?
Strákurinn gleymir sér og fer á eftir boltanum. Hann virðist ekki vita hvaða hætta fylgir því að vera við ár og
vötn. Pabbi stekkur á eftir stráknum.
Góðu heilli hefur pabbi náð stráknum á land. Mamma þurrkar honum og pabbi stendur hjá rennblautur.
Þetta hefði getað farið verr. Sýnum því varúð við ár og vötn. Örlitil gætni getur skipt sköpum og skilið á milli
lífs og dauða.
Starfsfólk óskast í afleysingar við ræstingu í 2-3 mánuði. Helst er óskað eftir hjónum. Reglusemi áskilin. Vinsamlega leggið inn nöfn, heimilisfang og síma á auglýsinga- deild DV fyrir föstudagskvöld, merkt „Ræsting H-3063".
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum eignum: Yatnsendablettur 34, þingl. eigandi Óli H. Sveinbjömsson, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 10. júlí ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Reynir Karlsson hdl.
Auðbrekka 1, þingl. eigandi Sigurður Elíasson hf., fer fram á eigninni sjáLfri þriðjudaginn 10. júlí ’90 kl. 13.30. Upp- boðsbeiðendur eru Iðnþróunarsjóður, Bæjarsjóður Kópavogs og Þórður Þórðarson hdl.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
SAMBAND ÍSLENSKRA
SVEITARFÉLAGA
Háaleitisbraut 11, pósthölf 8100, 128 Reykjavík
0 83711, telefax 354-1-687866
Framkvæmdastjóri
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til
umsóknar starf framkvæmdastjóra sambandsins og
samstarfsfyrirtækja þess, Lánasjóðs sveitarfélaga og
Bjargráðasjóðs.
Umsóknir, er greini upplýsingar um menntun og fyrri
störf, sendist formanni, Sigurgeiri Sigurðssyni bæjar-
stjóra, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi, fyrir 26. júlí nk.
Samband íslenskra sveitarfélaga
Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur
Breyting á deiliskipuiagi við
Hverfisgötu 20.
Breytingartillaga á staðfestu deiliskipulagi staðgreini-
reits 1.171.0, sem markast af Hverfisgötu, Smiðju-
stíg, Laugavegi og Traðarkotssundi, er hér með aug-
lýst samkvæmt 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964.
Uppdrættir og greinargerð verða til sýnis frá mánu-
deginum 2. júlí til mánudagsins 13. ágúst 1990 alla
virka daga frá kl. 8.20-16.15 hjá Borgarskipulagi
Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, 105 Reykjavík.
Athugasemdum við breytingartillöguna, ef einhverjar
eru, skal skila skriflega á sama stað eigi seinna en
27. ágúst 1990. Þeir sem eigi gera athugasemdir
innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.
Blómin sjá um sig sjálf
í sumarfríinu!
Einn poki af Water Works kristöllunum dugir í
24 venjulega potta en kristallarnir eru virkir í fimm ár
á plöntunni og jafnvel lengur.
Fást í stærstu blómaverslunum í Reykjavík og
á Akureyri og einnig í póstversluninni Greiða,
s. 91-641299, símboði 984-50099 - fax 641291.