Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
9
Utlönd
Yeltsin vill stytta
frí Gorbatsjovs
Boris Yeltsin, forseti Rússlands,
segir aö Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, veröi aö stytta sumarfrí
sitt til aö leggja síðustu hönd á
áætlanir um markaösbúskap í
landinu.
Engar opinberar yfirlýsingar hafa
þó borist um aö Gorbatsjov sé á leið
heim til Moskvu úr sumarfríi sínu á
Krímskaganum. Þegar hann fór í frí-
ið sagðist hann ekki snúa aftur fyrr
en 1. september.
Yeltsin segir engu aö síður að hann
hafi talað við Gorbatsjov í síma og
þá hafi þeir komist að þeirri niður-
stöðu að frí til mánaðamóta væri of
langt. Yeltsin sagði einnig að Sovét-
leiðtoginn hefði undanfarið verið
nær daglega í símasambandi við
nefndina sem vinnur að áætluninni
um markaðsbúskapinn.
Aðrir á æðstu stöðum í Sovétríkj-
unum virðast ekkert vita um breytt-
ar áætlanir leiðtogans. Talsmaður
Gorbatsjovs sagði að sérfræðingar
væru nú að störfum og verkið gengi
eftir áætlun. Því væri engin sérstök
ástæða fyrir Gorbatsjoy að stytta frí-
ið.
Yeltsin heldur samt áfram að gefa
til kynna að efnahagur landsins sé
að komast á vonarvöl. Á núðvikudag
hætti hann á ferðalagi um Rússland
og gaf þá skýringu aö veruleg vand-
ræði væru komin upp í vinnunni að
áætluninni við markaðsbúskapinn.
Vitað er að Yeltsin leggur mikla
áherslu á að tryggja stöðu Rússlands
Boris Yeltsin hefur lag á að draga að sér athyglina. Nú vill hann kalla
Gorbatsjov heim úr frii. Simamynd Reuler
í hagkerfl Sovétríkjanna í framtíð-
inm. Hann telur að lýðveldin eigi að
hafa mun meiri sjáifstjóm en leið-
togamir í Kreml telja hollt og vill að
hvert þeirra hafi yfirráð yfir lands-
gæðum sínum.
Á þingi Rússlands hefur Yeltins
sagt að rússneska lýðveldiö muiú
koma sér upp sinni eigin efnahagsá-
ætlun ef hugmyndir hans fá ekki
hljómgrunn í Kreml. Nú viU hann
kalla Gorbatsjov til skrafs og ráða-
gerða þótt leiðtoginn sé tregur til.
Reuter
Ríkisstjóm Austur-Þýskalands fallin:
Tími kominn til að hætta skrípaleiknum
- segir Lafontain, formaður vestur-þýskra jafhaðarmanna
Ríkisstjom Austur-Þýskalands er
fallin eftir harða baráttu við að halda
í henni lífi fram yfir sameininguna
við Vestur-Þýskaland. Þetta hefur þó
ekki áhrif á sameiningu Austur- og
Vestur-Þýskalands sem hefur al-
mennan stuðning í báöum löndun-
um.
„Það er engin virk stjóm lengur,"
sagði Wolfgang Thierse, formaður
jafnaðarmanna, eftir að tveir flokks-
menn hans á ráðherrastólum vora
reknir í gær.
Oskar Lafontain, formaöur vest-
ur-þýskra jafnaðarmanna, sagði í
gær aö austur-þýska stjórnin hefði í
raun verið óstarfhæf um nokkurn
tíma. „Það var kominn tími til að
hætta þessum skrípaleik," sagöi La-
fontain.
Formlega hefur stjóminni ekki
verið slitið en fastlega er gert ráð
fyrir að það verði eftir fund jafnaðar-
manna á þriðjudag. Vitaö er að leið-
togar flokksins eru andvígir því að
stija áfram í samsteypustjóminni
með Kristilegum demókrötum og því
er líklegast að allir 88 þingmenn
flokksins á austur-þýska þinginu
hverfi frá stuðningi við hana.
Deilan sem varð stjórninni að falli
stendur um störf fjármálaráðherr-
ans Walter Romberg og landbúnað-
arráðherrans Peters Pollack. Lotar
de Maiziere forsætirárherra segir að
þeir hafi með störfum sínum stefnt
efnahagslífi landsins í voða sem er
að hruni komiö eftir 50 ára stjórn
kommúnista.
Það hefur líka sitt að segja að syst-
urflokkar austur-þýsku stjómar-
flokkanna í Vestur-Þýskalandi
standa ekki saman að stjórn og hafa
undanfarið deilt hart um framgangs-
mátann við sameiningu landanna.
Kosningar verða aö öllum líkindum
í báðum löndunum 2. desember og
kosningabaráttan er hafin í Vestur-
Lotar de Maiziere verður nú að við-
urkenna að ekkert getur bjargað
samsteypustjórn hans.
Símamynd Reuter
Þýskalandi milli jafnaðarmanna og
Kristilegra demókrata. Reuter
Tuttugu og tveir Sovétmenn endurreistir:
Solzhenitsin heff ur
ekkert samþykkt
Rithöfundurinn Alexander þegar henni voru borin þau tíð-
Solzhenitsin hefur ekki sam- indi að Solzhenitsin hefði þegar
þykkt boð sovéskra yfirvalda um saraþykkt að taka við ríkisborg-
að fa á ný borgararéttindi í ararétti á ný.
heimalandi sínu. Gorbatsjov, for- Solzhenitsin er meðal 22 ann-
seti Sovétríkjanna, hefur sagt aö arra landflótta andófsmanna frá
rithöfundurinnhafifallistáþetta Sovétríkjunum sem Gorbatsjov
boð en eiginkona Solzhenitsins sagði að hefðu verið veitt ríkis-
segir að stjómin í Moskvu hafi borgararéttindi eftir að hafa ver-
aldrei haft samband við þau. ið sviptir þeim á árunum frá 1966
„Það hefur enginn talað við til 1988. Meðal þessara manna er
okkur og engin boð gengið á milli skákmeistarinn Victor Kortsnoj.
okkar og stjómarinnar í Solzhenitsin var fluttur nauð-
Moskvu," sagöi Nafalya Solz- ugur frá heimili sínu í Sovétríkj-
henitsin í símaviðtali við Reuters unum áriö 1974 og flogið með
fréttastofuna. Þau hjón búa í Ca- hann til Vestur-Evrópu. Þá var
vendich í Vermont í Bandaríkj- mánuöur frá því aö bókaflokkur
unum. hans um Gulag-eyjaklasann kom
„Þetta er lygi,“ sagði Natalya útáVesturlöndum. R«uter
Notaðir LADA bílar
* - 1
Lada Samara 1500 ’89, 5 d., ek. 7.000. V. 470.000. Lada station Lux ’89, ek. 24.000. V. 410.000.
. % s •♦'illrr *
Lada 1200 ’89, ek. 14.000. V. 300.000. Lada Sport '88, 5 g., ek. 38.000. V. 580.000.
.'<s- 'áí’' - " j&ULmi ;| Aa.sBZMBS: m *...
Lada Samara 1500 ’89, ek. 30.000. V. 400.000. Lada Sport '87, ek. 34.000. V. 420.000.
Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-14
Suðurlandsbraut 14, simi 681200. Bein lina 84060.
Opið laugardaga 10-14
ISú rýmum við fyrir nýjum gerðum
seljum é BOTJSVERÐI
Lykkju-
teppi
ffá kr.
465
rrr
Filt-
teppi
frá kr.
320
Stök teppi
100% ull
30% afsl.
Ath. Einnig
stórar
stærðir,
t.d. 3x4 m
Þykk
lykkju-
teppi
1.195*
Uppúrklippt
og lykkja
frá kr.
1.560m
Qólf-
dúkur
ffá kr.
450