Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 24
32 Fréttir Fyrsti heiðursborgari Neshrepps Stefán Þór Sigurðssan, DV, Hellissandi: Jóhanna Vigfúsdóttir írá Munað- arhóli, Hellissandi, hefur verið valin fyrsti heiðursborgari Neshrepps ut- an Ennis. Enginn sem þekkir til Jó- hönnu og óeigingjams starfs hennar fyrir sveitarfélag sitt og sveitunga er í nokkrum vafa um að þar hafi verið rétt valið. Aðalstarfsvettvangur hennar var í Kvenfélagi Hellissands sem hún gekk í ung að áram og hefur verið í stjórn þess í yfir 50 ár. Kvenfélagið er með eldri kvenfélögum á landinu, það verður 70 ára á næsta ári. Á upphafsárum sínum beitti kven- félagið, undir forystu Jóhönnu, sér fyrir því að koma af stað vatnsveitu Hellissands og gáfu konurnar í því skyni mörg dagsverkin. Kvenfélagið stofnaði dagheimili á Hellissandi sem í upphafi var rekið í skólahúsnæði staðarins. Jóhanna annaðist um ára- bil safnaðarstarf fyrir böm, sem menn þekkja venjulegast undir nafn- inu sunnudagaskóli, og lengi mætti halda áfram að telja. í tilefni kjörs Jóhönnu Vigfúsdótt- ur sem heiðursborgara hélt Kvenfé- lag Hellissands, ásamt hreppsnefnd og sóknarnefnd, henni veglegt hóf í Félagsheimilinu Röst. Jóhanna Vigfúsdóttir í garðinum fyrir framan húsið sitt á Hellissandi. Það hefur verið henni áhugamál að rækta garðinn sinn, bæði í eiginlegri merk- ingu sem og óeiginlegri merkingu þess orðs. Prentist myndin vel má sjá útsýnið úr stofuglugga hennar speglast í rúðunum, fjöllin fyrir neðan Snæ- fellsjökul, en jökullinn sjálfur er skýjum hulinn. DV-mynd Stefán Þór Blómlegt í Súðavlk: Bullandi atvinna og góð greiðslustaða „Hér hefur ekki verið atvinnleysi frá því ég man eftir mér. Hér er bull- andi atvinna og fólkinu í frystihús- inu finnst gott ef það nær átta tíma hvíld. Staða sveitarsjóðs er góð og hér er eftirspurn eftir húsnæði meiri en framboðið. Það er ekki hægt að segja annað en að atvinnulíf og mannlíf sé hér með miklum blóma,“ sagði Sigríður Hrönn Elíasdóttir, ' sveitarstjóri í Súðavík, í samtali við DV. Sigríður var lítt hrifm er hún las frétt í DV í síðustu viku um gífurlega erfiðleika í Súðavík. Þau mistök urðu nefnilega að í stað Suðureyrar, sem erfiðleikafréttin var um, stóð Súða- vík í fréttinni. Sigríður vildi þess vegna koma því á framfæri að í Súða- vík væru alls engir erfiðleikar. Nýi Bersi, togarinn sem keyptur var til Súðavíkur í fyrra, fiskar vel og frystihúsið, Frosti hf., hefur vart undan. Þá hefur vinna í rækjuverk- smiðjunni ekki fallið niður en hún er í eigu Frosta. Landa Haffari, 200 tonna skip, og tvö leiguskip hjá rækj uverksmiðj unni. „Við héldum upp á 100 ára afmæli Súðavíkur 7. júlí og þá kom hingað fjöldi fólks. Voru allir mjög hrifnir af byggðarlaginu en umhverfisátak hefur skilað sér mjög vel. Hér er allt malbikað, grænar flatir eru snyrti- lega slegnar og hirtar og byggðarlag- ið reglulega snyrtilegt í alla staði. Þó hér búi ekki nema um 230 manns sáu heimamenn um stanslausa dagskrá á afmælisdaginn sem góður rómur var gerður að. Það ber vott um gott félagslíf.“ Sigríður sagði loks að Súðavík væri vel staðsett en nýlega væri lokið lagningu bundins slitlags alla leið til ísafjarðar. Tekur ekki nema um kortér að aka á milli. -hlh • Baráttan um veggplássið er hörð. Auglýsingar eru hengdar alls staðar þar sem færi gefst. Þess eru jafnvel dæmi aö menn lími yfir fullgildar auglýsingar. Þessir voru að setja upp auglýsingar á Hverfisgötunni fyrir nokkrum dögum vegna myndarinnar Pappírs-Pésa. DV-mynd G. Bender FÖSTL’DAGUR 17. ÁGÚST 1990. Ræðupallurinn á landsmótinu var hannaður af Guðrúnu Svövu, listakonu á Hellu. DV-mynd Sigríður Fjölmennt landsmót Votta Jehóva: Þátttakendur á fimmta hundrað frá níu löndum Sigriður Guimaisdóttir, DV, Hveragerði: Á fimmta hundrað manns á öllum aldri sóttu hið árlega landsmót Votta Jehóva á íslandi sem haldið var í íþrófiahúsinu í Digranesi í Kópavogi dagana 9.-12.ágúst undir einkunnar- orðunum „Hið hreina tungumál“. Þarna voru m.a. heilu fjöldskyldurn- ar. í fjóra daga hlustaði fólk á erindi byggð á biblíunni og ekki dró fagurt veður úr áhuga þess. Greinilegt að fólk hafði ánægju af að vera þama. Það var úr öllum landsfjórðungum og margir erlendir gestir - frá Dan- mörku, Svíþjóð, Póllandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Sviss og Bandaríkjunum. í sumar hafa Vottar Jehóva haldið mót með sömu ein- kunnarorðum og sömu dagskrá um víða veröld. Snyrtilegur ræðupallur var í öðr- um enda hússins með smekklegum blómaskreytingum en í hinum enda salarins var hægt að fá veitingar í dagskrárhléum. Auk erinda vora viðtöl við þátttakendur á sviðinu og þar voru sett upp tvö leikrit. Vottar Jehóva skíra ekki ungbörn en sjö manns létu skírast á mótinu í Kópa- vogi. Sá yngsti 14 ára en sá elsti 78 ára. Síðustu fimm árin hafa 78 skírst sem vottar hér á landi. Um 4 milljón- ir manna teljast til Votta Jehóva í heiminum og hér á landi eru þeir 250. Aflahæsta sveit mótsins. Frá vinstri Sigurður Arnfjörð, Guðmundur B. Gunn- arsson, Óskar Þór Óskarsson og Ágúst Sigurðsson. DV-mynd Guðmundur Karl. Sjóstangaveiði í Ólafsvík: Konur með f lesta og stærsta f iska Stefan Þór Sigurðssan, DV, Hellissandi: Sjóstangaveiðimót var í Ólafsvík á dögunum og stóðu fyrir því 3 fyrir- tæki í bænum, Viðskiptaþjónustan, Hafnarkaffi og Verslunin Kassinn. Mótið stóð í tvo daga og voru þátttak- endur á þriðja tuginn víða af landinu. Voru ákaflega heppnir með veður. Alls komu á land rúmlega 3,2 tonn af fiski á mótinu. Aflahæsta karla- sveitin var sveit Óskars Þórs Óskars- sonar, Sjóstangaveiðifélagi Snæfells- ness, SJÓSNÆ, með 723,96 kg. Þá sveit Ævars Sigurðssonar, Sjó- stangaveiðifél. Reykjavíkur, SJÓR, með alls 711,2 kg. í þriðja sæti var sveit Bjarna Arnar Kærnesteds, SJÓR, með 516,8 kg. Aðeins ein kvennasveit tók þátt í sveitakeppn- inni, sveit Sigrúnar Sigurðardóttur, SJÓSNÆ, veiddi 584,1 kg. Aflahæsti einstaklingurinn í karla- flokki varð Erlingur Björnsson, SJÓR, með 260,5 kg, en þeir Sigurður Arnfjörð Guðmundsson og Óskar Þór Óskarsson, SJÓSNÆ, komu næstir. Aflahæsta konan var Helga Tómasdóttir, SJÓVE, með 229,7 kg, en Elínbjörg Gunnarsdóttir, SJÓR, önnur og Sigrún Sigurðardóttir, SJÓSNÆ, í þriðja sæti. Stærsta fiskinn, 7,6 kg þorsk, veiddi Helga Tómasdóttir, SJÓVE, reyndar krækti Erlingur Björnsson, SJÓR, í jafnþunga keilu, 7,6 kg. Óvenjulegt er að svo þung keila veiðist. Þriðji stærsti fiskurinn var 6,6 kg þorskur, sem Óskar Þór Óskarsson, SJÓSNÆ, sveiflaði yfir borðstokkinn. Hjónin Helga Haraldsdóttir og Erl- ingur Björnsson, SJÓR, veiddu flesta fiska, Helga veiddi 231 fisk en Erling- ur 219. Gunnar Sveinsson, SJÓSNÆ, veiddi 212 fiska. Aflahæsti báturinn var Egill SH, 678,9 kg. Annar var Sig- urvík SH, 646,4 kg, og þriöji Bjarni Sigurðsson SH með 587,2 kg. I framhaldi skal geta þess að Sjó- stangaveiðifélag Snæfellsness, SJÓSNÆ, er nýstofnað. Laugardag- inn 18. ágúst nk. stendur það fyrir bryggjuveiðimótifyrirkrakka, 13ára og yngri, og ákveðiö hefur verið að halda innanfélagsmót 9.september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.