Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir tivert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjáist,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990. Fluttur suður meðþyrlu Einn maður slasaðist nokkuð er bíll fór út af veginum við Reykja- -ikóla í Hrútafirði í gærkvöldi. Öku- maðurinn mun hafa misst stjórn á bílnum og misst hann út af veginum þar sem hann valt. Hjón voru í bíln- um og þótti lögreglunni réttast að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar, enda mun maðurinn hafa slasast í baki. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarspítalanum í morgun líður manninum þokkalega. Konan var flutt með bíl á sjúkrahúsið á Akra- nesi, enda minna slösuð. -SMJ Urgur í Austfirðingum: Kópavogi fékk virkjunarveginn Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstööum; Nú er hafin vinna við vegagerð á Fljótsdalsheiði til undirbúnings virkjunarframkvæmdum þar. Um er að ræða 30 km af uppbyggðum veg- um að gangamunnum og stöðvar- húsi. Almennt útboð var í verkið og bárust 6 tilboð. Lægsta tilboð kom frá Klæðningu M í Kópavogi, rúmlega 59 milljónir króna. Siguröur Þórarinsson á Egils- stöðum var með næstlægsta tilboð eða 74'/2 millj. króna. Önnur tilboð voru allmiklu hærri eða um 84 millj. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar hljóðaði upp á 73 millj. kr. Klæðning fékk verkið og mun nýta mannafla og tæki af svæðinu að einhverju leyti. Talsverður urgur er í mönnum hér eystra yfir því að ekki var gengið að tilboði heimamanna því, eins og einn verktaki sagði við fréttamann; „Þá er reynsla okkar sú að verktakar sem koma að skilja yfirleitt illa við eða hætta við óklárað verk. Eru um það að minnsta kosti þrjú nýleg dæmi. Þá hefur heimamönnum gengið illa ' fá uppgert hjá þessum verktökum og í sumum tilfellum hafa greiðslur ekki skilað sér.“ Vísitala bygg- ingarkostnaðar LOKI Það er sama hvert litið er, alls staðar er stjórnarkreppa, A- Þýskaland, Pakistan og Patreks- fjörður... Fenginn til að hanna golfvelli í Frakklandi í Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi; Hannes Þorsteínsson, náttúru- fræðingur og kylfingur, sem hefur á síðustu árum snúið sér í síaukn- um mæli að hönnun golfvalla, fer á sunnudaginn til Frakklands þar sem hann er að vinna að hönnun tveggja golfvalla. Hannes er með fleiri jám í eldinum á erlendri grundu auk þess sem hann er að vinna að hönnun fjölda golfvalla hér innanlands. „Þessir vellir, sem ég er að fara að vinna að, eru annars vegar í Biarrizt, syðst í Frakklandi, og hins vegar skammt frá Bordeaux, “ sagði Hannes er DV ræddi við hann. Hannes, sem fengið hefur ársleyfi frá störfúm sem kennari við fjöl- brautaskólann til þess að sinna golfvallahönnuninni, sagði þessi verkefni sín erlendis vera tilkomin fyrir tilstilli Johns Garaer, lands- liðsþjálfara í golfi. Hann er vel kunnur innan golfheimsins og virt- ur. Hannes hefur að auki getið sér gott orð hér heima fyrir golfvalla- hörrnun. Auk vallanna í Frakklandi eru uppi hugmyndir um að Hannes hanni í samvinnu við Garner golf- velli á Bretlandi, írlandi og í Nor- egi. Þau mál eru þó öll á frumstigi. Hér innanlands hefur Hannes haft í nógu aö snúast. Hann hefur verið að hanna 18 hola golfvöll í Garðahæ, auk annars vallar í Iandi oddfellowa viö Urriðavatn. Vinna við þann völl er í þann mund að hefjast. Þá hefur hann imnið við hönnun golfvalla í Sandgerði, Stykldshólmi og Mosfellsbæ auk 9 hola vallar við Iþróttamiöstöð ís- lands að Laugarvatni. Þá er á teikniborðinu 18 hola völlur í landi Kiðjabergs sem Mggur að Hvítá í GrímsnesL Fyrst um sinn verður þó notast við 9 holur. En hver skyldi galdurinn vera á bak við golfvallahönnun? DV spurði Hannes að þvi. „Það er lykilatriði þegar menn hanna golfvelli að hafa reynslu af íþróttinni sjálfri og hafa spilað golf í i landsliðsflokki. Allir þeir golf- vallahönnuðir, sem eitthvaö hafa Iátið að sér kveða, hafa ýmist verið atvinnumenn í golfi eða áhuga- menn í fremstu röð. Þá hefur nátt- úrufræðinám mitt komið mér að mjög góðum notum sem og vinna min á golfvöllum um árabil. Án þessa náms og reynslu minnar sem golfieikari gæti ég ekki staðið í þessu. Það getur nefnilega verið talsverö kúnst að hanna golfvöil. Það er ekki nóg að teikna brautir á blað, maður þarf eiginlega að spila völlinn í huganum, högg fyrir högg, og taka tillit til allra þeírra möguleika sem landsvæðið gefur.“ Patreksfjörður: Stjórnarkreppa verðurvegna sveitarstjóra Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan ágúst 1990. Reyndist hún vera 172,2 stig eða 0,2% hærri en í júlí. Þessi vísitala gildir fyrir sept- ember 1990. Síöastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkaði um 16,9%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,1% og sam- svarar það 4,6% árshækkun. -pj Hannes með teikningu af golfveMi á teikniborðinu á heimili sinu við Viðigerði á Akranesi. Ekkert virðist geta komið í veg fyr- ir að meirihluti krata og framsóknar- manna á Patreksfirði springi á næstu dögum. Deiluefnið er ráðning sveit- arstjóra. Kratar virðast klofnir í af- stöðu sinni um hvort ráða eigi Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitar- stjóra, eða Ólaf Arníjörð, bæjarritara í Ólafsvík, í starfið. Ólafur Amljörð telur sig hafa verið ráðinn til starfans. Hann hafði gert munnlegt samkomulag um ráðning- una. Ólafur sagði upp starfi sínu í Ólafsvík og var tilbúinn til að hefja störf á Patreksfirði 1. september. Síðar skiptu kratar um skoðun og meðal þeirra er ekki einhugur um Ólaf. Heimildir DV herma að Úlfar Thoroddsen verði endurráðinn með atkvæðum krata og sjálfstæðis- manna og að flokkarnir nái saman um meirihlutasamstarf. Úlfar er sjálfstæðismaður en Ólafur er krati. -sme Veðrið á morgun: Bjart veður austanlands Á morgun verður fremur hæg norðlæg átt norðanlands og á Vestfjörðum, skýjað að mestu og lítilsháttar súld við ströndina. Vestlæg átt og bjart veður austan- lands en austlæg átt og dáhtil rignihg suðvestanlands. Fer að rigna á Suðausturlandi þegar líö- ur á daginn. Hiti verður á bilinu 8-12 stig, hlýjast sunnanlands. 11 / Já

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.