Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990. 13 Lesendur Hæli ffyrir ósakhæfa Öryggisgæslufangi skrifar: Tilefni þess að ég skrifa þessi orð er það að ekki er til eða starfrækt svonefnt „viðeigandi“ hæli sem um getur í hegningarlögum. Slíkt hæli eða stofnun hefur aidrei verið stofn- sett hér á landi. Ástæðan er sögð vera fjárskortur. Þannig hæh er ætl- að þeim föngum sem hafa verið úr- skurðaðir ósakhæfir, samkvæmt mati réttargeðlæknis. í hegningarlögum er kveðið á um sakhæfi og hverjir skuli teljast refsi- hæfir. Þar segir að geðveikir menn og andlega vanheihr séu ekki refsi- hæfir. Þeir menn hafa í raun verið úrskurðaðir í öryggisgæslu, þó svo að það orð finnist ekki í hegningar- lögum. - Öryggisgæsla er ótíma- bundin. Henni lýkur aðeins með samþykki læknis, greinargerð eða skýrslu. Þama eru þó t.d. alkóhóhst- ar settir á annan og hærri bekk, því að í 7. kafla hegningarlaganna eru ákvæði sem kveða á um 3 ára há- marks refsitíma áfengissjúkhnga. Það sem mér finnst þó vera hneykslanlegast er að 1 ljós kemur að ekki er til nein reglulegrð er segir til um framkvæmd öryggisgæslu, 50 árum eftir að hegningarlögin tóku gildi. Réttur öryggisgæslufangans er sem sé því næst enginn. Það er því mikilvægt að dómsmálaráðuneytið hlutist til um að reglugerð um örygg- isgæslu verði gefin út hið fyrsta. I hegningarlögum segir að þeim sem úrskurðaðir hafa verið ósak- hæfir skuh skipaður tilsjónarmaður og er þá forsvarsmaður fangans sviptur öllum borgaralegum réttind- um á meðan öryggisgæslan varir. - Hitt er svo annað að geta öryggis- gæslufangans til að tala sínu máh og verja rétt sinn er oft mjög takmark- aður. - í raun hljóta menn tvöfaldan dóm með því að vera úrskurðaðir í öryggisgæslu, þ.e.a.s. hvort tveggja og bæði í senn af dómara - og af rétt- arlækni. Sagt var frá því í fjölmiðlum sl. vor að „viðeigandi" stofnun væri að komast á laggirnar, aðeins væri leit- að að heppilegu húsnæði. Á einum stað var skýrt frá þvi að til stæði að kaupa Arnarholt. Ekkert varð þó af þessu. Þar komu inn í deilur um hvort stofnunin ætti að heyra undir dóms- eða heilbrigðisráðuneytið. Einnig hvort læknar frá Land- eða Borgarspítala skyldu annast öryggs- gæslufangana. - Sjálfur tel ég að stofnunin eigi að heyra beint undir Fangelsismálastofnun ríkisins. Það sem menn hrasa þó ávallt um er stofnkostnaöurinn, sem tahnn er vera á bilinu 50-70 milljónir króna, og reksturskostnaður sem skapast við að starfrækja þetta „viðeigandi hæh“. Þama var reiknað út að átta manna deild myndi kosta 27 stöðu- gildi. Tel ég það ríflega áætlað, þótt innifaldir séu læknar, hjúkrunar- fræðingar og aðrir starfsmenn. - Bendi ég á Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 9, þar eru 10 stöðu- gildi fyrir alls 19 fanga. Það er á ábyrgð lækna og lögfræð- inga að geðveikir afbrotamenn hljóta ekki viöeigandi meðferð á réttri „við- eigandi“ stofnun. Það hefur verið látið reka á reiðanum í áratugi í þess- um efnum. - Sennilega helst fyrir þá sök að þessi hópur afbrotamanna er ekki þess megnugur að koma fram rétti sínum sökum veikinda sinna. Fundin f ilma á Akureyri Eyþór Jóhannsson skrifar: Hér með fylgja 25 myndir, sem ég lét framkalla að eigin framkvæði í þeirri von að ég gæti komist að því hver eigandi myndanna er. Það reyndist þó borin von. Þannig var að ég fann átekna filmu í hulstri á bekk í Lystigarðinum á Akureyri hinn 28.júlí sl. Þar sem htið var annað að gera en að taka filmuna með, þar sem enginn virtist gera sig líklegan til að nálgast hana þama á staðnum, lét ég fram- kaha hana eins og áður sagði. Nú afhendi ég þessar myndir til, lesendasíðu DV til þess að gera til- raun til að nálgast eiganda mynd- anna ef hann eða aðrir viðkomandi lesa þetta bréf. Lesendasíða endurtekur orð bréfrit- ara um að myndirnar má nálgast á DV ef einhver vih kannast við eig- andaréttinn eftir að hafa séð eina myndanna sem við látum fylgja með þessu bréfi. - Annars eru myndirnar vítt og breitt frá Norðurlandi, úr Mývatnssveit, frá Akureyri (bænum og höfninni) svo og nokkrar lands- lags- og mannamyndir. BJORí HOLUN HF. • • HELDUR UPPIFJORI ALLA DAGA YIKUNNAR Föstudag og laugardag Hinn eldíjörugi hljómborðsleikari Hilmar Sverrisson leikur fyrir hressa gesti. Sunnudag Ann Andreasen og Einar Jónsson leika fjöruga kántrítónlist o. fl. MUNIÐ DANSGÓLFIÐ ATH: Opið í hádeginu frá kl. 12-15 laugardag og sunnudag. Snyrtilegur klæðnaður BJORÍHOLUNi HF. GERÐUBERGII 111REYKJAVÍK SIMI75800 Ein þeirra mynda sem framkölluð var úr fiimunni. Ritstjóralaun og þjóðarsáttin Sigrún Jónsdóttir hringdi: Nú er í tísku að birta almenningi upplýsingar um laun máttarstólpa þjóðfélagsins. Mér finnst þetta svo sem ekki vera mikiö fréttaefni, en eflaust era sumir sem festa sér þetta vel í minni eða tönnlast á þessu og hneykslast. Ég er ein þeirra sem vinn algenga vinnu á skrifstofu og er síður en svo ofsæl af mínum launum, enda eru þau í samræmi við þann árangur sem verkalýðsforingjarnir hafa náð best- um í samningum sínum við vinnu- veitendur. - En það er óneitanlega aðeins th að æra óstöðuga og ergja hina almennu launþega þegar þeir lesa um hin svimháu laun ýmissa forstjóra, margra hverra sem þó stjóma ekki nema pappírsfyrirtæki að því er varðar rekstur og afkomu. En svo er það þetta með ritstjóra- launin. Ég er svo sem ekkert að býsn- ast yfir þeim sem slíkum, enda era þau lægri en margra forstjóranna hjá falht fyrirtækjunum. En allgóð þó og mun hærri en ég og mínir líkar þekkjum eða höfum kynnst. Við höf- um hins vegar kynnst skrifum margra þeirra og flestir hafa verið að hvetja th að almenningur haldi þá „þjóðarsátt" sem er nú frekar orð- in skammaryrði en hvatning um samstöðu. Ég get ekki að því gert að mér finnst stinga í stúf að þessir menn skuh hvetja almenning til að styðja „þjóð- arsátt" vitandi að þessi sami almenn- ingur hefur ekki annaö til að lifa af en umsamda taxta verkalýðsfélag- anna. - Menn með shkar tekjur, senf skipta hundraðum þúsunda, geta auðveldlega hrópað á þjóðarsátt. Það gæti ég líka ef ég hefði þau laun, því þá hefði ég ekki þær áhyggjur sem ég nú hef af afkomunni. Ég hef bara ekki slík laun og get því ekki tekið undir neina þjóðarsátt með ritstjór- um blaðanna. VIDEOTILBOÐ ALDARINNAR !4 lítri • stór popp og myndbandsspóla á aðeins 299, - En þá er aðeins hálf sagan sögð... 1000. hver viðskiptavinur fær SAHYO VHR 5100 hágæða- myndbandstæki að verðmæti 38.000 í kaupbæti. Memory repeat • instant ioading • 360 daga minni • 8 mismunandi upptökutímar • rammi fyrir ramma • 3 ára ábyrgð Hver býður betur... ? VIDEO VAL Arnarbakka 2, sími 76611 BREYTT VIDEOLEIGA mnGHEX t-2-l SAfíYÓ Þykkvabœjar- nasl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.