Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Blaðsíða 3
E3EI l\JT
FLUG
í SÓLINA
BEIiIDORM
SUMARAUKI
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990.
Fréttir
Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju á Akureyri:
Vona að fólkinu sé rórranúna
- eftir fund starfsfólks Álafoss með forstjóranum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta fór allt friðsamlega fram,
forstjórinn skýrði stöðu fyrirtækis-
ins og hvað væri verið að gera í
málefnum þess og hann upplýsti að
það stæði ekki til að flytja neitt af
þeim störfum, sem enn eru á Akur-
eyri, suður,“ sagði Kristín Hjálmars-
dóttir, formaður Iðju á Akureyri, eft-
ir fund Ólafs Ólafssonar, forstjóra
Álafoss, með starfsmönnum fyrir-
tækisins á Akureyri í gær.
Kristín sagði að uggur meðal
starfsfólksins hefði verið viðloðandi,
fólkið hefði óttast um atvinnuöryggi
Það getur kostað mikil átök að koma hundunum í bað, sérstakiega ef
maður er ekki mjög hár í loftinu. DV-mynd RS
Hveravellir:
Hollvinir stökunnar
á óformlegu landsmóti
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Það var mikill skáldaseiður sem
framinn var uppi á Hveravöllum
nýlega þar sem fram fór óformlegt
landsmót íslenskra hagyrðinga.
Saman voru komnir um 30 kvæða-
menn og hollvinir stökunnar hvað-
anæva af landinu. Það voru margir
kviðlingarnir sem flugu út í þoku-
suddann á Hveravöllum frá því sam-
koman hófst klukkan sex um kvöldið
Flateyri:
Nýr sóknarprestur kosinn
Að sögn Bjarkar Kristinsdóttur
sóknarnefndarmanns tóku sóknar-
nefndirnar afstöðu til umsóknar séra
Gunnars á fundi sínum á miðviku-
dagskvöldið. Fimmtán sóknarnefnd-
armenn sátu fundinn og greiddu þeir
allir séra Gunnari atkvæði sitt.
Reynir Traustason, DV, Flateyii:
Séra Gunnar Björnsson, sem kallað-
ur var til að sitja í Holtsprestakalli,
hefur veriö kosinn sóknarprestur í
Holti. PrestakaUið var nýlega auglýst
laust til umsóknar og sótti séra
Gunnar einn um.
sitt sem væri eðlilegt eftir þær þreng-
ingar sem þetta fyrirtæki hefði geng-
ið í gegnum. „Eg get sagt að fólki er
rórra eftir þennan fund og það virð-
ist horfa eitthvað betur með rekstur
fyrirtækisins," sagði Kristín.
og alveg fram undir morgun.
Ekki létu hagyrðingarnir duga að
ljóða og kveða því einn úr hópnum,
Birgir Hartmannsson frá Þrastastöð-
um í Stíflu, var með harmóníkuna
meðferðis.
Upphaf þessa móts má rekja til
samkomu sem haldin var á Skaga-
strönd fyrir ári en þá var mæting
ekkert í líkingu við það sem var á
Hveravöllum. í ráði er að halda aðra
samkomu að ári.
NISSAN
KINGCAB4x4
SKEMMTILEGRI FARKOST
ER VART HÆGT AÐ HUGSA SÉR
2.4 I bensínvél
3,0 I V6 bensínvél.
Bein innspýting.
2.5 I dísilvél.
Eigum fyrirliggjandi
vönduð plasthús á King
Cab.
Ingvar
Helgason
riú er tækifærið að lengja sumarið og skreppa í
hlýjuna á Benidorm. Eigum ennþá nokkur sæti
laus í eftirfarandi ferðir:
Takið eftir! Verð miðast við pr. mann,
2 í ibúð, ef fleiri eru saman lækkar verðið.
13. sept. 2 vikur 2 í íbúð
3 vikur - " -
20. sept. 1 vika - " -
2 vikur - " -
3 vikur - " -
27. sept. 1 vika - " -
2 vikur - " - y
ll.okt. 22 dagar - " -
Verð frá
52.130
64.700
39.100
52.130
64.700
33.200
46.000
47.950
Barnaafsláttur er veittur af þessu verði.
Innifalið er flug, gisting, flutningur til og frá
flugvelli og íslensk fararstjórn.
Ofangreint er staðgreiðsluverð.
Kannaðu igörin hjá okkur. - Sjáumst.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKIAVÍKURt
Abalstræti 16 . sími.: 62 14 90.