Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Blaðsíða 22
22
. LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990.
-frekar sit ég í fangelsi, segir móðir í harðri forsjárdeilu
Hildur Hödd litla fæddist í maí 1981.
Þegar hún var tæplega fjögurra ára
flutti móðir hennar að heiman enda
hafði eiginmaðurinn farið fram á
skilnað. Hann hóf skömmu síðar
sambúð með núverandi sambýlis-
konu sinni.
„Ég brotnaði mikið saman við
skilnaðinn. Ég kunni ekki og gat ekki
staðið á eigin fótum enda hafði ég í
tæp tuttugu ár falið manninum mín-
um forsjá í einu og öllu og vissi ekk-
ert um stöðu mína eða réttindi í sam-
félaginu.
Það eina sem ég kunni til að deyfa
sársaukann var að leita til Bakkusar.
Sem betur fer leitaði ég fljótlega að-
stoðar og hef ekki bragðað áfengi síð-
an snemma árs 1986. Ég er núna
mjög virk í samtökum óvirkra alkó-
hólista og tel mig hafa náð góðum
tökum á lífi mínu. Ég tel að mitt
áfengisvandamál hafi verið afleiðing
skilnaðarins en ekki orsök því þetta
var ekkert vandamál áður.
Ég hef nú nýlega fengið loforð um
íbúð í verkamannabústaðakerfinu.
Það eru því bjartari tímar fram und-
an en ég greiði 45 þúsund krónur á
mánuði í húsaleigu þar sem ég bý
nú og það er erfitt fyrir mig sem
starfa við heimilishjálp.
Þetta áfengisvandamál, sem ég hef
nú unnið bug á, átti auðvitað sinn
þátt í því að fóður barnsins var á sín-
um tíma falið forræði. Umsögn
barnaverndarnefndar Kjalarnes-
hrepps vó einnig þungt á metunum.
Sú umsögn var hins vegar ekki
gefm af heilindum því konan, sem
var formaður nefndarinnar, fékk
ókeypis áburð hjá manninum mín-
um og hann hjálpaði henni á ýmsan
hátt. Hún var heimagangur hjá okk-
ur og maðurinn minn hjálpaði henni
að dreifa eggjum. Auðvitað vildi hún
ekki fá hann upp á móti sér. Hún
skrifaði enda ein undir skýrsluna og
gaf öðrum nefndarmönnum ekki
kost á að segja álit sitt.“
Baráttanvið
ráðuneytiðhefst
Þegar lögskilnaðarleyfi lá fyrir, árið
1987, þar sem kveðið var á um for-
ræði Stefáns yfir bömunum, var þeg-
ar farið fram á endurskoðun sem
ráðuneytið hafnaði loks formlega í
ágúst 1989. Árið 1987 var í annað
skipti leitað umsagnar bamavemdar-
nefndar Kjalamess sem í þetta skipti
„Ég vissi ekkert við hverju ég
mætti búast. Það fyrsta sem ég gerði
þegar synir mínir hringdu og sögðu
að lögreglan væri komin var að koma
baminu fyrir á góðum stað. Síðan
var ég svipt frelsi í næstum heilan
dag. Það var ráðist inn á heimili dótt-
ur minnar og þess krafist að hún
gæfi upp dvalarstað barnsins. Sam-
kvæmt úrskurði mátti fógeti halda
mér í varöhaldi í allt að sex mánuöi
eða þar til ég gæfi upp dvalarstað
barnsins. Það mun ég aldrei gera.
Þessi barátta er búin að standa of
lengi til þess að gefast upp núna. Á
endanum var mér sleppt við fangels-
isdvöl vegna þess að fangelsismála-
stjóri neitaði að taka mig inn vegna
plássleysis. Ég get hins vegar búist
við því á hverjum degi að verða sótt.
Mér finnst það alveg fráleitt að ætla
að neyða móður upp á vatn og brauð
að framselja barnið sitt,“ sagði Hild-
ur Lovísa Ólafsdóttir í samtali við
DV.
Síðan 1985 hefur Hildur átt í harðri
baráttu við fyrrum eiginmann sinn,
Stefán Guðbjartsson, og yfirvöld um
forræði yfir 9 ára gamalli dóttur
þeirra. Málið vex og dafnar í kerfinu
og í janúar 1990 vora málsskjöl orðin
271 talsins og hefur mikið bæst við
síðan.
Við skilnaö þeirra hjóna að borði
og sæng árið 1985 var Stefáni falið
forræði barnanna. Síðan hefur Hild-
ur barist við hann og dómsmálaráöu-
neytið til þess að fá þeim úrskurði
hnekkt. Deilan tók á sig óvenjulega
mynd þegar Hildur fór til Spánar síð-
astliðið sumar, þar sem fyrram eig-
inmaður hennar er búsettur, og tók
barnið úr vörslu foðurins og flutti
heim til íslands. Síðasta aðgerðin í
málinu af hálfu fóðurins var sú að
fá liðveislu fógeta til þess að koma
barninu til Spánar á ný. Hildur neit-
aði að gefa upp dvalarstað bamsins
og segist aldrei munu gefa forsjá
barnsins eftir. Óeinkennisklæddir
lögreglumenn vöktuðu heimili henn-
ar í heilan sólarhring en hurfu eftir
að fjallað var mn aðgerðir lögregl-
unnar opinberlega.
Bamið, sem deilt er um, er Hildur
Hödd, 9 ára. Hún dvelst „á góðum
stað, meðan núverandi umsáturs-
ástand varir“ eins og móðir hennar
orðar þaö.
„Ég er eins og gísl eða fangi í sam-
félaginu á mínu eigin heimili. Ég
veit ekkert hvenær lögreglan hringir
dyrabjöllunni og ég get ekki haft
dóttur mína hjá mér. Við höfum samt
náið samband og eram oft samvist-
Móðir og dóttir saman í garði við heimili móðurinnar. Þar er ekki þorandi
að láta barnið dvelja. DV-myndir Brynjar Gauti
um allan sólarhringinn. Ég tel hana
öragga þar sem hún dvelur nú og þar
getur hún leikið óhindrað úti en þeg-
ar hún er stödd hér á mínu heimili
þori ég ekki að sleppa henni út og
hún er aldrei ein. Ég hef ekkert getað
unnið um langa hríð en er svo lán-
söm að eiga st.óra fjölskyldu sem
styður vel við bakið á mér. Þetta er
auðvitað óskaplegt álag á alla aðila
og hræðilegt óöryggi,“ segir Hild-
ur.
Rákueggjabúá
Kjalamesi
Árið 1974 fluttu Stefán og Hildur
búferlum til Kjalarness frá Akureyri
með fjögur börn sín og reistu nýbýli
sém þau nefndu Sætún og byggðu
þar upp eggjabú. Reksturinn gekk,
að sögn Hildar, vel enda unnu þau
hjónin hörðum höndum ásamt böm-
um sínum að uppbyggingu búsins.
Hildur segist reiðubúin að halda barál
mælti með að Hildur fengi forræði.
Sama ár flutti Stefán til Spánar og
Hildur Hödd með honum. Næstum
tvö ár hðu í stöðugri baráttu við ráðu-
neytið sem engan árangur bar. í júlí
1989 fór Hildur til Spánar ásamt eldri
dóttur sinni og hugðist heimsækja
Hildi Hödd. Niðurstaðan varð sú að
hún tók litlu dóttur sína með sér heim
til íslands án samráðs við foðurinn.
Fljótlega efiir komuna til íslands var
Hildur Hödd sett á vistheimili á veg-
um Barnavemdarráðs þar sem sál-
fræðingur ræddi við hana og reyndi
að komast að því hver hennar vilji
væri. Niðurstaða hans var sú að bam-
ið hefði „alldjúpstæða þörf fyrir nán-
ara samband við móðurina en verið
hefur... Sú afstaða Haddar að vilja
dvelja hjá móður sinni í framtíðinni
virðist skýr enda tjáði telpan þann
vilja sinn opið viö mig þótt í fullum
trúnaði væri“.
Ákvörðun ráðuneytisins varð þó
ekki breytt og lögreglustjórinn í
Reykjavík tók bamið úr fangi móður
og afhenti Hildi Hödd fóðumum sem
kom frá Spáni til að endurheimta
hana. Þá var af hálfu ráðuneytisins
enginn umgengnisréttur ákveðinn til
handa móðurinni en í vetur eftir
harða baráttu tókst, fyrir atbeina
núverandi dómsmálaráðherra, að fá
leyfi til þess að Hildur Hödd kæmi til
íslands í þrjár vikur að heim-
sækja móður sína. Sú heimsókn
stendur enn því móðirin hefur neitað