Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990. 15 Gósentími hákarlanna mm. - msM * " 4 ■44- : Enginn siöaboðskapur, fluttur.af misjafnlega augljósu sannfæring- arleysi á sunnudögum, fær breytt því megineinkenni lífs á jöröinni aö eins dauði er annars brauð. Leiötogar sumra trúarbragða hafa á stundum leitast viö aö efla með mannskepnunni þaö sem kall- aö er virðing fyrir lífinu. Þá hugsun að líf.sé verömætara en nokkuö annað á þessari jörö. Þaö beri því að hlúa aö og vernda lifandi verur, eöa í þaö minnsta manneskjuna, hvar sem er með öllum tiltækum ráðum. Þessi boðskapur kann á stundum að hljóma vel í eyrum. En í reynd er hann sem skrifaður í sandinn. Lífiö á jöröinni er nefnilega mis- kunnarlaust. Ein lifandi vera nær- ist á annarri. Já, sú regla að eins dauöi sé annars brauð viröist vera forsenda tilvistar mannsins engu síður en annarra dýrategunda. Og þaö hefur reynst erfitt fyrir mann- eskjuna aö siöa sig frá þessari fomu meginreglu lífsbaráttunn- ar. Virðingarleysi Þaö mun aö vísu að mestu úr sögunni aö menn éti hver annan í bókstaflegri merkingu. En þar meö eru líka upptaldar þær hömlur sem boðskapur manngildis leggur á meingjöröir manna víða um heim í garö meöbræðra sinna og birtist í manndrápum, misþyrmingum, pyntingum og kúgun. Einungis þarf að fylgjast mjög lauslega með fréttum tjölmiðla ut- an úr heimi til þess að fá nokkra mynd af því virðingarleysi sem mannlegu lífi er sýnt á vorum dög- um. Kaldrifjaði moröinginn í írak er mörgum efstur í huga. Hann hefur komist til valda og áhrifa með því að drepa andstæðinga sína. Hann hefur fórnaö lífi um einnar mfiljón- ar manna í tilgangslausu stríði. Hann leikur sér kalt og miskunnar- laust aö erlendu fólki í írak og Kúvæt eins og veiðiköttur að mús- inni. Og ef að lokum kemur til stríðsátaka mfili Saddams og heimsbyggðarinnar þá munu hundruð þúsunda hið minnsta liggja í valnum. En mannvonskan er víðar í önd- vegi. Fróðir menn telja að frá lok- um mesta blóðbaðs sögunnar, síð- ari heimsstyrjaldar, hafi um þaö bil 130 sinnum komið tfi stríðsátaka á jörðinni. í Suður-Afríku slátra menn hver öðrum í pólitískum átökum svartra manna, oft með dyggri aðstoð hers og lögreglu hvíta minnihlutans. í Líberíu, sem er eitt þeirra ríkja sem orðið hafa til af hugsjón, falla menn unnvörpum í baráttu valdasjúkra manna um stjórn landsins. Æsku- blómi Kínaveldis er myrtur á Torgi hins himneska friöar og þjóðarleið- togar keppast við að taka fagnandi í hendur böðlanna. Menn berast á banaspótum um allan heim, frá Armeníu til Sri Lanka, frá Kambódíu til Rúmeníu og EI Salvador. Listinn um mannvonskuna ei nær endalaus. Kúgun og ofbeldi Þar sem menn eru ekki hreinleg; drepnir af meðbræðrum sínum eri þeir gjarnan undirokaðir af her oj lögreglu. Þrátt fyrir þróun síðuste missera í átt til aukins lýðræðis býi meirihluti jarðarbúa við einræði og kúgun. Þar fer engin frelsis- bylgja- um héruð. Falli einn harð- stjórinn tekur bara annar við. íbúar margra ríkja búa við sult og seyru vegna einræðis og harð- stjórnar. Það er auðvitað ekkert náttúrulögmál aö hungursneyð þjaki afrísk lönd eins og til dæmis Eþíópíu eða Súdan. Þvert á móti er ástæðan óstjórn óhæfra einræð- isherra sem varðar meira um eigin völd en velferð þegnanna. Jafnvel í þeim ríkjum, þar sem lýðræðishefðin er sterk meðal fólks og foringja, er virðingin fyrir lífinu oft af skornum skammti. Þar fyrir- finnst víða fátækt og neyð í miðjum allsnægtum ofurauðs. Morð og manndráp, rán og nauðganir eru fastir liðir á dagskrá hversdagsins. Virðingarleysið fyrir lífi, velferð og hamingju sambræöranna er yfir- þyrmandi. Aðvega mann og annan Á söguöld þótti það hið mesta sport hér á landi, og líklegt til vegs- auka, að vega mann og annan - ef trúa má fomum sögum. íslendingar, sem hafa verið til- tölulega lítið fyrir líkamsmeiðingar og manndráp hinar síðari aldir, eru aö feta sig á ný inn á brautir of- beldisins. Nær daglegar fréttir af árásum, misþyrmingum, skemmd- Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri arverkum og alvarlegum umferð- arslysum vegna ofsaaksturs bera þess ljóslega vitni að sífellt fleiri bera enga virðingu fyrir lífi og lim- um samborgaranna. Hérlendis hefur ofbeldisglæpum stórlega íjölgaö á þessari öld, þar á meðal manndrápum og nauðgun- um. Ekkert bendir til þess að þeirri þróun verði snúið við í fyrirsjáan- legri framtíð, enda engin tilraun til þess gerð af hálfu ráðandi afla í þjóðfélaginu. Fátækt á íslandi Já, eins dauði er annars brauö. Það sannast upp á nýtt á hverjum degi. Ekki aðeins í oíbeldisverkun- um heldur í samfélaginu almennt. Minni kaupmáttur og þúsundir gjaldþrota leiða til þess að hinir fátæku verða sífellt fleiri og fleiri í íslensku þjóðfélagi. Samtímis verða þeir stóru enn stærri, þeir ríku enn ríkari, á þessum gósen- tímum hákarlanna sem cfidrei fá nægju sína. Þjóðarsáttin margfræga felur ekki aðeins í sér tfiraun til að halda verðbólgu í skefjum. Hún er einnig samkomulag um að fjölmennur hópur launafólks, sem fær greitt samkvæmt lágum launatöxtum og hefur enga yfirborgun eða auka- vinnu, búi viö fátækt. Og einnig að sú fátækt fari vaxandi vegna þess að kaupmátturinn minnkar enn. Þeim fjölskyldum, sem missa gjörsamlega tök á fjármálum sín- um og verða gjaldþrota, fjölgar stöðugt. Spekingar spáðu því að síðasta ár væri ár gjaldþrotanna. Að á þessu ári myndi þeim fara fækk- andi sem yrðu með þeim hætti end- anlega eignalausir. Kaldur veru- leikinn er ailur annar. Það er þegar búið að slá metáriö út. 1990 munu enn fleiri einstaklingar verða gjald- þrota en í fyrra. Og engin ástæða er til að ætla að næsta ár verði eitt- hvað betra í þessu tilliti. Aukin fátækt birtist einnig í auk- inni sókn í félagslega aðstoð sveit- arfélaga. Fleiri og fleiri þurfa að stíga þau þungu spor að leita ásjár opinberra stofnana tfi þess að hafa fyrir húsnæði, mat og fatnaði fyrir fjölskylduna. Hömlulausir hákarlar Það hafa margir orðið ríkir á fjár- hagslegri neyð og gjaldþrotum annarra, énda er það eðli hákarla að éta allt sem þeir koma kjafti á. Þetta á bæði við um fjársterka einstaklinga og fyrirtæki sem hafa oft á tíðum náð eigum annarra til sín fyrir gjald sem er langt undir raunverulegu markaðsverði við eðlilegar aðstæður. Það er svo kapítuli út af fyrir sig aö á stundum njóta þessir hömlu- lausu hákarlar dyggilegs stuðnings þeirra sem fara með stjórn lands- ins. Bfiið milli ríkra og fátæka hefur af þessum sökum og öðrum farið vaxandi hér á landi undanfarin ár. Fjárhagslegar þrengingar einstakl- inga og minni fyrirtækja hafa auð- veldáð öðrum að sanka aö sér auði. Þjóðarsátt um lág laun í þjóðfélagi, þar sem hákarlarnir ganga lausir, miðar að sama marki. Enginn bati Verðbólgunni hefur verið haldið í skefjum að undanfórnu og er það vel. En þrátt fyrir þann árangur er ekkert sem bendir tfi þess að fyrir þorra almennings sé bjartari tíð fyrir dyrum. Engar líkur eru á að kaupmáttur þorra launafólks muni aukast á næstunni. Þvert á móti. Enda batna lífskjör þjóðarinnar í heild ekki nema meira sé framleitt og selt og það með hagkvæmari hætti en nú er. Svo mun ekki verða á meðan stjórnvöld verja á Alþingi, í ríkis- stjórri og hinu opinbera kerfl - oft- ast með peninga þjóðarinnar að vopni - sóunina í sjávarútvegi, þar sem fiskiskip og fiskvinnslustöðvar eru alltof margar, og offramleiðsl- una og óhagkvæmnina í land- búnaðarbákninu, svo tvö mikilvæg dæmi séu tekin. Það er þvi ekki raunhæft fyrir almenning að búast við því að lífs- kjörin murri batna næstu misseri nema til komi verulegar breytingar á stjórn landsins og skipulagi at- vinnuveganna. Hins vegar má reikna með því að stjórnvöld stefni brátt aö nýrri þjóðarsátt - að þessu sinni um kjaraskerðingu vegna væntanlegra olíuverðshækkana. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.