Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Blaðsíða 16
16
Vísnaþáttur
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990.
Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa
skemmst í umferðaróhöppum.
Teg. Arg.
Subaru Legacy 1990
Honda Civic 1988
BMW318Í 1988
Citroén AX 1988
Lada1600 1988
Skoda Rapid 1988
Toyota Camry 1987
Subaru 1800 4x4 st. 1987
Mazda 626 1987
Mazda 323,3ja dyra 1985
Mazda 323,5 dyra 1987
Skoda130 GL 1987
Skoda120 L 1986
Volvo 740 1985
Skoda120 1985
MMCColt 1982
Ford Taunus 1982
Daihatsu Charmant 1983
Lada1300 1990
Ford Thunderbird 1980
Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 10. sept. í
Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast
skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar
Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík,
sími 621110.
VERND GEGN VÁ
TKYGGING HF
LAUGAVEG1178 SIMI621110
óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki
sem verða til sýnis jþriðjudaginn 11.
september 1990 kl. 13-16 í porti bak
við skrifstofu vor? að Borgartúni 7,
Reykjavík og víðar.
Stk. Tegund Árg.
1. Chevrolet Classic fólksbifreið 1989
1. Saab 900 L fólksbifreið 1987
1. Toyota LandCruiserstw. dísil 4x4 1985
1. Toyota LandCruiser ht. dísil 4x4 1981
2. Toyota Hilux turbo dísil 4x4 1985
1. Chevrolet pickup m/húsi dísil 4x4 1982
1. Chevrolet Suburban bensín 4x4 1973
1. Nissan Patrol pickup dísil 4x4 1985
1. Nissan Patrol stw. dísil 4x4 1983
1. Lada Sport bensín 4x4 1985
1. Mitsubishi L-300 bensín 4x4 1985
2. Volkswagen Syncro Caravella bensín 4x4 1986
1. Toyota Tercel station bensín 4x4 1985
3. Subaru 1800 station bensín 4x4 1982-86
1. RenaultTraffic bensín 4x4 1985
4. Ford Econoline bensín 1980-81
2. Mitsubishi L-300 bensín 1982-84
1. Toyota Hiace bensín 1982
1. Chevrolet Monza bensín 1987
1. Lada station 1300 bensín 1988
1. Mazda 323 station bensín 1987
10. Fiat 127 GL bensín 1985
1. Mercedes Benz 220 D dísil 1974
1. Man 16,240 vörubifreið dísil 4x4 1981
1. Volvo F-717 vörub. m/krana dísil 1979
1. Hino FD 174 sendifbifr. dísil 1987
Til sýnis hjá Pósti og síma birgðastöð Jörfa
1. Mazda 323 station (skemmdur eftir um- 1987
ferðaróhapp)
1. Tengivagn ca 5 tonn 1981
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Borgarnesi
1. Komatsu hjólaskófla W120 1982
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reykhólum
1. Bröytx-2 vélskófla 1968
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri
2. Mitsubishi L-300minibus4x4 1984-85
1. Mitsubishi pajero bensín 4x4 1983
1. Subaru 1800 station 4x4 1983
1. UAZ452 dísil 4x4 1980
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Höfn Hornafirði
1. Nissan double cab disil 4x4 1985
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reyðarfirði
1. Toyota Hilux pickup bensín4x4 1980
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóöendum.
Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi.
IIMNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Hugsað til Kristjáns frá Djúpalæk
Vísurnar að þessu sinni verða, eins
og oft áður sín úr hverri áttinni. Þessi
sver sig í ætt Sigurðar Breiðfjörð.
Allt, sem fagurt augað litur,
á sig tekur þína mynd.
Morgunroði, máni hvítur,
mar í logni, nóttin stimd.
Við skulum láta Sigurð hafa orðið
áfram. Vegur hans meðal þjóðarinn-
ar hefur farið sívaxandi en auövitað
hefur hann alltaf orðið að lifa í
skugga menntamannsins Jónasar
Hallgrímssonar, listaskáldsins góöa:
Líð þú niður um ljósa haf,
lituð hvíta skrúði,
kærust Iðunn, oss þig gaf
alfaðir að brúði.
Móöir stefja minna hlý,
mjúklynd, fógur sínum,
lát mig vefjast innan í
armalögum þínum.
Kom nú, háa heillin mín,
hugann sjúka að styrkja,
Himnesk ljá mér hljóðin þín
hætti mjúka að yrkja.
Fylltu, hlessuð, brjóstið nú
birtu hugarsjónar,
sérhvert versið signir þú,
sem vor harpa tónar.
Þekkir eigi hvers manns hjarta
holds og sálar fylgsnum í
kvenna ástar blossann bjarta,
bróðir, viltu neita því?
Eitt mér vanta þykir þó,
um þetta efni fyrst við tölum:
hamingja sönn og hjartans ró,
hún fæst ei með ríkisdölum.
Minna strengja hljómur hreinn
hugar þrenging reyri.
Kveð ég lengi, kveð ég einn,
kveður enginn íleiri.
Hugar leyna máir mátt:
Menju steina glóa
man ég eina og þrái þrátt
þau ei meinin gróa.
Hér minnist skáldið konu og notar
kenninguna „menjasteinanótt“, ef ég
skil rétt. í síðasta þætti mínum
spuröi ég um mérkingu setningar-
Vísnaþáttur
innar að „álfar hreyki issum sín“.
Kona á Austurlandi hringdi og
minnti að hún hefði heyrt þetta eöa
lesið í norskri mállýsku og hefði það
þar þýtt hvirfúl. Sjálfur hafði ég gisk-
að á höfuð eða hár, jafnvel skraut í
hári. En í mínum orðabókum fmn
ég ekki þetta orð og í Eddukenning-
um er ég ekki sterkur. Ljúkum til-
vitnun í vísur Sigurðar Breiðíjörð að
sinni með þessari sem kemur einmitt
í framhaldi af síðast framreiddu vísu
Sigurðar:
Þig til handa þá ég sá
þegni öðrum ganga.
Flúði ég landið frá þér þá,
flúði ég götu langa.
Mætti það skiljast svo að útlegð
höfundar til Grænlands og löng vist
þar hefði verið vegna konu. En ekki
er alltaf óhætt að taka orð skálda
bókstaflega.
Nú hverfum við til nútímalegri
ástamála.
Piltur fór á fjörur við álitlega
stúlku, eru það lítil tíðindi. Vegna
þessa fóru á milli þeirra bréf en
margt annaö hafði á undan gengið, í
vinsemd, sem henni fannst að mætti
nægja, en honum ekki. Hún orti:
AIls hins besta óska ber,
enn verður það að duga.
■ Góðan smekk ég þakka þér,
þagnar dægurfluga.
Okkar líf um langan veg
leynir reynslu sárri.
Ef þú bíður eins og ég
opnast vegir skárri.
Vísa tengd götu í Hafnarfirði. Hún
er svona:
Ætla mér að ekta konu
frá Áifaskeiði,
með henni eiga átta sonu,
átta dætur, þess ég beiði.
í 40 ár hafa hjón, sem að þessum
þætti standa og haft það fyrir fastan
sið að fara að sumarlagi að skoða
þennan fagra bæ, fyrst með börn sín,
síðan ein, jafnan sagt: Hingað kæm-
um við oftar ef auðveldara væri að
ætla á strætisvagn í miðbænum og
jafnoft undrast að kaupsýslumenn
og skattgreiðendur skuli ekki hafa
bætt úr þessu að ráði. Fjölmargir
láta duga að líta í búðarglugga ai
ótta við að missa af vagninum þegar
hann loksins kemur. Ekki þýðir að
spyrja Hafnfirðinga. Þeir eru flestir
bíleigendur. Hagmæltur maður og
kona hans í Kópavogi biðja að heilsa.
Hugsað til Kristjáns míns frá
Djúpalæk sem hallast að endur-
holdgunarkenningunni. En ég sætti
mig bara við eitt líf og ósköp hvers-
dagslegt. Þetta er auðvitað gaman-
mál hjá mér og gæti ég þegið eina
stöku að norðan í þátt minn fyrir
vikiö.
Leiðist mér stundum lífsins þungi
og langar þá burt úr ærslasolli.
- En fæðist svo kannski
sem andarungi
í öðrum og verri drullupolli.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi.
Bridge
HM í Sviss:
Misjafnt gengi íslendinganna
Þegar þetta er skrifað er útsláttar-
keppni sveita í fullum gangi á heims-
meistaramótinu í Genf í Sviss. Önnur
íslenska sveitin, sveit Tryggingamið-
stöðvarinnar, er dottin út en hún var
óheppin með riðil meðan hin, sem
kennd er við Modem Iceland, er enn-
þá á lífi með að ná í úrslitakeppnina.
Andstæðingar Tryggingamiðstööv-
arinnar vom m.a. sveit Chagas frá
Brasilíu, sem er núverandi heims-
meistari, sveit Anders Wirgren frá
Svíþjóð og sveit Klukowskis frá Póll-
andi en þær komust allar áfram
ásamt hollenskri sveit.
Meðan óvíst er um gengi Modem
Iceland er góður árangur Hjördísar
Eyþórsdóttur og Vals Sigurðssonar í
brennideph. Þau skötuhjúin náðu 10.
Bridge
Stefán Guðjohnsen
sæti í parakeppninni af 574 pörum,
sem er náttúrlega frábær árangur.
Sveitakeppninni lauk um helgina
en að henni lokinni hefst keppni um
heimsmeistaratitilinn í tvímennings-
keppni. Nánar um þaö í næsta þætti.
En það voru fleiri en við sem dutt-
um út úr sveitakeppninni, m. a. sterk
dönsk sveit undir forystu Stig Werd-
elin og einnig sænsk sveit undir for-
ystu hins gamla kappa, Anders
Bmnzell.
Við skulum skoða eitt spil frá út-
sláttarkeppninni með Werdehn í að-
alhlutverkinu. N/Allir
* D3
V ÁD32
♦ KD986
+ KG
♦ G106
V K1074
♦ G4
+ 8743 + D2
* Á752
* G95
* 3
+ Á10965
Sagnir gengu þannig með Blakset og
Werdelin í n-s :
Norður Austur Suður Vestur
ltígull pass 1 spaði pass
2hjörtu pass 2grönd pass
3grönd pass pass pass
Þaö var ef th vill ekki óeðlilegt hjá
vestri að spila út laufi eftir sagnirnar
og hann valdi laufasjö. Gosinn úr
blindum, drottningin og Werdelin
drap með ás. Hann sphaði strax
meira laufi á kónginn og síðan litlu
hjarta á gosa sem vestur drap með
kóng.
Vesti'r var nú á tímamótum og
hann fann vörnina - spaðagosa.
Werdelin fann ráð, hann lét lágt úr
blindum, austur kallaði með fjarkan-
um og Werdelin lét tvistinn. Ef vest-
ur heldur áfram með spaðatíu er
spilið tapað en með spaðadrottning-
una eina í bhndum freistaðist hann
til þess að láta lítið frá tíunni og
meira þurfti Werdelin ekki. Hann
drap kóng austurs með ásnum og nú
var spaðinn stíflaður. Austur fékk
síðan tígulás en Werdehn var meö
níu slagi.
Á hinu borðinu var eingöngu spilað
eitt grand í norður og þegar austur
spilaði út tígli fengust tíu slagir.
Stefán Guðjohnsen
Sumarbridge 1990
Þriðjudaginn 4. september mættu
84 spilarar til leiks í sumarbridge. í
A- riðli voru 16 pör (meðalskor 210)
og urðu úrslit þessi:
1. Friðrik Jónsson -
Óskar Sigurðsson............243
2. -3. Guðlaugur Sveinsson -
Lárus Hermannsson............237
2.-3. Guðlaugur Nielsen -
Jón Stefánsson...............237
4. Jóhann Guðlaugsson -
Sigríður Ingibergsd..........232
5. Guðmundur Kr. Sigurðsson -
Þorsteinn Erlingsson.........218
B-riðillinn var jafn og spennandi eins
og reyndar allir riðlarnir. í honum
voru 12 pör (meðalskor 165) og þar
varð niðurstaðan:
1. Björn Eysteinsson -
Jón St. Gunnlaugsson.......188
2. Jacqui McGreal -
Þorlákur Jónsson...........186
3. Björn Amarson -
Guðlaugur Ellertsson.......185
4. Matthías Þorvaldsson -
Sverrir Ármannsson.........175
I C-riðli vom 14 pör (meðalskor 156)
og urðu úrslit þessi:
1. Hermann Lárusson -
Óh Már Guðmundsson.........181
2. Ivar Steiro -
Jonny Fjeldsted............174
3. Helgi M. Gunnarsson -
Jóhannes Sigmarsson........159
4. Magnús Sverrisson -
Rúnar Lárusson............ irs
* K984
V 86
A Á 1 rv7co