Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. Fréttir Tugir kinda drukkna 1 krapi í skurðum og dældum í Vopnafirði: Dró upp fjórar kindur sem drápust í höndunum á mér - segir Guðjón Jósefsson bóndi 1 Strandhöfn 1 Vopnafirði „Ég hef misst átta kindur sem ég veit um en alls er búiö að finna rúm- lega íjörutíu kindur dauöar. Ég fann sjö saman í einum skurði hér neðst í túninu og fjórar þeirra voru með lífsmarki þegar ég dró þær upp en þær drápust í höndunum á mér,“ sagði Guðjón Jósefsson, bóndi í Strandhöfn í Vopnafirði, við DV. „Þetta var ljót aðkoma og frekar vil ég finna þetta alveg dautt en svona í andarslitrunum. Mér kæmi ekki á óvart þótt það ætti eftir að fara yfir 100 sem hefur drepist." Tugir kinda frá þremur bæjum á norðurströnd Vopnafjarðar drukkn- uðu í krapa í skurðum og dældum sem þær hröktust í undan noröan- stormi aðfaranótt föstudags. Féð var aö mestu í heimahögum og neöst í Sandvíkurheiði og Bakkaheiöi. Þaö hraktist undan veðrinu og fennti í skuröum og dældum og þar drukkn- aöi það eöa kafnaði í snjó. Undir morgun á föstudag fór að rigna og varð snjórinn að krapi svo að nú má heita ófært um svæðið og hefur því veriö erfitt um vik að leita. „Þetta er versta veður sem ég man eftir á þessum árstíma og sama segir nágranni minn sem hefur búið hér í 70 ár. Við höfum lítið getaö leitað nema í næsta nágrenni við bæina. Hér er allt á floti og engin leið að komast um landið fyrir krapi,“ sagði Guðjón Jósefsson í Strandhöfn. Féð sem drukknaði var einkum frá þremur bæjum viö norðanverðan fjörðinn, Strandhöfn, Ljósalandi og Hámundarstöðum. Auk þess gengur fé frá Syðri-Vík og Hróarsstöðum á svipuðum slóðum og er alls um að ræða 12-1400 fjár, flest frá Strand- höfn og Syðri-Vík eða rúmlega 300 frá hvorum bæ. „Það verður ekkert hægt að fara í heiðina fyrr en færið breytist, annað- hvort þiðnar eða frystir," sagði Guö- jón. Hann taidi að nokkrar vikur gætu liðið þar til ljóst yrði hve skað- inn hefur orðið mikill. „Það þýðir ekkert að leita, það sem á annað borð hefur fennt er dautt,“ sagöi Ingileif Bjarnadóttir, húsfreyja á Hámundarstöðum, í samtali við DV. Synir hennar fóru gangandi til leitar í gær og hún vissi ekki hve margt fé heföi farist frá Hámundar- stöðum. Bjargráðasjóður hefur í sumum til- fellum bætt fjárskaða af þessu tagi ef tjónið er talið fram yfir það sem mega teljast eðlileg vanhöld. -Pá Hafnarmannvlrki á Skagaströnd grotna niður: Hræddir um að hluta haf nargarðsins skoli út Eins og sjá má er ástand hafnargarðsins á Skagaströnd ekki gott. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson ÞórhaDur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „Það er alveg óskaplegt hvemig höfnin hérna er farin. Mannvirkin, sem komin eru til ára sinna, eru að grotna niður vegna þess að fjárveit- ingar fást ekki til nauðsynlegs við- halds. Við erum dauðhræddir um að hlutar hafnargarðsins hrynji og skoh út í verstu brimum," segir Vilhjálm- ur Skaftason sem gegnir nú starfi hafnarvarðar á Skagaströnd. Það fer ekki framhjá neinum að hafnarmannvirki á Skagaströnd eru mjög iUa farin. Planið í hafnargarð- inum Utur mjög Ula út. Veriö er að smásteypa í verstu slörkin í planinu og utan á garðinn. í fyrra var til dæmis steypt í byrði fremsta hluta hafnargarðsins sem svokölluö innr- ásarker bera uppi. Komin eru göt á kerin og brimvörn hefur skolað burtu á nokkru biU syðst. Það er þessi fremsti hluti garðsins sem menn eru hræddastir um. Gamla löndunarbryggjan þarfnst einnig viðhalds en hún er nokkuö sigin í miðjunni og er jafnvel óttast að hún gUðni í tvennt einhvern dag- inn. Urðun úrgangsefna við Steinullarverksmiðjuna: Akæra verður ekki gef in út Ekki verður krafist frekari að- gerða hjá ríkissaksóknara vegna íljótandi úrgangsefna sem grafinn voru upp í 28 tunnum við SteinuU- arverksmiðjuna á Sauðárkróki í aprU síðastliönum. Málið hefur því verið fellt niður og ákæra verður ekki gefin út. Niö- urstaðan lá fyrir hjá embættinu þann 3. september. Urðun efnanna hafði farið fram röskum tveimur árum áður en tunnurnar voru grafnar upp. Sýni úr þeim voru send til Danmerkur í efnagreiningu. Niðurstaða heil- brigðisyfirvalda var að efnin væru ekki skaðleg umhverfinu. Björn Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, sem annaðist rannsókn málsins, sagði hins vegar að skýrt væri tekið fram í starfs- leyfi verksmiðjunnar aðlirðun flót- andi úrgangsefna væri óheimil - án tillits til hve hættuleg efnin væru. -ÓTT Lögreglan á götunni næsta vor? Siguröur Sverrissan, DV, Akranea: Samkomulag hefur tekist á milli Akraneskaupstaðar og Myndbanda- leigunnar Áss um sölu á gömlu bæj- arskrifstofunum að Kirkjubraut 8. Húsið er selt meö þeim fyrirvara að tónlistarskólinn fái að vera áfram í húsinu í einhvern tíma. Þessi kaup myndabandaleigunnar' þýða að lögreglan, sem hefur leigt hluta hússins undir bækistöövar sín- ar, er á götunni frá og með 1. apríl næstkomandi. Ríkið á þó þann hluta hússins þar sem fangageymslur eru, svo og viðbyggingu sem notuð er sem bílageymsla. Ríkið hefur fest kaup á húsnæði við Þjóðbraut en vinna er enn ekki hafin við innréttingu þess. Ljóst er að hafa þarf hraðar hendur við inn- réttingu þess ef takast á að tryggja lögreglunni húsnæði áður en leigu- samningurinn rennur út. í dag mælir Dagfari Eins og nafn Hagstofunnar bend- ir til hefur hún með hag þjóðarinn- ar að gera og hagsmuni yfirleitt en sérgrein hennar er þó hagkvæmni á öllum sviðum. Dagfari getur ekki annað en dáöst að hagkvæmninni á Hagstofunni, eins og henni var lýst í Fréttaljósi hér í DV fyrir helg- ina. Af hyggjuviti sínu og hagsýni hefur Hagstofan komist að þeirri niöurstöðu að hagkvæmast sé og öllum fyrir bestu að gefa aldrei upp fleiri en fimm kennitölur í einu. Nákvæmlega var lýst símtölum við kurteist og elskulegt starfsfólk Hagstofunnar, sem greiðlegá gaf upp fimm kennitölur en þegar að sjöttu kennitölunni kom sagði starfsfólk hagsýninnar með ljúf- mennsku: „Nú veröur þú að leggja á og hringdu svo aftur, vinur.“ Ekki var því lýst sérstaklega hvemig shtið er á sjöttu kenni- töluna þegar fyrirspyrjandi er staddur við afgreiðsluborðið í Hag- stofunni sjálfri en ekki er að efa að því er haganlega fyrir komiö. Má t.d. hugsa sér aö viðkomandi sé beðinn að fara fram á gang og loka vel á eftir sér hurðinni, „og komdu svo aftur, vinur“ gæti starfsfólkið sagt við hann elsku- Hringdu aftur, vinur lega, eins og því einu er lagið. Þótt ekki hafi verið gefnar upp sérstakar ástæður fyrir því að starfsfólk Hagstofunnar takmark- ar sig við töluna fimm má geta nærri að þetta er gert af hag- kvæmnisástæðum. Hagstofustjóri gæti t.d. hafa séð í hendi sér aö hann sjálfur og starfsfólkið yfirleitt er með fimm fingur á hvorri hendi. Er ekki lítið hagræði í því, svo ekki sé talað um öryggi, að geta kontról- erað kúnnann með svo handhægu mæhtæki sem fingrum annarrar handar. En það má víðar hagræða en á Hagstofunni. Liprar þjónustustofn- anir, og dettur manni þá fyrst í hug Húsnæðisstofnunin, gætu mikið af Hagstofunni lært í hagkvæmni. Þeir fá ekki nema sjö þúsund sím- hringingar á dag á þeim bæ og mikið yrði nú lífið léttara ef starfs- fólkið gæti shtið þessum erfiðu símtölum með því að telja á sér puttana og segja eftir fimm spurn- ingar gjaldþrota húsbyggjanda: Hringdu aftur, vinur. Við lifum á timum kvóta á öllum sviðum sem gáfaöir stjórnmála- menn úthluta og breiðfylking opin- berra starfsmanna í þjónustu þeirra sér um framkvæmd myrk- ranna á milli. Alveg ólýsanlegt ves- en og umstang er kringum alla þessa kvóta og endalausar fyrir- spurnir og kvabb. Nú hefur Hag- stofan fundið upp síma- og fyrir- spumakvótann FIMM, sem á eftir að breiðast út og verða vinsælasti kvótinn hjá meirihluta þjóðarinn- ar, þ.e.a.s. opinberum starfsmönn- um. Þeir eru kannski ekki í meiri- hluta eins og er en verða þaö ábyggilega þegar fimmkvótinn breiðist út eins og hann á skilið, því vitaskuld þarf a.m.k. að fimm- falda frá því sem nú er þann fjölda opinberra starfsmanna sem svarar í símann og segir í hverju símtali eftir fimm setningar: Hringdu aft- ur, vinur. Eins og geta má nærri er glatt á hjaha hjá símanum þessa dagana eftir að þaö spurðist að Hagstofan teldi hagkvæmast fyrir sig og vini sína, eins og starfsfólkið kallar þá sem hringja, að hringja aftur og aftur á fimm nafna fresti. Nú hafa skrefateljarar símans nóg að gera og peningarnir streyma í kassann og er þó fimmkvótinn bara rétt að byrja. Brátt kemur að því að þeir sem svara fyrirspurnum um þorskkvótann, rækjukvótann, karfakvótann o.s.frv. taka upp fimmkvótann og læra jafnvel að vera elskulegir í röddinni, eins og þeir á Hagstofunni, þegar þeir segja í hveiju símtali: Hringdu aftur, vin- ur. En kvóti er víðar en í sjávarút- vegi og dettur Dagfara ekki í hug að gleyma landbúnaðinum sem DV hefur ævinlega borið fyrir brjósti. Þar vantar nú ekki kvótana, búfjár- mörkin, kúgildin, ærgildin og allt það. Má nærri geta aö í því kerfi öllu þarf heldur betur að svara fyr- irspurnum um kinda-, kúa- og hrossastofn þjóðarinnar og hljóta þeir sem í þvi standa að vera orðn- ir óskaplega þreyttir. Það segir sig sjálft að í þessu landbúnaðarkvóta- kerfi er fimmkvótinn alveg upp- lagður. Ætli þaö verði ekki munur fyrir manninn sem þarf daginn út og inn að svara fyrirspurnum bænda um niöurskurð á riðufé að geta sagt svona á fimm kinda fresti: Hringdu aftur, vinur, og lagt svo á og fengið sér í nefiö. í seinni tíð hefur stundum heyrst nöldur út í opinberan rekstur og einstaka frekjuhundar gjamma jafnvel um einkavæöingu á hinu og þessu. Það á ekki að hlusta á þetta væl. Hagstofan hefur sýnt og sannað að hag þjóðarinnar er best borgið í höndum ríkisstarfsmanna, sem hafa hagkvæmni og hagsýni að leiðarljósi. Þetta munu forystu- menn þjóðarinnar skilja og taka sjálfir upp fimmkvótann. Dagfari er strax farinn að hlakka til að heyra í Steingrími Hermannssyni þegar hann segir við fréttamann eftir fimm spurningar: „Viltu ekki leggja á og hringja aftur, vinur?“ Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.