Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. 11 Utlönd Aoun boðar frið í Líbanon Michel Aoun, leiötogi kristinna í Líbanon, segist tilbúinn aö færa miklar fórnir til að binda enda á 15 ára borgarastríð í landinu. Andstæð- ingar Aouns hafa undanfarið sótt að höfuðvígi hans í Beirút og er hann nú aðþrengdur. „Ég er tilbúinn að taka í hverja þá sáttahönd sem rétt er fram í sannri trú á að friður geti komist á í landinu," sagði hann í gær. „Ég er tilbúinn að færa miklar fórnir til aö friður megi komast á og landið verði í raun fullvalda á ný.“ Það eru einkum kristnir með- bræður Aouns sem sækja að honum. Aoun hefur skorað á skæruhða ann- arra hópa í landinu að láta átökin afskiptalaus og ráðast ekki á menn hans. Hann hefur nú um 15 þúsund menn undir vopnum. Kristnir menn hafa lagt hart aö Aoun að láta af stjórn í her landsins en hann var hershöfðingi hans þegar stjórnin leystist upp. Enginn forseti hefur verið í landinu síðustu tvö ár og landið stjórnlaust. TaUð er aö Aoun vilji nú vingast við múslima þegar kristnir menn sækja að honum. Eins og málin standa nú virðist það eina lausnin og geta orðið grundvöllur að nýrri ríkisstjórn í landinu. Þó þykir mjög óvarlegt að telja að þaó geti leitt til friðar því að margir hópar skæruliöa gætu aldrei stutt slíka stjórn. Reuter Vatni var dreift úr þyrlum til að slökkva mikla skógarelda á frönsku Rivier- unni um helgina. Símamynd Reuter Skógareldar valda miklu tjóni á frönsku Rivierunni ENIISSAN MICRA NI55AIM EKKl BARA FALLEGUR OG ÞÆGILEGUR HELDUR EINNIG NlÐSTERKUR OG ÖRUGGUR Rúmgóður og bjartur og auðvelt að leggja í stæði. Fjögurra strokka vél, sparneYtín, hljóðlát og aflgóð. Þríggía ára ábyrgð. Ingvar Helgason M Sævarhöfða 2 sími 91-674000 -tekist hefur aö slökkva þá 1 bili Tekist hefur að ráða niöurlögum mikilla skógarelda sem geisað hafa að undanfórnu á frönsku Rivierunni. Eldarnir hafa valdið miklu tjóni á þessum vinsæla ferðamannastað og er taliö að skógar þar muni ekki ná sér næstu árin. Þótt engin eldar loguðu síðustu nótt óttuðust menn mjög að þeir kynnu að brjótast út á ný þá og þeg- ar. Mjög þurrt er á svæðinu og má ekkert út af bera til að bálið kvikni ekki á ný. Þurft hefur að flytja um 2500 manns frá heimilum sínum frá því á föstudag þegar eldarnir brutust út af auknum krafti. Mörg hús hafa eyðilagst í eldinum. Talið er að allt að 12 þúsund hektarar af skóglendi hafi eyðilagst. Á sumum svæðum er hvert einasta tré dautt. Reykjarmökkur huldi um helgina baðstrendur á Rivierunni, þar á með- al þá frægustu við Saint-Tropez. Vindur var heldur hvass og olli þaö enn meiri eriðleikum við slökkvi- starfið. Slökkviliðið á þessu svæði notar þyrlur til að flytja vatn og er talið að ef þeirra hefði ekki notið við hefði tjónið urðið mun meira. Reuter Jan P. Syse segir ekki af sér embætti: Norsk stjórnmál munu líða lengi fyrir Syse-málið - segir Gro Harlem Bruntland „Mál Syses á eftir að setja mark sitt á norsk stjórnmál í mörg ár,“ sagði Gro Harlem Bruntland, fyrrum forsætisráðherra Noregs, eftir að Jan P. Syse hafði gefið út yfirlýsingu um að hann hygðist ekki segja af sér embætti. Bruntland er helsti andstæðingur Syses í norskum stjórnmálum en hefur þó ekki krafist þess að hann segi af sér embætti forsætisráðherra vegna brotanna sem hann hefur við- urkennt gegn hlutafélagalögum landsins. Þrátt fyrir ákvörðun Syses seint á fóstudagskvöldið er því spáð að hann eigi ekki eftir að sitja lengi í embætt- i.Hann sætir harðri gagnrýni í Nor- egi og þeir eru margir sem ekki sætta sig við afsakanir hans einar. Syse hefur margoft beðist afsökunar á brotum sinum en segir að þau séu svo smávægileg að þau réttlæti ekki afsögn. Á fóstudag fékk hann skýrslu end- urskoðenda um brot sín og eftir að hafa íhugað hana fram á nótt ásamt helstu samstarfsmönnum sínum ákvaö hann að segja ekki af sér emb- ætti. Hægri menn í Noregi styðja Syse flestir hverjir en mörg dagblöð þar í landi hafa krafist afsagnar og ekki er gert ráð fyrir að málinu sé lokið. NTB Sígild borðstofu- húsgögn Frábært verð Skápur, bord með tvcer stœkkun- arplötur og sex stólar. Verð aðeins kr. 285.000,- Komið og skoðið hið mikla úrval okkar af öllum gerðum húsgagna. Opið allar helgar TMHÚSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.