Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022 - FAX: (91'27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ f VERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 100C kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Skipulögð fátækt Alvarlegur sjúkdómur hefur einkennt íslenskt efna- hagslífs síðustu áratugina. Meinið hefur einkum brotist út með tvennum hætti. Annars vegar í nánast kerfis- bundinni tilhneigingu stjórnvalda, fyrirtækja og ein- stakhnga til þess að eyða meiru en aflað er. Hins vegar í þeirri nær óviðráðanlegu áráttu stjórnmálamanna og flokka að sóa miklum hluta teknanna í framkvæmdir og fyrirtæki sem skila þjóðinni engum arði. Hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem þurfa að standa á eigin fótum, leiðir þessi sjúkdómur til skjóts fjárhagslegs dauða í formi gjaldþrots. Það tekur hins vegar lengri tíma fyrir ríkisvernduð fyrirtæki, sem eru fóðruð á fjármagni skattborgaranna, að falla fyrir sjúkdómnum vegna þess að hluti hans er færður yfir á þjóðfélagið í heild. En einnig þar kemur að lokum að skuldaskilum. Þjóð sem gerir hvoru tveggja í senn að eyða meiru en hún aflar og að sóa verulegum hluta tekna sinna í óarðbærar framkvæmdir og fjárhagslega vonlaus fyrir- tæki er með skipulegum hættf að gera sig fátæka. Sérhvert ár, sem skattborgararnir eru látnir halda úti miklu fleiri frystihúsum, fiskvinnslustöðvum og fiskiskipum en þörf er á til þess að nýta sem hag- kvæmast og skynsamlegast fiskistofnana við landið, er verið að gera þjóðina fátækari. Sérhvert ár, sem haldið er uppi með fjármagni skatt- borgaranna alltof mikilli og dýrri landbúnaðarfram- leiðslu innan við Berlínarmúr innflutningsbanns, er verið að rýra lífskjör þjóðarinnar. Það er einmitt slík skipulögð fátækt sem blasir við íslenski þjóð ef ekki verður snarlega breytt um stefnu og vinnubrögð. Þráinn Eggertsson prófessor lýsti þessum vanda ný- lega er hann sagði í viðtali að íslendingar stæðu á kross- götum: „Það eru töluverðar líkur á því að um næstu aldamót verði ísland eitt fátækasta ríki Evrópu og þótt víðar væri leitað. Ástæðan felst í skipulagi hagkerfisins sem ræðst öðru fremur af stjórnkerfinu og hugmynda- fræði fólksins“. Þráinn benti einnig á að íslendingar væru ekki einir á báti í þessu efni: „ Á Nýfundnalandi, Grænlandi, íslandi, í Færeyjum og Norður-Noregi er verið að leggja hagkerfi í rúst sem staðið gætu með blóma ef rétt væri haldið á spilunum“. Þessi varnaðarorð ættu ekki að koma lesendum DV á óvart því oftsinnis hefur verið vakin athygli á því á síðum blaðsins hvert íslendingar stefna ef ekki verður snúið af braut sóunarinnar. íslendingar hafa verið að dragast aftur úr iðnþjóðun- um í lífskjörum frá því í upphafi níunda áratugarins þegar landsframleiðsla á mann á íslandi var sú þriðja mesta aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar, OECD. Nú erum við dottin niður í sjötta sætið. Staða okkar er þó mun lakari en þessar tölur gefa til kynna. Mikilh landsframleiðslu á mann hefur verið haldið uppi hér á landi með vinnuþrælkun. Þegar lands- framleiðslan hefur verið metin miðað við verðlag eins og gert er í öðrum OECD-löndum, þannig að saman- burður á lífskjörum sé raunhæfur, og landsframleiðsl- unni síðan deilt niður á vinnuframlag þjóðanna lenda íslandingar í tuttugasta sæti. Aðeins Portúgal, írland, Grikkland og Tyrkland fá verri útkomu. En það er ekki öll nótt úti. íslendingar geta enn snú- ið af villubrautinni. Það er einungis spurning um vilja. Elías Snæland Jónsson Ég var á ferö um Þýskaland og Rússland, þegar fréttist um lát Geirs Hallgrímssonar, fyrrverandi forsætisráöherra og formanns Sjálfstæöisflokkins, og gat þess vegna ekki minnst hans fyrr en nú. Ég kynntist Geir nokkuð síöustu árin, sem hann liíði: Raunar var hann ásamt Davíð Oddssyni borg- arstjóra sá maður, sem helst naut þess vafasama heiöurs að taka viö símtölum frá mér, þegar ég var sem hneykslaðastur vegna viðburða á stjórnmálasviðinu. - Alltaf brást Geir við mér af jafnaðargeði, og oftar en ekki fannst mér raunar, að þessi orðvari, yfirlætislausi maður væri mér sammála. Hér langar mig hins vegar til að fara nokkrum oröum um eitt at- riði, sem aðeins hefur veriö vikiö að lauslega í minningargreinum um hann. Það er, að Geir Hall- grímsson hafði ákaflega fastmótað- ar og vel ígrundaðar stjómmála- skoðanir. Hann hafði ungur orðið fyrir miklum áhrifum af ensk- austurríska hagfræðingnum Frið- rik Ágúst von Hayek. Hann var eins og Hayek eindreginn andstæð- ingur ríkisforsjár og hafta og ötull stuöningsmaður atvinnufrelsis og einkaframtaks, ekki síst vegna þess að í skipulagi slíkra gilda njóta ólíkir einstaklingar sín best. Geir Hallgrímsson, fyrrv. forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins. - „Eindreginn andstæðingur rikisforsjár og hafta“, segir grein- arhöf. m.a. Að Geir Hallgríms- syni látnum Gömul ritdeila rifjuð upp Árið 1945 var Geir Hallgrímsson ritstjóri eins konar æskulýössíðu, sem Samband ungra sjálfstæðis- manna hafði þá til ráðstöfunar í Morgunblaðinu. Þá hafði hann ný- lesið Leiðina til ánauðar eftir von Hayek í útdrætti, sem birst haföi í bandaríska tímaritinu Reader’s Di- gest. Hann fékk Ólaf Björnsson hag- fræðing til þess að íslenska þennan útdrátt og birti í nokkrum hlutum á síðu sinni í Morgunblaðinu. Boð- skapur Hayeks í Leiðinni til ánauð- ar var sem kunnugt er, að sósíal- ismi hlyti að leiða til alræðis og lögregluríkis. Var þá miðað við sós- íalisma í hefðbundinni merkingu sem miðstýrðan áætlunarbúskap og sameign framleiðslutækja. Benti Hayek meðal annars á það, aö í ríki, þar sem menn ættu alla afkomu sína undir stjórnvöldum, væri erfitt eða ókleift að snúast gegn þeim, jafnvel þótt það væri leyft í settum lögum og reglum. Þjóðviljinn og Alþýðublaðið brugðust ókvæða við þessum skrif- um, og var háð söguleg ritdeila á milli þessara blaða og Morgun- blaðsins, þar sem ritstjórar Morg- unblaðsins og Ólafur Bjömsson héldu auk Geirs uppi vörnum fyrir Hayek. KaUaði Þjóðviljinn meðal annars Ólaf Bjömsson „landsviðundur" og von Hayek „heimsviðundur". Sagði blaðið, að skoðanir Haykes á þjóð- málum gengju þvert á stefnu ný- sköpunarstjómarinnar, samstjóm- ar sjálfstæðismanna, sósíalista og Alþýðuílokks, sem þá var við völd, og má það til sanns vegar færa. Ungur og róttækur hagfræðing- ur, sem þá skrifaði í Þjóðviljann, Jónas H. Haralz, ráðlagði sjálfstæð- ismönnum í föðurlegum tón að velja sér einhvern annan spámann er von Hayek, til dæmis William Beveridge eða John Maynard Keynes. Geir lét sér hvergi bregða og flutti mál sitt af mikilli rökfestu. En það er kaldhæöni örlaganna, að Jónas H. Haralz geröist síöar einn helsti formælandi atvinnu- frelsis og einkaframtaks á íslandi og að daginn, sem ég fór frá Moskvu, 14. september, var afhjúp- uð þar bijóstmynd af von Hayek. Tvær greinar Geirs í tveimur athyglisveröum rit- smíðum Geirs Hallgrímssonar má Kjallarinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði greina sterk áhrif frá von Hayek. Aðra greinina skrifaði hann í Stefni 1958 í tilefni þess, að Kremlverjar höfðu þá neytt Boris Pastemak til að hafna nóbelsverðlaunum í bók- menntum. Geir benti þar á það, að í ríki áætlunarbúskapar hlytu stjórnvöld að leitast við að taka list- ir og vísindi í þjónustu sína. Þau gætu ekki þolað þegnum sínum að sinna sjálfstæðum markmiðum: Þau gætu truflað sigurgöngu sós- íalismans. Geir benti enn fremur á það, aö sterkt samband væri á milh hugs- unarfrelsis og athafnafrelsis. Hugs- unarfrelsið væri nafnið tómt, ef menn gætu ekki leitað annaö með verk sín en til ríkisrekinna fyrir- tækja. Hvar ættu stjórnarandstæð- ingar að prenta rit sín, þar sem stjórnin réði yfir öllum prentsmiðj- um? Geir var einmitt eindreginn stuðningsmaður frelsis í útvarps- rekstri. Haustið 1984, þegar við tók- um nokkrir upp á því að reka út- varpsstöð í verkfalli ríkisútvarps- manna, vildi Geir, sem þá var utan- ríkisráðherra, að gefin yrðu út bráðabirgðalög, sem felldu úr gildi einkaleyfi Ríkisútvarpsins til út- varpsreksturs. Strandaði þetta á framsóknarmönnum. Hin greinin var um stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins og birtist árið 1965. Þar rakti Geir í glöggu máli helstu rök fyrir því aö dreifa valdinu og tryggja meö því sjálf- stæði hinna ólíku eininga þjóðlífs- ins, en samstilla síðan krafta þeirra með frjálsri verðmyndun og sam- keppni. Hann benti á þau gömlu og nýju sannindi, að í frjálsri samkeppni verða framleiðendur að leitast við að fullnægja sem best þörfum neyt- enda. Hin ósýnilega hönd sem Ad- am Smith kallaði svo, leiddi at- hafnamenn óháð vilja þeirra að því að vinna að almenningsheill. Á þessari hugsun hvílir það skipulag, sem við Vesturlandamenn höfum að mestu leyti búið við síðustu tvær aldir og fært hefur okkur meira svigrúm og velmegun en áður hef- ur þekkst, eins og hinar ógæfu- sömu þjóðir Austur-Evrópu og Ráðstjórnarríkjanna sjá nú skýrt. Geir Hallgrímsson var um árabil stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins. Hann lagði rétti- lega áherslu á það að blaðið yrði ekki málpípa Sjálfstæðisflokksins. Það ætti að vera óháð, opið blað. En það kom margoft fram í sam- tölum okkar, að að hann vildi síður en svo, að það yrði stefnulaust. Það ætti, taldi hann, aö fylgja hinni gömlu góðu sjálfstæðisstefnu - stefnu einstaklingsfrelsis og einka- framtaks. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ,,.Geir Hallgrímsson haföi ákaflega fastmótaðar og vel ígrundaðar stjórn- málaskoðanir. Hann hafði ungur orðið fyrir miklum áhrifum af ensk-austur- ríska hagfræðingnum Friðrik Ágúst von Hayek.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.