Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. 13 Lesendur .. það virðist enn vera stefnan að auka erlendar skuldir og stunda peningaprentun eins og ekkert hati í skorist." stytta bréf og símtöl Erlendar lántökur aldrei meiri: Hverju lofuðu þeir? Sigurjón Jónsson skrifar: Ekki virðist ætla að minnka kúfur- inn á skuldum okkar erlendis. Nú er það opinbert að erlendar lántökur okkar íslendinga jukust um rúmlega 20% á síðasta ári og voru samtals tæpir 25 núlljarðar króna! - Og árið þar áður (þ.e. árið 1988) voru erlendu lántökurnar rúmlega 21 milljarður króna. Nú er svo komið að við íslendingar skuldum hvorki meira né minna en 150 til 166 milljarða króna eftir því við hvaða gengi er miðað. Þetta er rúmlega helmingur af verðmæti landsframleiðslunnar á síðasta ári. - Og stærstur hluti erlendu lántök- unnar, t.d. á síðasta ári, fór í aö greiða margra milljarða króna skuld við Seðlabankann vegna ríkissjóðs- halla. Það þýðir með öðrum orðum að sú upphæð er umframeyðsla landsmanna, líklegast vegna algjör- lega óþarfrar eyðslu, þ.m.t. efndir loforða þingmanna og ráðherra til kjósenda vítt og breitt um landið. Aðrar erlendar lántökur eru svo vegna framkvæmda sveitarfélaga, lán til skipakaupa og viðgerða á fiski- skipum og margra annarra hluta. - En það sem slær mann mest þegar maöur les um þessar erlendu lántök- ur er það að ráðherrar hafa marg- sinnis ítrtekað að erlend lán yrðu ekki aukin og væri raunar eitt aðal- stefnumarkið hjá þessari ríkisstjórn að auka þær ekki. - Það mætti bara alls ekki koma til álita! En við hverju er að búast hjá ráð- herrum sem ekki eru sjálfir neinir snillingar í fjármálum, ef frá er talin sú kúnst þeirra að geta eytt til ferða- laga og uppihalds vegna þeirra meira en nokkru sinni hefur áður þekkst? - Það er ekki laust við að menn hér á landi með sæmilegt fjármálavit fari að hugsa sem svo hvort ekki sé alveg vita vonlaust að vera með sjálfstæð- an ríkisbúskap við þessar aðstæður. En kannski spilar núverandi ríkis- stjórn upp á þann möguleika einan að komast sem fyrst undir vernd- arvæng hinnar sameinuðu Evrópu, og geta þar með samið um sérstök kjör við að greiða niður hinar ógn- vekjandi skuldir okkar? - En hvað sem öðru líður virðist það enn vera stefnan að auka erlendar skuldir og halda áfram peningaprentun eins og ekkert hafi í skorist. L'ORÉAL ITM llfT mti.AR^MKAIVW Allir bankar og sparisjóðir hafa nú samein- ast um einn Hraðbanka, eitt net sem tekur við af tveimur. Afgreiðslustaðirnir verða 25 talsins og standa þér alltaf opnir. Þú þarft ekki að keppa við tímann; þú getur sinnt öllum algengustu bankaerindum í Hraðbankanum, þegar þér hentar best. Hraðbankinn býður þér: • að taka út reiðufé, allt að 15.000 kr. á dag • að leggja inn peninga/tékka • að millifæra af sparireikningi á tékka- reikning eða öfugt • að greiða gíróseðla með peningum/tékk- um eða millifærslu af eigin reikningi • að fa upplýsingar um stöðu eigin reikninga. Bankakort Búnaðarbanka, Landsbanka, Samvinnubanka og sparisjóðanna gilda í Hraðbankann, svo og Tölvu- bankakort íslandsbanka, sem gefin hafa verið út á árinU 1990. Ef þú átt ekki kort, færðu nýtt Hraðbankakort í útibúinu þínu. Kynntu þér möguleikana vel - láttu Hraðbankann þjóna þér! fah Hraöbankinn -ÞJÓNUSTA NÓTT SEM NÝTAN DAG! a!vm 5 OtEJE-tHAMX ",Wííy» (í eCVITAl ÍIEIESHAMFOO JSJ08A ÖMHS Q&Mtm r«T Hraðbankinn er stilltur fyrir þig - allan sólarhringinn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.