Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 4
20 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. íþróttir DV íslensku landsliösmennirnir, sem leika með erlendum félags- liöum, komust allir heilir út úi’ leikjura helgarinnar. Þeir komu á móts viö aöra landsliösmenn í London á hádegi í dag og þaðan flýgur liöið til Tékkóslóvakíu. ís- lendingar mœta Tékkum í Evr- ópukeppninni í Kosíce á miðviku- daginn kemur og hefst leikurinn klukkan 15.30 að íslenskum tima. Guðni Bergsson lék með Tott- enham gegn Crystal Palace og skílaði sínu hlutverki með sóma. Guðni slapp meö meiösli en auk hans kemur frá Engiandi Sigurð- ur Jónsson, Arsenal, en hann lék ekki með félagi sínu á laugardag- inn. Sigurður Grétarsson sagði í samtali við DV i gær aö hann hefði sloppíð við meiðsli í leik með Grasshoppers gegn Lugano. Ólafiir Þórðar son hjá Brann fékk spark aftan á hnéð gegn Tromsö en hann sagði að þaö væri ekki alvarlegt og hann yrði orðinn góðurfyrir leikinn gegn Tékkum. -JKS • Lið ársins, Hörpulið sumarsins 1990, að mati Hörpu og DV. Hér sjást leikmenn liðsins með viðurkenningaarskjal DV-mynd GS Sævar bestur Ægir Már Kárason, DV, Sudumes)um; „Eg er alveg í skýjunum og mjög ánægður með þennan áfanga. Ég átti ekkert frekar von á þessu og hélt alveg eins að Dani- el bróðir minn myndi verða út- nefndur," sagði Grétar Eínars- son, knattspyrnumaður í Víði, en hann var um helgina útnefndur besti leikmaður 2. deiidar í knatt- spyniu í sumar. „Ég þakka þetta strákunum í líðinu og frábærum þjálfara. Annars var þetta skemmtilegur endir á skemmtilegu keppnis- tímabili," sagöi Grétar Einars- son. Hann var að auki útnefndur besti sóknarleikmaður 2. deildar og einnig varð hann markakóng- ur. Lokahóf leikmanna í 2. deild fór fram í Glaumbergi í Keflavík um helgina og var þaö skipulagt af þeim Eggert Jónassyni, Fylki, og Sigurði Gústafssyni, Víöi, og þótti takast mjög vel. - mikið fjörá lokahófi knattspymimianna um helgina Sævar Jónsson, Val, var um helgina kosinn besti leik- maður íslandsmótsins 1 knattspyrnu. Sævar lék marga frábæra leiki með Valsliðinu í sumar og skor- aði mikið af mörkum fyrir félag sitt. Var hann mjög vel að þessari viðurkenningu kominn. Lokahóf knattspyrnu- manna fór fram með pompi og pragt á Hótel íslandi á laugar- dagskvöldið og var margt um manninn. • Hörpulið sumarsins 1990, valið af Hörpu og DV, var til- kynnt. Liðið skipa eftirtaldir leikmenn: Bjarni Sigurðsson, Val, Þorgrímur Þráinsson, Val, Kristján Jónsson, Fram, Sæv- ar Jónsson, Val, Pétur Ormslev, Fram, Rúnar Kristinsson, KR, Ragnar Margeirsson, KR, Andrej Jerina, ÍBV, Hlynur Stefánsson, ÍBV, og Hörður Magnússon, FH, og Jón Erling Ragnarsson, Fram. • Steinar Guðgeirsson, Fram, var valinn efnilegasti leikmað- ur 1. deildar. • Vanda Sigurgeirsdóttir, ÍA, var valinn besti leikmaðurinn í kvennaflokki. Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA, var valinn efnilegasti leik- maðurinn í kvennaflokki. -SK • Sævar Jónsson, Val, besti leikmaður Islandsmótsins í 1. deild karla, og Vant Sigurgeirsddóttir, ÍA, best í kvennaflokki. DV-mynd G Dragostyttan Stjaman í Garðabæ fékk Drago- styttuna sem veitt er prúðasta liði 1. deildar. Stjarnan hlaut 18 stig en KR-ingar urðu í öðru sæti með 20 stig. • Grétar Einarsson fagnar glæsilegum árangri í sumar. Hann var kosinn besti leikmaður 2. deildar og að auki bestiu sóknarleikmaðurinn og svo varð hann markakóngur í 2. deild og hlaut Mitreskóinn í ár. DV-mynd Ægir Már Kárason • Markahæstu leikmenn 1. deildar 1990. Fyrir miðju er Hörður Magnússon, FH, markakóngur 1990, en hann hlaut gullsk Adidas annað árið í röð og skoraði 13 mörk í sumar. Til vinstri er Ragnar Margeirsson og til hægri Guðmundur Steinssc en þeir skoruðu 10 mörk hvor og hlutu silfurskó Adidas. DV-mynd G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.