Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 1990Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 4
20 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. íþróttir DV íslensku landsliösmennirnir, sem leika með erlendum félags- liöum, komust allir heilir út úi’ leikjura helgarinnar. Þeir komu á móts viö aöra landsliösmenn í London á hádegi í dag og þaðan flýgur liöið til Tékkóslóvakíu. ís- lendingar mœta Tékkum í Evr- ópukeppninni í Kosíce á miðviku- daginn kemur og hefst leikurinn klukkan 15.30 að íslenskum tima. Guðni Bergsson lék með Tott- enham gegn Crystal Palace og skílaði sínu hlutverki með sóma. Guðni slapp meö meiösli en auk hans kemur frá Engiandi Sigurð- ur Jónsson, Arsenal, en hann lék ekki með félagi sínu á laugardag- inn. Sigurður Grétarsson sagði í samtali við DV i gær aö hann hefði sloppíð við meiðsli í leik með Grasshoppers gegn Lugano. Ólafiir Þórðar son hjá Brann fékk spark aftan á hnéð gegn Tromsö en hann sagði að þaö væri ekki alvarlegt og hann yrði orðinn góðurfyrir leikinn gegn Tékkum. -JKS • Lið ársins, Hörpulið sumarsins 1990, að mati Hörpu og DV. Hér sjást leikmenn liðsins með viðurkenningaarskjal DV-mynd GS Sævar bestur Ægir Már Kárason, DV, Sudumes)um; „Eg er alveg í skýjunum og mjög ánægður með þennan áfanga. Ég átti ekkert frekar von á þessu og hélt alveg eins að Dani- el bróðir minn myndi verða út- nefndur," sagði Grétar Eínars- son, knattspyrnumaður í Víði, en hann var um helgina útnefndur besti leikmaður 2. deiidar í knatt- spyniu í sumar. „Ég þakka þetta strákunum í líðinu og frábærum þjálfara. Annars var þetta skemmtilegur endir á skemmtilegu keppnis- tímabili," sagöi Grétar Einars- son. Hann var að auki útnefndur besti sóknarleikmaður 2. deildar og einnig varð hann markakóng- ur. Lokahóf leikmanna í 2. deild fór fram í Glaumbergi í Keflavík um helgina og var þaö skipulagt af þeim Eggert Jónassyni, Fylki, og Sigurði Gústafssyni, Víöi, og þótti takast mjög vel. - mikið fjörá lokahófi knattspymimianna um helgina Sævar Jónsson, Val, var um helgina kosinn besti leik- maður íslandsmótsins 1 knattspyrnu. Sævar lék marga frábæra leiki með Valsliðinu í sumar og skor- aði mikið af mörkum fyrir félag sitt. Var hann mjög vel að þessari viðurkenningu kominn. Lokahóf knattspyrnu- manna fór fram með pompi og pragt á Hótel íslandi á laugar- dagskvöldið og var margt um manninn. • Hörpulið sumarsins 1990, valið af Hörpu og DV, var til- kynnt. Liðið skipa eftirtaldir leikmenn: Bjarni Sigurðsson, Val, Þorgrímur Þráinsson, Val, Kristján Jónsson, Fram, Sæv- ar Jónsson, Val, Pétur Ormslev, Fram, Rúnar Kristinsson, KR, Ragnar Margeirsson, KR, Andrej Jerina, ÍBV, Hlynur Stefánsson, ÍBV, og Hörður Magnússon, FH, og Jón Erling Ragnarsson, Fram. • Steinar Guðgeirsson, Fram, var valinn efnilegasti leikmað- ur 1. deildar. • Vanda Sigurgeirsdóttir, ÍA, var valinn besti leikmaðurinn í kvennaflokki. Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA, var valinn efnilegasti leik- maðurinn í kvennaflokki. -SK • Sævar Jónsson, Val, besti leikmaður Islandsmótsins í 1. deild karla, og Vant Sigurgeirsddóttir, ÍA, best í kvennaflokki. DV-mynd G Dragostyttan Stjaman í Garðabæ fékk Drago- styttuna sem veitt er prúðasta liði 1. deildar. Stjarnan hlaut 18 stig en KR-ingar urðu í öðru sæti með 20 stig. • Grétar Einarsson fagnar glæsilegum árangri í sumar. Hann var kosinn besti leikmaður 2. deildar og að auki bestiu sóknarleikmaðurinn og svo varð hann markakóngur í 2. deild og hlaut Mitreskóinn í ár. DV-mynd Ægir Már Kárason • Markahæstu leikmenn 1. deildar 1990. Fyrir miðju er Hörður Magnússon, FH, markakóngur 1990, en hann hlaut gullsk Adidas annað árið í röð og skoraði 13 mörk í sumar. Til vinstri er Ragnar Margeirsson og til hægri Guðmundur Steinssc en þeir skoruðu 10 mörk hvor og hlutu silfurskó Adidas. DV-mynd G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: DV íþróttir (24.09.1990)
https://timarit.is/issue/193030

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

DV íþróttir (24.09.1990)

Iliuutsit: