Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 5
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. 21 Iþróttir i gær: Valur á möguleika þrátt fyrir fjögurra marka tap - Sandeíj ord sigraöi Val 25-21 í fyrri leik liðanna í Noregi Hermundur Sigmundsson, DV, Noregi: „Þetta er án nokkurs vafa versti leikur Vals á þessu keppnistímabili. Það er góður möguleiki fyrir hendi á að komast í næstu umferð en til þess að svo fari þurfum við góðan stuðning í síðari leiknum á ís- landi. Við komum reynslunni rikari heim og við vituym hvað við þurfum að laga fyrir siðari leikinn,“ sagði Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals í handknattleik, en í gær lék Valur fyrrí leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa gegn norska liðinu Sandefjord. Norska liðið vann á heimavelli sínum, 25-21, eftir að hafa haft þriggja marka forskot í leikhléi, 13-10. Staðan varö íljótlega 5-5 en í kjölfarið fylgdi afleitur leikkafli hjá Val og Norðmennirnir skoruöu fimm mörk i röð og staðan breyttist í 10-5. Þennan mun náðu Valsmenn aldrei að brúa og þessi góði leikkafli norska liðsins lagði grunninn að sigrinum. „Við gerðum of mörg mistök í varn- arleiknum og lékum ekki vel. Við eig- um góðan möguleika heima á íslandi og við þurfum á öllum okkar stuðn- ingsmönnum aö halda í síðari leikn- um,“ sagði Jón Kristjánsson en hann átti bestan leik Valsmanna í gær. Og Jón bætti við: „Þetta norska hð er alls ekki ósigrandi og ég myndi líkja því við venjulegt l. deildar lið á íslandi. Við munum gera okkar besta til að slá þá úr keppninni.“ Jón var bestur S Valsliöinu en Brynj- ar Haröarson var markahæstur með 7 mörk. Valdimar Grímsson gerði sex mörk. Hjá Sandefjord var markvörðurinn Gunnar Fosseng bestur en sovéski landsliðsmaðurinn, Sergei Demitov, sem leikur með norska liðinu, var pott- urinn og pannan f sínu liði og skoraði 7 mörk. Demitov þessi á að baki 62 landsleiki með sovéska landsliðinu. Þess má geta að í norska liðinu leika sex norskir landsliðsmenn. Jón Kristjánsson var bestur Vals- manna í gær gegn Sandefjord. • Brynjar Harðarson var markahæstur gegn Sandefjord og skoraði 7 mörk. Borgarferðir vid a u ra hæfi * GLASGOW - 3 NÆTUR Hospitality Inn/Ingram/Pond október kr. 25.300,- nóvember kr. 25.300,- * LÚXEMBORG - 3 NÆTUR Hótel Ítalía október kr. 30.960,- nóvember kr. 29.640,- * FRANKFURT - 3 NÆTUR ** Hótel Arcade október kr. 31.400,- nóbember kr. 30.000,- * HAMBORG - 3 NÆTUR *** Hótel Graf Molke október kr. 32.235,- nóvember kr. 30.915,- * PARÍS - 3 NÆTUR ** Hótel Grand de Malte óktóber kr. 34.000,- nóvember kr. 31.600,- * KAUPMANNAHÖFN Hótel Cosmopole október kr. 34.100,- nóvember kr. 32.600,- * AMSTERDAM - 3 NÆTUR *** Hótel Eden október kr. 34.500,- nóvember kr. 32.600,- * LONDON - 3 NÆTUR Hótel St. Giles október kr. 35.806,- nóvember kr. 32.651,- Innifalið er flugfar og gisting í tvíbýli með morg- unverði. Verð er staðgreiðsluverð pr. gengi 6.9.90. * Sérstök hópferð verður farin í nóvember ** Verðið gildir ekki á sýningartímum *** Nóvemberverð er birt mcð fyrirvara um flug FERÐASKRIFSTOFAN x ;ó in S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.