Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthSeptember 1990next month
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 5
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. 21 Iþróttir i gær: Valur á möguleika þrátt fyrir fjögurra marka tap - Sandeíj ord sigraöi Val 25-21 í fyrri leik liðanna í Noregi Hermundur Sigmundsson, DV, Noregi: „Þetta er án nokkurs vafa versti leikur Vals á þessu keppnistímabili. Það er góður möguleiki fyrir hendi á að komast í næstu umferð en til þess að svo fari þurfum við góðan stuðning í síðari leiknum á ís- landi. Við komum reynslunni rikari heim og við vituym hvað við þurfum að laga fyrir siðari leikinn,“ sagði Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals í handknattleik, en í gær lék Valur fyrrí leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa gegn norska liðinu Sandefjord. Norska liðið vann á heimavelli sínum, 25-21, eftir að hafa haft þriggja marka forskot í leikhléi, 13-10. Staðan varö íljótlega 5-5 en í kjölfarið fylgdi afleitur leikkafli hjá Val og Norðmennirnir skoruöu fimm mörk i röð og staðan breyttist í 10-5. Þennan mun náðu Valsmenn aldrei að brúa og þessi góði leikkafli norska liðsins lagði grunninn að sigrinum. „Við gerðum of mörg mistök í varn- arleiknum og lékum ekki vel. Við eig- um góðan möguleika heima á íslandi og við þurfum á öllum okkar stuðn- ingsmönnum aö halda í síðari leikn- um,“ sagði Jón Kristjánsson en hann átti bestan leik Valsmanna í gær. Og Jón bætti við: „Þetta norska hð er alls ekki ósigrandi og ég myndi líkja því við venjulegt l. deildar lið á íslandi. Við munum gera okkar besta til að slá þá úr keppninni.“ Jón var bestur S Valsliöinu en Brynj- ar Haröarson var markahæstur með 7 mörk. Valdimar Grímsson gerði sex mörk. Hjá Sandefjord var markvörðurinn Gunnar Fosseng bestur en sovéski landsliðsmaðurinn, Sergei Demitov, sem leikur með norska liðinu, var pott- urinn og pannan f sínu liði og skoraði 7 mörk. Demitov þessi á að baki 62 landsleiki með sovéska landsliðinu. Þess má geta að í norska liðinu leika sex norskir landsliðsmenn. Jón Kristjánsson var bestur Vals- manna í gær gegn Sandefjord. • Brynjar Harðarson var markahæstur gegn Sandefjord og skoraði 7 mörk. Borgarferðir vid a u ra hæfi * GLASGOW - 3 NÆTUR Hospitality Inn/Ingram/Pond október kr. 25.300,- nóvember kr. 25.300,- * LÚXEMBORG - 3 NÆTUR Hótel Ítalía október kr. 30.960,- nóvember kr. 29.640,- * FRANKFURT - 3 NÆTUR ** Hótel Arcade október kr. 31.400,- nóbember kr. 30.000,- * HAMBORG - 3 NÆTUR *** Hótel Graf Molke október kr. 32.235,- nóvember kr. 30.915,- * PARÍS - 3 NÆTUR ** Hótel Grand de Malte óktóber kr. 34.000,- nóvember kr. 31.600,- * KAUPMANNAHÖFN Hótel Cosmopole október kr. 34.100,- nóvember kr. 32.600,- * AMSTERDAM - 3 NÆTUR *** Hótel Eden október kr. 34.500,- nóvember kr. 32.600,- * LONDON - 3 NÆTUR Hótel St. Giles október kr. 35.806,- nóvember kr. 32.651,- Innifalið er flugfar og gisting í tvíbýli með morg- unverði. Verð er staðgreiðsluverð pr. gengi 6.9.90. * Sérstök hópferð verður farin í nóvember ** Verðið gildir ekki á sýningartímum *** Nóvemberverð er birt mcð fyrirvara um flug FERÐASKRIFSTOFAN x ;ó in S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
41
Assigiiaat ilaat:
15794
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
2
Saqqummersinneqarpoq:
1981-2021
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
15.05.2021
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsori:
Tidligere udgivet som:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: DV íþróttir (24.09.1990)
https://timarit.is/issue/193030

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

DV íþróttir (24.09.1990)

Actions: