Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990. Fréttir Ami Gunnarsson alþingismaöur boöar nýja Viðreisn: Vill kosningabandalag viðreisnarflokkanna „Mín skoðun er sú að Alþýðuflokk- urinn eigi að stefna að stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokk eftir næstu kosningar. Þá er ég þeirrar skoðunar að það eigi að leyfa þjóðinni að kjósa um slíka tveggja flokka ríkisstjóm. Þjóð- in veit sjaldnast hvaða rikisstjóm hún kýs yfir sig þegar hún gengur til kosninga. Stjómmálamenn lýsa því sjaldnast yfir fyrir kosningar hvaða ríkisstjóm þeir vilji mynda eftir kosningar. Þessir tveir flokkar ættu því að lýsa því yfir fyrir kosningar að þeir hyggi á samstarf eftir kosningar fái þeir til þess meirihluta. En svo koma megi á samstarfi þessara flokka verða for- menn þeirra að leiða til lykta alvar- legan persónulegan ágreining og græða ýmis sár sem em afleiðingar síðustu stjómarslita,“ sagði Ámi Gunnarsson, þingmaður Alþýðu- flokksins á Norðurlandi eystra, en hann ræddi þessi framboðsmál á fjöl- mennum fundi kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins sem fór fram á Akur- eyri á laugardaginn. Ámi, sem er sagður á leiðinni í framboð á Suðurlandi, kom inn á margt í ræðu sinni en vísar helst til ákvarðana varðandi Efnahags- bandalagið til stuðnings hugmynd- um sínum um stjómarsamstarf. Kvennalisti fyrir Alþýðubandalag „Þó núverandi ríkisstjóm hafi tek- ist vel á mörgum sviðum, einkum í baráttunni við verðbólguna meö dyggum stuöningi verkalýðshreyf- ingarinnar og vinnuveitenda, þá ítreka ég þá skoðun mína að fjöl- flokka samsteypustjómir era ekki vænlegur kostur'við stjóm þjóðmála. Það kæmi mér ekki á óvart þó Stein- grímur Hermannsson vildi endur- vekja núverandi ríkisstjóm eftir næstu kosningar þó þannig að skipta út Alþýðubandalagi fyrir Kvenna- lista. Þjóðin stendur nú á þröskuldi nýrrar aldar og þarf að taka mikil- vægar ákvarðanir varðandi Efna- hagsbandalagið á vettvangi alþjóð- legra peninga- og markaðsmála. Við þá ákvarðanatöku er bæði óæskilegt og beinlínis hættulegt ef við völd verður ríkisstjóm sem ekki er sam- stíga í ákvarðanatökunni. Ég tel að samstjóm Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks yrði hæfust til að marka skynsamlega stefnu á þessu sviði.“ Ami benti á að stefna Alþýðuflokks Árni Gunnarsson alþingismaður er þeirrar skoðunar að Alþýðuflokkur- inn eigi að stefna að stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. og Sjáifstæðisflokks væri ekki svo ólík á mörgum sviðum og nefndi til velferðarkerfiö, heilbrigðiskerfið, al- mannatryggingar og menntamál. „Ég er þeirrar skoðunar að í sam- starfi þessara flokka væri unnt að ná fram heilbrigðri peningamála- stefnu og hrinda í framkvæmd nýj- ungum í atvinnumálum sem erfitt myndi reynast í ríkisstjóm á borð við þá sem nú situr.“ Ólafur Ragnar á leið í Alþýðuflokkinn? „Ágreiningur Alþýðubandalags og Alþýðuflokks kristallar þann regin- mun sem er á þessum tveimur flokk- um, að minnsta kosti ef litið er á arf þeirra Svavars og Steingríms J. Þar endurspeglast sú afturhaldssemi og sú neikvæða íhaldssemi sem alltaf hefur komið í veg fyrir samstarf þessara tveggja flokka og mun gera það áfram á meðan sjónarmið tví- menninganna og fylgismanna þeirra fær að ráða ferðinni. Hvort Ólafur Ragnar hefur styrk til að leiða flokkinn út úr vítahring gamalla kreddusjónarmiða verður ekki ljóst í bráð. Takist honum það ekki á hann engan annan kost en að yfirgefa Alþýðubandalagið með sín- um stuðningsmönnum. Það kæmi mér ekki á óvart þó á það reyndi fyrir næstu Kosningar. Þá getur orðið fjörugt í framboðsmálum Alþýðu- flokksins," sagði Ami. -SMJ Ný fræöslumynd: Öruggara kynlíf Ný kvikmynd, Öruggara kynlíf, sem flallar um eyðni og kynsjúk- dóma er komin á markaðinn. I mynd- inni, sem er 25 mínútna löng, er leit- ast við aö skýra hvemig unnt er að lifa öraggu en jafhframt hættulausu kynlífi þrátt fyrir hættuna á að smit- ast af eyðni og kynsjúkdómum. Framleiðandi myndarinnar er Kvikmyndafélagið Nýja Bíó, Guð- mundur Kristjánsson og Sonja B. Jónsdóttir. Verkinu stjómaði Guð- mundur Þórarinsson en handrit skrifuðu Max Schoen, bandarískur doktor í kynfræðslu á myndböndum, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræð- ingur og Sonja B. Jónsdóttir dag- skrárgerðarmaður. Að sögn framleiðanda er myndin gerð fyrir alia aldurshópa en sérstak- lega er reynt að höfða til ungs fólks og einhleyps. Reikna þeir með að myndin verði keypt af skólum, ungl- ingaheimilum og fangelsisstofnun- um auk þess sem hún verður til sölu á almennum markaði, í bókabúðum og víðar. Fyrir tveimur áram buðu aðstand- endur myndarinnar Max Schoen til landsins til handritasmíða og leið- beiningar. Mikiii áhugi var á verk- efninu þá en ekkert gerðist fyrr en kvikmyndafélagið var stofnað fyrir um ári síðan. -hlh Vill fleiri Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hyggst endur- flytja þingsáiyktunartillögu um markrissa uppbyggingu ferða- mannaþjónustu hér á landi. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt á ársfundi íslensk-ameríska verslunarráðsins, sem haldinn var í Washington í síðustu viku. Megin umræðuefni fundarins var ferðaþjónusta og ferðamennska. Tillaga þessa efnis var lögð fram á síðasta þingi en fékkst ekki af- greidd. í ræðu á fundinum gerði Stein- grímur grein fyrir efni tiilögunn- ar og nauðsyn þess að íslendingar sinni Bandaríkjamarkaði betur á sviöi ferðamála. Benti hann m.a. á að bandarískum ferðamönnum hefur farið fækkandiá íslándi hin síðari ár. í fréttatilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu segir að i þingsályktunartillögunni sé lögð áhersla á sjálfstæði fyrirtækja á sviði ferðamannaþjónustu gagn- vart opinberri íhlutun. Hiutverk hins opinbera eigi fyrst og fremst að beinast aö sameiginiegri yfir- stjórn í ferðamálum, skipulagi, menntun og rannsóknar- og þró- unarstarfi. í tillögunni kemur fram sú skoðun að ferðaþjónusta sé vel til þess fallin aö auka fjöl- breytni í atvúinuframboði og við- halda byggð sem víðast á landinu. Ennfremur er mikilvægi um- hverflsverndar undirstrikað og bent á að náttúra landsins sé sú auðlynd sem ferðaþjónusta bygg- irá. -kaa w Slökkviliöið í Reykjavík var kallað að Langholtsvegi 150 að- faranótt sunnudagsins en þar var eidur iaus í kjaiiarageymsiu. Rífa þurfti töluvert af flber- og plast- klæðningu til að komast að eldin- um sera var kæfður von bráöar. Skemmdir urðu óverulegar og enginslysámönnum. -KGK í dag mælir Dagfari Ógn af Alþingi Alltaf er gaman á haustin þegar féð kemur af fjalli og er smalað í rétt og dregið í dilka. En það skyggir svolítið á ánægjuna og gamanið að hluti af þessu fallega fé skuli leitt til slátranar og gert að óseljanlegu keti sem endar jafnvel á öskúhaug- unum. Eins er það með alþingis- mennina. Mikið er nú skemmtilegt þegar þingmannahjörðin rennur til Reykjavíkur í lok sláturtíðar og er rékin inn í sameinaö Alþingi og svo dregin í dilka, deildir og þing- flokka. En það hvílir alltaf einhver skuggi yfir síðustu þingsetningu fyrir alþingiskosningar. Þá verður ekki varist þeirri dapurlegu hugs- un aö kjósendur muni farga ein- hveijum af þessum yndislegu sauð- um á Alþingi í yfirvofandi kosning- um og guð má vita hvað verður um þá. Er nema von að þingmenn beijist um á hæl og hnakka til að bjarga lífi sínu í sláturtíð kjósenda og grípi til þeirra vopna sem hendi era næst til að komast hjá ótímabærum pólitískum dauðdaga. Það er við þessar aöstæður sem þingsauðimir ráðast á garðann þar sem fjárlögin liggja og reyna að ná þar í sem stærsta tuggu fyrir sig og sína nán- ustu. Og þaö er sama hvað mikið er gefið á garðann, aldrei er þaö nóg því þingmenn vita af reynslu að þarfir og kröfur kjósenda eru ótæmandi og botnlausar. Þá er ekki um annað að ræða en að flytja og samþykkja sem flest frumvörp og eyða í írafári peningum sem verða að minnsta kosti ekki til á þessari öld. Guðmundur jaki er sloppinn lif- andi af Alþingi, en hann getur ekki gleymt þeirri lífsreynslu að hafa setið til borðs við síðustu kvöldmál- tíð þingmanna fyrir kosningar og horft upp á borðsiðina. Hann hefur að undanfömu verið að vara þjóð- ina við þeirri „ógn sem stafar af alþingismönnum" á komandi vetri og er lýsing hans ófogur á því sem í vændum er. Grátklökkur með gleraugu og neftóbak í bak og fyrir hefur hann farið fram á það við prestinn, sem messar við setningu Alþingis, að hann biðji nú guð al- máttugan heitt og innilega og alveg sérstaklega til viðbótar öðram bænum, að vemda þjóðina fyrir þeirri ógn sem stafar af þingmönn- unum, sem sitja fyrir framan hann í Dómkirkjunni. Ekki er að efa að presturinn bænheyiir Jakann eins og sjálfsagt er, en stóra spumingin er hvort guð almáttugur geti orðið við bæn prestsins. Það er satt að segja varla hægt að ætlast til þess eins og Alþingi er nú skipað. Getur nokkur guðlegur máttur komið í veg fyrir að framsóknar- menn allra flokka sameinist um að sólunda milljörðum í að leiða bless- aða sauðkindina til slátranar og á öskuhaugana? Það bíta ábyggilega engar bænir á Steingrím land- búnaöarráðherra þegar búvöra- samningur til aldamóta liggur á borðinu og fyrir norðan bíða fjár- margir þingeyskir bændur eftir því að greiða atkvæði. Og þá vantar ekki umboðsmenn laxeldis, refa- ræktar, fóðurstöðva og hrossa- ræktar á Alþingi. Allt er þetta meira og minna á hausnum og hef- ur þó ekki verið minnst á Álafoss. Og hver ætlar að koma vitinu fyrir Karvel? Hann fer nú létt með að fá peninga hjá Steingrími samgöngu- ráðherra til aö bora göt á fjöllin fyrir vestan svo fólkið geti flutt með búslóöina óbrotna í bæinn. Víkur þá sögunni að heilagri Jó- hönnu húsnæðismála. Henni er ekkert heilagt þegar húsnæðispen- ingar era annars. vegar og kosning- ar hins vegar. Þýðir þá hvorki að fara vel að henni með bænakvaki né illa. „Peningana eða lífið,“ segir hún þá og meinar líf ríkisstjómar- innar. Sverrir Hermannsson hafði ekki þrek til að minnast á Borgar- fjarðarbrúna á sínum tíma. Dagfari hefur naumast þrek til að minnast á stærstu útgjaldaiiði þjóðarinnar svo sem heilbrigðismál, skólamál og félagsmál. Svo háar tölur kann hann ekki með að fara og þing- menn kunna það heldur ekki. Engu að síður munu þeir vaða í það verk með látum og blasir þá við vandinn mikli: Hvernig ætla þingmenn að fara að því að skipta peningum þjóöarinnar á milli sín? Engin von er til þess, eins og Al- þingi er nú skipað og ríkisstjóm, að þingmenn geti með hefðbundum og friðsamlegum hætti úthlutað hver öðrum því fé sem er í ríkis- kassanum. TU er gömul hugmynd, ónotuð, um úthlutun 5ár á Al- þingi, sem Dagfari leggur til.að beitt verði í þetta skiptið. Er það aðferð Egils Skallagrímssonar, sem hann lýsti m.a. á þessa leið: „Síðan ætla ég að sá silfrinu, og þykir mér undarlegt, ef allir skipta vel sín í milli.“ Er það ráð nú vænst að loka vel Alþingi og nærliggjandi götiun síðustu þingnóttina fyrir jól og hvolfa svo silfri því sem eftir er í ríkiskassanum á gólf sameinaðs Alþingis og gefa merki með þing- bjöllu. Rættist þá draumur Egils um að þar myndi vera hrandningar eða pústrar, er allur þingheimur berðist. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.