Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990. 5 Fréttir ByggingafuIItrúinn 1 Reykjavík og starfsmenn hans: Sakaðir um afglöp og svik í störf um - ekkert svar borist viö bréfi sem var skrifað í vor Húsbyggjandi í Reykjavík skrifaöi borgarráði bréf í maí í vor. í bréfinu eru talin upp alls 90 atriði sem hús- byggjandinn telur að hafi verið á sér- brotin. í bréfinu er söluaðili annars vegar og embætti byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar og starfsmenn hans hins Vegar bomir þungum sök- um. Að mati húsbyggjandans hafa verið brotnar byggingarreglugerðir og eins byggingarlöggjöf. Á borgarráðsfundi síðasta þriðju- dag spurði Siguijón Pétursson, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, hvort ekki ætti að svara bréfinu. Sig- uijón sagði borginni til vansa að láta svo langan tíma liða án þess að ásök- unum um embættisfærslu væri svar- að með formlegum hætti. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að í bréfinu væri mikill fjöldi spurn- inga og eins að fyrirspyijandi hleypi mönnum ekki inn í hús sitt og tor- veldi þar með að hægt sé að svara erindi hans. Borgarstjóri sagði að unnið væri að því að upplýsa máhð. -sme ‘stnrS 9 ncr nllilífpvri«hpcrpr- Ellilífeyrisþegar í Félagi eldri borg- vik. ara í Reykjavík fá 25% afslátt á áskriftargjöldumStöðvar2enþessi Bjarni Hafþór Helgason hjá Ey- afsláttur er ekki veittur öðrum elli- firska sjónvarpsfélaginu, sem lífeyrisþegum á landinu. . dreifir efni Stöðvar 2 í Eyjafirði, Birna Einarsdóttir, markaðs- sagði að vissulega hefðu ellilífeyr- stjóri Stöðvar 2, sagðist í samtali isþegar fyrir norðan rætt við sig við DV ekki líta á þetta sem mis- vegna þessa máls. „Við vildum munun. Félag eldrí borgara í auðvitað geta veitt sams konar af- Reykjavík hefði fengið þennan af- slátt og veittur er í Reykjavík en slátt á sínum tíma en málið hefði við höfum enga heimild til þess. ekki veriö nægílega vel skoðaö. Við erum bundnír ýmsum ákvæð- Samningur Félags eldrí borgara í um í samningi okkar við Stöö 2 og Reykjavík og Stöðvar 2 rynni út um þar er engin heimild fyrir okkur næstu áramót og þessa dagana aö veita einn eða neinn afslátt væri veriö að kanna hvort fram- af neinu tagi,“ sagði Bjami Haf- hald yrði á afslætti til ellilífeyris- þór. þega og hvemig hægt væri að koma Meðal þess sem húsbyggjandi setur út á i bréfinu er hæð svala á húsinu númer 23 við Grundarstíg. Til að reyna að koma í veg fyrir alvarleg slys hafa verið settir stuðpúðar á svalirnar sem eru alltof lágt miðað við gang- stétt. Samkvæmt byggingareglugerð verða svalir, sem snúa að götu, að veraminnst2,60metrafrájörðu. DV-mynd BGS Sala gamla bæjarhússins á Akranesi: Ráðuneytið biðst vægðar Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Bæjarátjórn samþykkti á fundi sín- um á þriðjudag samning á niilli bæj- arins og Myndbandaleigunnar Áss um kaupin_á gamla bæjarhúsinu að Kirkjubraut 8. Þar með er endanlega ljóst að lögreglan þarf að rýma húsið fyrir 1. apríl samkvæmt samningn- um. Fram kom á fundi bæjarstjómar að dómsmálaráðuneytið bæðist vægðar og óskaði eftir að reynt yrði að hlutast til um að lögreglan fengi að vera eitthvað lengur í húsnæðinu en til 1. apríl ef kostur væri. Slíkt er þó alfarið undir hinum nýju eigend- um hússins komið. Þeir bæjarfulltrúar, sem tjáðu sig um samninginn, virtust hins vegar hafa lítinn áhuga á að reyna að greiða fyrir ráðuneytinu. Mönnum bar saman um að það hefði haft nægan tíma til þess að kippa sínum málum í lag en ekkert hefði gerst. , Húsið hefði verið í sölu í fjögur ár og nú loks þegar það væri selt rykju ráðuneytjsmenn upp til handa og fóta og re'yndu að bjarga sér. Þeirra væri ábyrgðin og þeir yrðu að axla hana. „Ég fagna því að hreyfing er komin á þessi mál og það er ekkert a.u.að en þeirra eigin slóðaskapur sem ligg- ur hér á borðinu," sagði Gísli Einars- son, Alþýðuflokki, og vitnaði til vinnubragða dómsmálaráðuneytis- ins.. Mikið verkað í rúllubagga Öm Þórarinsson, DV, njótum: Rúllubaggaheyskapur hefur rutt sér mjög til rúms í Fljótum í sumar, eins og reyndar víða annars staðar. Það hlýtur að teljast mikið happ að þijár vélasamstæður voru til staðar í hreppnum í sumar því heyskapartíð var mjög erfið, einkum eftir 10. ágúst, en síðan er vart hægt að segja að nokkur sólarhringur hafi verið úr- komulaus. Þrátt fyrir gríðarlega úr- komu síðustu vikur tókst að ná nær öllu heyi og grænfóðri sem til var. Má hiklaust þakka rúllubinditækn- inni að verulegt magn af fóðri varð ekki ónýtt síðari hluta sumars. Víða er mikið af heyrúllum úti. Hér má sjá stæðu við bæinn Vestra-Hól í Flókadal. DV-mynd Örn Akureyri: SendibKreiðum ekkifjölgað Gyifi Knstjánsson, DV, Akureyri: Bæjarráð Akureyrar sér ekki ástæðu tíl breytinga á fjölda starfsleyfa fyrir sendibifreiðar i bænum. Samgönguráðuneytið leitaði eftir umsögn bæjarráös um þetta mál í kjölfar bréfs frá Steindóri Halldórssyni. Steindór fór þess á leit við ráðuneytið að endurskoð- aður yrði fiöldi leyfa fyrir sendi- bifreiðar í bænum. Fiöldi leyfa í dag er átta. Fyrir liggur að Bíl- stjórafélag Akureyrar leggst gegn fiölgun starfsleyfa og meö tillití tíl þess sér bæjarráð ekki ástæðu til breytínga.á fiölda leyfanna. Hrísmýri 3, Selfossi Símar 21416 & 21655 Toyota double cab. '90, upphækk- aður, dökkgrár, ek. 14.000. V. 1.500.000 stgr. Patrol pickup með kassa, '87, ek. 60.000. V. 1.050.000 stgr. + VSK. M. Benz 1017, '77, ber 4,7 tonn, ek. 200.000. V. 1.250.000 með VSK. MMC Pajero turbo dísil EXE, hvit- ur, ek. 67.000. V. 1.850.000. MMC Pajero, langur, turbo disil, háþekja, '87, ek. 67.000, blár, stríp- ur, krómfelgur m/öllu, óaðfinnan- legt eintak. Toyota LandCruiser, langur, ek. 130.000, '83, upphækkaður, drappl. V. 1.300.000. Subaru '89. V. 1.230.000. Subaru '88. V. 1.100.000. Toyota Corolla 4x4 '89. V. 1.150.00. VANTAR BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐINN. SWÆÆffSSm Símar 98-21416, 98-21655

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.