Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Uppgjör er óhjákvæmilegt
Mikill liösafnáöur Bandaríkjanna og nokkurra ríkja
íslams og Vestur-Evrópu í eyðimörk Arabíuskaga hlýtur
að vera til undirbúnings öflugrar gagnárárásar á írak
og Saddam Hussein. Herútboöiö er miklu meira en þarf
til að verja Saudi-Arabíu gegn frekari útrás írakshers.
Skákklukkan viö Persaflóa gengur fremur á banda-
menn en á Saddam Hussein. Harðstjórnarríki hafa til-
hneigingu til að þola langt hafnbann. Bandamenn munu
eiga erfitt með að grafa sig niður í sandinn til margra
mánaða dvalar, meðan beðið er árangurs af hafnbanni.
Ef Saddam Hussein lætur her sinn hörfa frá Kúvæt,
en heldur eftir ohusvæði og tveimur eyjum við botn fló-
ans, hefur hann unnið sigur í Persaflóastríðinu. Hann
mun þá blómstra í landi sínu og bíða betra færis, þegar
hann verður kominn með kjarnorkuvopn í hendurnar.
írak verður að greiða Kúvæt skaðabætur fyrir að
hafa rænt og ruplað landið. Hussein verður að fara frá
völdum í írak. Eyðileggja verður allar stöðvar í írak,
þar sem undirbúin er smíði kjarnorkuvopna. Allt annað
en þetta þrennt fæh í sér ósigur bandamanna.
Spurningin er, hvort bandamenn hafa herafla og sam-
takamátt til að ná sigri í Persaflóastríðinu. Um það eru
deildar skoðanir. Saudi-Arabía, Egyptaland og Tyrkland
eru mikilvægustu bandamannaríkin meðal ríkja íslams.
Enginn bhbugur virðist á þeim að sinni.
Óljóst er, hversu mikils virði eru yfirburðir banda-
manna í lofti. Menn minnast, að í síðari heimsstyrjöld-
inni tókst Þjóðverjum ekki að sigra Breta með loftárás-
um og bandamönnum ekki heldur að kúga Þjóðverja til
uppgjafar, þrátt fyrir gífurlegar loftárásir.
Menn minnast hka lofthernaðar Bandaríkjanna í
Norður-Kóreu og Víetnam og Sovétríkjanna í Afganist-
an. í engu þessara tilvika var hægt að nýta yfirburði í
lofti til sigurs á landi. Þess vegna efast margir um, að
hægt sé að vinna úr lofti sigur á Saddam Hussein.
Fylgjendur lofthernaðar segja, að ekki þurfi að koma
til styijaldar á landi, því að Saddam Hussein muni
brotna, þegar herbækistöðvar landsins; flugvelhr; hern-
aðarlegar verksmiðjur; aðsetur leyniþjónustu, hers og
ríkisstjórnar verði snögglega eyðilögð úr lofti.
Einnig er bent á, að gísling Vesturlandabúa hafi ekki
snúið vestrænu almenningsáliti gegn uppgjöri banda-
manna við Saddam Hussein og írak. Miklu frekar hafi
gíslatakan sannfært almenning um, að ryðja þurfi íraks-
forseta úr vegi með öllum þeim ráðum, sem tiltæk eru.
Bandamenn eru í þeirri einstæðu aðstöðu að nánast
öll heimsbyggðin stendur með þeim. Gorbatsjov Sovét-
forseti hefur gefið Bush Bandaríkjaforseta grænt ljós.
Saddam Hussein getur ekki vænt neins hernaðarlegs
eða siðferðilegs stuðnings, sem máh skiptir.
Hussein er ekki eini harðstjórinn, sem undirbýr smíði
kjarnavopna. Víðar í þriðja heiminum stefna harðstjór-
ar óðfluga að slíkum vopnum. Hussein er ekki eini harð-
stjórinn, sem beitir efnavopnum. Herskáir harðstjórar
munu víðar verða hættulegir í náinni framtíð.
Sigur bandamanna yfir Saddam Hussein, hrun ríkis-
stjórnar hans og eyðing vopnabúnaðar er eina leiðin til
að sýna herskáum harðstjórum þriðja heimsins fram
á, að þeir muni ekki komast upp með að safna sér kjarn-
orkuvopnum og efnavopnum til að kúga umhverfi sitt.
Jafntefh við Persaflóa væri sigur Husseins og freist-
ing fyrir aðra. Þess vegna er óhugsandi, að hinn mikli
hðsafnaður bandamanna leiði til annars en uppgjörs.
Jónas Kristjánsson
Flestir reykingamenn, sem reykja
einn pakka á dag eöa þaðan af
meira, vilja hætta að reykja. Hins
vegar brestur marga kjark þegar á
hólminn er komið. Astæðan er
kvíði og ótti við að takast á við eig-
in langanir. Að þurfa að segja nei
við sjálfan sig þegar löngunin í
reyk sækir að.
Það er því mikilvægt að búa sig
vel undir að hætta að reykja þann-
ig að löngunin verði viðráðanlegri
þegar drepið er í.
Stór hluti af löngun í reyk fyrstu
vikur reykbindindis stafar af nikó-
tínflkn annars vegar og þeim
tengslum sem eru milli reykinga
og umhverfis hins vegar. Hægt er
að halda þessum löngunum veru-
lega í skefjum ef rétt er að farið.
Reyklaus svæði
Áhrif umhverfls á tóbakslöngun-
ina eru þess eðlis að uppræta má
þau að stórum hluta áður en
reykingarnar eru að fullu aflagðar.
Það er gert með því að hætta alfar-
ið að reykja á afmörkuðum svæð-
um og rjúfa þannig stig af stigi
tengslin milli reykinga og um-
hverfis.
Til þess að undirbúa daginn sem
best skaltu reyna eftirfarandi:
Byrjaðu strax í dag að mynda reyk- „Hægt er að halda löngunum verulega í skefjum ef rétt er að farið“,
laus svæði. Hættu alfarið að reykja ségir m.a. í greininni.
Átak með Krabbameinsfélaginu:
Ert þú sólginn í sígarettur?
1. Hve margar sígarettur reykir Alltaðl5stk. 0 ( ) þú á dag? 16-24 stk. 1 ( ) 25 stk. eða fleiri 2 ( )
2. Hve fljótt eftir að þú vaknar Innan hálftíma 1 ( ) reykir þú fyrstu sígarettuna? Síðar 0 ( )
3. Er styttra milli sígaretta hjá þér Já 1 ( ) á morgnana en á öðrum tím- Nei 0 ( ) um dagsins?
4. Reykir þú veikar eða sterkar Veikar (0-0,8 mgnikótín) 0 ( ) sígarettur? Meðalsterkar(0,9-l,2mg) 1 ( ) Sterkar (1,3 mg eða meira) 2 ( )
5. Átt þú erfitt með að sleppa því Já 1 ( ) að reykja þar sem það tíðkast Nei 0 ( ) ekki (t. d. í bíói eða kirkju?)
6. Reykir þú jafn mikið og venju- Já 1 ( ) lega þegar þú ert veikur? Nei 0 ( )
7. Hvaða sígarettu dagsins vildir Fyrstu 1 ( ) þú síst vera án? Einhverrar annarrar 0 ( )
8. Dregur þú reykinn ofan í þig? Alltaf 2 ( ) Stundum 1 ( ) Aldrei 0 ( )
Stigafjöldi alls: ( )
Ef þú færð sjö eða fleiri stig á þessu prófi er Iíklegt að nikótíntyggi- gúmmí geti komið að gagni, ef þú vilt hætta að reykja.
Aðhætta
til vinnings
á þeim stöðum þar sem þú dvelur
mest, í flestum tilvikum er þar um
að ræða heimili, vinnustað og e.t.v.
bílinn. Þegar þú hefur einu sinni
ákveðið að tiltekinn staður skuli
vera reyklaus máttu ekki hvika frá
því hvað sem á dynur.
Reyklaus svæöi táknar ekki endi-
lega að aðrir megi ekki reykja þar
heldur á það fyrst og fremst viö um
þig. Það ert þú sem hefur ákveðið
að hætta aö reykja.
Ef þú gerir sem flest svæði reyk-
laus sem fyrst máttu vera alveg
viss um að baráttan við löngunina
verður mun auðveldari eftir að þú
hættir.
Ef þú ert stödd (staddur) á reyk-
lausu svæði t.d. heimili þínu og
löngunin er alveg að sliga þig verð-
ur þú annaöhvort að standast löng-
unina eða bregða þér út fyrir t.d.
út á svalir eða tröppur til að fá þér
reyk.
Nikótínf íkn
Þó markmiðið með myndun
reyklausra svæða sé fyrst og fremst
þaö að rjúfa tengslin milh reykinga
og umhverfis svo baráttan við löng-
unina verði viöráðanlegri þegar
reykingarnar verða að fullu aflagð-
ar hefur þessi aðferð annað og ekki
síður mikilvægt gildi fyrir þá sem
eru mjög sólgnir í nikótín. Þeir sem
mynda reyklaus svæði á þann hátt
sem að framan er lýst draga að
jafnaði úr reykingum um allt aö
helming á undirbúningstímanum.
Þetta gerist nokkuð sjálfkrafa því
fæstir nenna út til aö reykja nema
þegar þörfin verður mjög aðkall-
andi.
Miklir nikótinistar, sem draga
verulega úr reykingum í nokkrar
vikur áður en þeir hætta alveg að
reykja, eru í mun minni hættu á
að fá ýmis líkamleg fráhvarfsein-
kenni þegar þeir hætta og þurfa aö
jafnaði að nota mun minna magn
af nikótíntyggjói ef þeir á annað
borð velja að styðjast við það. Til
eru ýmis próf til að meta nikótín-
fíkn og fylgir eitt slíkt með þessari
grein.
Það eru fyrst og fremst miklir
nikótínistar sem eru líklegir til að
geta nýtt sér nikótíntyggjó með
góðum árangri. Hafa ber eftirfar-
andi hugfast. Nikótíntyggjó er ekki
tyggjó heldur lyf sem hefur ekki
Kjallariim
Ásgeir R. Helgason
leiðbeinandi Krabbameins-
félagsins í reykbindindi
tilætluð áhrif nema það sé notað
rétt. Lyflð er til í tvenns konar
styrkleika, 2 og 4 miUigrömm.
Rannsóknir benda til þess að betri
árangur náist með sterkari
skömmtunum ef um er að ræða
mikla nikótínfíkn.
Engin regla er til um það hve
mikið á aö tyggja daglega en bent
er á að fá sér plötu þegar mann
langar mjög mikið til að reykja.
Þetta getur þýtt aht frá 1 plötu á
dag hjá sumum upp í 10 hjá öðrum
eða þaöan af meira.
Eini mælikvarðinn á það magn
sem hver og einn þarf að nota er
neytandinn sjálfur. Rétt notkun er
þó forsenda þess að neytandinn sé
áreiðanlegur mælikvarði á það
magn sem hann þarf af lyfinu. Það
á alls ekki að tyggja lyfið eins og
um sé að ræða venjulegt tyggjó.
Við slíka misnotkun losnar allt
nikótíniö úr plötunni á nokkrum
mínútum og berst niður í maga þar
sem það nýtist ekki sem skyldi og
getur í sumum tilvikum valdið
óþægindum í meltingarfærum.
Misnoti menn lyfið er hætt við
aö menn innbyrði meira magn af
nikótíni en nauðsynlegt er til aö
draga úr tóbakslöngun og slíkt get-
ur haft ýmsar eiturverkanir í för
með sér. Hafðu því eftirfarandi
leiðbeiningar í huga þegar þú notar
lyfið.
Tyggðu rólega uns þú finnur
rammt bragð, hættu þá að tyggja
um stund og láttu tyggjóið hvíla
út við kinnina. Þegar bragðið hefur
dofnað verulega skaltu tyggja aftur
nokkrum sinnum. Þetta er endur-
tekið í 15-20 mínútur og þá ætti
allt nikótínið úr plötunni að vera
búiö. Reyndu að kyngja ekki rnjög
ört því að nikótínið nýtist best í
munninum enda síast það mjög vel
inn í blóðið gegnum slímhúð í
munni og kinnholi.
Ekki er til nein regla um það hve
lengi þurfi að nota nikótíntyggjó,
noti maður það á annaö borð. Oft
er miðað við 3 mánuði en þó er
betra að nota það áfram en byrja
aftur að reykja.
Nikótíntyggjó fæst aðeins gegn
lyfseöli enda sjálfsagt að ráðfæra
sig við lækni eða aðra sérfræðinga
um notkun þess.
Stuðningur
Krabbameinsfélagið býður upp á
sérstakan stuðning fyrir þá sem
ætla aö notfæra sér þetta tækifæri
til að reyna að hætta að reykja þó
ekki sé nema í þær fjórar vikur sem
samkeppnin stendur yfir.
Miðað er við að hætta að reykja
15. október og frá og með þeim degi
verða þátttakendum veittar leið-
beiningar og ráðgjöf alla virka daga
mihi kl. 15 og 16 í síma 621414 hjá
Krabbameinsfélaginu. Eins eru
leiðbeiningabæklingar Krabba-
meinsfélagsins í reykbindindi á öll-
um heilsugæslustöðvum og í mörg-
um apótekum.
Ásgeir R. Helgason
„Það er því mikilvægt að búa sig vel
undir að hætta að reykja þannig að
löngunin verði viðráðanlegri þegar
drepið er í.“