Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
31
dv______________________________Meiming
Hugvekjur um
trú og tilveru
Húslesturinn er meðal þess sem - illu heilli að margra dómi - hvarf
úr íslensku fjölskyldulífi snemma á þessari öld. Hann tilheyrði baðstofu-
menningu bændasamfélagsins og þeirri heimilisguðrækni sem þar var
stunduð. Ómissandi þáttur í húslestrinum var lestur Guðs orðs og voru
fjölmörg prédikanasöfn gefin út til að koma á móts við þá þörf sem hús-
lesturinn skapaði, því biblíueign landsmanna var mjög takmörkuð allt
fram á síðustu öld. Hugvekjusöfnin komu því oft á tíðum í stað Biblíunnar
í heimihsguðrækni íslendinga. Húspostilla Jóns biskups Vídalín bar þar
lengst af höfuð og herðar yfir önnur rit en hún kom út í 13 útgáfum á
tímabilinu 1718 til 1838 en á síðari hluta 19. aldar kvað mest að hugvekj-
um dr. Péturs Péturssonar biskups. Raunar hefur heilmikið verið gefið
út af prédikanasöfnum hér á landi löngu eftir að húslesturinn var að
mestu aflagður en stórt óselt upplag af slíkum bókum á árlegum útsölu-
mörkuöum bóksalanna er til vitnis um að prédikanasöfnin eru ekki leng-
ur meðal þeirra bóka sem mest seljast eða vekja athygli í jólabókaflóði.
Trúarþörfin er enn til staðar
En þó húslesturinn sé ekki lengur iðkaður þá er trúarþörf landsmanna
enn til staðar og leitar í ýmsa farvegu. Um það ber vitni vönduð og um-
fangsmikil könnun á trúarlífi íslendinga, sem tveir af kennurum Háskól-
ans, þeir dr. Björn Björnsson, prófessor í guðfræðideild, og dr. Pétur
Pétursson lektor í félagsvísindadeild unnu og birtu nýverið í Ritröð Guð-
fræðistofnunar. Könnunin staðfestir að íslendingar eru mjög trúuð þjóð.
Sama könnun sýnir hins vegar að hin kristna kenning virðist eiga í vök
að verjast hjá talsvert stórum hluta þjóðarinnar. Sú staðreynd hlýtur að
verða kirkjunni umhugsunarefni. Boðskapur kirkjunnar hefur greinilega
átt erfitt uppdráttar í fjölmiðlaþjóðfélagi samtímans og nú um stundir
virðist meira fara fyrir ýmsum svokölluðum nýaldarhreyfingum í íslensk-
um fjölmiðlum heldur en þeirri trú sem þjóðin hefur haldið fast við í
næstum eitt þúsund ár.
Kristnir menn hljóta yíirleitt að fagna frumkvæði sem stefnir að því
að auka veg hinnar kristnu boðunar. En auðvitað er kristin boðun með
ýmsum hætti og stefnumunur innan kristindómsins mikill, eins og dæm-
in sanna.
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson.
Hörð ræða
Sú bók sem hér er til umsagnar flytur enga hálfvelgju og mun vafa-
laust ýmsum þykja boðskapurinn haröur á stundum. Því er t.d. haldið
fram að allir þeir sem hafa ekki látið frelsast munu glatast og að þeir sem
séu hálfvolgir séu lengst frá Guði (5. febr.) Þá eru Satan og synd gegnum-
gangandi stef í bókinni. Ýmislegt er hér líka sagt sem fæstir þeirra sem
telja sig þó vel kristna myndu skrifa undir eöa myndu a.m.k. telja mjög
harða ræðu. Dæmi um það er þegar rætt er um Satan og dansskóla í
sömu andrá (10. sept.). En hitt er þó fyrirferðarmeira, sem fleiri myndu
taka undir, eins og t.d. að bestu kristnu mennimir eigi að skara fram úr
um iðni og ástundun við öll störf með tilvitnun í Helga Hálfdánarson:
„Vinnutími ævin er“.
Ritiö hefur að geyma hugleiðingar „um trú og tilveru" og titill hennar
ber með sér að hún er náskyld prédikanasöfnum þeim sem löngum voru
uppistaðan í heimftisguðrækni landsmanna. En hér er ekki um sunnu-
daga- og helgidagaprédikanir að ræða heldur örstuttar hugvekjur, eina
fyrir hvern dag ársins. Megineinkenni hugvekjanna er að þær hefjast
jafnan á stuttum sögum sem a.m.k. sýna vissan skyldleika við ritningar-
orð dagsins. Hugvekjunni lýkur með sálmaversi og er þar mjög oft um
að ræða íslensk sálmavers og ljóð sem þýðandinn hefur vahð mjög vel.
Það gerir að verkum að lesandinn á auðvelt með að gleyma því að hér
sé um þýdda bók að ræða. Slík „gleymska" er oft vísbending um að vel
hafi tekist til með þýðinguna og það sýnist mér einmitt véra í þessu tilfelli.
Syndin er meginstef bókarinnar og hvatningin um að segja skihð við
syndina, þiggja þá fyrirgefningu sem í boði er. „Flestir æskumenn ætla
að þeir geti notað vængi viljans th þess að fljúga burt frá syndinni þegar
þeim þóknast. Þeir gleyma því að syndin veikir viljann, slævir afl hans.
Þvi lengur sem tíminn líður því erfiöara er að slíta sig lausan úr viðjum
syndugs vana.“ (21. jan.)
Kveikurinn þarf að vera í olíunni
„Trúaður kristinn maður, sem sækir öðru hverju næringu og kraft í
Biblíuna, bænina og kvöldmáltíðina, getur lýst svolítið. En brátt er hann
rjúkandi kveikur, þurr og þróttlaus. Kveikurinn verður að vera sífeht í
olíunni ef hann á að lýsa stöðugt og vel. Kristinn maður, sem hfir í Bibl-
íunni, þornar aldrei heldur munu andi og kraftur Bibhunnar og vilji
Guðs og ráð einkenna og helga dagfar hans,“ segir í einni hugleiðingu
bókarinnar (5. jan.). Gildi hugvekjubókanna skilst best ef þessi orð eru
höfð í huga. Trúin þarf á næringu að halda og riti sem þessu er ekki
ætlað að koma í staðinn fyrir lestur Bibhunnar heldur miklu fremur að
glæða áhugann á slíkum lestri.
Það er góður og gagnlegur siður að hugleiða Bibhuorð daglega. Þeim
tíma sem það tekur er ekki illa varið. Þessi bók er ágætt hjálpartæki við
slíkar hugleiðingar. Mér hefur reynst hún uppbyggileg lesning að lang-
mestu leyti.
Einn meginkosturinn við bókina finnst mér hve vel þýðandanum hefur
tekist að fella íslensk vers og trúarljóð að ritningarorðunum. Ekki er
ólíklegt að lesandinn verði ósammála mörgu sem í bókinni stendur en
það kemur ekki að sök. Tilgangurinn með bókum sem þessum á fremur
að vera sá að vekja th umhugsunar heldur en að gefa ákveðin fyrirmæh
í kenningarlegum efnum.
Erling Ruud
Máttarorð. Hugleiðing um tru og tilveru - allan ársins hring.
Benedikt Arnkelsson þýddi.
Fjölvaútgáfan 1989.
Leikhús
Leikfélag
Mosfellssveitar
Barnaleikritid
Elsku Míó minn
eftir Astrid Lindgren
Leikgerð Jón Sævar Baldvinsson og
Andrés Sigurvinsson
Leikstjóri Andrés Sigurvinsson. Leik-
mynd og búningar Rósberg Snædal.
Tónlist Eyþór Arnalds. Lýsing Árni
Magnússon
í Hlégarði, Mosfellsbæ.
Frumsýning 11. okt. kl. 20.30 uppselt
2. sýning 13. okt. kl. 14.00 uppselt
3. sýning 13. okt. kl. 16.00 uppselt
Miðapantanir i sima 667788
ÞJÓÐLEIKHÍISÍÐ
i islensku óperunni ki. 20.
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Gamanleikur með söngvum eftir Karl
Ágúst Úlfsson, (handrit og söngtext-
ar), Pálma Gestsson, Randver Þorláks-
son, Sigurð Sigurjónsson og Örn Arna-
son.
Fö. 5. okt. 7. sýning, uppselt.
Lau. 6. okt. 8. sýning, uppselt.
Su. 7. okt. og fö. 12 okt. uppselt.
Mið. 10. okt. kl. 20.00.
Lau. 13. okt. uppselt og su, 14. okt.
Fó. 19. okt. kl. 20.00.
Lau. 20. okt. kl. 20.00.
Miðasala og símapantanir í Islensku óper-
unni alla daga nema mánudaga frá kl.
13-18.
Simapantanir einnig alla virka daga frá kl.
10-12. Símar 11475 og 11200.
Ósóttar pantanir seldar tveimur dög-
um fyrir sýningu.
Leikhúskjallarinn er opinn föstudags-
og laugardagskvöld.
<3^0
LEIKFÉLAG BSUð
REYKJAVÍKUR
FLÓ Á JjriflHl
eftir Georges Feydeau
Sýn. föstud. 5. okt., uppselt.
Sýn. laugard. 6. okt., uppselt.
Sýn. sunnud. 7. okt.
Sýn. fimmtud. 11. okt.
Sýn. föstud. 12. okt., uppselt
Sýn. laugard. 13. okt., uppselt
Sýn. sunnud. 14. okt.
Sýn. miðvikud. 17. okt.
Sýn. fimmtud. 18. okt.
Sýn. föstud. 19. okt.
Sýn. laugard. 20. okt.
Sýningar hefjast kl. 20.
egerMíimnmi
Á litla sviði:
Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Haga-
lin Guðmundsdóttur. Leikmynd og
búningar: Hlin Gunnarsdóttir.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Tónlist valin og leikin af Pétri Jónas-
syni.
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Leikarar: Elva Ösk Ólafsdóttir, Ingvar E.
Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Frumsýning fimmtudag. 4. okt., uppselt.
Sýn. föstud. 5. okt.
Sýn. laugard. 6. okt.
Sýn. sunnud. 7. okt.
Miðasalan opin daglega frá kl. 14 til 20.
Auk þess tekið á móti miðapöntunum í síma
alla virka daga frá kl. 10-12.
Simi 680 680
Greiðslukortaþjónusta
JtsPORT
Borgartuni 32. simi 624533
Billiard á tveimur hæðum.
Pool og Snooker.
Opið frá kl. 11.30-23.30.
FACO FACD
FACOFACO
FACOFACO
LISTINN Á HVERJUM
MÁNUDEQI
Kvikmyndahús
Bíóborgin
Sími 11384
Salur 1
DICK TRACY
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Aldurstakmark 10 ár.
Salur 2
HREKKJALÓMARNIR 2
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Aldurstakmark 10 ár.
Salur 3
Á TÆPASTA VAÐI 2
Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.10.
Bönnuð innan 16 ára.
BíóRöllin
Sími 78900
Salur 1
TÖFFARINN FORD FAIRLANE
Aðalhlutv: Andrew Dice Clay, Wayne New-
ton, Pricilla Presley, Morris Day
Framleið: Joel Silver (Lethal Weapon 1 &2)
Leikstj: Renny Harlin (Die Hard 2)
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Salur 2
DICK TRACY
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 3
HREKKJALÓMARNIR
Sýnd kl. 5 og 9.
SPÍTALALÍF
Sýnd kl. 7 og 11.
Salur 4
STÓRKOSTLEG STÚLKA
Sýnd kl. 4.50 og 6.50.
Á TÆPASTA VAÐI II
Sýnd kl. 9 og 11.05.
Salur 5
FULLKOMINN HUGUR
Sýnd kl, 5, 7. 9 og 11.
Háskólabíó
Simi 22140
Salur 1
ROBOCOP2
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
Bönnuð innan 16 ára.
Salur 2
Á ELLEFTU STUNDU
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Salur 3
AÐRAR 48 STUNDIR
Sýnd kl. 7, 9 og 11:
PAPPIRS-PÉSI
Sýnd kl. 5. .
Salur 4
LEITIN AÐ RAUÐA OKTÓBER
Sýnd kl. 9.15.
VINSTRI FÓTURINN
Sýnd kl. 5.
PARADlSARBÍÓIÐ
Sýnd kl. 7.
Laugarásbíó
Simi 32075
Þriójudagstilboö.
Miöaverð í alla sali kr. 300.
Tilboösverð á poppi og kóki.
A-salur
Á BLÁÞRÆÐI
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10, .
Bönnuð innan 12 ára.
B-salur
AFTUR TIL FRAMTÍÐAR III
Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10.
C-salur
007 SPYMAKER
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára._________
Regnboginn
Sími 19000
A-salur
HEFND
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
B-salur
NÁTTFARAR
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
C-salur
TÍMAFLAKK
Sýnd kl. 5 og 9.
REFSARINN
Sýnd kl. 7 og 11.15.
D-salur
I SLÆMUM FÉLAGSSKAP
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
E-salur
NUNNUR Á FLÓTTA
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.___
Stj örnubíó
Simi 18936
Salur 1
SiÐASTI UPPREISNARSEGGURINN
Hörkuspenna, hasar og harkan sex í nýjustu
mynd lelkstjórans Johns MacKenties um
þrjár löggur sem neita að gefast upp fyrir
ofurefli, spillingu og siðleysi.
Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.
Salur 2
FRAM I RAUÐAN DAUÐANN
Sýnd kl. 11.
POTTORMUR i PABBALEIT
Sýnd kl. 5.
MEÐ TVÆR í TAKINU
Sýnd kl. 7 og 9.
Veður
Austan- og síðar norðaustangola eða kaldi i dag en
vaxandi norðan- og norðaustanátt um landið austan-
vert í nótt. Rigning eða súld norðanlands og austan,
skúrir á Suðausturlandi síðdegis en þurrt og sumstað-
ar léttskýjað suðvestanlands. Hiti 3-7 stig i dag en
kólnar í kvöld og nótt.
Akureyri alskýjað 4
Egilsstaðir alskýjað 4
Hjarðarnes léttskýjað 2
Galtarviti rigning 5
Keflavikurflugvöllur léttskýjað 3
Kirkjubæjarklaustur hálfskýjað 5
Raufarhöfn rigning 6
Reykjavik léttskýjað 3
Sauðárkrókur alskýjað 4
Vestmannaeyjar léttskýjað 5
Bergen rign/súld 11
Helsinki skýjað 3
Kaupmannahöfn þokuruðn. 7
Osló rigning 6
Stokkhólmur lágþokubl. 0
Þórshöfn léttskýjað 8
Amsterdam þokumóða 9
Barcelona léttskýjað 17
Berlin þokumóða 10
Feneyjar þokumóða 14
Frankfurt þoka 7
Glasgow rigning 14
Hamborg lágþokubl. 6
London skýjað 13
LosAngeles skýjað 19
Lúxemborg skýjað 11
Madrid skýjað 14
Montreal rigning 9
Nuuk léttskýjað 1
Orlando heiðskírt 23
París skýjað 14
Róm þokumóða 19
Valencia þokumóða 20
Vin rigning 13
Winnipeg skýjað 7
Gengið
Gengisskráning nr. 187. - 2.. okt. 1990 kl. 9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 56,320 56,480 56,130
Pund 106,096 106,397 109,510
Kan. dollar 48,804 48,943 49,226
Dönsk kr. 9,4536 9,4805 9,4694
Norsk kr. 9,3199 9,3464 9,3581
Sænsk kr. 9,8127 9.8406 9,8310
Fi. mark 15,2278 15,2711 15,3802
Fra.franki 10,7882- 10,8189 10,8051
Belg. franki 1,7548 1,7598 1,7643
Sviss. franki 43,4132 43,5366 43,8858
Holl. gyllini 32,0592 32,1503 32,1524
Vþ. mark 36,1501 36,2528 36,2246
Ít. líra 0,04829 0,04843 0,04895
Aust. sch. .5,1387 5,1533 5,1455
Port. escudo 0,4080 0,4091 0,4118
Spá. peseti 0,5775 0,5791 0,5866
Jap. yen 0,41161 0,41278 0,39171
Irskt pund 97,020 97,295 97,175
SDR 78,7337 78.9573 78,3446
ECU 74,5677 74,7795 75,2367
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
1. október seldust alls 50,261 tonn.
Magn í Verö í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Gellur 0,054 325,00 325,00 325,00
Langa, ósl. 0,397 51,00 51,00 51,00
Keila 0,291 20,00 20,00 20,00
Smáýsa, ósl. 0,062 62,00 62.00 62,00
Ýsa, ósl. 0,937 78,19 75,00 80,00
Þorskur, ósl. 0,073 70,48 69,00 75,00
Þorskur, st. 1,068 93,00 93,00 93,00
Ufsi 0,264 34,00 34,00 34,00
Koli 0,941 59,26 79,00 80,00
Ýsa 14,395 97,89 80,00 115,00
Smáþorskur 2,173 75,00 75,00 75,00
Þorskur 24,754 85,50 73,00 94,00
Steinbitur 1,520 70,87 70,00 72,00
Lúða 0,167 266,96 255,00 285.00
Langa 0,713 65.00 65,00 65,00
Keila, ósl. 2,366 15,00 15,00 15,00
Karfi 0,084 25,00 25,00 25,00
Faxamarkaður
1. október seldust alls 172,811 tonn.
Þorskur 42,869 93,40 78,00 112,00
Ýsa 15,730 98,36 70,00 124,00
Ýsa, ósl. 1,288 73,75 61,00 100,00
Ufsi 88,576 42,02 20,00 46,00
Steinbítur 2,408 67,16 55,00 76,00
Langa 3,767 58,82 58,00 59,00
.úða 1,205 266,22 245,00 395,00
Skarkoli 0,152 89,82 85,00 92,00
Skata 0,150 115,00 115,00 115,00
Skötuselur, ófl. 0,095 211,53 210,00 215,00
Skötuselsh. 0,029 495,00 495,00 495.00
Lýsa 0,385 40,73 30,00 45,00
Undirmál 2,671 73.87 29,00 80,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
1. október seldust alls 53,603 tonn.
Þorskur 12,722 95,19 60,00 131,00
Ýsa 5,551 77,87 60,00 100,00
Karfi 15,510 42,71 5,00 47,00
Ufsi 9,216 38,82 15,00 57,00
Steinbítur 0,558 67.52 49,00 80,00
Hlýri 0,154 65,00 65,00 65,00
Langa 1,395 47,14 40,00 55,00
Blálanga 0,180 55,00 55,00 55,00
Lúða 0,252 324,25 285,00 375.00
Koli 0,258 37,60 30,00 70,00
Keila 4,806 22,45 14,00 27.00
Skata 0,229 89,93 79,00 90,00
Tindaskata 0,154 5,00 5,00 5,00
Skötuselur 0,038 243,42 230,00 315.00
Humar 0,077 567,53 400,00 700,00
Lax 0,036 170,00 170,00 170.00
Blálanga 2,381 44,95 42,00 55,00
Blandað 0.029 17,00 17,00 17,00
Undirmál 0,033 30,00 30,00 30,00