Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. BÍLAGALLERÍ Cltroen CX GTl '84, grænn, 5 gíra, vökwastýri, útv./seg. álfelgur o.fl., ekinn 113.000 km, fallegur bfll. V. 680.000. Lada Sport '88, befge, 5 gíra, léttstýri, útv./seg., ekinn 21.000. V. 560.000. Volvo 740 GL '88, beige, met, sjálfsk, vökvast. útv./seg., ek. 14.000. V. aðeins 1.380.000. Dihatsu Applause 161, árg. '90, graenn, 5 gíra, vökvast, útv./seg. ek. 10.000, sem nýr bfll. V. 900.000. Volvo 245 GL '82, gullbrons, sjálfsk, vökvast, útv./seg., '91 skoð., ek. 119.000. V. 420.000. Lada Sport '88, Hvítur, 5 gíra, léttstýri, útv./seg. breiö dekk, ek. 44.000. V. 550.000. Honda Accord '81, hvítur, 5 gira, vökvast, útvarp, '91 skoðun, ek. 69.000. V. 210.000. Daihatsu Charade CS '88, dökk- grár, 4 gíra, útv./seg., ek. 26.000. V. 535.000. Fjöldi annarra úrvals notaðra bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafení 8, s. (91) 685870 Útlönd Subaru station 1,8 '86, siifurgrár, 5 g., vökvast., útv./segulb., kúla, ek. 60.000, v. 780.000, eínnig Su- baru st. '88, blár, v. 1.075.000. Kosningamar 1 Austurríki: Sósíalistar sigruðu Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins óska Vranitzky kanslara og formanni flokksins til hamingju með kosningasigur- inn. Símamynd Reuter Stjórnarflokkurinn í Austurríki, Flokkur 'sósíalista, meö Vranitzky kanslara í fararbroddi, bætti við sig einu þingsæti í þingkosningunum í Austurríki í gær og hlaut hann fjöru- tíu og þrjú prósent atkvæöanna. Á flokkurinn nú áttatíu og einn fulltrúa á þingi. Samstarfsflokkur hans, Þjóð- arflokkurinn, tapaöi hins vegar sautján þingsætum og er nú með 60 þingsæti. Skoðanakannanir, sem voru gerð- ar fyrir helgi, bentu til að stjórnar- flokkarnir tveir myndu tapa miklu fylgi á kostnað Frjálslynda flokksins og græningja. Sigurvegari kosninganna er samt tvímælalaust Frjálslyndi flokkurinn. Hann jók fylgi sitt um rúm 83 pró- sent og hefur nú þrjátíu og þrjú þing- sæti í stað átján. Græningjar fengu minna fylgi en búist hafði verið viö. Þeir bættu aðeins við sig einum þing- manni og munu þingmennirnir verða níu. Aðrir flokkar komu ekki fulltrúum sínum á þing. Talsmaður frjálslyndra var að von- um ánægður með úrslitin en taldi þó víst að frjálslyndir héldu sig í stjórnarandstöðu þetta kjörtímabil. Fátt gæti komið í veg fyrir sam- steypusfjórn sósíalista og Þjóðar- flokks. Vranitzky, formaður Sósíal- istaflokksins, tók í sama streng og sagði að samsteypustjórn sósialista og Þjóðarflokks myndi líklega starfa áfram en öruggt væri að ráðherra- skipan myndi breytast í samræmi við úrslitkosninganna. Reuter OpiÖ virfca daga 9-18. Laugardaga 10-16. Uppreisnarmenn hraktir frá höfuðborg Rúanda: Fjöldi útlendinga fluttur úr landi - 93 Þjóðverjar komu til Frankfurt í nótt um við snúið aftur.“ Um 200 Þjóðverjar ákváðu að verða eftir í landinu enda er talið að upp- reisnarmenn nái landinu ekki á sitt vald eftir að fyrsta sókn þeirra var stöðvuð. Um helgina hafa ýmsar þjóðir látið flytja þegna sína frá landinu. Það eru einkum Belgar og Frakkar sem eru fjölmennir í landinu en einnig eru þar nokkrir Svíar. Leiðin úr landi er nú greið og geta allir farið sem vilja. Uppreisnarmenn eru af ættbálki tútsa. Þeir hafa undanfarið dvalið í nágrannaríkinu Uganda en réöust inn í landið í síðustu viku. Tútsar voru áður við völd í Rúanda en voru hraktir þaðan fyrir nokkrum árum. Þeir hafa alltaf verið í miklum minni- hluta meðal landsmanna sem flestir eru af ættbálki hútúa. Tútsar hafa töluverðan hluta landsbyggðarinnar á sínu valdi og nokkra bæi í nágrenni höfuðborgar- innar. Tahð er að uppreisnarmenn séu ekki margir en þeir hafa að sögn ekki mætt mikilli mótspyrnu þar sem þeir fara um. Þeir fara mest um fótgangandi til að forðast árásir úr lofti en hafa þó nokkra brynvarða bíla. Mjög rólegt hefur verið í höfuð- borginni eftir að bardagar hættu þar. Fyrst um sinn lá öll atvinnustarfsemi þar niðri en í gær var búið að opna nokkrar verslanir og viðskipti voru hafin aö nýju á útmörkuðum. Verð- lag hefur þó hækkað verulega enda ríkir óvissa um þróun stríösins ef allir útlendingar fara frá landinu og erlendar hersveitir einnig. Þá þykir óvíst hvort stjórnarherinn getur staðið einn gegn uppreisnarmönum. Reuter Tekist hefur að halda áftur af upp- reisnarmönnum í Rúanda og voru þeir í morgun enn utan við höfuð- borgina Kigali. Þeir höfðu komist inn í borgina fyrir helgi en voru hraktir í burtu af stjórnarhernum og her- sveitum Frakka, Belga og Zaire- manna. Belgar og Frakkar tóku flugvöllinn við borgina á sitt vald og hafa séð til þess að útlendingar komist frá landinu. Seint í gærkvöldi komu 93 Þjóðverjar til Frankfurt. Þeir sögðust aldrei hafa verið í hættu og lítil ástæða hefði verið til að yflrgefa landið. „Ég hef ekki trú á að uppreisnar- menn hefðu ráðist á útlendinga," sagði Sigrid Patzka, einn Þjóðverj- inn, við komuna til Frankfurt. „Ég vil snúa aftur eins fljótt og kostur er. Mér finnst ég hafa svikið vini mína í Rúanda en eftir tvær vikur verður ástandið trúlega gjörbreytt og þá get- Uppreisnarmenn eru illa vopnum búnir en eiga þó brynvaroa bíla sem þeir hafa til stuðnings fótgönguliði sínu. Simamynd Reuter Suður-Kórea: Kim Dae- jung í hungur- verkfall Helsti stjómarandstöðuleiðtogi Suður-Kóreu, Kom Dae-jung, hóf í morgun hungurverkfall til þess að neyða stjómina tii umbóta að því er aðstoöarmenn hans sögðu. Kim kvaðst myndu fasta þar til stjómin hefði samþykkt að halda sveitarstjómarkosningar og látið af áætlunum um að breyta stjóm- málakerfinu í Suöur-Kóreu. Kim hóf hungurverkfall sitt í aðaistöðvum flokks síns í Seoul. Flokkur hans, Friðar- og lýðræðis- flokkurínn, gekk út af þingi i sum- ar, ásamt öðrum stjórnarand- stöðuflokkí, til að mótmæla yfirr- áðum stjórnarflokksins i þinginu. Stjórnarflokkurinn, Lýðræðislegi frjálslyndi flokkurhm, var fyrr á þessu ári myndaður af stjórnar- flokknum ogtveimur stjórnarand- stöðuflokkum. Hann hefur nú 218 þingsæti af 299 eða meir en þá tvo þriðju hluta sem þarf tii að breyta stjórnarskránni. Innan stjórnarílokksins eru margir fylgjandi nýju stjórnskip- unarkerfi svipuðu því breska. Kim er mótfallinn slíkum breytingum. Frá því i júlí hefur flokkur hans staðið í viðræðum við stjómarand- stöðuhópa um sameinaða baráttu gegn stjórninni en ágreiningur um hver eigi að vera í forsvari samei- naðrar stjórnarandstöðu hefur komið í veg fyrir árangur. Forseti Suður-Kóreu, Ro Tae- woo, rak í morgun varnarmálaráð- herra sinn og yfirhershöfðingja vegna meintra afskipta hersins af stjómmálum. Haíði leyniþjón- ustudeild hersins verið sökuð um njósnir um stjórnmálamenn, and- ófsmenn og óbreytta borgara. Kim Dae-jmig haíði krafist þcss að leyniþj ónustudeildin yrði leyst Upp. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.