Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 32
> ► * Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - AuQlýsingar - Askrifi - Dreifing: Sími 27022 Frjalst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. Slöngubát með tveimur mönnum rak Björgunarsveitir úr Reykjavík, Sel- tjarnarnesi, Kjalarnesi og Akranesi leituðu tveggja manna á slöngubát af Zodiak gerð í gærkvöldi. Mennirnir höfðu farið frá Reykja- vík til Akraness með farþega. Vélar- bilun varð þrisvar sinnum á leið- inni. Farþegarnir treystu sér því ekki til aö fara með bátnum til baka og fóru með Akraborginni í bæinn. Mennirnir á bátnum sáust síðan norður af Engey þegar Akraborgin átti skammt eftir ófarið til Reykja- víkur. Þá virtist eitthvað vera að. Klukkan 20.30 gerðu farþegarnir Slysavamafélaginu fyrst viðvart en þá voru bátsmennirnir ókomnir í land. Björgunarsveitirnar voru strax ræstar út. Klukkan ellefu var hringt frá bæ á Kjalarnesi heim til eins af farþegunum. Bátinn hafði þá rekið vélarvana í suðvestan 4-5 vindstig- um að Kjalarnesi. Mennirnir höfðu hvorki árar, ljósabúnað, talstöð né blys meðferðis. Þeir voru þó í góðum hlífðarfötum. Þá sakaði ekki. _^tt Harðurárekstur á Árskógsströnd Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: Tveirslösuðustá Reykjanesbraut I gærmorgun varð það slys á Reykjanesbrautinni, rétt austan við Vogaafleggjarann, að fólksbíll keyrði á kyrrstæðan valtara með þeim af- leiðingum að ökumaður og farþegi í bílnum slösuðust báðir, ökumaður- inn þó sýnu verr. Voru þeir báðir fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Valtarinn stóð í vegarkantinum en verið er að vinna að endurbótum á Reykjanesbrautinni á þessum slóð- um. Rigning var og skyggni slæmt og vegurinn mjög blautur. Er talið að ökumaðurinn hafi ekki séð valtar- ann fyrr en of seint. -HK LOKI Mérsýnistál ætla að verða þungmálmur í pólitíkinni. Senda frá sér krabba meinsvaldandi agnir „Rannsóknir benda til þess að þeir reykskynjarar, sem seldir eru hér á landi, sendi frá sér plútoníum dioxíð sem eru mjög skaðlegar agn- ir og eitthvað það mest krabba- meinsvaldandi efni sem til er,“ sagði Raymond Urbschaft, þýskur eðlisfræðingur sem búsettur er hér á landi. Raymond kom fram í sjónvarps- þættinum Fólkið í landinu á laug- ardagskvöldið. Það vakti athygli að geislamælir hans sýndi mikla svör- un þegar hann bar hann nærri venjulegum reykskynjara sem er að fmna í allflestum húsum á landinu. „Plútoníum díoxíð, sem er geisla- virkt og baneitrað, berst út frá reykskynjurunum og út í and- rúmsloftið. Fólk andar þessum ögnum að sér, þær komast í lungu þar sem þær valda mönnum lungnakrabba. Þjóðverjar eru hættir að kaupa svona reykskynj- ara, það eru til skynjarar sem ekki eru geislavirkir og þeir eru notaðir þar. Á þeim reykskynjurum, sem seldir eru hér, er meira að segja aðvörun inni á lokinu þar sem það stendur á ensku að hann innihaldi geislavirkt efni. Fólk veit bara ekk- ert um þetta. Ef skynjarar eru hafö- ir í litlum, illa loftræstumherbergj- um eru miklar líkur á að þar safn- ist saman skaðlegt magn af plúto- nium díoxíð. Ég fann líka út með mælingum mínum að þessi tæki senda líka frá sér gammageisla. Geislavarnir ríkisins voru beðnar að mæla hvort reykskynjarar sendu frá sér gammageisla, geislun mældist en hún var sögð vera und- ir hættumörkum. Ég þekki hvaða áhrif gammageislar geta haft og ætla í mínu tilviki ekki að bíða eft- ir að þeir komist upp að þeim hættumörkum sem einhver staðall setur,“ sagði þýski eðlisfræðingur- inn Raymond Urbschaft. Hann sagðist ennfremur vilja taka það mjög skýrt fram að fólk mætti ekki undir neinum kríngum- stæðum henda reykskynjurum á haugana. Þeir væru umliverfinu margfalt hættulegri en t.d. raf- hlöður og rafgeymar og það bæri að losa sig við þá með öðrum hætti. -hge Mjög harður árekstur tveggja bif- reiða varð á Árskógsströnd í Eyja- firði á fóstudagskvöld á móts við Steinbakka. Bifreiðarnar höfnuðu báðar utan vegar við áreksturinn og önnur þeirra valt tvær veltur áður en hún staðnæmdist á hjólunum. Farþegi í þeirri bifreið kastaðist út úr henni og slasaðist. Hann var fluttur á sjúkrahús og báðar bifreiðarnar eru mjög mikið skemmdar eftir árekst- urinn. HM í skák að heQast: Verðlaunaféð 85 mil|jómr Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í New York í kvöld og sem fyrr eru það heimsmeistarinn Garry Kasp- arov og áskorandinn Anatoly Karpov sem mætast. Þetta er fimmta einvígi þeirra um titilinn. Þeim er ekki vel til vina eins og kunnugt er og hafa skeytin flogið á milli þeirra undan- farið. Búist er við spennandi einvígi enda hefur Kasparaov aðeins tveggja vinninga forskot eftir 120 skákir. Kasparov er nú 27 ára en Karpov 39 ára. Verðlaunaféð er 1,5 milljón doll- ara eða um 85 milljónir króna. Fyrstu 12 skákirnar verða í New York en næstul2íLyoníFrakklandi. -SMJ __ Stykkishólmur: Ölvaðirlokuðu tveimur götum íslandsmet var sett í fjölda þátttakenda á 90 ára afmælismóti Taflfélags Reykjavikur i Faxafeni 12 á laugardag- innn. Tveggja ára gamalt met, 485 þátttakendur, var slegið en samtals 1.230 keppendur þreyttu keppni í tveimur riðlum. í fyrri riðlinum sigraði Helgi Áss Grétarsson úr Breiðholtsskóla en Arnar E. Gunnarsson úr Æfingaskólanum í þeim seinni. Þeir fengu utanlandsferð í verðlaun. Margir þátttakendur komu langt að af landinu til keppninnar. Vegna mótsins á laugardaginn skráðu 130 nýir félagar sig í TR og fjölgaði félagsmönnum þannig um 25 prósent. DV-mynd Brynjar Gauti Ölvun var talsverð í Stykkishólmí aðfaranótt sunnudagsins og lenti lög- reglan í erfiðleikum með að hemja ölvað fólk sem lét illa. Meðal þess sem hinir ölvuðu gerðu var að loka tveimur götum. Hlóðu þeir stórum fiskkerum og netadræsum á göt- urnar tvær og lokuðu þeim. Lögreglan náði að taka vegartálm- ana síðar meir en ekki fyrr en einn bíli hafði skemmst. Lenti sá í neta- dræsunum og vöfðust netin utan um öxulinn og brotnaði drifið. -HK Veðrið á morgun: Norðanátt með kóln- andi veðri Á morgun gengur í norðanátt með kólnandi veðri. í fyrramálið verður rigning um mestallt landið en styttir smám saman upp sunnanlands og vestan. Síð- degis verða él á annesjum norð- anlands en slydda á Norðaustur- landi. Suðvestanlands léttir með kvöldinu. Hiti á bilinu 1-6 stig. | KOM I K I — IleiMsöliiflmfiníF sínii:.9I- 41760 i i \i \i i i i i i i i i i i i i i i Líffnijijiiii'ar Á 5 . ALÞJÓnv LÍFTRYGGINGARFEIAGIÐ HF. LÁGMÚLI5 - RKYKJ AVÍK isíini 681644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.