Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. 13 Prófkjörs- kynning áRÚV María Sigurðardóttir skrifar: Mér finnst það engan veginn við hæfi að Ríkisútvarpið sé að kynna væntanlega frambjóöendur til al- þingiskosninga eins augljóslega og gert var á Rás 2 sl. laugardag. Ég opnaði fyrir útvarpið þennan morgun eins og ég geri venjulega og þá var nýbyijaður þátturinn Þetta líf þar sem stjómandinn hafði fengið þingkonuna Salóme Þorkelsdóttur til að ræða við hana um það helsta sem gerst haföi þá vikuna. Auðvitað fór ekki hjá því að talið bærist að þingstörfum hennar og framtíðarhorfum. Nú er ég ekki að segja að það megi ekki ræða við þingmenn í útvarps- þáttum eins og aðra þjóðfélagsþegna, en þegar dregur að kosningum eins og nú eru allar líkur á að geti orðið síðar í haust, er það ekki hlutverk Ríkisútvarpsins að taka einstaka þingmenn fyrir og bjóða þeim að taka forskot á kynninguna. Ekki nema þá að sérstaklega sé ætlunin að bjóða ölfum þingmönnunum, hveijum á eftir öðrum, 63 að tölu, í Ríkisútvarp- ið og leyfa þeim að reifa það sem þeim þykir markverðast og nauðsyn- legast vegna komandi framboðs. Þetta viðtal við Salóme Þorkels- dóttur virtist ekkert vera annað en augljós greiði við hana til að létta undir með henni í hugsanlegum prófkjörsslag eða óbein leiðbeining fyrir kjörnefnd í hennar kjördæmi, ef þannig æxlast að þar verður held- ur ekki prófkjör, eins og víða er nú farið að tíðka þar sem hinir þauf- setnu þingmenn hafa tögl og hagldir. Nú er það sem sé spurningin hvort Ríkisútvarpið ætlar að halda áfram á sömu braut og kynna alla hina þingmennina og þá nýju kandidata sem tilbúnir eru í framboösslaginn? Svona einstakt tilvik eins og þama var á Rás 2 sl.laugardag leiðir óhjá- kvæmilega til frekari þingmanna- kynninga eða þá útskýringa á því hvers vegna þessi sésrstaki þingmað- ur varð fyrir „valinu". Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið BILASPRAUTUN ÉTTINGAR 5Jkk|ns' Varmi Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 UMBÚÐAPAPPÍR Hvítur, 40 og 57 cm rúllur Gjafapappír í úrvali 40 og 60 cm rúllur FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HF. Spítalastíg 10 - Sími 11640 Myndsendir: 29520 Lesendur Niðurlæging ríkisstjómarinnar: Hvernig gátu þeir gert þetta? ólmir ganga til kosninga nú hlýtur orsökin að vera sú að þeir sjá að því lengra sem líður á kjörtímabilið fari atkvæðafjöldi þeirra sífellt minnkandi. Nú sé þó lag á meðan andstaðan ríkir gegn álsamingun- um eins og þeir em settir fram í dag. Andstaðan muni hjaðna í kjöl- far frekari umræðu og breyttra áherslna. Og gott ef ekki verður hægt að ganga til liðs við Sjálfstæð- isflokkinn að lokinni endurskoðun. Svona er nú líklegt að þeir hugsi í Alþýðubandalaginu, margir hveijir. Og kannski er líka einhver „annar" flokkur að rýna í sömu spáspihn! Krístján Kristjánsson skrifar: Stimdum ofbýður fólki svo að það á varla orð til að lýsa hneykslan sinni. Þannig er áreiðanlega mörg- um farið þegar þeir heyra fréttir af því að nú hafi ráðherrar úr ríkis- stjóminni gengið á fund formanns Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Pálssonar, til að kanna hvort flokk- ur hans myndi ekki styðja við bak- ið á ríkisstjóminni í álmálinu. Ég held að margir hljóti að spyija sem svo; hvemig gátu þeir gert þetta? Og að forsætisráðherra skuli hafa staðið að baki hugmyndinni er þó enn furðulegra. Það er því ekki aö undra þótt formaður Sjálfstæöis- flokksins haldi að „mennimir séu ekki með réttu ráöi“, eins og fram kemur í viðtah við hann. Eftir aht sem á undan er gengið, brigsl og svigurmæli 'í garð formanns Sjálf- stæðisflokksins og sífelldar thvitn- anir í „ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar“ þegar þessum ráðherrum veröur á í messunni - eins og nú á sér stað varðandi álsamningana - er varla hægt að ætlast til aö Sjálf- stæðisflokkurinn fari að styðja rík- isstjórnina sérstaklega í því að blekkja hina erlendu viðsemjendur eða þá íslensku þjóðina. Á þessu stigi málsins liggur bein- ast við að taka þessa umræðu alla fyrir á Alþingi strax og það kemur saman og að því búnu að ijúfa þing og efna tíl kosninga þegar í stað. Þær kosningar ættu að sýna hvaða flokkum þjóðin treystir best th að fara með völd í landinu á þessum viðsjárverðu og óvissu tímum. Ekki er samt ólíklegt að sam- steypustjórn þurfi th að koma svo að ipjög rúmur meirihluti og stjómmálalega sterkur standi að þeim ákvörðunum sem teknar verða í stóriðjumálum og örlaga- ríkum samningum sem framundan eru um Evrópubandalagið. Ef alþýðubandalagsmenn vhja Sindri hefur tekið að sér umboð fyrir Otto C. Jensen, einn stærsta seljanda loka á Norðurlöndum, fyrirtæki sem er virt fyrir vandaðar vörur. KÚLULOKI RENNILOKI KEILULOKI SPJALDLOKI Fyrirliggjandi eru í birgðastöð okkar fjölmargar gerðir loka s.s. kúluloka, renniloka, keiluloka og spjaldloka í ýmsum gerðum og stærðum. Sérpöntum eftir óskum. SINDRI BORGARTÚNI 31 ■ PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVIK ■ SlMI 62 72 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.