Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Side 11
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. 11 F Utlönd Akvörðun forsætisráðherra Breta um inngöngu í myntkerfi Evrópu: Líklegt að Thatcher vilji sitja fjórða kjörtímabilið - sérfræðingar spá batnandi efnahag og kosningum á næsta ári í dag verður breska sterlingspund- ið í fyrsta sinn skráð innan mynt- kerfis Evrópu eftir að Margaret Thatcher forsætisráðherra ákvað óvænt á fostudag að Bretar skyldu vera með í ERM-kerfi við gengis- skráningu. Því er spáð að þetta muni hleypa nýju lifi í fjármálalíf Breta og á end- anum verða til að auka fylgi forsætis- ráðherrans sem hefur farið minnk- andi á undanfornum mánuðum. Fjármálasérfræðingar spá því að gengi pundsins muni hækka á pen- ingamörkuöum. ERM-kerfið býður upp á að seðlabankar Evrópuríkja hafi með sér samráð um aö jafna sveiflur á gengi ef útlit er fyrir að einhver gjaldmiðill ætli að hækka eða lækka óeðlilega mikið. Þannig má gengi breska pundsins ekki breytast meira en sem nemur 6% miðað við þýska markið. Ákvörðun Breta hefur mælst vel fyrir og er talið að íhaldsmenn hafi styrkt stöðu sína. Þeir koma saman til landsfundar síðar í vikunni, ef til vill í síðasta sinn áður en halda á reglulegar kosningar sumarið 1992. Tahö er Thatcher muni leggja mikla áherslu á að efnahagslíf lands- Margaret Thatcher forsætisráðherra ræðir við blaðamenn fyrir utan Down- ingstræti 10 um helgina eftir ákvörðunina um inngöngu í ERM. Talið er lík- legt að hún vilji iáta kjósa á næsta ári og ætli sjálf fram i fjórða sinn. Simamynd Reuter ins standi með blóma þótt stöðugar fréttir séu af vaxandi erfiðleikum. Stjórnmálaskýrendur segja aö Thatcher muni hamra á því á lands- fundinum að hún ein geti leitt bresku þjóöina á næstu misserum. í ellefu ára hefur Thatcher barist gegn því að Bretar yrðu aðilar aö ERM. Thatcher sagði nú að með minnkandi verðbólgu gætu Bretar verið með og að á næstu vikum mundu vextir lækka. Á Bretlandi er rætt um að Thatcher gæti hugsað sér að efna til kosninga þegar á næsta ári þegar enn verður eftir ár af kjörtímabilinu. Sagt er aö hún hafi jafnvel hug á að bjóða sig fram og verða forsætisráðherra íjórða kjörtímabilið í röð. Verkamannaflokkurinn undirbýr nú einnig landsfund en ákvörðun Thatcher hefur beint athyglinni frá fundi þeirra. Flokkurinn hefur verið í sókn og hefur meira fylgi en íhalds- flokkurinn í skoðanakönnunum. Þetta gæti breyst ef merki um um- talsverðan bata koma fram í efna- hagslífinu. íhaldsmenn neita að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða hjá forsætisráðherranum. Reuter ... alla daga ^S^ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 STEREO LnSJÓNVARPSTÆKI 28 * FLATUR FERKANTAÐUR SKJÁR. FÍN UPP- LAUSN. SKIPANIR BIRTAST Á SKJÁ. ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING. BEIN TENGING FYRIR MYND- BANDSTÆKI. TENGING FYRIR HEYRNARTÓL/ AUKA HÁTALARA. SVEFNROFI. SUM ARTILBOÐ KR. 69.950 stgr. RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr. 20" MONO M/FJARST. TILB. 35.950 slgr. RÉTT VERÐ 42.750 slnr. 14" MONO M/FJARST. TILB. 23.950 stgr. RÉTT VERÐ 28.800 sigr. 10" 12 VOLT og 220 VOLT í SUMARBÚSTAÐINN EÐA ELDHÚSIÐ TILBOÐ 33.950 stgr. RÉTT VERÐ 38.000 stgr. 5 ÁRA ÁRBYRGÐ Á MYNDLAMPA 33 Afborgunarskilmálar [g] VÖNDUÐ VERSLUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.