Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Side 26
34
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990.
Afmæli
Friede Ingibjörg Pálsdóttir Briem
Friede Ingibjörg Pálsdóttir Briem,
fyrrum framkvæmdastjóri, Berg-
staðastræti 69 í Reykjavík, varð átt-
ræð í gær. Friede er fædd á Akur-
eyri og fluttist fjögra ára til Reykja-
víkur með foreldrum sínum og hef-
urbúiðþarsíðan.
Starfsferill
Friede var í námi í Kvennaskólan-
um 1914-1917 og í námi í píanóleik
hjá Katrínu Viðar. Hún vann hjá
Eimskipafélagi íslands 1917-1922 og
var í framhaldsnámi í píanóleik hjá
Haraldi Sigurössyni prófessor
1922-1923. Friede vann hjá Eim-
skipafélagi íslands 1923-1926 og
vann á málflutningsskrifstofu
Sveins Bjömssonar, Guðmundar
Ólafssonar og Péturs Magnússonar
frá 1926. Ásamt þessum störfum
kenndi hún vélritun og píanóleik
um langt árabil. Friede og Ásgeir
bjuggu á Vesturgötu 16 til 1930 er
þau festu kaup á húsinu Bergstaða-
stræti 69 og fluttu þangað. Hún
lærði fjölritun í Danmörku og setti
á fót fjölritunarstofu í Tjamargötu
24 þegar eftir fráfall Ásgeirs. Friede
flutti aftur á Berstaðastræti 691962
og rak Fjölritunarstofuna til átt-
ræðs.
Friede var í forystuliði Zonta-
klúbbsins sem lengi hafði starfað
að málefnum heymar- og mál-
lausra. Fyrir forgöngu hennar tók
klúbburinn að beijast fyrir stofnun
heyrnarstöðvar í Reykjavík. Leiddi
þetta til þess að heyrnardeild var
stofnuð í Heilsuvemdarstöð Reykja-
víkur og síðar Heymar- og tal-
meinastöð íslands ásamt háls-, nef-
og eymardeild Borgarspítalans.
Fyrir störf sín var hún sæmd verð-
launum Nordisk Audiologisk Sel-
skap og fálkaorðunni auk þess sem
hún var kjörin heiðursfélagi Zonta-
klúbbsins.
Fjölskylda
Friede giftist 20. ágúst 1927 Ásgeiri
Guðmundssyni, f. 31. ágúst 1899, d.
8. nóvember 1935, lögfræðingi í
Rvík. Foreldrar Ásgeirs vom: Guð-
mundur Einarsson, útvegsb. í Nesi
á Seltjarnamesi, og kona hans,
Kristín Ólafsdóttir. Synir Friede og
Ásgeirs eru: Eggert, f. 6. ágúst 1929,
skrifstofustjóri Sambands íslenskra
rafveitna, kvæntur Sigríði Dag-
bj artsdóttur, framkvæmdastj óra
Tannlæknafélags íslands, böm
þeirra em: Ásgeir fjölmiðlafræðing-
ur, Dagur, háskólanemi í Ósló, og
Auður, háskólanemi í Rvík. Dóttir
Eggerts er: Ingibjörg, skrifstofu-
maður í Mosfellsbæ, gift Kristjáni
Júliusi Kristjánssyni; PáU Þórir f.
22. apríl 1931, yfirlæknir á bamageð-
deild Landspítalans og Hringsins,
kvæntur Lám Ingólfsdóttur, sölu-
manni hjá Flugleiðum, börn þeirra
era: Fríða og Ingólfur Verslunar-
skólanemar og synir Páls frá fyrra
hjónabandi em: Ámi Geir við-
skiptafræðingur, sambýliskona
hans er Sofiía Waag Árnadóttir, og
Kári, plötusmiður og stúdent,
kvæntur Guðrúnu Olafsdóttur.
Systkini Friede era: Þórhildur, f.
7. desember 1896, gift Theodór Lín-
dal, hrl. og prófessor; Eggert Ólafur,
f. 6. júní 1898, d. 8. maí 1985, bóksali
og fulltrúi í Rvík, kvæntur Sigríði
Skúladóttur; Helgi, f. 18. júní 1902,
d. 2. ágúst 1981, sendiherra, kvæntur
Doris Parker og Þórdís, f. 1. apríl
1904 bókavörður í Rvík. Bróðir Fri-
ede samfeðra er Kristinn, f. 8. októb-
er 1887, d. 18. júní 1970, kaupmaður
á Sauðárkróki, kvæntur Kristínu
Björnsdóttur. Fóstursystir Friede er
Jóna Einarsdóttir, gift Óla Vest-
mann Einarssyni, yfirkennara
prentiðna í Iðnskólanum í Rvík.
Ætt
Foreldrar Friede eru: Páll J. Briem,
f. 19. október 1856, d. 17. desemb-
er 1904, amtmaður á Akureyri, og
kona hans, Álfheiður Helgadóttir,
f. 11. nóvember 1868, d. 28. septemb-
er 1962. Bróðir Páls amtmanns var
Eiríkur prestaskólakennari, faðir
Eggerts í Viðey, afa Eggerts stærð-
fræðiprófessors. Annar bróðir Páls
var Ólafur, alþingismaður á Álf-
geirsvöllum, fyrsti formaður Frám-
sóknarflokksins, faðir Þorsteins,
prófasts og ráðherra, og Ingibjargar,
konu Björns Þórðarsonar forsætis-
ráðherra, fóður Þórðar ríkissak-
sóknara. Systir Páls var Kristín,
kona Valgarðs landsféhirðis, móðir
Ingibjargar, konu Jóns Þorláksson-
ar forsætisráðherra, og Maríu
Kristínar, móður Gunnars Thor-
oddsen forsætisráðherra og ömmu
Magnúsar Thoroddsen og Helgu
Kress. Páll amtmaður var sonur
Eggerts Briem, sýslumanns á
Reynistað, Gunnlaugssonar, sýslu-
manns á Grund, Guðbrandssonar,
ættfóður Briemsættarinnar, alls mn
Friede Ingibjörg Pálsdóttir Briem.
2000 niðjar. Móðir Páls var Ingibjörg
dóttir Eiríks, sýslumanns í Kollabæ,
Sverrissonar og konu hans, Kristín-
ar Ingvarsdóttur, b. á Skarði, Magn-
ússonar. Móðir Kristínar var Ingi-
björg Eiríksdóttur, b. í Bolholti,
Jónssonar, ættfóöur Bolholtsættar-
innar.
Álfheiður var dóttir Helga presta-
skólakennara, Hálfdánarsonar, og
konu hans, Þórhildar Tómasdóttur,
prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð,
Sæmundssonar.
Rögnvaldur Sverrir Möller
Rögnvaldur Sverrir Möller, fyrrv.
kennari, Aðalgötu 58, Ólafsfirði,
varð sjötíu og fimm ára í gær.
Starfsferill
Rögnvaldur fæddist á Siglufirði en
ólst upp hjá móðurforeldrum sínum
í Óslandshlið í Skagafirði 1920-1935
en þar stundaði hann vegavinnu á
sumrin síðustu árin.
Rögnvaldur lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Siglufiarðar
1936 og kennaraprófi í Reykjavík
1938. Hann var farkennari í Ólafs-
firði 1938-1944 og starfsmaður hjá
IŒA í Ólafsfirði, síðar Kaupfélagi
Ólafsfiarðar 1944-1959, lengst af
deildarstjóri. Rögnvaldur starfaði
hjá Útgerðarfélaginu Stíganda
1959-1967 við fiskverkun og síldar-
söltun og þá oftast verkstjóri. Jafn-
framt við skrifstofustörf og fiskmat.
Hann var kennari í Barnaskóla Ól-
afsfiaröar 1967-1980 og var þrisvar
settur skólastjóri í forföllum. Hann
hefur starfað við fiskvinnslu frá
1980.
Rögnvaldur var félagi í Karlakór
Ólafsfiarðar 1938-1967 og í stjóm
kórsins um skeið. Hann var formað-
ur Slysavamadeildar karla í Ólafs-
firði 1951-1955 og í Björgunarskútu-
ráði Norðurlands 1951-1958. Hann
var fréttaritari Ríkisútvarpsins
1958-1974 og hefur verið félagi í Rot-
ary-klúbb Olafsfiarðar frá 1972.
Hann hefur starfað í ýmsum nefnd-
um fyrir Ólafsfiarðarkaupstað, var
endurskoðandi reikninga bæjarins
1958-1990, Sparisjóðs Ólafsfiarðar
1962-1990 og í Byggðasögunefnd Ól-
afsfiarðarfrál983.
Rögnvaldur samdi skáldsöguna Á
miðum og Mýri, 1972, og framhald
hennar, Fortíðin gleymist, í Heima
er best, 1974. Þá hafa birst eftir hann
ýmsar greinar í blöðum og tímarit-
um.
Fjölskylda
Rögnvaldur kvæntist 15. janúar
1939 Kristjönu Helgu Bjamadóttur,
f. 24. apríl 1919. Foreldrar Kristjönu
vom Bjami Helgason vélstjóri og
kona hans, Jakobína Anna Ingi-
mundardóttir.
Fósturdóttir Rögnvaldar og Krist-
ínar er Lísbet Sigurðardóttir, f. 15.
nóvember 1948, húsmóðir á Selfossi,
gift Vilmundi Þór Kristinssyni.
Systkini Rögnvaldar era Alfreð, f.
30. desember 1909, fyrrv. forstjóri á
Akureyri, var kvæntur Friðnýju
Siguijónu Baldursdóttur sem lést
1988; William Thomas, f. 15. mars
1914, d. 19. júlí 1965, kennari við
Skógarskóla, var kvæntur Guðrúnu
Siguröardóttur; Jóhann Georg, f. 27.
maí 1918, verkstjóri hjá Síldarverk-
smiðju ríkisins á Siglufirði, kvænt-
ur Tryggvu Helenu Sigtryggsdóttur;
Alvida Friðrika María, f. 10. des-
ember 1919, húsmóðir í Hrísey, gift
Birni Kristinssyni; Unnur Helga, f.
10. desember 1919, iðnverkakona á
Siglufirði, var gift Jóni Ólafi Sig-
urðssyni en þau slitu samvistum;
Kristinn Tómasson, f. 8. júlí 1921,
verkamaður í Kópavogi, var kvænt-
ur Sigrúnu Björndóttur en þau slitu
samvistum, og Jón Gunnar, f. 27.
júlí 1922, verslunarmaður í Reykja-
vík, kvæntur Nönnu Þuríði Þórðar-
dóttur.
Foreldrar Rögnvaldar voru
Christian Ludvig Möller, f. 5. apríl
1887, d. 11. ágúst 1946, verslunar-
maður og lögregluþjónn á Siglu-
firði, og kona hans, Jóna Sigurbjörg
Rögnvaldsdóttir, f. 18. mrs 1885, d.
6. febrúar 1972. Christian var sonur
Jóhanns Georgs Möller, kaup-
manns á Blönduósi, Christiansson-
Rögnvaldur Sverrir Mölier.
ar Ludvigs Möllers, veitingamanns
i Rvík, Olessonar Möllers, kaup-
manns í Rvík, ættföður Möllersætt-
arinnar á í slandi. Móðir Jóhanns
kaupmanns var Sigríður Magnús-
dóttir Norðfiörð, verslunarstjóra í
Rvík, og konu hans, Helgu Ingi-
mundardóttur. Móðir Christians
lögregluþjóns var Alvilda Maria
Williamsdóttir Thomsens, kaup-
manns á Vatneyri, og kona hans,
Ane Margrethe Lauritzdóttur
Knudsens, kaupmanns í Rvík, ætt-
föður Knudsensættarinnar.
Jóna var dóttir Rögnvalds, b. í
Miðhúsum í Óslandshlíð í Skaga-
firði, Jónssonar. Móðir Rögnvalds
var Gunnhildur Hallgrímsdóttir, b.
á Stóru-Hámundarstöðum, Þorláks-
sonar, dbrm. á Skriðu í Hörgárdal,
Hallgrímssonar. Móðir Þorláks var
Halldóra Þorláksdóttir, b. á Ásgeirs-
brekku, Jónssonar, ættföður Ás-
geirsbrekkuættarinnar. Móðir Jónu
var Steinunn Jónsdóttir, b. á Þrast-
arstöðum á Höföaströnd, Hallssonar
og konu hans, Sigurbjargar Indriða-
dóttur. Rögnvaldur er að heiman í
dag.
Ragnar Wiencke
Ragnar Wiencke, lagerstjóri hjá
Örtölvutækni, til heimihs að Vest-
urbergi 94, Reykjavík, varð fertugur
ígær.
Ragnar fæddist í Kópavogi en ólst
upp í Reykjavík. Hann er renni-
smíðameistari og starfaði hjá Héðni
1970 til 1984. Þá hóf hann starf hjá
bílavarahlutaversluninni Blossa sf.
þar sem hann starfaði til 1990 er
hann hóf störf hjá Örtölvutækni.
Þáttaskil urðu í lífi Ragnars og
konu hans er þau gengu Guði á hönd
árið 1978 og hafa þau síðan unnið
ötullega að safnaðar- og trúarstarfi.
Voru þau fyrst í Seljasókn í Breið-
holti en þar sat Ragnar í sóknar-
nefnd, var meðhjálpariog vann fyr-
ir unglinga- og barnastárf sóknar-
innar. Þau hjónin gengu síðan í
kristilega samfélagið Veginn sem nú
er orðið fríkirkja. Ragnar situr í
stjórn Vegarins en þau hjónin starfa
við barnakirkju Vegarins og taka
ásamt börnum sínum mjög virkan
þátt í starfi safnaðarins.
Ragnar kvæntist 12.4.1971 Sig-
rúnu Ástu Kristinsdóttur, f. 17.6.
1951, húsmóður auk þess sem hún
starfar á leikskóla KFUM og K. For-
eldrar Sigrúnar Ástu: Kristinn Enok
Guðmundsson, starfsmaður hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og Sig-
urrós Inga Hannea Gunnarsdóttir
húsmóðir sem lést 1989. Kristinn
Enok og Sigurrós Inga Hannea eign-
uðust átta böm en tvö þeirra dóu á
unga aldri og eru því sex þeirra á
lífi, gift og búsett á höfuðborgar- .
svæðinu.
Börn Ragnars og Sigrúnar Ástu
eru Gunnar Ragnarsson, f. 10.1.
1973, nemi í Fjölbrautaskóla í Breið-
holti en hann starfar á grænmetis-
torginu í Kaupstað í Mjódd; Elsa Rós
Ragnarsdóttir, f. 24.4.1976, nemi í
Seljaskóla; Bernhard Ragnarsson,
Ragnar Wiencke.
f. 28.8.1981, nemi í Fellaskóla, og
Inga Hanna Ragnarsdóttir, f. 3.11.
1985, í Leikskóla KFUM og K í
Langagerði 1, Reykjavík.
Systkini Ragnars: Karin Lena Fa-
ber, f. 10.3.1938, húsmóðir í Iowa í
Bandaríkjunum, gift bandarískum
manni, Paul J. Faber, f. 30.9.1937
og eiga þau eina dóttur, Heidi Ann
Faber, f. 23.5.1970, en hún stundar
nám í menntaskóla; Pétur Wienche,
f. 16.8.1941,kvænturÁstuKristins-
dóttur, f. 2.10.1944 en þau eru bú-
sett í Reykjavík og eiga þijú börn,
Sigrúnu, f. 16.11.1964, Bernhard
Kristin, f. 13.4.1966 og Þórdísi, f.
27.6.1967 sem öll eru gift en barna-
börn Péturs og Ástu em fiögur.
Foreldrar Ragnars: Bernhard Al-
bert Fritz Wiencke, f. 28.6.1913, d.
1958, en hann starfaði m.a. hjá ferða-
skrifstofunni Orlof og Bræðrunum
Ormsson, og Elsa Frieda Wiencke,
f. 27.4.1921, d. 1970, húsmóðir og
ræstingakona. Bernhard ogElsa
fluttu til íslands 1949 og áttu þar
heima eftir það en þau voru bæði
ættuð frá Hamborg í Þýskalandi.
HansAdolfLinnet,
* Svöluhrauni 2, Hafnarfirði.
Steinunn B. Kristjánsdóttir,
Týsgötu 4C, Reykjavík.
85 ára
Hallfriður G.K. Guðjónsdóttir,
Furugerði 1, Reykjavík.
Ágústa Ágústsdóttir,
Svinadal, Skaftárhreppi.
Pálína Vigfúsdóttir,
frá Flatey á Breiðafirði,
Hvannborg 1, Kópavogi.
Guðmundur Magnússon,
Hávegi 10B, Síglufirði.
ÞórðurEIíasson,
Hólshúsum, Gaulverjarbæjar-
hreppi.
Stefán Ólafsson,
Ólafsvegi, Ólafsfirði.
Ólöf Sigurðardóttir,
Hátúni 10, Reykjavík.
LiljaJónsdóttir,
Kálfstöðum, Vestur-Landeyjar-
hreppi.
50ára_______________
Sigurbjörg ísaksdóttir,
Flúðaseií 77, Reykjavík.
Tryggvi Eymundsson,
Hólavegi 9, Sauðárkróki.
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Sefgöröum 4, Seltjarnamesi.
Björn Hafsteinsson,
---- Brekkubraut 17, Akranesi.
Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir,
Aflagranda 3, Reykjavik
Pétur Snæland,
Reykjafold 8, Reykjavík.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Eyrarbraut7, Stokkseyri.