Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Side 28
36
MÁNUDAGUK 8. (
Merming
lorðastað
Enn einu sinni stendur Alliance Francaise fyrir
ágætri gestakomu hingaö til lands og hefur að þessu
sinni fengið látbragðsleikarann Laurent Decol til þess
að flytja okkur orðlausa list sína.
Fyrri sýning hans var á Litla sviði Þjóðleikhússins
í gærkvöldi. Þar flutti hann verkiö Timoleon Magnus,
en það fjallar um lífshlaup manns í því fiókna og
margbrotna umhverfl, sem við þekkjum í dag, um-
hverfi, sem er í senn ógnvekjandi og hlálegt í verki
Decols.
Tækni hans er óaöfinnanleg og byggir að sjálfsögðu
á grunni hinnar hefðbundnu látbragðshstar. Laurent
Decol var nemandi sjálfs Marcel Marceau og ber túlk-
un hans vitni um trausta undirstöðu. En hann leitar
víöar fanga, hefur jafnvel orðið fyrir áhrifum frá
meisturum þöglu myndanna og er alls ófeiminn við
að koma áhorfendum til að hlæja.
FeriU söguhetjunnar Timoleons er næsta broslegur.
Við kynnumst honum fyrst í móðurkviði þar sem hann
hefur það ósköp gott þó að plássið sé htið. Fæðingin
og fyrstu kynni hans af veröldinni eru túlkuð á bráð-
fyndinn hátt og áður en varir eru áhorfendur famir
að taka þátt í sýningunni. Decol lætur nefnilega ó-
spart í ljós ánægju sína með undirtektir þeirra, þegar
honum líkar vel, en lætur þá hafa það óþvegið eila (án
orða auðvitað).
Hann lætur líka óviðbúna áhorfendur taka beinan
þátt í nokkrum atriöum. Viö borð lá að einn lítill sýn-
ingargestur „stæli senunni", í gærkvöldi, þegar hann
veitti Decol aðstoö í atriði þar sem Timofeon ætlar að
gerast kraftlyftingamaður en gengur brösulega að
venju.
Það er sama hvað þessi dæmigerða andhetja tekur
sér fyrir hendur. Hann reynir fyrir sér sem fjöllista-
maöur, þjónn, rokkari og jafnvel bankaræningi, en
klúðrar öllu.
Látbragðsleikur Laurent Decol er hárnákvæmur og
vel útfærður. Verkið sem hann sýnir hér er með léttu
yfirbragði og þó að ferill söguhetjunar sé grátbroslegur
örlar ekki á þeim þunga undirtóni trega og sorgar sem
oft má fmna í viðfangsefnum látbragðsleikara.
Einhverra hluta vegna hafa íslenskir leikarar ekki
lagt fyrir sig látbragðsleik að neinu ráði, þannig að
Laurent Decol látbragðsleikari.
Leiklist
Auður Eydal
helst getum við notið sýninga af þessu tagi þegar er-
lenda gesti ber að garði.
Heimsókn Laurent Decol er vel þegin viðbót við
margar ágætar gestasýningar, sem Alliance Francaise
hefur staðið fyrir á undanfórnum árum. í kvöld gefst
aftur tækifæri th þess að sjá þessa skemmtilegu sýn-
ingu sem óhætt er að mæla með við alla sem áhuga
hafa á látbragðslist.
Litla svið Þjóöleikhússins:
Gestaleikur á vegum Alliance Francaise de Reykjavík:
Timoleon Magnus
Höfundur og flytjandi: Laurent Decol.
-AE
Andlát
Anna Sveinsdóttir, fyrrum prestsfrú
á Kirkjubæ í Hróarstungu, andaðist
4. október.
Marta Clausen, Strandgötu 61, Eski-
firði, lést aðfaranótt 3. október á
Fjóröungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað.
Einar Vídalín Einarsson loftskeyta-
maður, Vogatungu 35, Kópavogi, er
látinn.
EINSTAKT A ISLANDI
BLAÐSIÐUR
FYRIR
KRONUR
BÝÐUR NOKKUR BETUR?
Úrval
TIMARIT FYRIR ALLA
Indriði Halldórsson múrari lést í
Borgarspítaianum að kvöldi mið-
vikudagsins 3. október.
Guðfinna Á. Árnadóttir, Gnoðarvogi
20, Reykjavík, lést aðfaranótt 5. okt-
óber.
Ingibjörg Þórðardóttir, Hrísmóum 9,
lést í Landspítalanum 4. október.
Jarðarfarir
Kristinn Guðjónsson, Víðimel 55,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni þriðjudaginn 9. október kl.
13.30.
Kristján Jóhannsson, fyrrverandi
vegaverkstjóri, Bólstaðarhlíð 6, verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 10. október ki. 13.30.
Þórður Bogason frá Flatey, Rauða-
læk 18, Reykjavík, veröur jarðsung-
l iulurskin á
hilhurðmn e\kur
örvggi-i umferðinni
Fréttir
inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
9. október kl. 15.
Ó. P. Anna Hallgrímsdóttir, Erluhól-
um 5, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Áskirkju þriöjudaginn 9. október
kl. 13.30.
Guðbjörg Runólfsdóttir frá Gröf,
Hvassaleiti 56, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Akraneskirkju mið-
vikudaginn 10. október kl. 11.
Tilkyimingar
Myndlistarsýning í
Fjölbraut, Breiðholti
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti stend-
ur yfir myndlistarsýning á verkum þjóð-
kunnra listamanna, fyrrverandi nem-
enda skólans. Sýningin stendur til 11.
október og er opin mánudag 8. okt. kl.
14-20, þriðjud. 9. okt., kl. 14-18 og mið-
vikud. 10. okt., kl. 14-20. Listamennirnir
sem sýna eru Guðbjörg Hjartardóttir,
Georg Guðni, Sara Vilbergsd., Ráöhildur
S. Ingadóttir, Ólafur Sveinn Gíslason og
Helgi Valgeirsson. Þá verða í kvöld kl.
21 hljómleikar með hljómsveitunum Org-
ill, Innri og Afródídu.
Um dáleiðslumeðferð eftir
Friðrik P. Ágústsson
Vegna blaðaskrifa í DV laugar-
daginn 6. okt. sl. sé ég ástæðu til
að svara þessari grein.
í fyrrnefndri grein er sagt aö tug-
ir Vestfiröinga séu óánægðir með
eikatímana. Ekki get ég skihð að
ein kona geti svarað fyrir hönd
ahra Vestfirðinga og staðið fast á
sínu. Frá því að hún kom til min
og þessi grein birtist var ekki hðin
vika frá því að ég var á ísafirði.
Þegar fólk kemur til mín þarf það
að hafa vilja og ákveðni til þess að
hætta að reykja, grennast o.fl. Dá-
leiðsla gerir ekki kraftaverk en hún
er eitt það öflugasta hjálpartæki
sem til er til þess að komast yflr
langanir og freistingar í sígarettur
og mat. Margt sem kom fram í
greininni er mjög röng túlkun á
dáleiðslunni. Til að byrja með er
ég oftast frá 30 til 45 mínútur með
hvem og einn, en ekki tíu mínútur
eins og kom fram. 5000 krónur
stendur skýrum stöfum fyrir tíu
mínútur. Þarna er verið að reyna
að koma óorði á tímana með því
að tíminn sé mjög dýr en það er
ekki rétt. Þaö er rétt að það kostar
5000 krónur að koma í tíma, en
skoðum hvað þú kaupir. Tökum
dæmi að hætta að reykja, ef þú,
lesandi góður, ætlar að hætta aö
reykja og finnur ahtaf til mikillar
löngunar og vana getur svona tími
komið að góðu gagni því fyrir þann
pening sem þú greiðir færðu einka-
tima og hljóðsnældu sem er sérs-
taklega gerð fyrir þessa einkatíma
og virkar sem framhald af þeim.
Þessa hljóðsnældu hlustar þú á
einu sinni á dag allt upp í viku-
tíma, á þessum tíma flnnur fólk (í
flestum tilvikum) fyrir mikilli
breytingu á löngun sinni í sígarett-
ur. Eins og ég hef áður tekið fram
er dáleiðsla hjálpartæki en ekki
kraftarverkatæki. Það er ekki hægt
að láta fólk hætta að reykja ef vilj-
inn er ekki fyrir hendi og það. er
ekki hægt að dáleiða fólk sem
streitist á móti. Viðmælandi DV,
Þórdís Steinþórsdóttir í Bolungar-
vík, kom til mín mánudaginn 2.
október kl. þrjú, þetta var mjög
minnisstæður tími hjá mér vegna
neikvæðni hennar í garð dáleiðslu.
Til að byija með sagði hún mér að
hún tryði ekki á dáleiðslu, ég
spurði þá strax hvað hún væri að
gera hér því að með þessu hugar-
fari gæti hún alveg eins sleppt tím-
anum. Nei, svaraði hún eftir ca tíu
mínútna umræðu um dáleiðsluna.
Ég viðurkenni það að hún tók ekki
við dáleiðslunni sem stóð yfir ca
30 mínútur nema að því leytinu til
að henni fannst hún vera aðeins
10 mínútur. Eftir tímann sagði hún
mér að hún væri ekki ánægð með
þessa dáleiðslu og hún hefði ekki
virkað á sig, þá bauð ég henni að
borga ekki og hún fengi þá ekki
hljóðsnælduna. Þá svaraði hún:
„Nei, ég borga fyrir tímann og fæ
hljóðsnælduna til að reyna þetta
allavega." Ég hef í dag tekið mörg
hundruð manns í dáleiðslu og unn-
ið víðs vegar um land og víðs vegar
um heim. Fólk er mismóttækilegt
og er árangur misgóður. Hjá því
fólki sem ég hef fylgst með hafa ca
80-90% hætt að reykja t.d. og hef
ég mjög marga ánægða viðskipta-
vini. Svona starf hefur afltaf verið
umdeilt því að það þarf bara einn
til að koma óorði á það og það sann-
aðist sl. laugardag. Því ein kona af
hundruðum ánægðra viðskipta-
vina hætti ekki að reykja. Það er
sorglegt ef hægt er að drepa svona
góða hluti og starfsstétt persónu
út frá sjónarhorni einnar mann-
eskju. Ég trúi á aö fólk geti dæmt
fyrir sjálft sig og hafi frjálsan
ákvörðunarrétt og ef það kemur til
mín er það þess ákvörðun en ekki
mín og er árangur byggður upp á
samvinnu okkar í að yfirvinna
hlutina. Með kærri kveðju og þökk
fyrir birtinguna.
Söng- og skemmtifélagið
Samstilling
er aö hefla vetrarstarfið. Nýir félagar
velkomnir. Sungið á mánudagskvöldum
kl. 20.30-23 í félagsheimili Tónlistar-
manna, Vitastíg 3.
Fundir
ITCdeildin Eik,
Nes/vesturbæ, heldur fund í kvöld, 8.
október, kl. 20 að Hallveigarstöðum, Tún-
götu 14, Reykjavík. Fundarstef: Launin
fyrir gott verk eru fólgin í því aö hafa
unnið það. Upplýsingar gefur Borghildur
í síma 26816.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í
félagsheimilinu Baldursgötu 9 kl. 20.30
miðvikudaginn 10. október. Rætt verður
um vetrarstarfið, tekið í spil. Félagskon-
ur Qölmennið.
ITC-Kvistur
Fundur í kvöld kl. 20.00 í Holiday Inn.
Gestir velkomnir. Uppl. gefur Olga í síma
35562.
Námskeið
Námskeið í heilun
Helgamar 12.-14. og 19.-21. október verða
haldin námskeið í heilun. Leiðbeinandi
er Lone Svargo. Hún er dönsk og hefur
unnið við nudd og heilun frá 1978. Fyrri
helgina verður verður kennd aðferð til
að koma á jafnvægi milli orkustöðva lik-
amans, sem notuð hefúr verið í klaustr-
um í Tíbet um aldaraðir (Tíbetan Heal-
ing). Seinni helgina verður kennt að losa
um spennu og koma á jafnvægi í vefjum
umhverfis heila og mænu. Þessi aðferð
losar um uppsafnaða streitu og eykur
almenna vellíðan (CranioSacral Balan-
cing). Verð ein helgi kr. 9.000, báðar helg-
ar kr. 14.000. Nánari upplýsingar hjá
Gitte s. 29936 og Önnu Maríu s. 44017.
í Fjölmiðlar
NYJUNG I SKILTAGERÐ
Jón Jónsson
F. 21. október 1800 - D. 9. maí 1900
Hvíl ífriði
1
Framleiðum skilti úr álblöndu með Ijósmyndum og skrautrituðum /
texta ef óskað er. Mynd og texti afar skýr og rafhúðað yfirborð sem
endist óbreytt í áraraðir utanhúss. IIiynQir
íáhtí^h
íimidir
Skeifunni 6 • Pósthólf 8650 • 128Reykjavík • Simi 687022 • Fax 687332
Mjúkir menn og harðir
Mjúkir menn þora að ganga í
bleikum og rauðum skyrtum. Þeir
eru góðir við konur og sýna þeim
skilning og nærfærni. Samt gleyma
þeir aldrei kynhlutverki sínu, jafn-
vel ekki þó þeir vinni innan um
konur allan guðslangan daginn. En
þó þeir séu mjúkir eiga þeir samt
að vera harðir því það líkar mörgum
konum.
Þessi djúphugsaða lífsspeki er
fengin úr þættlnum Sjafnaryndi
sem er á dagskrá á Aðalstöðinni kl.
22.00 á sunnudögum. Umsjónar-
menn þáttarins i gærkvöldi voru
Haraldur Kristjánsson og Elísabet
Jónsdóttirkynfræðingur. Þátturinn
er sagður vera fróðlegur þáttur um
samlífkynjanna. Stjórnendur
eyddu miklum tíma i þaö að reyna
aö fá fólk til þess að hringja inn tii
þáttarins og ræða vandamál sín eða
skiptast á góðum ráðum í kynlíflnu.
Það bar ekki árangur að ráði. Þó
hringdu tveir miðaldra karlmenn
ogrædduviðþauogein ung kona
hringdi og upplýsti að margar kon-
ur dreymdi um harða og hrotta-
fengna karlmenn.
Aðalstöðin hefur, ólíkt öðrum
einkastöðvum lagt dálitla áherslu á
talmálsþætti. Þessi tíltekniþáttur
var því miöur afar klunnalegur og
framsetningín virkaði stirð og litt
undirbúin. Hvorugt unsjónar-
manna er vel til starfans fallið og
textinn sem þau voru með var ótta-
lega ambögulegur og fálmkenndur.
Þó tók steininn úr þegar Elísabet fór
aö lesa upp úr bók um líkamstján-
ingu. Þar hjálpaðist tvennt að. Text-
inn var tyrfinn ogþokukenndur,
auöheyrilega illa þýddur úr ensku
og Elísabet tæplega nógu vel læs til
þess að gera það í útvarp.
Stór hluti þáttarins var lagöur
undir tónlist af ýmsu tagi. Þegai'
verið var að tala við hlustendur
mallaði stöðugtlágvær píanótónlist
undir. Þessi hf Ifkæföa Clayderman
niðursuöa truflaði hlustendur sem
flestir hafa örugglega haft heilbrigð-
an áhuga á því sem fjallað var um
en fæstir þolinmæði til þess að
lilusta áþáttinn til enda.