Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Page 3
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1990.
Fréttir
Bandaríkin lokuð fyrir
norrænum au pair sfúlkum
Reglugerð um veitingu dvalar- unum - þar af ein íslensk stúlka.
leyfa fyrir norrænar au pair stúlk- „Þaö ríkir millibilsástand hjá
ur í Bandaríkjunum gekk úr gildi okkur í þessura málum núna.
þann 29. september síöastliðinn. Gamla reglugerðin rann út áður en
Engin ný leyfi eru því gefln út um þingið náði að afgreiða nýja. Við
þessar mundir á Norðurlöndum. getum því ekki gefið út nýjar vega-
Að sögn Micliael O’Malley hjá bréfsáritanir til au pair stúlkna á
bandariska sendiráðinu bíða um
tíu stúlkur frá Norðurlöndunum
eftir að fá dvalarleyíi í Bandaríkj-
Nqrðurlöndum í augnablikinu.
Ég reikna þó með að ný reglugerð
verði sett innan tvr ;gja mánaða.
Reyndar er möguleiki á því að út-
iendingaeftirlitið gefi út sérstakt
leyfi fyrir þá sem lenda í þessu
millibilsástandí. Við bíðum því
bara eftir fyrirmælum,“ sagði Mic-
hael OMÞalley.
Danskri stúlku, sem ætlaðí að
sækja um dvalarleyfl í Bandaríkj-
unum fyrir mánaðamótin, var vís-
að frá þegar „millibilsástandið" var
nýskollið á. Verra var þegar hún
komst að því aö hún hafði komið
einni klukkustund of seint til aö
leggja inn umsókn. Gamla reglu-
gerðin var runnin út. Hún verður
því að bíða um hríð ásamt nokkr-
um norrænum kynsystrum sínum.
-ÓTT
BILASPRAUTUN
ÉTTINGAR
Varmi
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
Ekkert sem bendir til fólksf lótta
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Það ber ekkert á þessum margum-
rædda fólksflótta héðan,“ segir Björn
Kristjánsson, fasteignasali á Akur-
eyri, en þær raddir hafa verið hávær-
ar sem spáðu miklum fólksflótta af
Eyjafjarðarsvæðinu ef nýju álveri
yrði ekki valinn staður þar. Björn
sagði að hvað sem yrði þá benti ekk-
ert til þessa fólksflótta ennþá.
„Ástandið er þvert á móti þannig að
okkur vantar eignir á söluskrá hér á
Akureyri, eins og t.d. minni einbýlis-
hús og raðhús, og það er talsvert
spurt um þessar eignir," sagði Björn.
Verð á fasteignum á Akureyri hef-
ur heldur hækkað undanfarin ár og
misseri miðað við sams konar eignir
á höfuðborgarsvæðinu. Björn Kristj-
ánsson segir að fasteignaverð á Ak- en auðvitað megi finna hverfi t.d. í
ureyri sé mjög svipað og t.d. í Reykjavík þar sem verðið sé mun
Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, hærra.
UMBUÐAPAPPIR
Hvítur, 40 og
57 cm rúllur
Gjafapappír í úrvali
40 og 60 cm rúllur
Kraftpappír í rúllum
FELAGSPRENTSMIÐJAN HF.
Spítalastíg 10 - Sími 11640
Myndsendir: 29520
Hreindýrshornum
stolið úr
Renault sendibfl
- lýstereftirvitnum
Fullvöxnum hreindýrshornum
var stolið úr litlum hvítum Renault
sendibíl á fóstudaginn á bilinu frá
klukkan 13-13.45 í Reykjavík.
Ökumaður sendibílsins er smiður
og ætlaði hann að festa hreindýrs-
hornin á lakkaða furufjöl fyrir kunn-
ingja sinn. Átti síðan að setja hornin
upp í sumarbústað. Var hann búinn
að skrúfa fjölina við hornin þegar
þessu var stoUð úr bUnum á föstu-
daginn.
Á því tímabili sem ökumaðurinn
telur að hornunum hafi verið stolið
lagði hann bílnum á Bárugötu, við
íslandsbanka í Lækjargötu og hjá
SPRON í Borgartúni. Á þessum stöð-
um stoppaði hann í 5-10 mínútur á
hverjum stað.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um
hreindýrshornin eru beðnir um að
hafa samband við Rannsóknarlög-
reglu ríkisins í síma 44000.
-ÓTT
Prófkjör krata á Reykjanesi:
Guðmundur Árni
enn óákveðinn
- er aö skoða framboð til forystustarfa innan flokksins
Guðmundur Árni Stefánsson, bæj-
arstjóri í Hafnarflrði, er enn óákveð-
inn hvort hann gefi kost á sér í próf-
kjör Alþýðuflokksins fyrir alþingis-
kosningarnar. Guðmundur Árni
sagðist ekki vita hvenær hann tekur
ákvörðun um hvað hann gerir. Hann
segir að ef hann gefi kost á sér stefni
hann að því að verða í fyrsta sæti á
hsta Alþýðuflokksins í Reykjanes-
kjördæmi.
í samtölum DV við alþýðuflokks-
menn í Reykjaneskjördæmi komu
fram efasemdir um að Guðmundur
Árni gæti haldið starfi sínu sem
bæjarstjóri færi hann á þing. Guð-
mundur Árni sagðist vera að skoða
þetta mál en hann sagðist ekki sjá
að það væri erfiðara að vera jafn-
framt þingmaður og bæjarstjóri í
Hafnarfiröi en borgarstjóri í Reykja-
vík og þingmaður. Áhrifamaður í
Alþýðuflokknum í Hafnarfirði sagð-
ist vera viss um að Guðmundur Árni
tæki þátt í prófkjörinu og yrði þing-
maður eftir kosningar.
Guðmundur Árni sagðist ekki geta
neitað því að til sín hefði verið leitað
um að gefa kost á sér bæði til for-
manns og varaformanns í Alþýðu-
flokknum á flokksþinginu sem hald-
ið verður í Hafnarfirði um næstu
helgi. Guðmundur Árni sagðist vera
að skoða þessi mál. Hann sagðist
ekki vera búinn að gera upp við sig
hvort hann gæfi kost á sér í þessi
embætti.
-sme
Skákfélag Akureyrar:
Arnar sigraði í haustmótinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Arnar Þorsteinsson varð sigurvegari
í haustmóti Skákfélags Akureyrar
sem lauk nú í vikunni.
Arnar og Þór Valtýsson voru efstir
og jafnir fyrir síðustu umferðina.
Arnar tefldi þá við Stefán Andrésson
og sigraði hann en Þór varð að láta
sér nægja jafntefli við Torfa Stefáns-
son.
Amar hlaut 6 vinninga af 7 mögu-
legum, tapaði einni skák fyrir Þór
Valtýssyni. Þór varð í 2. sæti með 5,5
vinninga, Smári Ólafsson þriðji með
4,5 vinninga.
6 sæta hornsófi kr. 144.830
5 + 7 + 7 sett kr. 118.780
Skoðaðu úrval okkar fyrst og
síðast, það margborgar sig.
jjMjj Húsgagnahöllin ■ RFGFNT MÖRFT Á ÍSLANBI
FAX 91-673511 REŒNT MÖ6E SÍMI 91-68119« 1; IVll/VJJLL/i> JL LVXVJMJHjM-J rX UlJ/lnJL/l ) BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK