Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1990, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1990.
Útlönd
Lögreglumenn í Los Angeles sakaðir um þjófnað:
Stálu af eiturlyfjasmyglurum
Sjö rannsóknarlögreglumenn úr
fíkniefnadeildinni í Los Angeles hafa
verið ákærðir fyrir að hafa stolið 1,4
milljónum Bandaríkjadala af eitur-
lyfjasmyglurum. Þessi fjárhæð jafn-
gildir nærri 80 milljónum íslenskra
króna.
Saksóknarinn í málinu segir að
mennirnir sjö hafi lifað góðu lífi á
þýfinu og keypt sér sumarbústaði,
skútur og dýra bíla. Kona eins lög-
reglumannsins er einnig ákærð fyrir
að hafa tekið aö sér að skipta á þýf-
inu og gildum peningum úr banka.
Lögreglumennirnir voru allir úr
sérsveit lögreglunnar í Los Angeles.
Þeir hafa allir neitað öllum ásökun-
um um lögbrot. Saksóknari er hins
vegar viss í sinni sök og segir að
mennirnir hafi haft það fyrir reglu
að taka brot af þeim peningum, sem
þeir tóku af eiturlyfjasmyglurum, og
sett í eigin vasa.
Helsta vitnið gegn lögreglumönn-
unum er yfirmaður þeirra sem einn-
ig var handtekinn en féllst á að vinna
með saksóknaranum að málinu.
Hann veit allt um hvernig lögreglu-
mennirnir höguðu þjófnaðinum.
Mál þetta hefur orðið til þess að 26
menn úr sérsveitum lögreglunnar í
Los Angeles hafa verið reknir og
verið er að rannsaka fjárreiður fimm
lögregluvarðstjóra. Sérsveitin, sem
sá um baráttuna við eiturlyfjasmygl-
ara í Los Angeles, hefur verið leyst
upp.
Þá hefur orðið að falla frá ákærum
í nokkrum smyglmálum vegna þess
að rannsóknin ónýttist fyrir til-
verknað lögreglumannanna. Rann-
sókn málsins hófst fyrir tveimur
árum þegar dómsyfirvöldum í Los
Angeles barst nafnlaust bréf með
ásökunum í þessa veru.
Reuter
ÖNNUR ÚRVALSBÓKIN
ER KOMIN ÚT,
í HELGREIPUM HATURS, EFTIR MAURICE GAGNON.
Fyrsta bókin, Flugan á veggnum, er að seljast upp!
Tryggðu þér eintak á næstá bóka- og blaðsölustað.
Bókin kostar aðeins 691 krónu.
ÚRVALSBÆKUR MÁNAÐARLEGA
JAMMCA
DVJfíJ
Lega Panama mitli framleiðslu-
landa kókains og neyslulanda
er sögð utskýra smyglið gegnum
landið.
Aukið
kókaínsmygl
gegnum
Panama
eftirinnrásina
Þegar bandarískir hermenn
geröu innrás í Panama í desemb-
er í fyrra var eitt af markmiöum
þeirra að ná Manuel Antonio
Noriega hershöfðingja sem talinn
var bera ábyrgð á smygli á kóka-
íni gegnum Panama til Banda-
ríkjanna. Noriega er nú í fangelsi
í Bandaríkjunum en fíkniefna-
smyglið gegnum Panama hefur
ekki stöðvast.
Það hefur þvert á móti aukist
frá því að innrásin var gerð, að
því er stjómarerindrekar, flug-
menn, hafnarverkamenn og al-
menningur úti á landsbyggöinni
í Panama telja.
Þrátt fyrir fall Noriega hershöfð-
ingja hefur kókaínsmyglið gegn-
um Panama aukist.
Símamynd Reuter
Embættismenn í Panama segja
að útskýra megi smyglið gegnum
landið með legu þess milli fram-
leiðslulandanna og neyslulands-
ins. Aukið smygl eftir innrásina
skýra embættismennimir með
því að stjórn hins nýja forseta,
Guillermo Endaras, skorti fé til
að hefja kerfisbundna herferð
gegn smyglinu. Stjómin þekkir
smyglleiðirnar en hefur ekkert
getað gert vegna fjárskorts, með-
al annars vegna þess að Banda-
ríkin hafa enn ekki veitt alla þá
fjárhagsaðstoð sem lofað var. Frá
því aö innrásin var gerð hafa toll-
verðir aöeins getað gert upptæk
nokkur hundruð kíló af kókaini.
Bandaríkin hafa ekki veitt að-
stoðina þar sem hún er bundin
ýmsum skilyrðum. Bandaríkin
krefjast þess meðal annars að
Panamastjóm komi á markaös-
hagkerfi og miöi stjórn efnahags-
mála viö reglugerðir Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins.
Eitt skilyrði, sem Panamastjórn
hefur þegar samþykkt, gerir
bandarískum yfirvöldum mögu-
legt að sniðganga panamisk lög
um bankaleynd. Þau geta þannig
fengið upplýsingar um innstæður
sem þau telja að séu til komnar
vegna kókaínviöskipta. Aö því er
blöð í Panama fullyrða hefur
bandaríska leynilögreglan gmn
um að fimm panamiskir bankar
eigi í samvinnu við kókafnsmygl-
ara. Ritzau